Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ borin og til að sinna kalli listagyðj- unnar komstu þér upp vinnustofu mitt í pappírsflóði viðskiptanna. Þar málaðir þú hvenær sem færi gafst og bauðst öðrum myndlistarmönn- um slíkt hið sama. Tónlistin heillaði þig einnig og af sama krafti settir þú upp heimatilbúið hljóðver þar sem þú spilaðir og samdir eigin músík. Þú fékkst góðar vöggugjafir, Sig- urgeir, og bjóst yfír mörgum hæfí- leikum. Þú varst sannkallað nátt- úrubarn sem stundum áttir það til að leggjast út í íslenska sumarið, einn með hestum þínum og hugsun- um. Svo komstu til baka, til okkar hinna, endumærður og með nýja og óvænta sýn í farteskinu. Þessari sýn vildir þú deila með öðrum því þú trúðir því að við ættum að vinna saman og styðja hvert annað. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd, vildir öllum vel og áfelldist engan. Þá eiginleika er gott að muna. Þú hugsaðir hátt og varst að horfa til nýrra og framandi dval- arstaða. Um leið vomð þið Inga að byggja við húsið í Hafnarfírði og búa í haginn fyrir framtíðina. Sér- hver ferð þín í leit að nýju var til að tengja þig fastar við heimaslóðir og uppmnann. Hver vegur að heiman er vegur heim I...I En handan við fjöllin og handan við áttimar og nóttina rís tum ijóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er fórinni heitið. (Snorri Hj.) í dag kveð ég góðan dreng og vin og votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Hulda Arnljótsdóttir. Frá því ég var lítil stúlka hugs- aði ég oft um það hversu heppin ég væri að eiga unga foreldra. Ég átti stóran, sterkan og ungan pabba sem mér fannst ekkert geta komið fyrir. En svo skyndilega fæ ég ekki að njóta hans lengur. Pabbi minn var sérstaklega barn- góður og virtist skilja böm betur en gengur og gerist. Þau hændust að honum og fáir sýndu bömum jafn mikla virðingu og skilning og hann. Pabbi gaf sér alltaf nægan tíma fyrir mig og kenndi hann mér að lesa og reikna áður en ég byij- aði í skóla. Lengi vel barðist hann við að þróa með mér listræna hæfí- leika, kenndi mér að mála með olíu- litum eða hann kom heim með hin ólíklegustu hljóðfæri í von um að áhugi minn á hljómlist vaknaði. Hann vonaði innilega að ég hefði erft þessa hæfíleika frá sér og gerði allt sem hann gat til þess að kalla þá fram. Fyrir utan þessa miklu listrænu hæfíleika var pabbi óvenju vel lesinn og fróður maður. Það skipti ekki máli hvert umræðuefnið var, trúarbrögð, vísindi, heimspeki eða saga, alls staðar var hann vel að sér og kenndi mér alltaf eitthvað nýtt. Pabbi minn var sá sem skildi mig best. Hann gaf sér alltaf tíma til að skoða öll mál niður í kjölinn. Þó hann væri ekki alltaf sammála ákvörðunum mínum studdi hann mig ætíð án þess að reyna að stjórna mér. Hann virti skoðanir mínar og vilja. Hann var ekki pabbi sem skammaði heldur leiðbeindi með tiltali og leiðsögn og hann hjálpaði mér að láta drauma mína rætast. Síðastliðin ár hef ég oft verið hrædd um pabba minn vegna þeirr- ar baráttu sem hann stóð í. í gegn- um baráttu hans kynntist ég svo miklu ranglæti og illsku sem ég hefði aldrei trúað að væri til. Ef aðeins Guð gæti gefíð að svona hefði ekki farið, því að þá væri hann pabbi minn sem mér þykir svo vænt um ennþá hjá mér. Menn greiða það misdýru verði að hafa slíka réttlætiskennd, að una sann- leikanum og leita hans hvað sem hann kostar. Þessi síðustu ár pabba sem hafa einkennst af baráttu voru pabba MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1995 33' MINNINGAR MAGNÚS HLÍÐDAL MAGNÚSSON erfíð en Inga Björk konan hans gaf honum styrk til þess að halda áfram. Með henni átti pabbi sínar góðu stundir. Elsku pabbi minn, ég þakka þér fyrir að hjálpa mér að láta drauma mína rætast og ég þakka þér fyrir allan stuðningin og jjolinmæðina sem þú sýndir mér. Eg var alltaf stolt af þér og aldrei mun ég sætt- ast við það hvernig komið var fram við þig. Ég fínn fyrir miklum sárs- auka þegar ég hugsa um það sem hefur gerst og ég sakna þín svo mikið, elsku pabbi minn. Eg trúi að til sé staður þar sem þú situr nú með pensil í hönd og málar. Einnig vonast ég til að þar sé gott bókasafn þar sem þú unir þér við lestur góðra bóka og leitar svara við þeim spumingum sem leituðu á hug þinn. Elsku Inga Björk, amma, afí, Beta, Gaui, Siggi, Inga, Jón Gunnar og Kamilla, Guð gefi okkur öllum styrk. Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Sigurgeir Sigurðsson félagsmað- ur í Fjölskylduvernd er horfínn af sjónarsviði lífsins. Kynni okkar Sig- urgeirs hófust í byijun síðasta árs en hann hafði um fímm ára skeið átt í erfíðri viðureign við félags- málayfírvöld í Hafnarfirði. Sigur- geir þekkti af eigin raun hversu ill- framkvæmanlegt það er að fá yfír- völd til þess að leiðrétta mistök sín eða draga þau til ábyrgðar fyrir vanhugsaðar stjórnvaldsathafnir. Hann var virkur þátttakandi og ötull baráttumaður í Fjölskyldu- vemd og var ósmeykur að greina opinberlega frá óvandaðari af- greiðslu sljómvalda í fjölskyldumál- um en hann taldi að opin og mál- efnaleg umræða um óréttmætar aðgerðir stjómvalda væri líklegasta leiðin til að draga úr misbeitingu valds á þessu sviði. Sigurgeir átti bágt með að skilja skeytingarleysi stjórnvalda um per- sónuleg réttindi sem tengjast frelsi, æru og tilfinningalífi einstaklings- ins. Sjálfur átti hann að baki þung- bæra reynslu af óréttmætum að- gerðum stjómvalda og vildi nýta þá dýrkeyptu þekkingu sem hann hafði öðlast til þess að liðsinna öðm fólki sem átti um sárt að binda vegna aðgerða stjómvalda. Þraut- seigja hans var aðdáunarverð og ekki gat ég merkt í fari hans beiskju eða gremju vegna þeirrar illu með- ferðar sem hann mátti þola. Á hinn bóginn mátti greinilega skynja að hann var haldinn réttlátri reiði í garð þeirra gæfusnauðu aðila innan kerfisins sem tekst að hylma yfír ranglætið af þverúð og guðlausri þijósku. Sigurgeir var góður félagi sem af alúð og góðum vilja lagði sinn skerf af mörkum til þess að beijast fyrir persónulegum réttindum ein- staklinga og tryggja mannréttindi þeirra með málefnalegum hætti og stuðla þar með að betra samfélagi. Ég vil fyrir mína hönd og sam- takanna Fjölskylduverndar senda ijölskyldu Sigurgeirs og aðstand- endum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi og varðveiti minningu Sigurgeirs Sigurðssonar. Pétur Gunnlaugsson, formaður Fj ölsky ldu verndar. Það var lán okkar nemenda sem settust í fyrsta sinn á skólabekk haustið 1959 að fá að halda hópinn næstu sex árin undir frábærri hand- leiðslu heiðurskonunnar Sigur- bjargar Guðjónsdóttur kennara. Fljótlega myndaðist mikil sam- heldni í hópnum og við urðum öll miklir vinir og best leið okkur ef við gátum verið sem mest saman í leik og starfi. Síðar er leiðir skildi misstum við ekki sjónar hvert á öðru og hópur- inn hefur hist nokkrum sinnum sfð- astliðin ár. í dag kveðjum við kæran bekkj- arbróður okkar, Sigurgeir Sigurðs- son. Við skyggnumst í minninganna myndasöfn og minnumst hans sem góðs drengs sem alla tíð var ákaf- lega dagparsprúður og lét ávallt gott af sér leiða. Snemma bar á listrænum hæfileikum Sigurgeirs og teiknaði hann og skrifaði afar vel. Það var því ætíð tilhlökkunar- efni að fá minningabókina svo- nefndu, sem gekk á milli okkar, eftir að hún hafði dvalið hjá Sigur- geiri. Við gerðum margt skemmtilegt saman á þessum áhyggjulausu árum og m.a. fórum við í reglu- bundnar hjólaferðir um nágrenni Hafnarfjarðar. Sigurgeir var góður félagi og vinur og alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd ef eitthvað fór úrskeiðis enda varð hann snemma verklaginn. Mönnum er ætluð misjöfn örlög og snilldin er að sjá ekki fyrir hvað verður. Við sendum aðstandendum Sig- urgeirs einlægar samúðarkveðjur og biðjum guð að geyma hann. Bekkjarsystkin í Barnaskóla Hafnarfjarðar. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Kæri vinur. Ekki áttum við von á að þurfa að kveðja þig svo fljótt. Við héldum að þú yrðir allra manna elstur. En mennimir ákveða en guð ræður. Það er margt sem kemur upp 5 huga okkar á þessari sorgarstund. Við munum vel hversu vel þú tókst á móti okkur fyrir um tíu árum er við vorum að hefja nýtt líf. Síðar áttum við því láni að fagna að leigja þér aðstöðu undir fyrir- tæki þitt. Ekki hefur lífíð verið þér neinn sérstakur dans á rósum, en þú plumaðir þig vel. Við þökkum þér góð kynni og biðjum guð að varðveita þig. „Þegar þú ert sorgmæddur skoöaðu þá hug þinn og þú sérð að þú grætur vegna þess sem var gieði þín. (Kalihl Gibran) Innilegar samúðarkveðjur send- um við aðstandendum. F.h. íbú'a í Kletti, Guðni og Siyólaug (Dódó). Hún hljómaði ótrúlega fréttin sem ég fékk um að vinur minn Sig- urgeir Sigurðsson hefði látist með hræðilegum hætti. Sigurgeir var um margt mjög sérstakur persónu- leiki. Við kynntumst þegar hann gekk til liðs við okkur Víkinga í handknattleik árið 1974. Okkur vantaði sterkan markvörð í hópinn okkar og við töldum Sigurgeir rétta manninn, og var það okkur mikið happ er hann ákvað að slá til. Sigur- geir varði svo mark Víkinga árið 1975 þegar ísinn var brotinn og grunnur lagður að nýju stórveldi í íslenskum handknattleik. Það var ekki síst Sigurgeiri að þakka að við urðum íslandsmeistar- ar 1975 og síðan fylgdu margir titl- ar í kjölfarið. Sigurgeir var frábær keppnismaður og er ég viss um að það hefur komið honum til góða síðar þegar hann þurfti að beijast á öðrum vígstöðvum í lífi sínu. Erf- iðleikar hafa sett mark sitt á lif Sigurgeirs og hefur hann mátt þola miklar raunir. Samt kvartaði hann aldrei eða bar sig illa og aldrei sagði hann styggðaryrði um nokkurn mann þegar við hittumst. Hann er nú farinn frá okkur með sviplegum hætti. Vinir drúpa höfði og spyija: Hvers vegna? Sigurgeir var hreinskiptinn og heill maður og sagði alltaf það sem í bijósti bjó. Hann var mjög list- rænn og málaði afar fallegar mynd- ir. Hann var nú loksins kominn á rétta hillu í lífinu sem listamaður, ákvörðun sem hann átti kannski að taka miklu fyrr. Við Víkingar kveðjum kæran fé- laga sem átti svo stóran þátt í að gera félagið okkar að stórveldi í handboltanum. Við sendum nán- ustu ættingjum hans innilegar sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vin, friður guðs þig blessi. Viggó Sigurðsson. + Magnús Hlíðdal Magnússon, var fæddur í Vestmannaeyj- um 11. júlí 1910. Hann lést í Borgarspítalanum 13. maí síð- astliðinn. Utför Magnúsar var gerð frá Lágafellskirkju 23. mai sl. Mér ljúft er að minnast þín elsku ástin mín ég mun minningu þína geyma en ekki gleyma. Um minn aldur og ævi þín minning omar mér. Þínar mjúku hendur og góða hjarta ég líta ætti framtíðina bjarta. En ég sakna þín svo mikið að tár mín hrynja og aumt er mitt hjarta Guð hjálpi mér að þerra tárin og eiga við sðknuð sem þú vekur i hjarta mér. Nú leiðir skilja og af öllum vilja og þrá við verðum að sjá það bjarta að við hittumst aftur Guðsnáðarkraftur Guð geymi þig og vemdi hann leiði þína hendi elsku ástin mín ég mun sakna þín. Elsku amma og langamma okk- ar, Guð styrki þig I sorg þinni. Fríða Dóra og fjölskylda. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því sem eilíft er. (V. Briem) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Það er svo skrítið, að þó að við vitum að það liggur fyrir okkur öllum að kveðja þennan heim, þá erum við einhvernveginn aldrei til- búin að kveðja. En nú er afi okkar dáinn og er það ekki auðvelt að setjast nú niður allt í einu og skrifa minningargrein. Við höfum haft afa svo lengi hér hjá okkur að við göngum alltaf að því sem sjálfsögð- um hlut. Afí var fæddur í Vestmannaeyj- um 11. júlí 1910 og hefði því orðið 85 ára í sumar. Hann var sonur Magnúsar Þórðarsonar (Manga Th) og Margrétar Bjarnadóttur. Ólst upp í Vestmannaeyjum og fór ung- ur að stunda sjómennsku og sigldi víða. Á Langanesi var staður sem nefndur var Skálar og þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni og ömmu okkar Halldóru Halldórs- dóttur og hófu þau búskap þar. Þau + Ása Eiríksdóttir fæddis 26. ■ júní 1914 á Hamraendum á Mýrum. Hún lést á Landspítal- anum 5. maí sl. Ása var jarð- sungin frá Fossvogskirkju 15. maí sl. OKKUR langar til að kveðja elsku ömmu okkar með nokkrum orðum. Það var alltaf svo gott að koma til hennar, vel tekið á móti okkur með ný bökuðum vöfflum og öðru góðgæti. Á meðan hún hafði heilsu til, hittist öll fjölskyldan heima hjá henni á jóladag og borðaði saman jólamatinn. Það var oft glatt á hjalla, mikið spilað og málin rædd fram eftir kvöldi. Eftir að heilsu ömmu fór að hraka tók Lára frænka við þessu hlutverki. Alltaf naut hún amma þess að hafa alla eignuðust 10 böm og 1 fósturson. Um tíma bjuggu þau svo á Þórs- höfn. Árið 1956 fluttust þau svo í Mosfeilssveitina og byggðu upp á Sveinstöðum. Réðst afí sem vél- stjóri hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og starfaði þar til ársins 1976. Þau höfðu ekki búið nema sex ár á Sveinstöðum þegar stórt áfall varð í lífí afa í janúar 1962, þá brann íbúðarhúsið til kaldra kola og allt sem í því var og var með naumindum að allir gætu forð-~ að sér út. Það getur hver maður gert sér í hugarlund hversu átakan- leg sjón það hefur verið að sjá per- sónulegar eigur og.annað sem safn- ast hafði á 26 ára búskap verða eldinum að bráð. Enda minntist afí oft á bókasafnið sitt sem hann sá mikið eftir. En með dugnaði og atorku var byggt upp á Sveinstöð- um og þar bjuggu afí og amma þegar við systkinin komum inn í líf afa. Það voru ófáar ferðirnar sem við systkinum fórum með for- eldrum okkar upp í Mosó og eigum við öll góðar minningar þaðan. Þær minningar geymum við hvert um sig um ókomin ár. Afí og amma fluttu svo í Kópa- voginn og hreiðruðu um sig í Reyni- hvammi 27. Það var alveg sama hvenær við komum þangað, maður var alltaf jafn velkominn, afí var alltaf í góðu skap og gat gert að gamni sínu. Ég undirritaður minn- ist þess að hann sagði svo oft við mig að vera nú bara rólegur, því sem bam hafði ég svo oft sagt við hann, „afí, vettu baða lólegur". Eitt verð ég að minnast á til gam- ans, það var þegar þau fóru saman til Bandaríkjanna fyrir nokkrum’ árum og keyrði ég þau út á flug- völl, og kominn að stað þegar ég lít í baksýnisspegilinn og sé að hann er hattlaus og það gekk nú ekki, því hattlaus var hann aldrei utan- dyra. Hann var með hatt í passa- myndinni svo ég snéri við til að sækja hattinn. Við þökkum fyrir að hafa fengið að hafa afa svo lengi hér hjá okk- ur, það eru ekki allir svo lánsamir að geta haldið upp á 60 ára brúð- kaupsafmælið, það gerði afí þegar við hittumst öll í Perlunni fyrir nokkrum árum og héldum uppá það með þeim. Já, afi var góður afí, hlýr heim að sækja, og auðvitað fórum við allt of sjaldan að hitta afa, sem fannst við alltaf koma of lítið í heimsókn. Við eigum eftir að sakna þess að sjá þau ekki saman, en jafn- framt þökkum við fyrir að hafa fengið að njóta hans svo lengi heil- an heilsu. Ommu okkar biðjum við Guð að styrkja og styðja í hennar mikla missi. Elsku afí, hafðu hjartans þökk fyrir öll góðu árin og megi leiðin að ljósinu verða þér greið. Fyrir hönd systkina minna, Sigþór Hólm Þórarinsson. sína nánustu hjá sér, ekki síst eft- ir að langömmubörnin bættust í hópinn. Einnig langar okkur að þakka ömmu fyrir hve góð hún var við pabba eftir að hann slasaðist. Hún fór alltaf til hans þegar heils- an leyfði, en ef ekki hafði hún símasamband við mömmu. Amma var mikil handavinnukona og eru mörg falleg verk til eftir hana. Eitt af því síðasta sem hún saum- aði, var mynd sem Fríða Björg' langömmubam hennar fékk á þriggja ára afmælisdaginn sinn. Henný stóra systir á einnig góðar minningar um langömmu sína. Mikill söknuður ríkir hjá okkur systkinum og foreldrum okkar. Megi Guð geyma ömmu og langömmu okkar. Sóley, Kristján, Hinrik, Henný og Fríða Björg. ÁSA EIRÍKSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.