Morgunblaðið - 24.05.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1995 25
vörunnar, heyri ekki undir viðtekin
hagfræðilögmál fijálshyggjunnar,
og síst þegar þriðja aðila ber svo
að borga brúsann. Umrætt frelsi er
því fyrst og fremst frelsi sérgreina-
lækna sjálfra til að geta í krafti
faglegrar þungavigtar ákveðið,
hvaða magn heilbrigðisþjónustu við-
skiptavininum beri að fá á kostnað
ríkisins. Ótal dæmi og athuganir
víða um lönd benda til þess að slíkt
kerfi leiði til ofnotkunar umræddrar
þjónustu. Því hafa velflest velferðar-
ríki stuðst í vaxandi mæli við tilvís-
anakerfi. Það er nokkur bíræfni að
halda því fram, að t.d. Danir, Norð-
menn, Bretar, Hollendingar eða írar
séu með lélega heilbrigðisþjónustu
þótt þar gildi tilvísanakerfi. I Banda-
ríkjunum tókst hins vegar þarlend-
um læknum í Washington að skjóta
áætlun Clintons um almennt sjúkra-
tryggingakerfi með tilvísunum í kaf
með sama hamaganginum og hér
og hindra þannig, að almenn heil-
brigðisþjónusta þar lyftist gegnum-
sneitt upp í þau gæði, sem ríkja
m.a. í ofangreindum löndum og
draga um leið úr kostnaðinum, sem
er sá mesti í veröldinni. Þar vex
hins vegar stöðugt um hrygg stað-
bundnu trygginga- og tilvísanakerfi
(HMO) sem þegar hafa sýnt kosti
sína sem hagkvæm og árangursrík
leið til að stunda hágæða heilbrigð-
isþjónustu.
Svo gerist það í miðjum klíðum
og skömmunum út í heilsugæsluna
að nokkrir dándismenn úr hópi sér-
greinalækna, sem ekki síst sárnaði
forðum skv. fyrri yfirlýsingum, að
ekki skyldi haft samráð við þá áður
en tilvísanaskyldan var sett á,
smokra sér nú niður í ráðuneyti með
þá lausn helsta, að þeim verði sjálfum
falið að reka þessar vondu heilsu-
gæslustöðvar. Sælir eru hógværir.
Skyldu þeir sjálfir hafa haft samráð
við það fólk sem undanfama áratugi
hefur byggt upp þessa starfsemi?
Hafandi starfað í þessum bransa
lengi, lagt hönd á uppbyggingu
heilsugæslunnar í áraíjöld, tel ég
mig þess umborinn að þakka þessum
háttprúðu og hógværu kóllegum,
sem undanfarið hafa verið að gefa
okkur langt nef, fyrir gott boð. Við
treystum okkur, takk fyrir, alveg til
að reka heilsugæslu, sem talin hefur
verið af gestkomandi prófessorum
sú besta í heimi, án atbeina sérfræð-
inga á þröngum lækningasviðum.
Okkar viðfangsefni virðast mér nú
miklu heldur vera þau, að móta
næstu aðgerðir til að losa þá við þá
amlóða, sem þeir segja þjóðinni að
heilsugæslulæknar séu, úr sínum fé-
lagsröðum.
Höfundur er sérfrteðingur í
heimilislækningum.
Sjálfstæðismenn í
Garðabæ, segir
Benedikt Sveinsson,
eru staðráðnir í því að
viðhalda traustri fjár-
hagsstöðu bæjarins og
halda skattheimtu í hófi.
fjárhagsstöðu bæjarins jafnframt því
að halda skattheimtu í hófi og munu
standa gegn síendurteknum kröfum
minnihlutaflokkanna um aukna
skattheimtu svo sem kostur er.
Áhyggjuefni er hversu ríkisvaldið
leggur í sífellu auknar kvaðir á sveit-
arfélögin sem leiða til aukinna út-
gjalda þeirra. Sem dæmi má nefna
að við gerð nýlegra kjarasamninga
samdi ríkisvaldið við aðila vinnu-
markaðarins um breytingar á skatt-
lagningu lífeyrisgreiðslna. Þessar
breytingar munu kosta sveitarfélögin
í landinu um 600 milljónir króna
árlega. Þessi breyting var gerð án
samráðs við sveitarfélögin. Fram-
undan er flutningur grunnskólanna
til sveitarfélaganna. Sveitarstjórnar-
menn vænta þess að um þau mál öll
geti orðið gott samkomulag við ríkis-
valdið og eru fjármálin þá með talin.
Sparnaður hjá
Reykj avíkurborg
NÝLEGA voru
samþykktar í borgar-
ráði tillögur nefndar
þriggja borgarfull-
trúa, sem átti að leita
leiða til að spara í
rekstri borgarinnar.
