Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Þórsbrunnur hf. gerir samning um dreifingu á íslensku vatni um öll Bandaríkin átöppunarverksmiðju Samþykkt að auka hlutafé um 120 milljónir Morgunblaðið/Sverrir EINAR Pálmarsson, sljórnarmaður í Þórsbrunni, Ragnar Atli Guðmundsson, forstjóri, Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, og Hreinn Loftsson, lögmaður Vífilfells, kynntu áform um byggingu nýrrar átöppunarverksmiðju fyrir vatn á blaða- mannafundi í gær. ÓRSBRUNNUR hf. hefur ákveðið að ráðast í byggingu átöppunar- verksmiðju fyrir vatn á svæði Vatnsveitu Reykjavíkur, vestan við Hólmsá. Þar verður í fyrsta áfanga hægt að tappa á nálægt 20 milljónum lítra af vatni sem áætlað er að selja á Banda- ríkjamarkaði. Fjárfestingin í verksmiðjunni er áætluð um 200 milljónir króna og verður hlutafé félagsins aukið um 120 milljónir króna í tengslum við þetta verkefni. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar samnings við eitt stærsta óháða átöppunarfyrirtæki Bandaríkjanna um dreifingu á vatni í öllum fylkjum þar í landi. Núverandi eignaraðilar, Fjár- festingarfélagið Þor hf. og Vífil- fell hf., hafa þegar ákveðið að taka fullan þátt í hlutafjáraukn- ingunni til samræmis 80% eignar- hlut þeirra. Reykjavíkurborg á hins vegar að taka afstöðu til þess hvort Vatnsveitan eykur sitt hlut- afé en hún á fyrir 20% eignarhlut. Viðræður við borgaryfirvöld um lóð Þórsbrunnur hefur allt frá árinu 1990 kannað markaði fyrir vatn í Bandaríkjunum og náð nokkrum árangri í miðríkjunum kringum Chicago. Hefur vatninu verið tapp- að á í verksmiðju Vífilfells. „Á þessum tíma höfum við verið að afla okkur reynslu og læra á markaðinn," sagði Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður Þórs- brunns, á fundi með blaða- og fréttamönnum í gær. Hann skýrði frá því að í byijun þessa mánaðar hefðu náðst samningar við fyrir- tækið Select Beverages um einka- leyfi á dreifingu í öllum Bandaríkj- unum. Þetta fyrirtæki dreifir vör- unni nú þegar í þremur fylkjum og stendur sjálft að henni en mun síðan sjá um að útvega dreifiaðila í öðrum fylkjum í samvinnu við Þórsbrunn. „Þetta kallar á það að ráðist verði í byggingu á vegum félags- ins á húsi'fyrir átöppun. Við höfum þegar hafið viðræður við borgaryf- irvöld um lóð undir þetta hús sem verður væntanlega einhvers staðar nálægt starfssvæði Vatnsveitunn- ar vestan við Hólmsá. Það er fyrir- hugað að reisa um 1.200 fermetra hús í fyrsta áfanga og að starfs- menn verði tuttugu talsins. Af- kastageta þessarar verksmiðju verður í fyrsta áfanga allt að 20 milljón lítrar á ári. Síðan er gert ráð fyrir að verksmiðjan geti stækkað þegar fram líða stundir og þörf krefur." Selja 5 milljónir lítra í ár Ragnar Atli Guðmundsson, for- stjóri Þórsbrunns, sagði að fyrir- tækið hefði náð um 8% markaðs- hlutdeild á síðasta ári á svæðinu kringum Chicago og væri þar í öðru sæti yfir mest selda vatnið í 2 lítra eða minni umbúðum. „Langtímamarkmið fyrirtækisins er háleitt, þ.e. að ná 5% markaðs- hlutdeild í öllum fylkjum Banda- ríkjanna," sagði