Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 27 lastofnunar Reykj avíkur Aðstoð vegna sér- stakra aðstæðna Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar: Fjöldi skjólstæðinga 1993,1994 og 1995 3.642 3.371 2000 1000 Fjöldi skjólstæðinga frá og með maí 1995 er áætlaður 4000 I993: Uppsafnaður fjöldi, viðbótinni i mars er bætt við gildið frá jan./feb. og þannig koll af kolli. Desembergildið er þannig heildarfjöldi skjólstæðinga yfir árið. g—1-1-1--1—.—1_——1-1-1-1-i-1_ J/FMAMJ J ÁSOND Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar: Fjárhagsaðstoð 1993,1994 og 1995 Upphæð fjárhagsaðstoðar frá og með maí 1995 er áætluð 600 milljónirkr. 500 --------------- 430,9 400 Aukningin frá aprílgildi 1994 til aprílgildis 1995 nemur10% 1"3: Uppsöfnuð fjárhagsaðstoð, við- bótinni í mars er bætt við gildið frá jan./feb. og þannig koll af kolli. Desemþergildið er þá heildaruþþhæð fjárhagsaðstoðar yfir árið. veita ráðgjöf og stuðning þeim sem það vilja. Enn fremur að styðja þá sem vilja þiggja aðstoð við að kom- ast á vinnumarkaðinn við að leysa úr sínum tilfinningamálum og einnig styðja þá sem eiga í erfiðleikum með börnin sín auk annars. Það var allt- af markmiðið og er enn með þessari stofnun að styðja fólk til sjálfshjálp- ar en við viljum virða sjálfsákvörð- unarrétt fólks.“ Biðin verði styttri Lára sagði að með nýju reglunum væri vonast til að bið eftir aðstoð styttist verulega og að starfsmenn stofnunarinnar gætu eytt meiri tíma í félagslega aðstoð í stað útreikninga á rétti hvers og eins. Fólk hafi þurft að bíða allt að fjórum vikum eftir viðtali eigandi ekki fyrir salti í graut- inn. „Það er vægast sagt ófullnægj- andi,“ sagði hún. „Meginmarkmið með nýju reglunum er að einfalda þær, koma þeim í tölvutækt form þannig að hraða megi afgreiðslunni." Sagði hún að með nýju reglunum yrði réttur fólks til aðstoðar skýlaus í fyrsta sinn og er verið að vinna upplýsingabækling til dreifingar á stofnanir og til almennings. Mun þetta vera fyrsti bæklingur þessarar tegundar hjá Félagsmálastofnun. „Við erum í raun að opinbera fá- tækramörk með þessum reglum,“ sagði Lára. „Þessi upphæð, tæp 54 þúsund, mun verða óbreytt þann tíma sem tilraunin stendur og ekki hækka í takt við launahækkanir á tímabilinu. Vandinn er að einhliða umfjöllun um breyttar reglur gerir það að verkum að fólk hefur miklar væntingar um gull og græna skóga en það eru ekki nærri því allir sem hækka og greiðslur til sumra, til dæmis einstaklinga. lækka veru- lega.“ Heilbrigðisþjónustan sjái um lækniskostnað Lára sagði að miklir erfiðleikar væru hjá heilsulausu, tekjulágu fólki vegna lækniskostnaðar og sífellt dýrari heilbrigðisþjónustu. „Nú erum við meira og minna að leggja niður aðstoð til slíkra þátta nema í algjörum undantekningatilvikum,“ sagði hún. „Við gerum ráð fyrir að sú þjónusta sé greidd af heilbrigðis- kerfinu. Mér finnst óeðlilegt að ríkið og heilbrigðiskerfið geti hækkað gjöld á fátæka, sem og aðra og ætlast til að sveitarfélagið greiði fyrir þjónustuna. Með því er verið að flytja útgjöld ríkisins yfir á sveit- arfélagið og koma fólki í þá aðstöðu að neyðast til að leita aðstoðar.