Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 9 Catalina- flugbátar á íslandi FRETTIR Morgunblaðið/Rúnar B. Ólafsson- CONSOLIDATED PBY-5A Catalina, sem hafði viðkomu á Kefla- víkurflugvelli er skráður i Kanada, með einkennisstafina C- FHHR, í eigu flugfélagsins Cat Air, en var smíðaður í Bretlandi árið 1941. Hann er með raðnúmerið 300. Morgunblaðið/PPJ CATALINA-flugbáturinn sem hafði viðkomu á Reykjavíkurflug- velli verður væntanlega gerður út sem sýningaratriði á flugsýn- ingum víðsvegar í Evrópu á komandi mánuðum. ÞAÐ vekur alltaf athygli, þegar Catalina flugbátar eiga leið um Island nú orðið, að ekki sé talað um tvo með skömmu millibili. Um helgina hafði Catalina-flugbátur á leið frá San Francisco á vestur- strönd Bandaríkjanna til Mílanó á Ítalíu. viðdvöl á Reykjavíkurflug- velli og annar á leið frá Kanada til Hollands millenti á Keflavíkur- flugvelli. Catalina-flugbátar voru í notk- un hérlendis um langt árabil eða frá því 1944 til ársins 1963. Fyrsti Catalina-bátur íslendinga var TF- ISP Flugfélags íslands sem í dag- legu tali var kallaðir Gamli-Pétur. Þessi flugvél var keypt árið 1944 vestur í Bandaríkjunum. Hún varð fyrsta íslenska flugvélin til þess að fljúga milli landa þegar áhöfn skipuð þeim Erni Ó. Johnson, flug- stjóra, Smára Karlssyni, flug- manni og Sigurði Ingólfssyni, flugvélstjóra, flaug vélinni heim frá New York í október árið 1944 ásamt tveimur Bandaríkjamönn- um, Ioftskeytamanni og vélstjóra. Með þeirri flugvél var síðan farið fyrsta millilandaflug Flugfélags Islands sumarið 1945. Catalina-flugbátar Flugfélags íslands, Gamli-Pétur, Sæfaxi og Skýfaxi, og Loftleiða, þeir Vest- firðingur og Dypjandi, áttu mik- inn þátt í uppbyggingu innan- landsflugs á árunum eftir síðari heimsstyrjöld þegar flugvellir voru fáir, samgöngur á landi erf- iðar og sjóferðir tímafrekar. Síð- asta Catalina Flugfélags Islands var tekin úr notkun sumarið 1961 en þá hafði flugvöllum hérlendis fjölgað svo að hægt var að sinna innanlandsflugi eingöngu með landflugvélum á borð við Douglas DC-3 sem voru mun hagkvæmari í rekstri. Síðasti Catalina-flugbáturinn í notkun hérlendis var landhelgis- flugvélin TF-Rán. Hún var í notk- un hérlendis frá því 1954-1963, fyrsta árið hjá Flugmálastjórn, sem TF-FSD en síðan hjá Land- helgisgæslunni frá 1955. Kom hún mjög við sögu í þorskveiðideilum okkar við Breta á sjötta áratugn- um. Eftir að Rán var tekin úr notkun stóð hún lengi vel á Reykjavíkurflugvelli og hafði hóp- ur áhugamanna augastað á því að gera hana upp og reka, en áður en af þvi gat orðið fauk vélin í óveðri og eyðilagðist. Verkfall bifreiðastjóra Friðsamleg verkfallsvarsla VERKFALLSV ARSLA Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis fór friðsam- lega fram í gær, en í gærmorgun höfðu á milli 30-40 manns gefið sig fram til verkfallsvörslu hjá félaginu í gær að sögn Óskars Stefánssonar formanns Sleipnis. Óskar segir að þau verkfallsbrot sem hafi verið framin séu flest smá- vægileg og hafi verið lagfærð með ró og spekt. „Við vitum lítið um óheimilan akstur og það bendir allt til þess að rólegheit riki í stöðunni," segir Óskar. Verkfallsstjórn félags- ins afturkallaði tvær undanþágur til aksturs í gær, en félagið kýs að sögn Óskars að gefa ekki opinberlega upp um hvaða tilvik er að ræða. Engar viðræður á milli deiluaðila hafa verið boðaðar. Allur akstur á vegum Norðurleiða lá niðri í gær vegna verkfallsins, ferðir Austurleiða á Höfn og Hvols- völl féllu niður, röskun várð á ferðum til Hveragerðis, Selfoss og Biskupst- ungna og ferðir á Hólmavík féllu niður. Samkvæmt upplýsingum frá BSÍ hafa nokkrir erlendir ferðamenn sem ætluðu til dæmis að sækja heim þjóðgarðinn í Skaftafelli í gær lent í erfiðleikum en ferðaskrifstofur þeirra hafa reynt að greiða úr vand- ræðum þeirra með ýmsum hætti. Ferðir Kynnisferða til Keflavíkur- flugvallar hafa fallið niður en ein- hveijir ferðalangar hafa notfært sér ferðir með Sérleyfisbifreiðum Kefla- víkur til að komast þangað sam- kvæmt upplýsingum frá BSÍ. * Sœvar Karl Olason / Bankastræti 9, sími 551-3470. Spaiiskíiteini ríkissjóðs mismunandi gjalddaga með • Við bjóðum eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs með gjalddaga eftir 1 ár, 2 ár, 3 ár, 4 ár og 5 ár. • Þú getur raðað saman mismunandi flokkum spariskírteina þannig að þú sért alltaf með laust fé þegar þú þarft á því að halda. • Spariskírteini eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Helstu flokkar spariskúteina: Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. 1991 1D5 Gjalddagi 1/2 1996 1992 1D5 Gjalddagi 1/2 1997 1993 1D5 Gjalddagi 10/4 1998 1994 1D5 Gjalddagi 10/2 1999 1995 1D5 Gjalddagi 10/2 2000 Fjölmargir aðrir flokkar spariskírteina eru einnig til sölu. Hafa skal í huga að spariskírteini ríkissjóðs eru markaðsverðbréf sem eru skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru því auðseljanleg á lánstímanum. Kynntu þér möguleika spariskírteina ríkissjóðs. ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.