Ragnar. Hann skýrði frá því að þetta jafngilti um 75 milljónum lítra miðað við heildarsölu ársins 1993. Á síðasta ári seldi Þórsbrunnur alls um 3,5 milljónir lítra fyrir um 180 milljón- ir króna og á þessu ári er gert ráð fyrir að salan verði nálægt 5 millj- ónum lítra. Hefur Þórsbrunnur þeg- ar varið um 170 milljónum til mark- aðssetningar í Bandaríkjunum. Ein ástæða þess að reisa þarf sérstaka átöppunarverksmiðju er ný reglugerð sem tekur gildi í Bandaríkjunum um næstu áramót. Þar er að finna nýjar skilgreining- ar á lindarvatni sem leggja þær kvaðir á framleiðendur að vatninu sé tappað á umbúðir mjög nálægt lindinni. Ef það tekst ekki skaðar það gæðaímynd vatnsins og það fellur í verði. Mikil gæði íslenska vatnsins Hreinn Loftsson, lögmaður Vífílfells, sagði að grundvöllur þess góða árangurs sem náðst hefði í Bandaríkjunum byggðist fyrst og fremst á gæðum íslenska vatnsins. Vatnið hefði líkað frá- bærlega vel jafnframt því að gæði framleiðslunnar hjá Vífilfelli væru mjög mikil. Þetta tvennt hefði tryggt pað að mikill áhugi væri hjá erlenda samstarfsaðilanum að taka vatnið í dreifingu um öll Bandaríkin. „Það hefur ekki komið ein einasta kvörtun frá nokkrum aðila varðandi þessa framleiðslu," sagði Hreinn. Stjórn Veitustofnana og Borgarráð ákváðu á síðasta ári að auka hlut Vatnsveitunnar í Þórsbrunni í 20% eða um 14,5 milljónir. Jafnframt var ákveðið að leggja Þórsbrunni til 20,5 millj- óna króna lán eða samtals 35 milljónir. Þetta framlag átti að vera í formi lindar og vatnslagn- ar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði að það kæmi nú til skoðunar hjá Vatnsveitunni hvort lánsfjárheimildinni yrði breytt í hlutafé þannig að borgin héldi sínum 20% hlut. Jafnframt kæmi til skoðunar ósk frá stjórn Þórsbrunns um að fundin yrði lóð sem næst lind Vatnsveitunnar við Hólmsá,. „Þetta er auðvitað við- kvæmt svæði því þarna er vatns- verndarsvæði Vatnsveitunnar. Það verður auðvitað að ganga vel frá öllum málum vegna vatnsverndar- innar þannig að ekkert frárennsíi verði frá þessu húsi.“ í stjórn Þórsbrunns sitja nú auk Sigurðar Gísla þeir Ragnar Atli Guðmundsson, Hreinn Loftsson, Einar Pálmarsson og Helgi Hjör- var. Framkvæmdastjóri félagsins er Dröfn Þórisdóttir. Strengur og Skyggnir Kaupa rekstur Tölvu- miðstöðvarinnar Tap Þörungavinnslunnar hf. 3,6 milljónir í fyrra Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu STRENGUR hf. og Skyggnir hf. hafa keypt rekstur Tölvumiðstöðv- arinnar hf., umboðsaðila við- skiptahugbúnaðarins BOS á ís- landi. Strengur er umboðsaðili viðskipta- hugbúnaðarins Fjölnis. Skyggnir sem er í eigu Eimskips og Strengs, mun selja og þjónusta Fjölni ásamt Streng og vinna að sérverkefnum á sviði upplýsingavinnslu fyrir Eimskip. Fjölnishugbúnaður sem framtíðarlausn Með kaupum Strengs og Skyggnis á Tölvumiðstöðinni, TM, hefur verið ákveðið að leggja áherslu á F’jölnishugbúnáð sem framtíðarlausn TM. Viðskiptavinir TM fá engu að síður áfram fulla þjónustu á kerfum sinum eins og verið hefur samkvæmt skilmálum þjónustusamnings. í