Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 52
V f ’K I G L#TT# alltaf á Miðvikudöguin MORGUNBIAÐW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBItÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hægt miðar í sjómannadeilimni Verkfall á mið- nætti ef ekki semst FUNDUM í deilu sjómanna og út- vegsmanna var fram haldið hjá rík- issáttasemjara í gær án árangurs, en finnist ekki lausn á deilunni í dag mun verkfall sjómanna heíjast á miðnætti í nótt. Verkfallið mun ná til um 5.000 sjómanna og um 6.000 manns að auki sem starfa við fisk- vinnslu í landi. Snerust deilumálin á sáttafundunum í gær sem fyrr um fiskverð og ráðstöfun afla. Sunna leigð til Kýpur Þormóður rammi hf. á Siglufirði hefur fetað í fótspor annarra útgerð- arfyrirtækja til að forðast tekju- skerðingu í kjölfar sjómannaverkfalls og leigt dótturfyrirtæki sínu á Kýp- ur, Appolon Rocker Shipping Co., rækjuskipið Sunnu. Heldur skipið í dag kl. 9 til veiða á Flæmska hattin- um og er búist við að skipið verði þar næstu þijá mánuði. Ekki fékkst staðfest í gær hvort rækjuskipið Amames yrði leigt á sama hátt, en líkur voru taldar á að svo yrði. Öll áhöfn skipsins hefur skrifað undir ráðningarsamning og verða laun skipshafnarinnar þau sömu og verið hafa. Verða launin greidd út á skrifstofu Þormóðs ramma á Siglu- fírði og verður orlof greitt út jafnóð- um. Þverbrot á vinnulöggjöf Framkvæmdastjóm Verkamanna- sambands íslands og stjóm og trún- aðarmannaráð Félags íslenskra raf- virkja sendu í gær frá sér ályktanir þar sem aðgerðir útgerðarmanna vegna boðaðs verkfalls sjómanna eru átaldar harðlega. Abendingvegna samræmdra prófa Lögbrot að kennan í 10. bekk semji próf? UMBOÐSMANNI bama, Þórhildi Líndal, hefur borist ábending frá stúlku í 10. bekk grunnskóla í Reykjavík þar sem vakin er athygli á því að starfandi 10. bekkjar kenn- arar taki þátt í að semja samræmd próf. í ábendingunni er vitnað til reglna um vanhæfni í stjómsýslulögum að sögn Þórhildar. „Mér sýnist hins veg- ar að þetta sé spuming um brot á jafnræðisreglu laganna, að kennari í einum skólanna taki þátt í að semja prófín. Það er spurning hvemig hann leggur kennsluna upp og þetta getur hugsanlega alið á tortryggni," segir hún. Þórhildur telur að stúlkan hafí skrifað ábendingun upp á sitt eins- dæmi. Hefur hún þegar haft sam- band við Rannsóknastofu uppeldis- og menntamála og mun óska eftir skriflegum upplýsingum í næstu viku að eigin sögn. Segir hún jafnframt að ekki verði gripið til ráðstafa vegna samræmdra prófa í ár. „Ég mun afla upplýsinga um það hvort þetta fái staðist. Sé svo mun ég skila áliti og leggja fram tillögur um úrbætur ef þess er þörf,“ segir Þórhildur Línd- al að lokum. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Markaregn í Eyjum ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hófst formlega í gær með fimm leikjum í 1. deild karla. Alls voru 19 mörk skoruð í leikjunum fimm og flest þeirra í Vestmannaeyjum þar sem heimamenn unnu Valsmenn 8:1. Skagamenn hófu titilvörnina með 2:0 sigri á Breiðabliki, nýliðarnir ór Leiftri á Ólafsfirði unnu óvæntan sigur á Fram 4:0, Keflavík vann Grindavik 2:1 og FH sigraði KR 1:0 á KR-velli. Á myndinni fagna Eyjamenn einu af átta mörkum sínum gegn Val í gærkvöldi. Skráning- argjöld HÍ á ólögmæt- um grunni UMBOÐSMAÐUR Alþingis sendi í gær frá sér álit um skráningargjöld í Háskóla íslands. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að skólanum sé heimilt að taka slík gjöld, en þau megi ekki vera hærri en sem nemi kostnaði við skráningu. Háskólinn hafi ekki tekið afstöðu til þess hvaða kostnaðarliðir verði lagðir til grund- vallar útreikningi gjaldsins og því sé ákvörðun um fjárhæð þess ekki byggð á lögmætum sjónarmiðum. Þá skorti lagaheimild fýrir gjaldi til Stúdentaráðs Háskólans. Þórður Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri kennslusviðs Háskól- ans, sagði að þar hefði starfsmönn- um ekki gefist tími til að fara yfir álit umboðsmanns. Sveinbjöm Björnsson háskóla- rektor vildi ekki tjá sig opinberlega um málið. Morgunblaðið fékk þau skilaboð að hann ætlaði að ræða það við menntamálaráðherra áður. Guðmundur Steingrímsson, for- maður Stúdentaráðs, sagði að ráðið hefði ávallt haldið því fram að í raun væri svokallað skrásetningargjald skólagjald, þar sem því væri ætlað að standa undir stjórnsýslu skólans. ■ Ákvörðun um fjárhæð/8 ----4 » »------ Sjúklingur sóttur á haf út ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í Sindra VE sem þá var staddur um 122 sjóm- ílur suðaustur af Reykjavík. Lent var með sjúklinginn við Borgarspítalann skömmu eftir miðnætti í nótt. Sindri VE er nýtt skip sem er að koma hingað til lands frá Frakklandi. Frumvarp um fiskveiðistjórnun lagt fram eftir helgi Hámark sett á þorsk- afla krókaleyfisbáta RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gærmorgun frumvarp sjávarútvegsráð- herra um breytingar á fiskveiðistjórn, með hliðsjón af stefnuyfírlýsingu stjómarflokkanna og samkomulagi þeirra um verkefnaskrá sjávarút- vegsráðuneytisins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður 5.000 tonna þorskkvóta bætt við aflamarksskip og á sú viðbót að koma minnstu bátunum hlutfallslega bezt. Þá verður sett aflamark, þ.e. einstaklings- bundið hámark, byggt á veiðireynslu, á þorskafla krókaleyfisbáta. Þing- flokkar stjórnarflokkanna ræða frumvarpið í dag. Snjóflóð í Óshlíð SNJÓFLÓÐ féll á veginn um Ós- hlíð um kl. 22 í gærkvöldi og lokað- ist vegurinn af þeim sökum. Að sögn lögreglunnar á ísafirði var enginn á ferð um veginn á þeim stað þar sem snjóflóðið féll og sak- aði því engan. Ekki var búið að opna veginn um miðnætti í nótt, en þá stóð til að opna hann þar sem fjöldi bíla beið beggja vegna flóðsins eftir því að komast leiðar sinnar. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins telur sjávarútvegsráðuneytið að svigrúm sé til að bæta minni aflamarksbátum að einhverju leyti upp skerðingu á þorskafla. Þetta sé meðal annars vegna þess að línutvöföldunin svokallaða, þ.e. að aðeins helmingur línuafla á tíma- bilinu nóvember til febrúar telst til kvóta þar til komið er upp í 34.000 tonn, hafi ekki verið nýtt að fullu. Gert er ráð fyrir að 5.000 tonna þorskkvóta verði úthlutað til afla- marksskipa, annarra en full- vinnsluskipa, þó þannig að hvert skip fái að hámarki 10 tonn. Þann- ig á viðbótin að koma smærri bát- um hlutfallslega betur til góða. Þessi viðbót er samkvæmt upplýs- ingum blaðsins tímabundin til nokkurra ára. Komizt hjá að fjölga banndögum Hvað varðar krókaleyfísbáta, sem veiða samkvæmt banndaga- kerfi, var markmiðið í verkefna- skrá sjávarútvegsráðuneytisins að fínna lausn, sem ekki leiddi til þess að fjölga þyrfti banndögum, en þorskafli krókaleyfísbáta hefur farið hraðvaxandi á undanförnum árum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er í frumvarpinu gert ráð fyrir að sett verði afla- mark á þorskafla krókaleyfísbát- anna, byggt á veiðireynslu. Það mun þó ekki eiga við um aðrar tegundir en þorsk. Ekki þótti koma til greina að gera breytingu á banndagakerfinu þannig að menn veldu sér bannda- ga sjálfír. Ráðuneytið mun hafa talið að eftirlit með slíku kerfí hefði verið ógerlegt. Morgunblaðið/Emilla Fjallkona við Harður Höfðabakka árekstur TRÖLLVAXIN fjallkona á torfbeði blasir við vegfarend- um sem leið hafa átt um Höfðabakka undanfarna daga. Fjallkonan stendur á traktorskerru og telur lög- reglan ekki ósennilegt að hún hafi verið sett upp í tengslum við burtfararathafnir fram- haldsskólanna. tveggjajeppa MJÖG harður árekstur tveggja jeppa varð á gatnamótum Öldugötu og Brekkustígs seint í gærkvöldi og valt annar jeppinn við áreksturinn. Að sögn lögreglunnar var farþegi úr öðrum jeppunum fluttur á slysa- deild Borgarspítalans en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.