Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24.MAÍ 1995 19 LISTIR KRISTBJÖRG Clausen, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Hrafnhildur Björnsdóttir. 8. stigs tónleikar frá Söngskólanum SÍÐUSTU 8. stigs tónleikarnir frá Söngskólanum í Reykjavík þetta vor verða á morgun fimmtudaginn 25. maí kl. 16 í íslensku óperunni. Þar syngja þrír nemendur, Hrafnhildur Björnsdóttir sópr- an, Hrafnhildur Sigurðardóttir sópran og Kristbjörg Clausen sópran, en þær eru í hópi átta söngnema sem tóku 8. stigs próf, lokapróf úr almennri deild, frá Söngskólanum í Reykjavík í vetur. Tónleikarnir eru lokaáfangi prófsins. Píanó- leikarar eru Hólmfríður Sigurð- ardóttir, Jórunn Viðar og Kol- brún Sæmundsdóttir, sem allar eru kennarar við Söngskólann í Reykjavík. A efnisskránni eru meðal annars íslensk og erlend ljóð og óperuaríur. Aðgangur að tónleikunum er öllum heimill og ókeypis. BARN AKÓR Hafnarfjarðarkirkju heldur tónleika 25. maí nk. Vortónleikar Barnakórs Hafnarfjarðarkirkju BARNAKÓR Hafnarfjarðarkirkju heldur vortónleika sína í Hafnar- fjarðarkirkju fímmtudaginn 25. maí, uppstigningardag, kl. 17. Kórinn var stofnaður fyrir fjórum árum með það að markmiði að fá meiri fjölbreytni í helgihald kirkj- unnar og að fá börn til starfa inn- an hennar. Nú eru 40 börn starf- andi í tveimur deildum kórsins og munu báðir hóparnir syngja á tón- leikunum. í júní nk. mun eldri deild kórs- ins halda til Danmerkur í söng- ferðalag og er það fyrsta utan- landsferð kórsins. Kórinn mun heimsækja þijár kirkjur á Jót- landi. Stjórnandi kórsins frá upp- hafí er Brynhildur Auðbjargar- dóttir. Undirleikari kórsins á vor- tónleikunum verður Ingunn Hildur Hauksdóttir. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir fujlorðna og ókeypis fyr- ir börn yngri en 12 ára. Skáldskapur og sann- fræði á bókmenntahátíð Bókmenntahátíðin í Reykjavík verður haldin 10.-16. september og er þetta sú fjórða í röðinni frá árinu 1985. Um 25 erlendum rit- höfundum er boðið á hátíðina, 15 norrænum og um 10 höfundum annars staðar frá. Á meðal þeirra 24 höfunda sem þegar hafa stað- fest komu sína má nefna norræna höfunda eins og Jostein Gaarder, I sem er þekktastur fyrir bók sína Veröld Soffíu sem gefín var út hér á landi fyrr á þessu ári og segir sögu heimspekinnar í skáldsagna- formi, og Juice Leskinen, sem er finnskur rokktónlistarmaður og ljóðskáld sem var útnefndur Skáld ársins í Finnlandi 1994. Af alþjóð- legum höfundum í þessum hópi í má nefna Patrick Chamoiseau frá , Martinique-eyju í Vestur-Indíum en verk hans tengjast mjög upp- runa hans og kreólamenningu Martinique og Taslima Nasrin sem er 33 ára læknir frá Bangladesh en bækur hennar fjalla einkum um aðstæður múslimskra kvenna. Dagskrá hátíðarinnar er einkum tvíþætt: Að deginum til verða pall- borðsumræður og fyrirlestrar í Norræna húsinu auk höfundar- kynninga í skólum en á kvöldin verða upplestrar þar sem fram koma fimm til sex höfundar. Há- tíðinni mun svo Ijúka með umræð- um um örlög bókmenntanna í út- gáfuheimi annars vegar og um stöðu íslenskra og skandínavískra bókmennta í heiminum hins veg- ar. Hátíðin mun bera einkunnar- orðin „skáldskapur og sannfræði". Með orðinu sannfræði er vísað til texta sem ekki telst skáldskapur í þrengsta skilningi (heimspeki, sagnfræði, bókmenntafræði, fé- lagsvísindi o.s.frv.) en glíma við sömu viðfangsefni og skáldskap- urinn, bara af öðrum sjónarhóli. NOATUN SERVALIB UNGNAUTAKIÖT - ÖRUGGLEGA MEYRT - 1 Sirlon steik 1,498r 1 Mínútusteik 1.798: 1 T - bone 1.398: 1 Piparsteik ,798:kg Prime ribs 1.298: Laushakkað ungnautakjöt 799: pr.kg. Framhryggja -file 1.398.« Lambakjöt: Þurrkryddaðar kótilettur 1 kippa 699 pr.kg. Hteinsuð svið 299:" 6x 1,1/2 Itr. (1 fl frí!) 745.- Ný Svartfuglsegg 2 stk. stórir Hamborgarar stk. 145 gr 399.- +1 glas Picklis fylgir Svínakjöt: Svínalundir 1.298 Svínarifjur 399: pr.kg. 99. stykkið Bóndabrauð nibursneiu 119.- Appelsín 2 Itr 99.- pr.kg. ■ Homblest Súkkulaðihúðað kex X-stór 50% meira í pakka 99.- Opið á morgun Uppstigningardag NOATUN NÓATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEGI 166 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 554 2062, ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.