fréttatilkynningu segir að starfsfólk TM hafí mikla reynslu við þróun viðskiptahugbúnaðar ásamt sérþekkingu á framleiðslu- kerfum. Muni sú reynsla nýtast áfram og styrkja þróun Fjölnis á Islandi eftir að starfsmennirnir hefji störf hjá Skyggni hf. Skyggnir býður þeim viðskipta- vinum TM sem óska eftir því að kaupa Fjölni, sérstök kjör á nýjum hugbúnaði og yfirfærslu gagna á milli kerfa. Auk þess munu brýr á milli þessara kerfa verða smíðað- ar eftir þörfum. í fréttatilkynningunni segir að rekstur TM hafi gengið vel á und- anfömum árum. Félagið hafi aftur á móti staðið á ákveðnum tíma- mótum þar sem það þurfti annað hvort að fjárfesta í nýjum hugbún- aði og taka þannig þátt í sívax- andi samkeppni á íslenska mark- aðnum, eða ganga til samstarfs við fyrirtæki sem byði öflugan og sveigjanlegan viðskiptahugbúnað með mikla markaðshlutdeild. Seinni kosturinn hafi orðið fyrir valinu. TAP Þörungavinnslunnar hf. á Reykhólum á síðasta ári nam alls um 3,6 milljónum að teknu tilliti til 4,3 milljóna niðurfærslu á viðskip- takröfu vegna viðskipta við Brim Ocean í Svíþjóð. Árið áður nam tap- ið um 9,5 milljónum. Þetta kom fram á aðalfundi Þörungaverksmiðjunnar sem var haldinn miðvikudaginn 17. maí á Reykhólum. Rekstur verksmiðjunnar hefur gengið illa á undanfömum árum en nú hefur eitthvað rofað til í rekstrin- um. Unnið hefur verið að fjárhags- legri endurskipulagningu verksmiðj- unnar að undanfömu og hafa náðst samningar við lánardrottna sem fela í sér niðurfellingu skulda og breyt- ingu skulda í hlutafé. Samningarnir fela í sér að skuldir að fjárhæð 29 milljónir verða felldar niður og 23 milljónum breytt í hlutafé. Vinnsla þangmjöls hófst síðla maímánaðar á síðasta ári og stóð til loka nóvember. Framleiðslán nam alls um 2.850 tonnum sem er um 850 tonnum meira magn en á árinu 1993. Framleiðsla þaramjöls úr hrossaþara var alls 381 tonn sem er um 26 tonna aukning frá árinu áður. Alls voru seld 2.411 tonn af þang- mjöli sem er um 950 tonnum minna en á árinu 1993. Þá voru seld 355 tonn af þaramjöli sem er 23 tonnum minna en á árinu á undan. Rekstrar- tekjur drógust því saman úr um 77 milljónum í um 54 milljónir eða um 29% milli ára. Eigið fé neikvætt um 43 milljónir í lok ársins var eigið fé neikvætt um 43 milljónir. Hluthafar í félaginu voru 73 talsins og áttu þrír meira en 10% þ.e. Pronova A/S í Noregi sem átti 40% af hlutafénu, Byggða- stofnun átti 37,9% og Reykhóla- hreppur 17,8%. í aðalstjórn voru kosnir Jón Birgir Jónsson, formaður og aðrir í stjórn eru Jenný Stefanía Jónsdóttir, Skarphéðinn Steinarsson, Stefán Magnússon og Guðmundur Rafn Bjarnason. Ríkisendurskoðun var falið að endurskoða reikninga í ná- inni framtíð. Framkvæmdastjóri Þör- ungaverksmiðjunnar er Bjarni Óskar Halldórsson. --------------- Windows 95 dagnrí ágúst Scattle. Reutcr. MICROSOFT hyggst markaðssetja stýrikerfið Windows 95 24. ágúst og það verður fáanlegt í verzlunum sama dag að sögn formælanda fyr- irtækisins, sem vildi ekkert meira um málið segja í gag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.