Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 40
' 40 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk íPKETTV \ IT'S A BOOK OF ROMANTlC /it didn't have A ooe) ( NEAT, ) y—x \ HUH? / P0ETRY 1 B0USHT FOR A 6IRL IN MV CLASS.. VJ3N THE COVER.^y vr3 ^ ! (/) ! 2 U. 1 1 0 Jiiii i Snoturt, ekkl satt? Þetta er rómantísk ljóðabók sem Það var ekki hundur á káp- ég keypti handa stelpu í mínum bekk. unni... BREF TTL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Að henda fiskí í sjóinn Frá Sigurði Inga Ingólfssyni: NÚ tókst að hafa hendur í hári meintra afbrotamanna. Sex skip- stjórar, ásamt skipshöfnum sínum, voru staðnir að verki við að henda fiski í sjó út af Þorlákshöfn. Dæmum þá strax Að sjálfsögðu verður að dæma þá strax til fang- elsisvistunar, og gera skip þeirra brottræk úr auð- lindinni um tíma. Sigurður Ingi Nú, þá skyldi Ingólfsson ætla að lausnin sé fundin. Eng- um fiski verði hent framar. Nei, aldeilis ekki. Ráðamenn, hagsmunasamtaka og stjórnendur ráðuneyta, sem virðast hafa verið með leppa fyrir báðum augum - VAKNIÐ - Þó að sjómenn og útgerðarmenn séu margoft búnir að benda á hvað er að gerast í auðlindinni, hefur ekki verið hlustað á þá. Nei, dæmið ekki þessa sjómenn og útgerðir þessara báta. Fangelsi Burt með fangelsisstefnu stjórn- valda. Stýrum öllum dauðum fiski í land, án refsingar. 10% ákvæði undirmálsfisks utan kvóta strax aftur inn í reglugerð (var afnumið í febrúar 1995, það voru mistök). Samfélagsfiskur Fiski að verðmæti sjö milljarða hent. Þessum fiski á að stýra í land án kvótaskerðingar, til sölu á opin- berum mörkuðum. Af verðmæti þessa fisks ættu 10% að fara til áhafnar og útgerðar, en eftirstöðv- ar til samfélagsins. Þetta hefði margfeldisáhrif í útflutningaverð- mæti, og atvinnuleysi stórminnk- aði. Eflaust munu margir segja þetta vitleysu, og verði aðeins til þess að sjómenn fari að stunda það að koma með fisk undir þessu ákvæði. En það gerist ekki. Tekjur fyrir áhöfn og bát eru litlar, en það er vilji sjómanna og útgerðarmanna að fundin verði lausn á þessu vandamáli, sem er auðleyst ef ráða- menn hætta í blindingsleik og taka á vandanum. Verðmæti þessa afla gæti runnið til hafrannsókna, viðbótar þyrlu- kaupa, og/eða til björgunarsveita. Boð og bönn Nú eru boðaðar nýjar hafta- og bannreglur. Nú ætlar ráðherra sjávarútvegs að koma með nýjar reglur í haust. Þá má enginn fara á sjó, nema eiga ákveðið magn af aflaheimildum (kvóta) í hverri teg- und af fiski. Hvaða lausn er það? Hver ákveður aflamark bátsins, og hvað á það að vera hátt? (Þetta er reyndar gömul hugmynd Kristjáns Ragnarssonar.) Ofurmenn — Stórslys Getur verið að ráð hinna há- menntuðu ráðgjafar, sem boða nýj- ar og hertar reglur, sem ávallt eru stórgölluð, stafí af vankunnáttu og lítilli starfsmenntun, ásamt lítilli nálægð við raunverulegan sjávarút- veg? Með sama áframhaldi getur orð- ið stórslys. Við vitum ekkert hvað er tekið úr auðlindinni, hvaðan það er tekið eða hvort það er tekið á réttum tíma. Sjálfskipuðum ráðamönnum er ekki lengur vorkunn. Ekki verður hægt að hlusta lengur á lausnarorð þeirra, fangelsi - réttindamissir. Snúum af þessari leiðr Gerum fiskveiðkerfið og reglur þess þann- ig, að hægt sé að vinna eftir því og koma með öll þau gífurlegu verðmæti að landi, sem skila sér ekki í dag. SIGURÐURINGIINGÓLFSSON, Vestmannaeyjum. Vegna mistaka birtist eingöngu niðurlag þessarar greinar sl. laug- ardag. Hún birtist hér með öll. Skólastj óraskipti í Reykholti Frá Láru Magnúsdóttur: MARKMIÐ alls skólastarfs er að efla þekkingu og færni nemenda og gera þá hæfari fyrir lífsstarf sitt. Vegna breyttra þjóðfélagshátta hafa héraðs- og alþýðuskólar átt mjög undir högg að sækja undan- farin 20 ár. í Reykholti hefur þó vörn verið snúið í sókn með skipu- lagsbreytingu á skólastarfi. Á skólastjóraferli Odds Albertssonar hafa verið teknar upp breytingar og nýjungar sem hafa gjörbreytt viðhorfi nemenda til náms og hvatt þá til áhuga. Þetta eru í sumum Alit efni sem birtist í Morgunblaðinu ( Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilui hvort sem er með endurbirtingu eða á efni til birtingar teljast samþykkja þett; tilvikum nemendur sem hafa af ýmsum orsökum ekki fallið inn í eða samlagast hefðbundnu skóla- starfi. Þar af leiðandi er nauðsyn- légt að þetta skólastarf fái að þró- ast áfram við sömu aðstæður og eru í dag. Með nýjum skólastjóra og gjörbreyttu hugarfari er ljóst að þessar aðstæður glatast. Við for- eldrar styðjum því eindregið Odd Albertsson og treystum því að þetta skólastarf í Reykholti haldi áfram undir hans stjórn. LÁRA MAGNÚSDÓTTIR, Miðtúni 17, Reykjavík. g Lesbók verður framvegis varðveitt í sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu i, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.