Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MILLJARÐA- VERKEFNIOG ATVINNULEYSI GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Dagsbrún- ar, ritaði nýlega grein í Morgunblaðið, þar sem hann fjallar um leiðir til lausnar viðvarandi atvinnu- leysi. Guðmundur bendir á leið, sem hann telur að geri hvorttveggja, skapi 200-400 ný störf og bjargi milljarða- verðmætum fyrir þjóðarbúið. Leggur hann til, að átak verði gert í viðgerðum og viðhaldi íbúðarhúsnæðis, sem sé víða mjög illa farið. Formaður Dagsbrúnar tíundar í grein sinni, að fjöldi húsa sé svo illa farinn, m.a. af alkalí- og frostskemmd- um, að þau verði vart íbúðarhæf um næstu aldamót. Varanlegar og óbætanlegar skemmdir blasi við verði ekki gripið í taumana og ráðist í nauðsynlegar viðgerð- ir. Kostnaðurinn er mjög mikill vegna þessa og er áætl- aður um 100-150 þúsund krónur á hverja íbúð í fjölbýlis- húsum og eykst eftir því sem lengur dregst að hefja viðgerðirnar. Formaður Dagsbúnar bendir á, að erfitt sé að fá lána- fyrirgreiðslu til þessara nauðsynlegu framkvæmda, jafnt í opinbera húsnæðislánakerfinu og bönkum. Hann segir m.a.: „Ef við ætlum ekki að verða fyrir milljarða tjóni og láta fleiri hundruð íbúða verða hreinlega ónýtar þá verð- ur Húsnæðisstofnun að stofna nú þegar sérstaka lána- deild, sem lánar til viðhalds á húsum. Þá verða bankar að líta á þessi mál með meiri skilningi en hingað til og veita stóraukin lán til viðhaldsframkvæmda. Menn skulu hafa það hugfast, að hér er verið að bjarga verðmætum upp á milljarða króna.“ Guðmundur hnykkir á þessari tillögu sinni með því að benda á, að dráttur á að ráðast í viðgerðirnar þýði, að verðmæti íbúðanna hrapi stöðugt og veðbönd, sem á þeim hvíla, verði stöðugt minna og minna virði. Hags- munir Húsnæðisstofnunar, fjármálastofnana og lífeyris- sjóða eru þeir, að verðmæti eignanna, sem eru að veði, rýrni ekki. Sameiginlegir hagsmunir þeirra og íbúðareig- endanna krefjast þess að gripið verði til ráðstafana nú þegar. Formaður Dagsbrúnar telur, að 200-400 manns geti fengið vinnu við þetta björgunarverkefni. Hann spyr, hvort ekki sé nær að ganga hér rösklega til verks held- ur en að eyða hundruðum milljóna í atvinnuleysisbætur. Og spara jafnframt milljarða króna með því að stöðva skemmdirnar. Full ástæða er til að huga að tillögum Guðmundar J. Guðmundssonar, því augljóslega eru miklir þjóðhags- legir hagsmunir í húfi. Hér er verkefni, sem mundi skapa fjölda nýrra starfa. VERKFALL HJÁ ÍSAL? VERKALÝÐSFÉLÖGIN sem semja um kaup og kjör starfsmanna hjá ÍSAL hafa ákveðið að afla verk- fallsheimilda og stefna að boðun verkfalls hjá fyrirtæk- inu frá og með 10. júní nk. Verði af verkfalli þá, má búast við að álverinu í Straumsvík verði lokað skömmu síðar. Á undanförnum mánuðum hafa staðið yfir viðræður á milli íslenzkra stjórnvalda og Svissneska álfélagsins um stækkun álversins í Straumsvík. Þær viðræður hafa verið jákvæðari en búast mátti við í upphafi og veruleg- ar vonir bundnar við, að af þessari stækkun verði. Þar er um að ræða fjárfestingu, sem nemur a.m.k. 10 millj- örðum króna auk umtalsverðrar tekjuaukningar fyrir Landsvirkjun og ýmsa aðila og fjölgun starfa í Straums- vík. Verkfall í Straumsvík stuðlar ekki að því, að Svisslend- ingar komist að jákvæðri niðurstöðu um þetta mál. í raun og veru er ekki hægt að hugsa sér áhrifameiri aðferð en þessa verkfallsboðun til að koma í veg fyrir að af stækkuninni verði. Er það í þágu félagsmanna verkalýðsfélaganna í Straumsvík að ekki sé talað um þjóðarbúsins? Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð Félagsmá LITIÐ VERÐIÁ AÐSTOÐ SEM SKATTSKYLDAR LAUNATEKJUR Borgarstjóm hefur samþykkt nýjar reglur um fjárhagsaðstoð hjá Félagsmálastofnun Reykja- víkur. Reglumar tóku gildi 1. maí síðastliðinn og verða til reynslu í eitt ár. Kristín Gunnars- dóttir ræddi við Lám Bjömsdóttur félags- málastjóra um þær breytingar sem reglumar hafaíförmeð sér. að vill oft gleymast að til okkar leitar venjulegt fólk og að það getur komið fyrir alla að þurfa að leita aðstoðar," sagði Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri. „Það er særandi að heyra niðrandi umtal um þá sem þurfa á aðstoð sam- félagsins að halda því það að leita sér hjálpar reynist mörgum erfítt. Við borgum í sameig- inlegan sjóð þegar vel árar og eigum rétt á aðstoð þegar syrtir í ál- inn. En það er svo stutt síðan menn fengu fá- tæktaraðstoð og fjöl- skyldum var stíað í sundur. Þá lentu menn á sveitinni vegna fá- tæktar eins og sagt var og menn segja jafnvel enn. Sú ímynd lifir enn- þá að minnsta kosti í undirmeðvit- und fólks.“ Svigrúm til félagslegrar aðstoðar Lára sagði að með nýju reglunum væri lögð áhersla á að svigrúm gæfist til félagslegrar og fjármála- legrar aðstoðar en ekki, eins og haldið hefur verið fram, að menn muni festast í nýja kerfinu. Saman- burður á gömlu og nýju reglunum sýndi að heildargreiðslur borgar- sjóðs vegna fjárhagsaðstoðar hækki ekki miðað við svipaðan fjölda skjól- stæðinga en að tilfærsla yrði á milli hópa. Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar- innar fyrir hvern einstakling eru eftir breytingu 53.596 krónur á mánuði eða tæp 54 þúsund og er litið á greiðsluna sem skattskyld laun. Þegar um hjón er að ræða er miðað við stuðulinn 1,8 eða rúmar 96 þúsund krónur á mán- uði. „Við gerum ráð fyrir að fólk beri raunverulega ábyrgð á sínum íjármál- um,“ sagði Lára. „Þetta eru ekki háar upphæðir og ekki mikið að fá um 54 þúsund krónur á mánuði til að lifa af en þetta er það tekjumark sem Tryggingastofnun hefur sett og ekki gott að fara upp fyrir það.“ Ekki hærri grunnur Auk grunnsins koma til húsa- leigubætur, sem Reykjavíkurborg tók upp frá 1. janúar 1995. Þeir einstaklingar sem leigja eiga rétt á bótum eða um 7 þús. á mánuði og allt að 21 þús. þegar um barnafólk er að ræða. Þetta á ekki við um leigu í borgarhúsnæði. „Áður fengu menn grunnupphæð eða 43 þúsund krónur á mánuði og ofan á hana bættist húsaleigukostnaður, “ sagði Lára. „Þannig að grunnurinn hefur í raun ekki hækkað.“ Ríkið kemur til móts við • barnaijölskyldur með barnabótum og barnabótaauka sem er tekjutengdur auk þess sem einstætt foreldri fær meðlag með barn- inu og eru þessir liðir utan við grunninn. Áður komu þessir lið- ir til frádráttar greiðsl- um Félagsmálastofnun- ar. Foreldri með 3 börn og háan barnabótaauka fór þá yfír viðmiðunarmörk allan ársins hring og átti í raun ekki rétt á aðstoð þrátt fyrir að geta ekki framfleytt sér á þeirri fjárhæð sem kom í þeirra hlut. „Það er einu sinni svo að þegar há upphæð kemur inn þá er hún nýtt í það sem safnast upp eins og skólaföt og annað sem börn þurfa á að halda,“ sagði Lára. „Þessar fjölskyldur hafa verið mjög illa settar og gagnrýnin sem við höfum fengið beinist að því að verið sé að gera þeim lífið of létt. Nú muni borga sig að hætta vinnu og þiggja í staðinn fé frá Félagsmála- stofnun en það er ekki svona ein- falt.