“ Ungmenni styrkt til náms Nýju reglurnar gera meðal annars ráð fyrir að heimilt verði að styrkja ungmenni yngri en 25 ára til náms að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Sagði Lára að um áhættuhópa væri að ræða sem flosnað hefðu úr námi en vildu komast á rétta braut og heija nám á ný. Á það sama við um þá sem hafa verið atvinnulausir eða þegið fjárhagsaðstoð í sex mánuði en hafa ekki lokið grunnnámi. „Markmiðið er að þeir komist það langt í skóla að þeir geti fengið námslán,“ sagði Lára. „Við sjáum hvaða hópar það eru sem fara verst út úr atvinnuleysinu. Það er unga fólkið sem hefur enga menntun. Áður vorum við stelast til að veita þessa aðstoð en núna er þetta heim- ilt.“ Ekki hægt að hjálpa öllum „Þetta nýja kerfi byggir á að við séum því trú. Ef menn vilja fá hæiri upphæð þá er það stjornmálamann- anna að breyta því en ekki okkar,“ sagði Lára. „Stundum verður maður að horfast í augu við að ekki er hægt að hjálpa öllum og það er óskaplega erfitt. Það er mjög þjakandi að þurfa alltaf að vera að segja nei. Þess vegna er mjög erfitt þegar verið er að setja starfsmann í þá stöðu að möguleiki sé á að víkja frá reglunum. Það er í raun ekki hann sem ákveður þær heldur borg- aryfirvöld. Þau bera ábyrgð á því hvað mikið fer í félagslega aðstoð.“ Eigum rétt á að fá aðstoð þegar syrtir í álinn Fjármála- ráðgjafi ráðinn í KJÖLFAR nýrra verklagsreglna um fjárhagsaðstoð Félagsmála- stofnunar verður ráðinn fjármála- ráðgjafi í hálft starf. Þá er í nýju reglunum gert ráð fyrir aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, sem upp kunna að koma. Fjármálaráðgjafanum er ætlað að vera þeim til aðstoðar sem eiga í miklum erfiðleikum, skulda mikið og eru með litlar tekjur. Mun hann kanna hvort hægt sé að leggja fram greiðsluáætlanir eins og gert er í bönkum en þeir sem leita aðstoðar hjá Félagsmálastofnun eiga sjaldn- ast kost á fyrirgreiðslu í bönkum. Heimilt er að veita þeim sem eru yngri en 25 ára og hafa flosnað upp úr námi námsaðstoð. Er miðað við að aðstoðin verði veitt þar til nemandinn á kost á námslánum. Húsbúnaðarstyrkur Þá falla undir liðinn sérstakar aðstæður, húsbúnaðarstyrkur á bil- inu 80-100 þúsund krónur; fæðing- arstyrkur til ungra mæðra með fyrsta bam, 50 þúsund; greiðsla vegna sérfræðiaðstoðar eins og nauðsynlegrar tannlæknaaðstoðar að hámarki 40 þúsund krónur. Þá er heimilt að greiða fyrir viðtöl þjá sálfræðingi, geðlæknum eða félagsráðgjöfum fyrir ungt fólk sem alist hefur upp við mikla fé- lagslega erfiðleika, að hámarki 10 klukkustundir en 20 klukkustundir sé það ákvörðun Bamavemdar- nefndar. Heimild er fyrir allt að 36 þús- und kr. í fataslyrk til þeirra sem hafa verið minnst 6 mánuði á stofn- unum og hafa eingöngu vasapen- ingafrá Tryggingastofnun ríkis- ins. Utfararstyrkur er veittur vegna þeirra sem hafa verið með tekjur undir viðmiðunarmörkum og voru eignalausir. Tímabundið ífóstri Þá skal greiða kostnað vegna barna og ungmenna sem era tíma- bundið í fóstri á vegum Barna- verndarnefndar Reykjavíkur, svo sem vegna skólagöngu og tann- læknakostnað. Heimild er fyrir áfallaaðstoð vegna búslóðamissis eða annars eignamissis til fólks með tekjur undir viðmiðunarmörk- um. Þá er heimild fyrir lánum til þeirra sem era undir viðmiðunar- mörkum vegna fyrirframgreiðslu eða tryggingar á húsnæði og til foreldra með tekjur undir viðmið- unarmörkum er heimilt að veita fermingarstyrk. Lífeyrisþegar sem eru með tekjur undir viðmiðunar- mörkum geta fengið styrk fyrir öryggishnappi og er hann veittur til að greiða stofnkostnað. Vinna að