Nefndin var skipuð í
framhaldi af af-
greiðslu fjárhagsáætl-
unar borgarinnar.
Áætlunin var afgreidd
með 560 milljóna
króna halla, þrátt fyrir
að skattar á borg-
arbúa hafi hækkað um
950 milljónir króna (en
þar munar mest um
holræsagjaldið), að álögur á borg-
arfyrirtæki hafí hækkað um tæpar
600 milljónir, fellt hafi verið niður
260 milljóna króna gjald í Atvinnu-
leysistryggingasjóð og að reiknað
hafí verið með að skuldir borgar-
sjóðs ykjust um 150 milljónir
króna. Verkefni nefndarinnar var
að brúa þetta bil, annars vegar
með því að leita leiða
til að spara 260 millj-
ónir króna í rekstrar-
útgjöldum borgarinn-
ar eða 2,7% af rekstr-
argjöldum, hins vegar
átti nefndin í sam-
vinnu við borgarlög-
mann að kanna hvaða
fasteignir gæti reynst
hagkvæmt að selja og
var stefnt að því að
sala eigna skilaði
borgarsjóði um 300
milljónum króna á
þessu ári.
í rauninni var ein-
ungis verið að vinna
verk, sem venjulega er unnið við
gerð fjárhagsáætlunar. Borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins ákváðu
að taka þátt í þessu starfí, enda
mikilvægt að koma í veg fyrir frek-
ari skuldaaukningu. Samstarf í
nefndinni var með ágætum og var
hún sammála um tillögur, sem nú
hafa verið samþykktar. Sú stefna
var mörkuð að sparnaðartillögur
leiddu ekki til uppsagna starfs-
manna eða mjög skertrar þjónustu
hjá stofnunum borgarinnar. Það
kom fljótt í ljós að það er hægara
sagt en gert að spara miðað við
þessi markmið, ekki síst þegar
komið er fram á mitt ár. Þannig
er ríflega fjórðungur af upphæð-
inni eða 70 milljónir auknar tekj-
ur. Þar af er rúmlega 60 milljóna
króna endurgreiðsla frá ríkinu
Ýmsar ákvarðanir hafa
verið teknar, segir
Guðrún Zoéga, sem
munu hafa í för með sér
aukin útgjöld.
vegna holræsaframkvæmda, en
lög þess efnis voru samþykkt á
síðustu dögum þingsins fyrir kosn-
ingar. Þá hafði rekstrarkostnaður
gjaldheimtu verið ofáætlaður um
15 milljónir króna. Vaxtakostnað-
ur lækkaði um 50 milljónir vegna
hagstæðari vaxtakjara á skuld-
breytingalánum. Samtals eru þetta
125 milljónir króna. Það sem á
vantar er vegna áætlaðrar hagræð-
ingar, lítilsháttar er dregið úr við-
haldi á eignum svo og þjónustu
við borgarbúa, svo sem með því
að hætta að leggja til bleiur á leik-
skólum og senda mjólkurfemur
með heitum mat heim til aldraðra.
Sumt af því sem lagt var til kann
að vera erfítt að uppfylla á árinu,
þótt það sé auðvitað von okkar í
nefndinni að það takist, enda voru
tillögumar unnar í samvinnu við
forstöðumenn deilda og stofnana
borgarinnar.
Síðan fjárhagsáætlun var sam-
þykkt hafa þó ýmsar ákvarðanir
verið teknar, sem munu hafa í för
með sér aukin útgjöld í ár og í
framtíðinni. Launahækkanir vom
meiri en gert var ráð fyrir í fjár-
hagsáætlun, útgjöld til atvinnu-
mála og til sumarvinnu skólafólks
verða hærri en fjárhagsáætlun
gerir ráð fyrir. Nýjar reglur um
fjárhagsaðstoð frá Félagsmála-
stofnun hafa verið samþykktar, en
þær munu leiða til aukinna út-
gjalda að óbreyttu árferði. Einnig
hafa verið samþykktar auknar nið-
urgreiðslur fyrir börn í leikskólum
og hjá dagmæðrum. Því er margt
sem bendir til að endar muni ekki
ná saman á árinu þrátt fyrir tillög-
ur nefndarinnar.
Höfundur er borgarfulltrúi og
fulltrúi Sjálfstæðisflokks í
spamaðamefnd.
Guðrún Zoega
Sjálfskiptur Accent siite
álfelgur • vindskeið • geislaspilari og útvarp með 4 hátölurum • rafmagn í
rúðum • samlæsing t hurðum • styrktarbitar í hurðum • vökva- og veltistýri
• bein innspýting • 1500cc vél • 90 hestöfl
kr. á götuna!
ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200
BEINN SÍMI: SS3 1236
allt þetta fvrir aðeins
1.289.000
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður og
formaður bæjarráðs Garðabæjar.