“ Krafa um vinnu Félagsmálastofnun gerir kröfur um að fólk sé reiðubúið til að vinna. Það verður að skrá sig hjá Vinnu- miðlun Reykjavíkurborgar og koma þar vikulega og stimpla sig eins og það er kallað. Leggja verð- ur fram læknisvottorð og sýna fram á tekjur með skattframtali þannig að ljóst sé að ekki er um aðr- ar tekjur að ræða. „Við göngum vitanlega út frá lögunum um að hveijum manni sé skylt að framfæra sig, maka sinn og börn innan 18 ára,“ sagði Lára. „Næsta skref er að ef menn hafa ekki til þess tekjur þá er sveitarfé- laginu skylt að aðstoða og tryggja að menn geti séð sér og sínum far- borða. Með nýju reglunum erum við að koma inn tekjutryggingarsjón- armiði og um leið er ætlast til að fólk beri ábyrgð á sínum Ijármálum. Það er til dæmis ekki hægt að koma eftir tvær vikur og biðja um meiri peninga ef þeir eru búnir. Auka- greiðslur eiga nær einungis við þeg- ar önnur lög kveða á um skyldur sveitarfélagsins.“ Óskertar barnabætur og barnabótaauki Lára sagði að í gamla kerfinu hafí aðstoð við einstæða foreldra oft verið í formi dagvistargjalda eða hárrar húsaleigu. Með nýju verk- lagsreglunum fellur sú aðstoð niður, þar sem foreldrar fá nú óskertar barnabætur og barnabótaauka til að sjá fyrir þörfum barnsins. Það eina sem komi til frádráttar til ein- stæðra foreldra séu mæðra- og feðralaun, sem eru 11.318 krónur með þremur börnum. Árið 1994 var heildaraðstoð Fé- lagsmálastofnunar 543 milljónir króna og á þessu ári er gert ráð fyrir að hún verði svipuð, þótt erfitt sé að áætla slíkt vegna utanaðkom- andi ástæðna. Sagði Lára að á fyrstu íjórum mánuðum ársins hafi skjól- stæðingum fjölgað um 18% miðað við sama tímabil í fyrra en að heildargreiðslur hafi á sama tíma- bili hækkað um 10%. Ljóst sé að þeim fari sífellt fjölgandi sem leiti til stofnunarinnar sem beri vitni um hvernig ástandið er hjá þeim sem minna mega sín. „Aðstoð með húsaleigu hefur ver- ið mjög stór póstur en þegar húsa- leigubæturnar komu til þá hættum við að reikna húsaleiguna með eins og áður var gert,“ sagði Lára. „Með nýju reglunum verður fólk að treysta á vaxtabætur ef það býr í eigin húsnæði og húsaleigubætur ef menn eru í leiguhúsnæði." 60% eru einhleypir í ársskýrslu Félagsmálastofnunar kemur fram að af þeim sem leita aðstoðar er 26% einstæðir foreldrar og foreldrar með þijú til fjögur börn eru tæplega 3% þeirra sem fá að- stoð. Stærsti hópurinn eru einhleyp- ingar eða 60% og sagði Lára að mönnum hafi fundist það óréttlátt gagnvart öðrum hópum og sérkenni- leg skipting á ljárhagsaðstoðinni. Með nýju reglunum mun aðstoð til þessa hóps lækka á heildina litið. Sagði hún að þær reglur sem beitt hefði verið til þessa hefðu í raun verið mjög strangar en að vandamálið hefði verið ótal undan- þágur. Þær hefðu leitt til þess að starfsmenn eyddu miklum tíma í að fínna hvaða rétt menn höfðu. „Þetta leiddi til ójöfnuðar milli fólks og réðist oft eftir hverfum og jafnvel hvaða starfsmaður sá um afgreiðsl- una og þá er verið að gagnrýna kerfið en ekki starfsfólkið," sagði Lára. „Þegar bornar voru saman tvær fjölskyldur með svipaðar að- stæður þá kom í ljós að þær höfðu stundum fengið mjög ólíka af- greiðslu. Það gengur ekki. Menn verða að vera jafnir fyrir lögunum. Og að tími félagsráðgjafanna fari nánast allur í þessa peningaaf- greiðslu er mjög ófullnægjandi. Þeir eiga að geta einbeitt sér að því að Lára Björnsdóttir Fátækramörk opinberuð með nýjum reglum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.