meðferðarmálum Starfsmönnum er einnig heimilt í samráði við yfirmann að greiða kostnað vegna vinnu að meðferðar- málum og nauðsynlegur er til að tryggja öryggi/velferð barna. Það sama gildir um vistun öryrkja og sjúklinga á viðeigandi stofnunum. I þeim tilvikum þegar einstakl- ingur eða fjölskylda lenda í áföllum eins og veikindum eða öðru sem orsakar skyndilegt tekjutap er heimilt að veita lán eða styrk til greiðslu skulda. Ekki er átt við lán til gi-eiðslu á daglegum rekstri svo sem dagheimilis, orku eða annarr- ar framfærslu. Við afgreiðslu um- sókna skal hafa samvinnu við fjár- málaráðgjafa Félagsmálastofnun- ar. Loks er gert ráð fyrir að heim- ilt sé að fella niður kostnað vegna heimaþjónustu og greiðslu á lög- fræðikostnaði vegna baraavernd- armála. Hvetja ekki til sjálfsbjargar GUÐRÚN Zoéga situr í félagsmála- ráði sem fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins. Minnihlutinn hefur gagnrýnt þær breytingar á fjárhagsaðstoð Félagsmálstofnunar, sem sam- þykktar hafa verið og telur að þær hvetji fólk ekki til sjálfsbjargar eins og markmiðið sé með fjárhagsað- stoð og félagslegri þjónustu. Takmarkað tillit til annarra tekna „Þarna er um talsverða hækkun á fjárhagsaðstoð að ræða og það sem við höfum gagnrýnt er að ekki er tekið tillit til ann- arra tekna sem fólk hefur nema að takmörkuðu leyti,“ sagði Guðrún. „Það er ekki tekið tillit til barna- bóta, barnabótaauka og meðlaga sem leggjast við fjárhagsaðstoðina og gerir það að verkum að fólk verður betur statt í þessu kerfi miðað við aðra sem eru með venjulegar launatekjur. Við gagn- rýnum ekki grunnupphæðina, þott hún sé hærri en venjulegar atvinnu- leysisbætur, heldur að ekki sé tekið tillit til annarra tekna, hvort sem þær koma úr tryggingakerfinu eða bóta- kerfinu." Stighækkandi útgjöld Guðrún telur að breytingarnar muni leiða til þess að útgjöld borgar- sjóðs vegna fjárhagsaðstoðar muni fara stighækkandi þegar fólk átti sig á að í sumum tilvikum er það mun verr sett á vinnumarkaðinum. „Það hefur verið talað um að með nýju reglunum verði dregið úr ýms- um heimildargreiðslum en ég sé ekki betur en að allar gömlu heim- ildirnar séu inni og að fleiri hafi bæst við,“ sagði hún. „Síðan gerðist það, eftir að breytingin var sam- þykkt í borgarstjóm, að meirihlut- inn samþykkti verklagsreglur í fé- lagsmálaráði sem bæta enn við heimildargreiðslum. Til dæmis eru greiddir áfallandi skattar. Ef fólk fær ekki fullan barnabótaauka ein- hverra hluta vegna en barnabóta- aukinn miðast við tekjur ársins á undan þannig að ef tekjur lækka snögglega þá er heimilt að greiða fólki þennan barnabótaauka sem ekki fengist annars.“ Betur sett en á atvinnuleysisbótum „Þar með verður fólk betur sett í þessu kerfi heldur en þeir sem eru á vinnumarkaðinum eða á atvinnuleysisbótum nema ef leitað er til Félagsmálastofnunar eftir við- bót. Það gæti hæglega gerst þar sem atvinnuleysisbætur eru lægri en grunnupphæð fjárhagsaðstoðar. Ég held að þetta sé hlutur sem fólk átt- ar sig á smám saman og það sem mér finnst verst við nýju reglurnar er að þær hvetja ekki fólk til sjálfs- bjargar. Einstæð móðir með tvö til þijú börn sem gæti hugsað sér að vinna utan heimilis hálfan daginn myndi til dæmis tapa peningum, þar sem atvinnutekjur dragast frá fjár- hagsaðstoðinni en ekki þessar barna- tengdu tekjur. Auk þess sem ýmis kostnaður fylgir