Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1995 35 + Jóhann Jör- undsson fæddist 20. maí 1908. Hann andaðist 26. apríl sl. á Hrafnistu í Hafn- arfirði á 87. aldurs- ári. Jóhann var son- ur hjónanna Sigríð- ar Arnadóttur og Jörundar Eben- esarsonar _ er bjuggu að Álfadal á Ingjaldssandi. Jó- hann kom úr stór- um systkinahópi og var hann 10. í röð- inni, þrjú eru enn lifandi, en systkini hans voru: Guðjón, f. 15.1. 1894, d. 22.9. 1921, Ebeneser, f. 30.7. 1895, d. 11.11. 1913, Ingibjörg, f. 30.9. 1896, látin, Rakel Katrín, f. 24.3., dó ung, Rakel Katrín Jóna, f. 17.8. 1900, d. 6.5. 1956, Gísli Guðbjartur, f. 8.9. 1901, d. 22.9. 1921, Siguijón Árni, f. 14.10. 1903, Gradíana Sigríður, f. 22.6. 1905, d. 22.5. 1972, Ágúst Guðmundur, f. 6.11. 1906, d. 19.5. 1964, Sigtryggur Kristmundur, f. 5.8.1909, Hjalti Hannes, f. 24.3. 1912, d. 11.7. 1979, Guðrún Ebba, f. 6.11. 1914, Gunnar, f. 10.11. 1915, + Guðleif Pétursdóttir fædd- ist í Selshjáleigu í A-Land- eyjum 7. maí 1927. Hún lést á Landspítalanum 14. maí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 22. maí. GUÐLEIF eða Leifa eins og hún var oft kölluð, var tíunda barn hjón- anna Péturs Guðmundssonar og Soffíu Guðmundsdóttur úr Austur- L,andeyjum, en þeim varð alls 14 barna auðið. Leifa eignaðist fjögur börn, Guðbjörgu, Grétu, Örn og Júlíus, sem hafa fundið sinn farveg í lífinu við hlið maka ásamt bömum og jafnvel bamabörnum. Það er kyrrlátt og hljótt á Týs- götu 4, Leifa dó aðfaranótt 14. maí á Landspítalanum. Það er svo stutt sjðan hún gekk raulandi upp stig- ann á leið inn til sin. Oft kom hún við á neðri hæðum hússins til að spjalla og fá sér kaffisopa. Sambúð- in milli þriggja einhleypra kvenna í húsinu var góð. Leifa sagði alltaf að í því væri góður andi, en hann d. 25.12. 1992, og Páll Sigurður, f. 5.12. 1918, d. 24.12. 1992. Jóhann giftist Guðbjörgu Kristínu Hálfdanardóttur, þau eignuðust tvö börn, Kristján og Sigríði, en að auki tóku þau að sér hálfsystur Guð- bjargar, Nönnu Hálfdanardóttur, nokkurra mánaða gamla. Jóhann var jarð- sunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju 3. maí síðastliðinn. OKKUR systkinin langar að minn- ast föður okkar með örfáum orðum. Þær minningar sem við eigum eru allar góðar og verða ekki upp- taldar hér nema örfáar. Pabbi var aldrei iðjulaus hvorki til sjós né lands og jafnvel í veikind- um sínum var hann með eitthvað á milli handanna. Pabbi hafði alltaf tíma fyrir okk- ur, við gengum fyrir öllu hjá honum og ef við vomm ekki hjá honum var hann með hugann hjá okkur var ekki síst henni að þakka. Hún hafði góða kímnigáfu, mikla rétt- lætiskennd og hlýju og var ætíð til staðar ef á þurfti að halda. Þessara eiginleika fengu allir vinir hennar að njóta jafnt lágir sem háir, þeir sem minna máttu sín í þjóðfélaginu eða voru ungir að ámm og brokk- gengir og svo allir hinir. Leifa lét líka álit sitt í ljós ef svo verkast vildi. Þegar önnur okkar flutti inn í húsið kaldan febrúardag fyrir fjór- um ámm, stóð lágvaxin kona í stig- anum og grái hárlokkurinn upp af enninu jók myndugleik ábúðarmik- ils andlitsins. Hún hvessti augun á innflytjandann og sagði: „A að drepa mann úr kulda hérna eða hvað?