Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Við borgum ekki SÍÐUSTU sýningar á farsanum Við borgum ekki - Við borgum ekki eftir Dario Fo verða á föstudag og laugardag næst- komandi. Verkið er áttunda verkefni 98. leikárs 1994-1995. Efni leiksins er sótt til efna- hagserfiðleika sem ríktu á Norður-Ítalíu 1974. í kjölfar þessa risu upp and- stöðuhópar verkafólks sem neituðu að greiða uppsett verð á matvöru í verslunum. Úr þessum jarðvegi er efni leiks- ins, misskilningur og átök komið. Sönggleði og tón- fegurð TÓNLIST Langholtskirkja SÖNGTÓNLEIKAR Gradualekór Langholtskirkju flyt- ur íslensk og erlend söngverk. Stjórnandi Jón Stefánsson. Laugar- dagur 20. mai 1995. GRADUALEKÓR Langholts- kirkju er eitt nýjasta dæmið um markvisst tónlistaruppeldi barna og hefur Jón Stefánsson numið þar ný lönd og var þó þar æriri vinna að baki og vel unnin, sem tengist sjálf- um Kór Langholtskirkju. Tónleikum Gradualekór Lang- holtskirkju, en svo nefnist þessi barnakór, er skipaður vel syngjandi börnum og unglingum og hófust þeir á nokkrum íslenskum söngvum; Ég bið að heilsa og Ó, blessuð vertu sumarsól, bæði eftir Inga T. Lárus- son, Þú álfu vorrar, eftir Sigfús Einarsson, Maístjörnunni, eftir Jón Ásgeirsson, Máríá, eftir Pál ísólfs- son, Te Deum, eftir Þorkel Sigur- bjömsson, Salutaris Marie, eftir Jón Nordal og tveimur barnagælum eft- ir Jórunni Viðar og Hjálmar H. Ragnarsson. Lögin er nokkuð mis- erfið, bæði er varðar tónskipan og raddleg tóngæði og þó einfaldari lögin væri sérlega fallega sungin bar söngur þeirra í Te Deum Þor- kels, Salutaris Jóns Nordais og tveimur barnagælum, fyrri eftir Jórunni Viðar en seinni eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson, þess merki, að hér er á ferðinni kór sem kann ýmislegt fyrir sér. Barnagæla Hjálmars, við skondið kvæði Vilborgar Dagbjartsdóttur, var sérlega vel flutt og það hratt, að „tónles“-aðferðin, sem Hjálmar beitir mjög skemmtilega, skilaði textanum vel. Andstæðan í tón- myndum kom mjög fram I líðandi og fagurhljómandi tónun laga, eins og Ég bið að heilsa, eftir Inga T., Máríuversi Páls og Bamagælu Jór- unnar Viðar. Þjóðlagið Kmmmi krunkar úti og Þjóðlífsmyndin eftir Jón Ásgeirrson voru einum of hröð í flutningi, en þar má segja, að lag- ferlið, sem er ekki hugsað sam- kvæmt tónlesaðferðinni, verði einum of tóngrannt, sé sungið hratt. Senn kemur vor, eftir Kabalevsky, var eitt tónfegursta lag tónleikanna. Sönggleðin leyndi sér ekki í seinni hluta tónleikanna með þremur vin- sælum lögum af léttari gerðinni, þremur negrasálmum og syrpu úr Söngvaseiði, sem öll voru ágætlega sungin. í negrasálmunum sungu Árný Ingvarsdóttir, Ásdís Kristins- dóttir Lovísa Árnadóttir einsöng, en auk stjórnandans lék Lára Bryndís Eggertsdóttir undir á píanó, er sýndi að söngvararnir ungu eru efnilegt tónlistarfólk. Fyrir utan góðan söng setti sönggleði barnanna og glaðlegt viðmót stjórnandans, Jóns Stefáns- sonar, skemmtilegan svip á þessa ágætu tónleika. Jón Ásgeirsson LISTIR EGGERT, Margrét Helga, Hanna María, Magnús og Ari í Við borgum ekki - Við borgum ekki. Samvinna skálda og tónlistarmanna Ljóð og djass á menn- ingarhátíð Vesturbæjar Á SÖGU- og menn- ingarhátíð Vestur- bæjar í kvöld verður flutt Ijóða- og djass- dagskrá I Hlaðvarp- anum. Höfundur tón- listar er Carl Möller og með honum leika tónlistarmennimir Guðmundur Stein- grímsson og Róbert Þórhallsson. Skáldin sem koma fram eru Nína Björk Árnadótt- ir, Jóhann Hjálmars- son, Matthías Jo- hannessen, Ari Gísli Bragason, Didda og Þorri. Una Margrét Jónsdóttir les ljóð eftir Jón