því að stunda vinnu utan heimilis." Höfum gagn- rýnt að ekki er tekið tiliit til annarra tekna nema að takmörk- uðu leyti Gegnsærra og sýnilegra kerfi Guðrún Ögmundsdóttir, formaður Félagsmálaráðs, segir að með nýju verklagsreglunum verði kerfið, sem unnið er eftir, gegnsærra og sýni- legra um leið og það tryggi jafnræði. Óttast nýjungar „ÉG HELD að þessi gagnrýni sem fram hefur komið á kerfið stafi fyrst og fremst af ótta við nýjungar,“ sagði Guðrún. „Auðvitað er mjög vanda- samt að taka upp umræður um fé- lagslega þjónustu og gera hana sýni- lega. Þjónustu sem alla tíð hefur ver- ið bannhelg og aldrei hefur mátt tala um. Það hefur ekki farið fram um- ræða um félagslega þjónustu í fjölda ára.“ Um mitt ár verður lögð fram skýrsla til Félagsmálaráðs og borgarráðs um áhrif breytinganna. Hvernig reglurnar virka í reynd í hverfum borgarinnar, hvernig álagið er á starfs- fólk, hvort árangur er eins og vonast er til og loks hvaða áhrif þær hafa haft á fjárútlát borgarinnar. „Þá verður reynslan metin og við skoðum framhaldið í ljósi þeirra staðreynda," sagði Guðrún. Úttekt á einstaka hópum „Það hefur alltaf verið þannig með þessa fjárhagsaðstoð að rennt er blint í sjóinn með hvað í hana fara miklir peningar en það er eitt af því sem skoða verður nánar. Með þessum breytingum verður hægt að vinna betri úttektir á einstaka hópum og skoða fjárútlát en það hefur verið erfitt. “ „í skýrslu endurskoðenda, þar sem bornar eru saman nýju reglumar og þær gömlu, kemur fram að ekkert kerfí getur orðið jafnslæmt og það sem fyrir var,“ sagði Guðrún. „Það tók sex vikur að grafa niður í gögn um 150 manns. Það er ekki eðlilegt. í gildi hefur verið neðanjarðarkerfi og ef það er ekki til bóta að gera kerfið sýni- legt og einfalt, breyta umsóknum og koma á tölvutengingu, og tengingu við Tryggingastofnun þá veit ég ekki hvað úrbætur eru. Mér finnst kannski ákveðinn tvískinnungur hafa einkennt málflutninginn í þessu máli því þeir sem vilja, vita að kerfið eins og það var gengur ekki mikið lengur.“ Suðað í gegnum kerfið Meðal þess sem minnihlutinn hefur gagnrýnt er að um 55% launafólks séu með sömu laun og nýju viðmiðun- arreglurnar gera ráð fyrir. „Ég ætla ekki að rífast um einhvetjar prósent- ur heldur um raunveruleikann," sagði Guðrún. „Við getum ekki farið niður fyrir þá upphæð sem varla er talin lífvæn- leg. Og ég spyr, af hveiju á þetta fólk að vera fimmta flokks sem lendir í tíma- bundnum erfiðleikum frek- ar en þeir sem lenda á at- vinnuleysis- eða örorku- bótum? Af hveiju eiga þessir hópar ekki að vera jafnt settir? Hver segir að þessi hóp- ur, sem leitar til Félagsmálastofnun- ar - og við getum tekið nýjan hóp, eins og til dæmis verktaka sem ekki hafa tryggt sig gagnvart atvinnu- leysisbótum - að í honum sé fimmta flokks fólk? Að halda því fram að það sé sældarlíf að vera á atvinnu- leysisbótum, bótum frá Félagsmála- stofnun eða á örorkubótum, það nær ekki nokkurri átt.“ „Venjulega leita um 30 manns til mín í viðtal vegna fjárhagsaðstoðar en nú kemur enginn,“ sagði Guðrún. „Ástæðan er sú að hér áður fyrr var kannski hægt að suða sig í gegnum kerfið, vegna þess að reglurnar voru óskýrar og fólk gat ekki áttað sig á rétti sínum.“ Held að þessi gagnrýni sem fram hefur komið á kerfið staf i fyrst og fremst af ótta við nýjungar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.