“ rigsaði inn og skellti á eftir sér. Innflytjandanum var nær öllum lokið og kveið fyrir framhaldinu en slíkt var óþarfí, þegar að var gáð var þetta aðeins í nösunum á henni og fljótlega voru allir farnir að drekka saman kaffí hvenær sem færi gafst. Leifa talaði ekki mikið um sig og sína en af stuttum kynnum gerð- MINNINGAR og við hjá honum. Kristján bróðir fór eins oft til hans og hann gat og ég, sem bý út á landi, hafði samband símleiðis ef ég var ekki í bænum, það var bæði ánægjulegt og hryggilegt að heyra rödd hans því ég saknaði hans mikið, ég hefði viljað getað skriðið í gegnum síma- línuna til hans. Síðustu árin var pabbi á Hrafnistu í Hafnarfirði og þar vann hann mikið eins og ávallt áður. Við sjáum hann fyrir okkur pijónandi lopapeysur, sokka, húfur, smyrnandi, saumandi eða hnýtandi öngla. Þetta er aðeins lítill hluti af því sem hann lagði fyrir sig. Eftir að hann var kominn á sjúkradeildina á Hrafnistu og hætt- ur að geta unnið var hann svo glað- ur þegar við komum. Við sjáum hann fyrir okkur teygja hendurnar á móti okkur og spyija hvort við ættum ekki að taka ólsen. Það var alltaf jafn erfitt að kveðja því við vissum ekki hvort við sæum hann aftur. Elsku pabbi, við biðjum Guð að fylgja þér um eilífð. Við kveðjum þig nú en minningin lifír. Hvíl þú í friði, blessuð sé þín minning ávallt sem fyrr. Hve ljúf er mér sú kynning með englaliði Drottinn sé þig krýna, andans um dyr. Við hinstu hvílu þína. Kristján Jóhannsson, Sigríður Jóhannsdóttir. um við okkur grein fyrir að hér var kona sem öðlast hafði mikla lífs- reynslu og kunni að miðla henni á réttan hátt. Hún hafði alltaf unnið mikið um dagana en það var ljóst að síðustu árin var þrekið og heils- an að dala. Alltaf var þó lundin létt og hún var fljót að átta sig á spaugilegum hliðum málanna þegar aðrir voru fastir í gráma hversdags- leikans. Leifa unni sínu fólki, sérstaklega litlu barnabörnunum. Það síðasta sem hún gerði var að kaupa sæng í afmælisgjöf handa Skorra litla. „Hann á að fá sæng eins og hin,“ sagði hún, en það var erfítt fyrir hana að ganga þennan stutta spöl til að kaupa gjöfína. Þá fyrst gerð- um við okkur grein fyrir hversu veik hún var í raun. Leifa kvartaði aldrei en hún hefur eflaust fundið að tíminn styttist, því hún sagði eitt sinn: „Ég verð ekki hér um næstu jól.“ Leifa sofnaði útaf, það var það sem hún óskaði. Við söknum henn- ar mikið en mestur verður söknuð- urinn hjá litlu ömmubörnunum sem eiga erfitt með að skilja af hveiju ekki er hægt að heimsækja ömmu á Týsgötunni lengur. Elsku Leifa, takk fyrir allt. Ragnheiður og Kristín. JÓHANN JÖR UNDSSON GUÐLEIF PÉTURSDÓTTIR JÓHANNA SVEINSDÓTTIR + Jóhanna Sveinsdóttir, bók- menntafræðingur og rithöf- undur, fæddist í Reykjavík 25. júní 1951. Hún lést af slysförum í Frakklandi 8. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirlq'u 18. maí. VIÐ Jóhanna bjuggum saman á rue Lamarck númer 63 í París. Um leið og þessi sterka manneskja hafði hreiðrað um sig í hinu herberginu í hrörlegu íbúðinni, litverptist heim- ilislífið. Það var allt málað og skreytt, maður var vakinn með handkreistum ávaxtasafa á réttum tíma á hveijum morgni og allt sem sást og allt sem var sagt fékk merk- ingarauka eða nýja vídd. Þannig varð sambúð okkar Jóhönnu að lif- andi ljóði og bútar úr þessu ljóði vpru skráðir af Jóhönnu í minnis- bókina hennar sem hún skildi aldrei við sig og síðar í ljóðabókina sem gefin var út fyrir síðustu jól; „Guð og mamma hans“. Við vorum báðar að lesa bók- menntafræði, ég á frumstigi fræð- anna en hún að vinna að cand.mag,- ritgerð sinni. Hún var kennari í sér og fyrr en varði var hún búin að setja sig vel inn í mínar lexíur og þreyttist ekki á að spjalla um þær. Eins deildi hún sínum pælingum með mér og kveikti áhuga minn á súrrealismanum sem hún var að skrifa um og sá allt í kringum sig. Gönguferðir okkar um Montmar- tre urðu ævintýraferðir því ein- hvemveginn sognðust undarlegar uppákomur að Jóhönnu og hún túlk- aði þær jafnharðan á spaugilegan hátt og svo hlógum við saman þang- að til við treystum okkur til að fara aftur heim og halda áfram að skrifa verkefnin okkar. Jóhanna var orkumikil og góð eins og maturinn sem hún eldaði. Matarboðin hjá okkur þróuðust fljótt á þann veg að hún eldaði eitthvað guðdómlega gott en sendi mig út á svalir með fordrykk handa gestun- um og lét mig halda þeim selskap þangað til hún sagði „gjöriði svo vel“. Þessi matarboð enduðu aldrei bara á kaffísopa. Miklu oftar var lesið upphátt á latínu, farið á hverf- isbarinn í kúluspil og Calvados- staup eða í lengri göngur niður á Pigalle til að skoða litríkt mannlifið. Jóhanna er manneskja sem ekki er hægt að tala um í þátíð, hún er ennþá með okkur sem þekktum hana og nutum samverunnar við hana. Eg dáðist að henni fyrir að lifa lífinu eins og henni hentaði og ég dáist enn að því sem hún fékk áorkað hér í þessum heimi. Hún bætti einhveiju við líf allra sem kynntust henni, einhveiju kryddi sem enginn annar þekkti og var einstakt og ógleymanlegt. Þó að ég kveðji Jóhönnu nú sorg- mædd og grátklökk, veit ég að ég mun hitta hana aftur hjá Guði og svo get ég alltaf lesið skrifin hennar þar sem ég fínn hana aftur, flókna, fyndna og umhyggjusama eins og hún var heima hjá okkur í París. Elsku Hanna vinkona, ég sam- hryggist þér af öllu hjarta mínu. Foreldrum og bræðrum Jóhönnu sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Minning Jóhönnu Sveinsdóttur lifir með okkur um alla eilífð. Eva María Jónsdóttir. EINAR ÞORÐUR GUÐJOHNSEN + Einar Þórður Guðjohnsen fæddist 14. apríl 1922 á Höfn í Bakkafirði í Norður-Múlasýslu. Hann lézt á heimili sínu síðla dags 11. maí og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 19. maí sl. VIÐ ÓKUM saman heim á leið að afloknum hádegisfundi hjá Skál- klúbbi Reykjavíkur fyrir þrem vikum. Það var vor í lofti, og um leið og við skildum óskaði ég vini mínum Einari góðrar ferðar til Óslóar, en þangað ætlaði hann um miðjan maí, ásamt Bergljótu konu sinni, á Norðurlanda- mót Skálklúbbanna 18.