Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 15 VIÐSKIPTI MAURICE Saatchi ásamt eiginkonu sinni Josephine Hart. Hlutábréfí Intuit hríðfalla Sameining við Microsoft út um þúfur New York. Reuter. Saatchi og Cordiant sættast London. Reuter. BREZKA auglýsingafyrirtækið Cordiant Plc og stofnandinn, sem sneri við því baki, Maurice Saatchi, hafa náð sáttum að því er tilkynnt var á mánudaginn. Mál Cordites og Saatchi á að koma fyrir rétt síðar í mánuðin- um, en öllum málarekstri verð- ur hætt að því er fram kom í tilkynningu frá Cordite. Þar eru peningagreiðslur ekki nefndar á nafn. Cordite þykir hafa látið í minni pokann, en fyrirtækið rak Maurice Saatchi í desember þegar það hét ennþá Saatchi & Saatchi og fór í mál gegn hon- um þegar hann stofnaði nýja auglýsingaskrifstofu. Nýttnafn Hin nýja skrifstofa Maurice hefur verið kölluð „Dress Rehe- arsal“ eða „The New Saatchi", en á mánudag hlaut hún opin- berlega nafnið „M & C Ag- ency.“ Maurice og Charles bróð- ir hans stofnuðu Saatchi & Sa- atchi fyrir 25 árum. Þrír yfir- menn sögðu upp eftir brott- rekstur Maurice og þeir verða meðeigendur í hinu nýja fyrir- tæki. HLUTABRÉF í hugbúnaðarfyrir- tækinu Intuit hríðféllu á mánudag- inn, þar sem Microsoft hefur hætt við að kaupa fyrirtækið fyrir 2 milljarða dollara. Hlutabréf í Intuit lækkuðu um 13 dollara í 61.50 á Nasdaq-mark- aði, en bréf í Microsoft hækkuðu um 2 dollara í 87.25 á sama mark- aði. Sérfræðingar segja að hlutabréf í Intuit verði undir þrýstingi í nokkra daga, en síðan muni draga úr umrótinu og þá muni um 55 dollarar fást fyrir bréfin. Andstaða ráðuneytis Microsoft tilkynnti á laugardag að hætt hefði verið fyrirætlanir um að kaupa Intuit fyrir 2 millj- arða dollara og kenndi um lang- vinnri lagadeilu, sem reynast mundi nauðsynleg til þess að sigr- ast á andstöðu dómsmálaráðu- neytisins sem óttast hringamynd- un. Ráðuneytið hafði sagt að stjórn- völd væru þess albúinn að hefjast skjótt handa vegna vísbendinga um að samruninn mundi bijóta í bág við samkeppnisreglur og hagsmuni neytenda. Kaup gætu tafisttil 1996 Dómsmálaráðuneytið fór í mál í apríl til þess að koma í veg fyrir samrunann og sagði að með því að kaupa Intuit mundi Microsoft tryggja sér óeðlilega yfirburði á nýjum markaði. Microsoft sagði að málarekstur og hugsanleg áfrýjun gætu tafið kaup á Intuit til 1996. Tilkynnt var um samninginn í október. Hagur Toyota batnar í bili Tókýó. Reuter. TOYOTA-bílafyrirtækið hefur skýrt frá hagnaði síðustu níu mánuði, en býst ekki við frekari hagn- aði á yfirstandandi fjár- hagsári, einkum ef Banda- ríkjamenn gera alvöru úr hótunum um refsiaðgerðir. Að sögn Toyota nam hagnaðurinn 236.21 millj- örðum jena á níu mánaða tímabili til 30. marz miðað við 214.03 milljarða jena á 12 mánaða tímabili til júní 1994 (fjárhagsár fyrirtækisins hefst 1. apríl nú í stað 1. júlí áður). Miklu tjóni spáð Toyota spáir hins vegar hagnaði upp á aðeins 200 milljarða jena á fjárhagsárinu til marz 1996, þar sem hækkun á gengi jens hafi skað- aðútflutning. í spánni er ekki reiknað með refsiaðgerðum, þar sem þær eru ekki komnar til framkvæmda að sögn Hiroshi Okuda, eins varafor- stjóra Toyota. „Við teljum að þær mun i valda Toyota miklu tjóni,“ sagði Okuda said, „en við getum ekki látið uppi hve mikið það getur orðið.