Óskar. Gömul samvinna og ný Að sögn Carls Möllers hefur dagskráin verið flutt áður á Hótel Borg, í Norræna hús- inu, hjá lista- og menningarfélaginu Dægradvöl í Bessa- staðahreppi og í nokkrum skólum. Flest skáldin og tón- listarmennimir hófu reyndar samvinnu um miðjan áttunda ára- tuginn, en nú hefur yngra fólk bæst við. Að nokkru hefur verið vikið frá upp- haflegri dagskrá með því að bæta við efni sem tengist Vestur- bænum. Lagrænn (Jjass Carl Möller kvað það forréttindi að vinna með skáldum. „Lögin em mín upplifun af ljóðunum sem mig langar að fólk deili með mér,“ sagði hann og bætti við að hann „undirstrikaði ákveðna hluti í ljóð- unum með músík“. Dagskráin er að sögn hans unnin sem ein heild. Tónlistina skilgreinir hann sem „lagrænan djass". Hópurinn fær að hans dómi til- valið tækifæri til að koma saman með þátttöku í Vesturbæjarhátíð- inni. Hann segir að útgáfa geisla- disks sé í bigerð hjá hópnum. Undirtektir hafi verið mjög góðar og hvatning til að halda áfram á sömu braut. Carl Möller hefur aðallega sam- ið djasstónlist. Hann hefur spilað á Rúrek-hátíðum og farið sem fulltrúi íslands til Óslóar og á fleiri erlendar djasshátíðir og verið þátttakandi í djassflutningi í Barbican-miðstöðinni í London. Ljóða- og djassdagskráin hefst kl. 22 í kvöld í Hlaðvarpanum við Vesturgötu. Carl Möller Létt lög Mosfellskórsins ÁRLEGIR vortónleikar Mosfells- kórsins verða haldnir í Bæjarleik- húsinu í Mosfellsbæ, i kvöld kl. 21. Á efnisskrá eru létt og fjörug lög; Bítlasyrpa, Þetta er yndis- legt líf, Kvöldsigling o. fl. Stjórnandi kórsins er Páll Helgason og spilar hann einnig undir með aðstoð trommu og bassaleikara. Verð aðgöngumiða er 600 kr. og eru þeir seldir við innganginn. Sumarnámskeið Eddu Björgvins og Gísla Rúnars MIKIL aðsókn hefur verið á nám- skeið í „Leiklistarstúdíói Eddu Björgvins og Gfsla Rúnars" frá því það tók til starfa í Reykjavík í marsmánuði sl. Þar er tilsögn í „hagnýtri leiklist" og boðið upp á ýmiss konar námskeið. Vegna eftirspurnar hefur verið ákveðið að stofna til sérstakrar sumarannar f júní og júlí. Þar verð- ur boðið upp á byrjendanámskeið í leiklist, þ.e. fyrir ungmenni á aldrin- um 13 til 15 ára, en sá aldurshópur hefur sótt mjög fast að komast á námskeið hjá Stúdíóinu en aldur- slágmark hefur fram til þessa verið 16 ár. Einnig hefur verið afráðið að bæta við a.m.k. einu sex vikna mámskeiði fyrir fullorðna. Nýjar bækur • Garðyrkjufélag íslands verður 110 ára 26. maí. Félagar nú eru um 3.500. Núverandi formaðurer Sigríður Hjartar. Félagsgjald árið 1995 er kr. 1.800. Innifalið í árgjaldi er: Garð- yrkjuritið, ársrit um 200 síður, með fjölmörgum greinum um ýmiss konar ræktun, kemur út í júníbyij- un. Fréttabréf, 6-8 sinnum á ári, árstíðabundnar fréttir. Pöntunar- listar, vorlaukar, haustlaukar, fræ- listi. Fræðslufundir í Reykjavík 4-5 á vetri. Skoðunarferðir. Garðaskoðun á höfuðborgarsvæð- inu, árshátíð garðaáhugafólks. Bókasafn. Markmið félagsins hefur frá upp- hafí verið að örva trú manna á gróð- urmætti íslands og gera sem flest- um aðgengilegar upplýsingar um ræktun og hvemig best er að standa að verki við íslenskar aðstæður. G.