-21. maí. Þetta er alþjóðlegur félagsskapur þeirra, sem starfa eða hafa starfað við ferðaþjónustu. Einar sótti fleiri alþjóðleg Skálklúbbaþing vítt og breitt um heim en nokkur annar ís- lenskur félagi og var víða að góðu kunnur. Kynni okkar Einars spanna röskan aldarfjórðung, eða allt frá þeim tíma er hann gegndi framkvæmdastjóra- starfí hjá Flugfélagi íslands á árun- um 1963-1975. Þá sat hann einnig í stjórn félagsins um átján ára skeið. Einar stofnaði síðan ferðafélagið Útivist árið 1975 og var fram- kvæmdastjóri þess til 1981. Ferðabakterían kviknaði fljótt hjá Einari, því ungur að árum hélt hann í Vesturveg og vann ýmis störf í Bandaríkjunum 1948-1952. M.a. starfaði hann hjá Eastman Kodak í Seattle um tíma. Þá sagði Einar mér frá því fyrir stuttu að hann hefði ráðið sig á laxveiðar með skipi við strendur Alaska eitt sumar, en veiðin hefði nú frekar verið sýnd en gefin í það skiptið. Einar var manna fróðastur um allt er að ferðamálum laut. Hann þekkti nánast hvert kennileiti og hveija þúfu á landinu, enda mikill ferðagarpur, sem kunni að njóta stór- fengleiks og fegurðar íslenskrar náttúru. Hann miðlaði landsmönnum fróðleik sínum m.a. með sex bókum, sem hann skrifaði í ritröðinni „Gönguleiðir á íslandi", en vannst því miður ekki tími til að ljúka því verki. Þá var hann með fróðlega ferðaþætti í sjónvarpi fyrir nokkrum árum. Einar hafði fastmótað skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekki alltaf troðnar slóðir. Hann var mikill málafylgjumaður og markaði víða spor í orðsins fyllstu merkingu. Ekki var auðvelt fyrir alla að fylgja Ein- ari eftir, því hann var óvenju sporlétt- ur og manna hraðgengastur. í stað Óslóarferðar er nú önnur og meiri ferð fyrir höndum hjá Ein- ari, ferð sem bíður okkar allra fyrr eða síðar. Að leiðarlokum er Einari þökkuð vinátta og margar ánægju- legar samverustundir liðinna ára. Saknað er góðs vinar og félaga. Skarð er fyrir skildi. Ég sendi Berg- ljótu og sonum hans innilegar sam- úðarkveðjur. Njáll Símonarson. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, ARA GÍSLASONAR Vesturgötu 138 Akranesi, Helga Helgadóttir, og dætur. t Ástkær eiginmaður minn, KRISTJÁN GUNNÓLFSSON frá Þórshöfn á Langanesi, lést á heimili okkar Háaleitisbraut 40 mánudaginn 22. maí. Fyrir mfna hönd og systkina hins látna, Ingibjörg Gunnarsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN VALGEIRSSON frá Norðurfirði, til heimilis að Dvalarheimilinu Höfða, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 26. maí kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hans eru beðnir um að láta Dvalarheimilið Höfða, Akranesi, njóta þess. Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Júlíus Veturliðason, Þorgerður Sveinbjörnsdóttir, Erlendur Halldórsson, Gestur Sveinbjörnsson, Sesselja Sveinbjörnsdóttir, Heiðrún Sveinbjörnsdóttir, Valgerður Sveinbjörnsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kristfn Jónsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, Jón Valgarðsson, Lárus Olafsson, t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGARBERGÞÓRU BERGÞÓRSDÓTTUR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Herbert Sigurjónsson, Inga Þóra Wessman, Ib Wessman, Sigurjón Herbertsson, Helga Hákonardóttír, Einar Ingþór Einarsson, Sólveig Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.