“ Fimm Lexus-bílar Toyota yrðu fyrir barðinu á 100% refsitollum Bandaríkjamanna á japanska lúx- usbíla. . Toyota selur um 87.000 Lexusbíla á ári í Norður-Ameríku. Sérfræðingur Nikko-rannsóknar- stöðvarinnar telur að refsiaðgerð- irnar verði til þess að hagnaður Toyota minnki í um 150 milljarða jena, ef gengi jens og dollars helzt óbreytt. Að hans sögn yrði hagnað- ur 1995/96 eftir refsiaðgerðir 130 milljarðar jena, ef 85 jen fengjust fyrir dollar. Christiania íhugar að taka við Norgeskreditt Ósló. Reuter. ANNAR stærsti viðskiptabanki Noregs, Christiania Bank og Kred- itkasse, íhugar að bjóða i veðlána- stofnunina Norgeskreditt sam- kvæmt tilkynningu frá kauphöllinni í Ósló. í tilkynningunni segir að ráð Christiania Bank og Kreditkasse og Norgeskreditt hafi „samþykkt að fara þess á leit við framkvæmda- stjórnimar að útskýra hið fyrsta hvort forsendur séu fyrir því að Kreditkassen bjóði í öll hlutabréf í Norgeskreditt Holding A/S.“ Samkvæmt góðum heimildum getur verið að Christiania bjóði 200-300 norskar krónur á hlutabréf í NorgeskreditL Viðskipti Norgeskreditt hafa ver- ið stöðvuð um stundarsakir í kaup- höllinni í Ósló á meðan beðið er eftir ákvörðun. Við lokun á mánu- dag seldust hlutabréf í Noregskred- itt á 198 norskar krónur. Hagnaður Norgeskreditt Holding eftir skatta 1994 nam 159 milljón- um n. króna og starfsmenn voru 87 í árslok í fyrra. - kjarni málsins! Vélar & Þjónusta hf. á ferð um landið. Verðum með glæsilega vélasýningu á neðangreindum stöðum í maí & júní. Dráttarvélar — Ámoksturstæki — Rúllubindivélar — Rúllupökkunarvélar Rúllubaggagreipar — Beislistengdur rúllubaggahnífur — Sláttuvélar Heyþyrlur — Stjörnumúgavélar o.fl. 24. maí: A-Eyjafjöll. Staður: Steinar kl. 13.00-17.00. 25. maí: Hella, Rang. Staður: Hella kl. 13.00-17.00. 26. maí: Árnessýsla. Staður: Brautarholt kl. 13.00-17.00. 27. maí: Borgarnes. Staður: Hyrnan kl. 13.00-17.00. 28. maí: Búðardalur. Staður: Krist-Tak. kl. 13.00-17.00. 29. maí: Borðeyri. Staður: Kaupf. Hrútf. kl. 13.00-17.00. 30. maí: Blönduós. Staður: Vélsm. Húnv. kl. 13.00-17.00. 7. júní: Húsavík. Staður: Esso-skálinn kl. 13.00-17.00. 31. maí: Varmahlíð. Staður: Vélaval kl. 13.00-17.00. 8. júní: Egilsstaðir. Staður: Kaupf. Héraðsb. kl. 13.00-17.00. 1. júní: Hofsós. Staður: Hofsós kl. 13.00-17.00. 9. júní: Höfn í Hornaf. Staður: Vélsm. Hornafj. kl. 13.00-17.00. 2. júní: Akureyri. Staður: Þórshamar kl. 13.00-17.00. 10. júní: Klaustur. Staður: Skaftárskáli < kl. 13.00-17.00. 3. júní: Akureyri. Staður: Þórshamar kl. 13.00-17.00. • 6. júní: Svarfaðardalur. Staður: Félagsh. Grund ki. 13.00-17.00. Við bjóðum bændum og öðrum landsmönnum að koma og sjá það besta sem völ er á frá stærstu vélaframleiðendum í Evrópu. VELAR& ÞJéNUSTAnF 'ltýcfi tíMton. 'Ttcfávi áAenúíwi. Járnhálsi 2,110 Reykjavík, sími 587 6500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.