Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 17 Æðsti sannleikur Hugðust dreifa gasi úr þyrlum Tókýó. Reuter. JAPANSKA lögreglan telur að sértrúarsöfnuðurinn Aum Shinri Kyo, Æðsti sannleikur, hafi ætl- að að dreifa eiturgasinu sarin úr lofti en ákveðið síðar að koma því fyrir á jámbrautarstöðvum. Biaðið Sankel segir ennfremur að ætlunin hafi verið að nota fjar- stýrðar þyrlur til verksins, söfn- uðurinn átti tvær slíkar en þær hafa enn ekki fundist. Frammámenn Æðsta sann- leiks veltu einnig fyrir sér að nota loftskip og sprengjuvörpur til að dreifa eitrinu. Markmiðið var að valda skelfingu meðal al- mennings í von um að niðurstað- an yrði heimsstyrjöld og heims- endir sem leiðtogi safnaðarins hefur spáð að verði 1997.12 manns fórust í árásinni á járn- brautarstöðvarnar í mars og mörg þúsund urðu fyrir eitrun. Vilja banna starfsemi safnaðarins Stjórnvöld í Tókýó undirbúa nú að banna alla starfsemi sér- trúarsafnaðarins. Lög frá 1952 heimila slíkar aðgerðir gegn samtökum ef sérstök, óháð nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að umrædd samtök muni verða al- varleg ógnun við öryggi almenn- ings. Lögunum hefur aldrei verið beitt af ótta við að þau myndu stofna í voða tjáningarfrelsi í landinu. Leiðtogi safnaðarins, Shoko Asahara, hefur hafnað allri sam- vinnu við yfirvöld en nokkrir tugir æðstu ráðgjafa hans hafa viðurkennt aðild að eiturgastil- ræðunum, að sögn japanskra fjölmiðla. Er Asahara var yfir- heyrður í gær sagði hann við einn lögreglumannanna að í fyrra lífi hefðu þeir verið feðg- ar, Asahara sonurinn. „Nú ef þú ert sonur minn af hveiju neit- arðu að tala við föður þinn?“ spurði þá lögreglumaðurinn. „Sonur hlustar aðeins auðmjúkur á föður sinn,“ var svarið. Reuter Smjaðrað fyrir kjós- endum ÖSKRANDI Sutch lávarður, leiðtogi lítt virðulegra stjórn- málasamtaka í Bretlandi er nefnast Monster Munch Raving Loony-flokkurinn, sést hér á at- kvæðaveiðum í Skotlandi. Auka- kosningar verða í kjördæminu Perth and Kinross á morgun og er frambjóðanda skoskra þjóð- ernissinna spáð sigri. Lávarður- inn hefur þó ekki lagt árar í bát, hann þreifaði fyrir sér með- al sparibúinna ibúa Auching- arrieh-dýragarðsins í Pertshire í gær. Austur-þýsku njósnaforingj- unum gefnar upp sakir Karlsruhe. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Þýskalands úr- skurðaði í gær, að starfsmönnum austur-þýsku leyniþjónustunnar fyrrverandi skyldu gefnar upp sak- ir hefðu þeir aðeins stundað sitt starf í Austur-Þýskalandi. Sakar- uppgjöfin tekur hins vegar ekki til Vestur-Þjóðvetja, sem njósnuðu fyrir kommúnistastjórnina í Aust- ur-Berlín, né til austur-þýskra njósnara, sem störfuðu í Vestur- Þýskalandi, en hvatt er til, að þeim síðarnefndu verði sýnd miskunn. í úrskurði hæstaréttar eða stjómarskrárréttarins sagði, að óeðlilegt væri að draga menn eins og Markus Wolf, fyrrverandi yfir- mann austur-þýsku leyniþjón- ustunnar, fyrir dómara vegna þess, að starf hans hefði verið talið löglegt sam- kvæmt þágild- andi lögum í Austur-Þýska- landi. Mál falli niður Dómaramir hvöttu til, að tekið yrði mildilega á austur-þýskum njósnuram, sem starfað hefðu í Vestur-Þýskalandi, og mál látin niður falla nema þeir hefðu gerst sekir um aðra glæpi. Kay Nehm, ríkissaksóknari í Þýskalandi, fagnaði úrskurðinum en sagði, að dómstólar yrðu að skera úr um hvort hann ætti við um Markus Wolf. Wolf fagnaði einnig úrskurðinum en sagði, að hann snerti aðeins suma þeirra 6.000 manna, sem nú ættu yfir höfði sér dóm fyrir njósnir. Mega bera vitni Nehm sagði einnig, að nú væri unnt að kalla yfírmenn austur- þýsku leyniþjónustunnar fyrir sem vitni í málum Vestur-Þjóðveija, sem sakaðir væra um njósnir, en áður gátu þeir neitað því þar sem þá hefðu þeir verið farnir