Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Skólastjórafélag Reykjavíkur skorar á Skólamálaráð Hætt verði við nið- urskurð á Þróunar- sjóði grunnskólanna STJÓRN Skólastjórafélags Reykjavíkur hefur sent Skóla- málaráði Reykjavíkur áskorun þess efnis að hætt verði við áform- aðan niðurskurð á Þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur. Spamaðarnefnd hefur lagt til að sjóðurinn verði skorinn niður um 25%, eða 2,5 milljónir, að fram- lag til listkynninga í skólum verði skorið niður, sem og framlag til sérsjóða skólanna um 10%. Ragnar Gíslason skólastjóri Foldaskóla og formaður Skóla- stjórafélags Reykjavíkur segir að um stefnubreytingu sé að ræða í Skólamálaráði. „Þróunarsjóðurinn er nýtt fyrirbæri og okkur þykir miður að framlög til hans séu skor- in niður þótt við skiljum þörfina á sparnaði." Segir hann ennfremur að þriðj- ungur skólastjóra hafí sent frá sér tillögur til spamaður þegar eftir því hafí verið leitað en enginn hafi stungið upp á niðurskurði á þeim vettvangi sem lagður hefur verið til. Engin stefnubreyting Sigrún Magnúsdóttir formaður ráðsins, segir rangt að um stefnu- breytingu sé að ræða hjá nýjum meirihluta í Skólamálaráði, tillög- umar komi frá spamaðamefnd. „í stað þess að tilkynna flatan niðurskurð upp á 2,7% fórum við þá leið að reyna að spara yfír allt sviðið. Við tókum vissulega tillit til skólamálanna því ef við hefðum ætlað að spara jafn mikið og okk- ur er gert hefði það þýtt 50 millj- ónir króna í stað 14 milljóna," segir hún. Fáar tillögur bárust Sigrún segir ennfremur að bréf hafí verið sent til allra skólanna. „Því miður komu tillögur um spamað ekki nema frá örfáum skólum. Ef allir hefðu unnið með okkur og bent á hið smáa sem hægt er að spara, hefðum við ekki þurft að skera niður á þjónustu- sviði skólanna. Þetta eru ekki lög- bundin verkefni sveitarfélaga sem við tókum af, heldur lögbundin verkefni ríkisins. Það eru ekki nema tvö ár síðan við ákváðum að yeita líka í Þróunarsjóð og auð- vitað byijar maður á því að skera niður það sem ekki er lögbundið,“ segir hún. Loks segir Sigrún að búið sé að íjalla um tillögumar og sam- þykkja í borgarráði og borgar- stjóm og engar tillögur um breyt- ingar hafí komið fram. „Skóla- skrifstofunni er gert að spara 14 milljónir og auðvitað er hægt að fínna aðra þætti til að spara ef menn sjá þá.“ Blönduhlíð - 4ra herb. Vorum að fá í sölu 4ra herb. 112 fm íb. á efri hæð í fjórbýlish. íb. skiptist í rúmg. saml. stofur og 2 góð svefnherb. m.m. (geta verið 3). Suðursvalir. Mjög snyrt- il. og góð íbúð. Húsið lítur vel út að utan. Bílsk. réttur. Laus fljótl. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 19540 og 19191. 01Q7H LARUSÞ.VALDIMARSSON.framkvæmdastjori t I I vv't I W / V KRISTJAN KRISTJANSSON, ioggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Skammt frá Landakoti - sérh. Sólrík 5 herb. íb. um 150 fm í þríbýlishúsi árgerð 1967. Allt sér. Innb. bílsk. með geymslu um 40 fm. Eignaskipti mögul. Laus strax. Fyrir smið eða laghentan Sólrík 4ra herb. íb. á 1. hæð í reisulegu steinh. tæpir 100 fm skammt frá Landspftalanum. Þarfnast nokkurra endurbóta. Mikil og góð lán. Lítil útborgun. Nánari uppl. aöeins á s(:rifstofunni. í vesturborginni - sérstakt tækifæri Á söluskrá óskast rúmg. 3ja herb. íb. í skiptum fyrir mjög stóra 4ra herb. íb. í lyftuhúsi með fráb. útsýni. Hafnarfjörður - hagkvæm skipti Góð 3ja herb. íb. óskast í skiptum fyrir 5 herb. úrvalsíb. Nýtt eldh. Öll sameign eins og ný. Frób. verð. Einstakt tækifæri. Skammt frá Keiiisnesi á Vatnsleysustr. Nýlegur og vandaður sumarbústaöur á um 6000 fm eignarlandi. Upp- sátur fyrir bát (fjöru. Ýmis konar skipti mögul. í Norðurbænum í Hafnarfirði óskast einbýlis- eða raðhús með 5 svefnherb. ...blabib -kjarnimálsins! AIMENNA FASTEI6HASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 FRÉTTIR DETTIFOSS í klakaböndum. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Klaka- fossar ÞEGAR lagt er upp frá þjóðveg- inum að Dettifossi er ekki fært nema á vélsleðum, þótt langt sé liðið á maí. Snjóa er ekki farið að leysa að neinu ráði og Jökulsá á Fjöllum ennþá í klakaböndum. Engu að síður er alltaf jafn mikil upplifun að fylgjast með aflmesta fossi Evrópu beija á jökulg(júfr- inu. Ekki spillir umgjörðin, en fjallasýnin mótast meðal annars af Eilíf að vestanverðu suður til Herðubreiðar, þaðan austur á Dimmafjallgarð og alit norður til fjallanna austur af Öxarfirði. Skammt fyrir ofan Dettifoss er Selfoss, sem mörgum þykir ekki síður prýða Jökulsá. Svo koma flúðir þar fyrir ofan, en Bragi Benediktsson á Grímstungu segist hvergi hafa fundið nafn á þeim. MIKIL hringiða myndast þar sem Selfoss fellur. ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Mælimerki í 44 sjóbirtinga Um 200 sjóbirtingar voru merkt- ir númeruðum slöngumerkjum í Flóðinu í Grenlæk við upphaf veiðitímans í byrjun mánaðar, eins og frá var greint á dögun- um. 44 silunganna voru auk þess merktir með mælimerkjum sem nema hita og dýpi meðan fískur- inn dvelur í sjó. Mælimerkin eru sett inn í fisk- inn með skurðaðgerð, en plast- þráður látinn liggja utan á til að gefa merkinguna til kynna. Hefur verið farið þess á leit við stangaveiðimenn á svæðinu að þeir sleppi lifandi öllum merktum fískum í aflanum í vor, en skili öllum merkjum til hlutaðeigandi aðila er þeir fara að draga físk- ana með haustinu. Mælimerki af þessu tagi hafa verið notuð áður, m.a. til að fylgj- ast með hita sjávar og því dýpi sem gönguseiði sækja í á leið sinni frá móðurstöðinni til haf- beitarslóða. Bóndinn á Seglbúð- um við Grenlæk og Magnús Jó- hannsson fískifræðingur Veiði- málastofnunar á Selfossi veita merkjum viðtöku í sumar og haust og er heitið verðlaunum fýrir skií á merkjum. Fluguhnýtingarkeppni Landssamband stangaveiðifé- laga hefur hleypt af stokkunum fluguhnýtingakeppni. Undirbún- ingsstarfið stendur yfír, en keppnin hefst formlega í haust. Á tímabilinu frá nóvember og fram í janúar stendur yfír for- keppni innan aðildarfélaga LS, en á tímabilinu mars-apríl fer síðan fram lokakeppni sigurveg- ara forkeppninnar. Aðildarfélögin innan LS hafa skipað lykilmenn innan sinna raða til að sjá um framkvæmd- ina. Veiðisæld Víða að berast góðar aflafrétt- ir. í Grenlæk, Flóðinu og víðar, hefur verið góð sjóbirtingsveiði það sem af er vori. Hefur veiðin verið „ævintýri líkust" eins og frá er greint í fréttabréfi Ár- manna sem hafa Flóðið á leigu. Mjög góð veiði hefur verið í Hlíðarvatni í Selvogi í vor, en það kemur einnig fram í frétta- bréfí Ármanna. Segir þar að fisk- urinn sé þó ekki mjög feitur. Hann sé vænn, en nokkuð rýr. Hins vegar hafí hann farið batn- andi með degi hveijum, enda sé mikil áta í vatninu, lirfur, bobbar og marflær. Góð veiði hefur og verið í Kleifarvatni og margir fengið góðan afla. Er um 1-2 punda bleikju að ræða og veiðist hún helst syðst í vatninu, svo og út af klettatanganum mikla fyrir miðju vatninu vestanverðu. Flug- an gefur best. Elliðavatn er enn dyntótt, en þó hefur verið að glæðast að undanfömu og bleikja farin að vera með í aflanum. Samdráttur Það er Ijóst, að samdráttur hefur ekki einungis verið í sölu laxveiðileyfa. í erindi sem Snorri Jóhannesson veiðivörður á Am- arvatnsheiði flutti á opnu húsi hjá Ármönnum á dögunum kom fram að 60 prósent samdráttur hafi verið í sölu veiðileyfa á milli áranna 1993 og 1994. Þrátt fyr- ir það hefði það færst í vöxt að fjölskyldur fæm saman í veiði á heiðina. Veiðidagur fjölskyldunnar Hinn árlegi veiðidagur fjöl- skyldunnar verður haldinn sunnudaginn 25. júní. Eins og venjulega mun almenningi standa til boða að veiða endur- gjaldslaust í vötnum og ám víða um landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.