Morgunblaðið - 24.05.1995, Page 41

Morgunblaðið - 24.05.1995, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Reglugerðir ogdrukknanir Frá Þorsteini Einarssyni: í FRÉTTUM að kvöldi 14. maí sl. var skýrt frá skýrslu um drukkn- anir barna hérlendis, sem þrennt hafði unnið fyrir tilstilli Slysa- varnafélags íslands. Ýmislegt sem frá var sagt var athyglisvert, t.d. fjöldi drukknaðra í sundlaugum. Lögð var áhersla á að vonir stæðu til að úr þessum slysum myndi draga, þar sem út væru komnar reglur um störf sundlaugavarða og starfsmanna sundstaða. Þeir sem ekki þekkja til starfrækslu sundstaða hérlendis, máttu skilja að um þessa almenningsstaði hafi aldrei fyrr en nú verið til reglur og fyrirmæli varðandi öryggi og hollustuhætti, en nú hefði verið kveðið á í reglum svo til gagns yrði fyrir sundgesti. Við aftur á móti, sem að starf- rækslu sundstaða höfðum „reglu- gerðalaust" unnið, máttum skilja, að fyrir skort á reglum eða fyrir- mælum, og því af andvaraleysi ættum við hlut að þessum sorglegu slysum. Hvert sinn sem nýr sund- staður var tekinn í notkun voru fundir haldnir með verðandi starfsfólki, og því afhentar reglur, sem kynntar voru. Þau 40 ár, sem ég vann með starfsfólki sund- staða, kynntist ég samviskusömu fólki, sem var vakandi fyrir öryggi og velferð gesta. Á þessum árum drukknuðu 9 manns í sundlaugum, meirihlutinn börn. Ég lenti í nefnd- um sem athuguðu þessi slys. Langur tími fór í baráttu fyrir notkun hreinsitækja og dauð- hreinsunartækja. Allt of lengi voru of margar sundlaugar starfrækt- ar, sem fæsta rekstrardaga sást í botn. Við höfðum starfrækt á síð- ustu öld rúmlega 100 sundstaði, flestir voru torflaugar eða uppi- stöðulón, leðja í botni. Til þessara sundstaða var sótt sundkunnátta, hressing og glaðværð. Til voru þeir sem álitu að þeir hefðu verið bestir með sem gruggugustu vatni ogjafnvel þeg- ar á yfirborði þess flutu stórar flygsur af þörungagróðri. Þeir sem höfðu vanist þessu töldu umræðu mína um hreinsitæki „lúxus“-hjal og notkun efna til dauðhreinsunar hótfyndni og lífhræðslu. Athuganir slysanefnda sýndu að rekja mátti aðstæður drukkn- ana til gruggugs sundlaugavatns. Annar þáttur sem kom til athug- unar og er ástæða til að hugleiða, því að hans gætir enn í nútírha- laugum og verður slysavaldur, ef eigi er aðgæsla vökul. Hér á ég við öldur á yfirborði sundlaugar, sem viðhaldast af því að þær brotna ekki ofan í yfirfallsrennu í vegg eða út yfír veggbrún þar sem renna er utan laugarkersins. Öldur geta valdið og hafa orsakað að barni svelgist á og slíku fylgir oft yfirlið. Barnið hverfur hljóðlaust niður á botn. Hér er um tæknilegt atriði að ræða sem starfsfólki ber að fylgjast með. Þó að sjálfvirk stýring sé á innstreymi viðhalds- vatns í laugina, sem miðast við að yfírfall sé virkt yfir brúnir renna, hvort sem þær eru felldar í vegg innanvert í laug, ofan í vegg eða utan við hann. Glöggar reglur eru þarfar og ómissandi. I búnaði sundlauga er margs að gæta, vélræns, eðlisfræði- og efnafræðilegs eðlis, auk hins mannlega sem tengist sundgest- unum. Fyrir þá á sundstaðurinn að vera sem öruggastur, vist- og hollustusamlegastur, en þeir færa með sér hætturnar samtímis að starfsfólkið er að veija það hætt- um. Meðal þessa felst svo margt sem verður eigi komið fyrir í regl- um og hvílir því á starfsfólkinu. Af þessu má skiljast að reglugerð- ir leysa ekki allan vanda sundstaða tengdan afnotum manna. Skýrslan sem um var fjallað í íjölmiðli síðastliðinn sunnudag var ekki á mánudeginum tilbúin til afhendingar. Hvað lá á að koma viðkvæmu máli af fljótfærni á framfæri við einn fjölmiðil? Von- andi berst skýrslan fljótlega í hendur þeim sem gætu kannski af henni lært varúð, sundgestum lauganna til öryggis. ÞORSTEINN EINARSSON, Laugarásvegi 107, Reykjavík. Hvenær verður hægt að auka þorskaflann? Vopna- fjarðar- heiði DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 38 000 Viðgerðir á öllum tegundum af töskum. Fljót og góð þjónusta. TÖSKU- VIÐGERÐIN VINNUSTOFA SÍBS Ármúla 34, bakhús Sími 581 4303 Frá Einari Júlíussyni: SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur nú kynnt þá stefnu sína að afli úr þorskstofninum verði auk- inn upp