Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞOR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 96-11070 Ný sentíing af stretcn- buxum stretch- Hilsum frá Gardeur (Jáuntu tískuverslun v/Nesveg, sími 561 1680. ^▼TTTTTTVTTTTTTYTTfTTTTTTTTTTTTTTfl Viljir þú skila vönduðu verki þá velur þú ESAB ESAB Allt til rafsuðu = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Tcg: 553 Litur: Beige Verð:l495,- Teg: Venice Litir: Hvítt og svart Tökum við notuðum skóm til hcmda bágstöddum Póstsendum samdœgurs • 5% staðgreiðsluafslúttur STEINAR WAAGE SKOVERS K8INGLAN 8-12 SÍMI Ó892I2 4f'' '^ttJToppskórinn steinar waage y LLJJ1 X Itioihiii iii Iiíöimoií skóverslun j SÍMt: 21212 EGILSGOTU 3 SIMI 18519 • IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Eigingirni ÉG VIL koma því á fram- færi að ég er hneyksluð á fullorðnu fólki. Ég var úti í Hagkaupum á Seltjarnar- nesi á góðviðrisdegi og sá blindan mann selja happ- drættismiða. Ég fylgdist með því dágóða stund þeg- ar maðurinn bauð happ- drættismiða til kaups. Um 15-20 manns afþökkuðu boðið. Það virðast ekki all- ir skilja að velferð sumra er háð mannúð. Þetta sýn- ir eigingirni. Það er eins gott að það komi ekkert fyrir hjá þessu fólki. Guðrún Dóra Bjarnadóttir, 13 ára. Tapa/fundið Filma og flass FILMA og Canon-flass, sem lagt var á vélarhlíf tapaðist af bílnum á Furu- mel eða Hringbraut sl. sunnudag. Hafi einhver fundið þetta er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 5514083 eða vinnu- síma 5601900. Pétur. Úr tapaðist GULLÚR tapaðist á mið- bæjarsvæðinu í Reykjavík aðfaranótt sl. sunnudags. Aftan á úrið er grafið nafn eigandans og afmælisdag- ur. Finnandi vinsamlega hringi í síma 5552901. Fundarlaun. Jakki tapaðist SVARTUR leðurjakki með belti, vösum og gylltum hnöppum var tekinn í mis- gripum á Gauk á Stöng aðfaramótt sl. laugardags. Jakkinn er mjög auðþekkj- anlegur. Viti einhver um jakkann er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 5513379. Vegleg fundarlaun. Úr tapaðist GULLÚR með málmkeðju tapaðist á gönguferð frá Aragötu að Sörlaskjóli sl. sunnudag. Gengið var um Grímshaga, Lynghaga, Faxaskjól og Ægissíðu. Finnandi vinsamlega hringi í síma 5523015. Taska tapaðist SVÖRT hörð hliðartaska með axlaról tapaðist á LA Café eða þar fyrir utan aðfaramótt sl. sunnudags. I töskunni vom m.a. snyr- tivörur og myndavél. Finnandi vinsamlega hringi í síma 5611182. Fundarlaun. Sigrún. Taska tapaðist LÍTIL kassalaga brún leð- urtaska tapaðist í leigubíl úr miðbænum inn í Kópa- vog aðfaranótt sl. sunnu- dags. Finnandi vinsamlega hringi í síma 5541194. Næla tapaðist í desember EÐLULAGA næla í rauð- um litum týndist í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir sl. jól. Ef einhver hefur fundið þessa nælu er hann vin- samlega beðinn að hafa samband í síma 5539339. Fundarlaun. Gæludýr Hún Lína er týnd SEXTÁN ára smávaxin grá- og hvítbröndótt læða hvarf frá Fífuhjalla 13, Kópavogi, föst.udaginn 19. maí sl. Hún var ekki með ól þegar hún hvarf en er merkt G-2150 í eyra. Ef þið hafið einhverjar upp- lýsingar um hana þá vin- samlega hafið samband í síma 5642618. Læða í heimilisleit EINS árs svört og hvít síð- hærð læða með mjög fal- legt skott óskar eftir heim- ili vegna ofnæmis á heimil- inu. Búið er að eyma- merkja hana og gera ófijóa. Upplýsingar í síma 5687340. Kettlingar GULLFALLEGIR þrír kettlingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 677435. COSPER LOKSINS er runnin upp stundin sem ég er bú- inn að bíða eftir i allan dag. Nú get ég loksins teygt úr fótunum. hafði hvítt og átti leik, en David Carless (2.240), Hong Kong, var með svart. Carless var að enda við að leika afar kæruleysislegum leik, 41. - d3-d2?? Sókn Japanans kom úr óvæntri átt: 42. Hbl! - Hf5!? (Alger ör- vænting, en 42. - Dxbl 43. g5+ - Kh5 44. De2 er mát) 43. Hxdl - Hxe5 44. fxe5 - c3 45. d7 - c2 46. d8=D - cxdl=D 47. Df8 mát. Japanar eiga sitt eigið tafl og stórmeistara í henni. Fram að þessu hafa þeir litla rækt lagt við það sem þeir kalla vestrænt tafl, en er þó greinilega ekki alls varnað í því efni. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Olympíumótinu í Moskvu í viðureign Akira Watanabe (2.265) frá Japan, sem Víkveiji skrifar... KONUR eru konum verstar, stundi kunningjakona Vík- verja, sem seldi bílinn sinn fyrir skömmu. Hún auglýsti hann til sölu og beið svo við símann á laugardegi. Þann dag hringdu fjöl- margir og forvitnuðust um bílinn. Fljótlega áttaði konan sig á, að karlmenn og konur ávörpuðu hana á mjög ólíkan hátt. Karlarnir byrj- uðu á að spyija hvort konan, sem svaraði símanum, væri að selja bíl. Eftir að þeir höfðu fengið já- yrði spurðu þeir beint og hiklaust um bílinn og ávörpuðu konuna að sjálfsögðu alltaf sem eiganda. Hjá konunum var reglan hins vegar sú, að þrátt fyrir að bíleigandinn svar- aði því til að hún væri vissulega að selja bíl, þá voru spurningarnar ávallt á þessa leið: „Hvaða verð viljið þið fá fyrir bflinn? Takið þið ódýrari bfl í skiptum, o.s.frv. Kunn- ingjakonan var dálítið hissa á því að vera allt í einu í fleirtölu og áttaði sig ekki á að gera athuga- semd við fyrstu tvær konurnar, sem töluðu á þessa leið. Þegar hún stöðvaði spurningaflaum þeirrar þriðju og benti á að hún væri ein og sjálf að selja tiltekinn bíl, þá baðst sú áhugasama kona afsökun- ar og sagði hálfhlæjandi að hún hefði bara reiknað með að kunn- ingjakonan og maður hennar væru að selja bílinn. Það virtist því sem karlarnir ættu ekkert erfitt með að sætta sig við konu sem seljanda bíls, en aðrar konur gerðu ráð fyr- ir að konan gæti ekki verið að selja sinn bíl, heldur bíl sinn og eigin- mannsins. Undarleg afstaða á ann- ars upplýstum tímum. XXX EGAR hlýna tekur í veðri má sjá greinileg umskipti á fólki. Það verður glaðværara, opnara og léttara yfir því að öllu leyti. Því miður eru góðviðriskaflarnir hins vegar sjaldan nægilega langir hér á landi til að þetta hafi langvarandi áhrif á lundarfar almennings. ísland er líklega eitthvert dæmi- gerðasta „innisamfélag" sem hægt er að finna og þá í þeim skilningi að mestallt mannlíf á sér stað inn- andyra. Í suðurhluta Evrópu eru hins vegar dæmigerð „útisamfé- lög“, það er stór hluti af daglegu lífi fólks á sér stað utandyra. Jafn- vel frændríki okkar á Norðurlönd- unum breytast oft í útisamfélög á sumrin. Það vantar ekki viljann hér á landi til að halda uppi útisamfélagi líkt og greinilega má sjá á vinsæld- um þeim sem útigrill njóta að sum- arlagi. Víkveiji dáist að sama skapi mjög að þeim löndum hans sem harka það af sér að fara í útilegu. I Reykjavík eru einnig að spretta upp fjölmörg útikaffihús þó að það sé varla nema á bestu góðviðrisdög- um og í ákveðnum vindáttum, sem hægt er að njóta slíkra staða til fulls. Víða á norðlægum slóðum hafa menn því brugðið á það ráð að byggja yfir heilu göturnar á smekk- legan hátt, þannig að þar sé hægt að njóta sólar og sumaryls allan ársins hring. Víkveiji hefur aldrei skilið af hveiju þessi lausn er ekki notuð í ríkara mæli hér á landi í stað þess að láta fólk kvefast á útikaffihúsum. Þau eru hins vegar að sjálfsögðu ómissandi þessa fáu daga sem til þess viðrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.