í. hefur gefið út allmargar bækur um ræktun. Félagið minnist 110 ára afmælis- ins með útgáfu bókarinnar Garður- inn. Hugmyndirað skipulagi og efnisvali. Höfundar eru Anna Fjóla Gísladóttir Ijósmyndari og lands- lagsarkitektarnir Auður Sveinsdótt- ir og Fríða Björg Eðvarðsdóttir en Gísli B. Björnsson teiknari annaðist útlitshönnun bókarinnar. Þetta er fyrsta íslenska bókin sem fjallar einkum um hönnun garðsins, fjöl- breytni í skipulagi og efnisvali. Bókin Garðurinn er 208 síður, prýdd 340 ljósmyndum úr íslensk- um görðum og um 80 skýringar- teikningum. I henni er m.a. að finna ýmsar hugmyndir að skipulagi garða við ólíkar aðstæður og skipu- lagsuppdrætti eftir 20 íslenska landslagsarkitekta. Ljósmyndasýning í Kaupmannahöfn Náttúran og maður- inn-i gamni og alvöru Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. NORRÆN ljósmyndasýning opn- aði um helgina í Charlottenborg við Kóngsins nýja torg í Kaupmanna- höfn. Börkúr Amarson ljósmyndari og Svanur Kristbergsson skáld eiga í sameiningu verk á sýningunni, en sýningin ber heitið „Stranger than Paradise", eða „Undarlegra en para- dís“. Þeir félagar eiga tvö verk á sýningunni, sem áður hefur verið sýnd í New York, þar sem þriðja verkið þeirra seldist. Sýningin hefur hlotið mikla umfjöllun í dönskum fjölmiðlum. Aðaláherslan er lögð á ljósmyndir, sem ljósmyndararnir hafa unnið með, svo um er að ræða óhefðbundnar ljósmyndir. Ekki einangrað fyrirbæri Steven Henry Madoff listgagnrýn- andi New York Times og fyrrum rit- stjóri Art News, stærsta bandaríska listatímaritsins, setti sýninguna upp að beiðni American Scandinavian Foundation. Árið 1982 stóð stofnunin að umfangsmikilli ljósmyndasýningu, þar sem viðmiðunin var að norræn ljósmyndun hefði upp á eitthvað sér- stakt og norrænt að bjóða. í samtali við Morgunblaðið sagði Madoff að hann kæmist að gagnstæðri niður- stöðu, nefnilega að norræn ljósmynd- un væri öldungis ekki einangrað fyr- irbæri. Norrænir ljósmyndarar læsu sömu tímarit og hefðu sömu viðmið- anir og aðrir ljósmyndarar. Hins vegar sagði Madoff að er hann blaðaði í þeim 150 möppum, sem hann hefði valið verkin úr, hefði hann tekið eftir að náttúran, íjöl- skyldan og einstaklingurinn gengi í gegnum verkin eins og rauður þráður og gjaman andstæðan milli draums- ins um hið fullkomna líf og veruleik- ans, þar sem allt væri dregið í efa. Madoff sagðist ekki hafa valið út frá neinni réttlátri skiptingu milli landa, heldur einungis valið verk, sem hon- um þótti athyglisverð. Nítján ljós- myndarar eiga verk á sýningunni. Verk Barkar og Svans eru tveir aflangir, fjórskiptir kassar, þar sem fyrsti hlutinn er röntgenmynd, annar hlutinn ljósmynd af sama hlutnum, þriðji hlutinn röntgenmyndefnið steypt í plast og fjórði hlutinn ljóð eftir Svan. Efnið er fugl, fískur og dýrainnyfli. Verkin tvö eru hluti af þriggja verka röð. sem heitir „Wo- unds“, eða sár. 1 Kaupmannahöfn eru hins vegar aðeins tvö verkanna með, þar sem þriðja verkið seldist í New York og eigandinn vildi fá verk- ið strax, en ekki lána það á sýning- una, sem síðan var sýnd í Þýska- landi og loks hér í Kaupmannahöfn. Um verk þeirra félaga sagði Mad- off að hann hefði frá fyrstu verið sannfærður um að verk þeirra ættu erindi á sýninguna, því þau væru aílt öðru vísi en öll hin verkin. Væru komin lengra frá því að vera ljós- mynd yfir í að vera hlutur og því í kjarna sínum í tengslum við efni sýningarinnar, sem meðal annars væri hin hlutgerða náttúra. Verkin væru ljóðræn, áhugaverð og fáguð, auk þess sem hann hefði hrifist af að þau væru unnin í samvinnu Ijós- myndara og ljóðskálds. Sýningin stendur fram til 18. júní. Áhugamenn um ljósmyndun eiga ekki aðeins kost á að kynnast því framsækna í norrænni ljósmyndun, heldur er einnig á Charlottenborg mjög áhugaverð japönsk ljósmynda- sýning. Sýningarskrá norrænu sýn- ingarinnar inniheldur greinar um norræna ljósmyndun, auk upplýs- inga um listamennina og er hún prentuð í Odda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.