að vitna gegn sjálfum sér. „Erlent ríki“ Rétturinn tók undir með Wolf og öðrum í því, að ekki ætti að ákæra þá vegna þess, að þeir hefðu unnið sama starf og njósnaforingj- ar V-Þýskalands í Bonn, sem ekki hefðu verið ákærðir. „Hvert ein- asta ríki refsar aðeins erlendum njósnuram á sama tíma og það stundar sjálft njósnir. Refsingin er því ekki grundvölluð á neinum almennum, viðurkenndum siðferð- isgildum," sagði Wolf og benti á, að með því að draga Austur-Þjóð- veija fyrir rétt eftir sameininguna kæmi Þýskaland fram sem „erlent ríki“ gagnvart þeim. Ríkisstjórn Nyrup Rasmussens Lög á hjúkrunarfólk Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. DANSKA stjórnin setti í gær bráðabirgðalög til að binda enda á þriggja vikna verkfall hjúkrunarfræðinga. Þeir hafa krafist um fimmtán prósenta launahækkunar, en fá aðeins 3,5 prósent, sem er sama og sambærilegir hópar hafa fengið í samningaviðræðum undanfarið. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu <SP Seagate Seagate er skrásett vörumerki Seagate Technology Inc. Hágæðadiskar á betra verði líkamlegt tjón og heilaskaða að ræða getur tjónið verið metið allt að 120 prósent. Ef tjónið er metið á meira 5 prósent eru greiddar 2.865 dansk- ar krónur fyrir hvert prósentustig. Ef tjónþoli er eldri en sextugur er upphæðin lægri. Minni vinnugeta . Bætur fyrir minnkandi vinnugetu eru metnar út frá möguleikum tjón- þola til vinnutekna. Bætur eru að- eins greiddar ef vinnugeta minnkar um meira en fimmtán prósent og geta aldrei numið meira en 501 þúsundi danskra króna. Aldur tjón- þola hefur áhrif á bótamatið. Ef tjónþoli deyr af völdum tjónsins fæst eðlilegur útfararkostnaður bættur. Bætur eru greiddar til eftir- lifandi maka, sambýlismanns eða barna. Til maka eða sambýlismanns nema þær 30 prósentum af þeim bótum, sem búast má við að tjón- þoli hefði fengið, ef hann hefði misst vinnuhæfni 100 prósent. Lægstu bætur eru 322 þúsund danskar krónur. Við bótamat til eftirlifandi barna er tekið tillit til aldurs barna. Bætur fyrir óþægindi eru greiddar ef tjónþoli hefur mátt þola að geng- ið væri á persónu hans, frelsi, frið- helgi eða æru, en aðeins ef um er að ræða alvarleg atriði. Þetta eru helstu atriði laga um skaðabótaskyldu, þegar annar aðili ber fulla skaðabótaábyrgð. Önnur lög eru um tjón af völdum vinnu- slysa eða aðstæðna á vinnustað. Lögin eru kynnt S bæklingi frá Vinnuslysastofnuninni (Arbejdsska- destyrelsen) þar sem kynntur er munur á bótum fyrir þessar tvær tegundir tjóna. Lögin um skaðabóta- skyldu, þegar annar aðili ber fulla skaðabótaábyrgð, eru skýrð í bók Bo von Eybens, „Erstatnings udmál- ing“, frá 1984. Stjórnin greip til aðgerðanna til að hindra verkbann, sem búið var að setja á heimahjúkrunarkonur í næstu viku. Verkfallið lamaði ákveðna hluta sjúkrahúsanna, en eft- ir sem áður voru bráðaaðgerðir fram- kvæmdir og einnig voru geðhjúkrun- arkonur undanþegnar verkfallinu. Hjúkrunarfræðingar halda því fram að stéttir sem þeir miða sig við, eins og kennarar og lögreglu- þjónar, hafi um 350-450 þúsund ís- lenskum krónum meir í árstekjur. Byijunarlaun danskra hjúkrunar- fræðinga eru um 130 þúsund ís- lenskar krónur á mánuði. -kjarni málsins! ÞARFAÞING I FRÁ MÚLALUNDI FYRIR RÁÐSTEFNUR, £ NÁMSKEIÐ OG FUNDI. s Stendur (yrir dyrum ráSstefna,námskeiS eSa fundur? Fundarmöppurnar og barmmerkin (nafnmerkin) frá Múlalundi eru einstakt þarfaþing sem auSvelda skipulag | og auka þægindi og árangur þátttakenda. Allar gerðir, margar stærSir, úrval lita og áletranir að þinni ósk! Haf&u samband við sölumenn okkar í síma 562 8501 e&a 562 8502. 5 Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c • Símar: 562 8501 og 562 8502 3 Q Z Q£ UJ >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.