í 200 þús. tonn á ári inn- an þriggja ára. Því miður er fisk- veiðilöggjöfin þannig að Þorsteinn getur gert alvöru úr þessari hótun sinni án þess að spyija kóng eða prest. En hann virðist ekki fremur en fyrrverandi umhverfísmálaráð- herra skilja vandann sem við er að glíma. Meðalklakstærð þorsk- stofnsins síðastliðin 10 ár hefur aðéins verið 120 milljón þriggja ára fiska og samkvæmt tölum síð- ustu ástandsskýrslu um áætlað veiðimynstur og meðalþyngd í afla fyrir 1995-1997, fást 1,6 kg út úr hveijum nýliða. Afrakstur þorskstofnsins síðastliðin 10 ár nær því ekki 200 þús tonnum á ári að meðaltali. Sjávarútvegsráðherrar þessa áratugar hafa hinsvegar veitt að meðaltali 300 þús. tonn á ári með þeim afleiðingum að stofninn hef- ur minnkað hátt í milljón tonn, þrátt fyrir Grænlandsgöngur. Klakstærð þorskstofnins hefur ekki bara verið lág þennan áratug heldur hefur hún farið minnkandi. Hún var hátt í 200 milljón fískar í byijun þessa 10 ára tímabils, en hlýtur nú að vera komin vel undir 100 milljón fiska að meðaltali. Ástæðan fyrir minnkandi klaki er að sjálfsögðu minnkandi þorsk- stofn, einkum stofn golþorskanna. Klakið var að vísu alveg sæmi- legt árið 1993 en þá var golþorska- stofninn í litlu hámarki. Árið 1992 var klakið mjög lélegt og árið 1991 var það minna en nokkru sinni hefur mælst á öldinni. Það met var þó líklegast slegið árið 1994, því sá árgangur sást varla í togararallinu í vor. Um klakið 1995 er enn ekkert vitað en það má mikið vera ef það verður ekki þriðjá klakið á fimm árum sem mælist það minnsta á öldinni. Svo hvenær er hægt að fara að auka þorskaflann? Það verður hægt að gera 5-7 árum eftir að klakið er komið í lag því þorskur- inn er veiddur að meðaltali 5 ára gamall, en hann ætti reyndar ekki að veiðast fyrr en 6-7 ára gamall. Og hvenær kemst klakið í lag? Það kemst í lag þegar búið er að byggja upp þorskstofninn, sérstaklega stofn golþorskanna. Það er hægt að lifa góðu og áhyggjulausu lífi af 10% verð- tryggðum og skattfijálsum vöxt- um á íslandi. En hafi þeir, sem þannig lifa af annarra manna vinnu, gerst of gráðugir og lifað um efni fram og fái nú litla vexti af uppétnum höfuðstól þá lagast það ekki nema með því að neita sér um vextina en láta þá smám saman byggja upp sjóðinn að nýju. Víst vaxa peningar á tijánum, en stór peningatré eru lengi að vaxa og ,gefa lítið af sér á meðan. Avexti hafsins má tína af grein- um fiskstofnanna sem vaxið geta allstaðar milli djúpsævis og fjöru- borðs. En þorskstofninn hefur ver- ið felldur og stór skörð hoggin í ýmsa aðra stofna. Sú kemur tíð er þau svöðusárin gróa en upp- bygging þorskaflans kemur til með að taka langt fram á næstu öld þótt byijað yrði strax á henni. Það verður ekki í stjórnartíð þeirra Þorsteins og Halldórs sem íslend- ingar geta notið ávaxtanna af þeirri uppbyggingu. EINAR JÚLÍUSSON, eðlisfræðingur. Frá Ágústi Sigurðssyni: AÐ gefnu tilefni vil ég mælast til þess við yfírmenn vegamála að þeir séu ekki að nota Ríkisútvarp- ið til þess að skrökva því í vegfar- endur að vegurinn um Vopna- fjarðarheiði sé fær jeppum. Það má kannski segja að hægt sé að komast þarna yfir á upphækkuð- um sérútbúnum bílum en alls ekki jeppum, til dæmis eins og sam- göngumálaráðherra ekur. ÁGÚST SIGURÐSSON Akureyri Hvað heitir þú? - hverra manna ertu? IR ÆTTARMÓT í UPPSIGLINGU? A stóru ættarmóti er tilvaliS aö næla nöfn» þótttakenda í barm þeirra. I Múlalundi færð þú barmmerki fyrir þetta eöa önnur tilefni. Einnig fást þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. HafSu samband viS sölumenn okkar í síma 562 8501 eða 562 8502. Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Símar: 562 8501 og 562 8502 AEG Ai,veg Einstök Gædi SUMARTILBOÐ Þegar gamla ryksugan sýgur sitt síðasta, jbó er kominn tími til að endurnýja. Er jbó ekki tilvalið að skoða AEG möguleikana. AEG Ryksuga Vampyr 7400 1400 w. Þrjár sogstillingar. Sexföld síun.Ultrafilter skilar 99.97% hreinu lofti. Pokastærð 4 L. Inndraganleg snúra. Lengjanlegt sogrör. Fylgihlutageymsla. Ver& á&ur 18.720,- eða 17.789,- stgr. Verb nú 15.900,- stgr. BRÆÐURNIR QRMSSQN HF Lágmúla 8, Sími 553 8820

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.