Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 39 FRÉTTIR ísafjarðar- kirkja vígð Isafirði, Morgunblaðið ísafjarðarkirkja verður vígð á morgun uppstigningardag af herra Ólafi Skúlasyni biskupi.Núverandi sóknarprestur og tveir forverar hans ásamt prófastinum í Vatns- firði þjóna. Kór ísafjarðarkirkju undir stjórn Huldu Bragadóttur syngur. Kirkjan er nú fullfrágengin að innan, en safnaðarheimilið er tilbúið undir tréverk og verður hægt að nota það við vígsluna svo að um 600 manns á að komast fyrir við athöfn- ina að sögn sóknarprestsins, séra Magnúsar Erlingssonar. Athöfnin hefst með klukknahring- ingu, en klukkurnar úr gömlu kirkj- unni eru komnar í turn þeirrar nýju og munu kalla þaðan til helgra tíða eins og áður. Jónas Tómasson tónskáld á ísafirði hefur samið sérstakt for- spilstónverk, sem leikið verður, þeg- ar biskup ásamt prestum, sóknar- nefnd og ssafnaðarfulltrúa ganga inn í kirkjuna með helga muni henn- ar og koma þeim fyrir á viðeigandi stöðum. Að því loknu mun biskupinn herra Ólafur Skúlason vígja kirkjuna, en honum til aðstoðar verða séra Magn- ús Erlingsson sóknarprestur og séra Karl Valgarður Matthíasson og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, en þeir þjónuðu hér næst á undan séra Magnúsi, ásamt séra Baldri Vil- helmssyni í Vatnsfirði prófasti. Kór ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur, en auk þess munu leika saman Jónas Tóm- asson á þvei-flautu og Ingvar Jónas- son á víólu. Að athöfninni lokinni býður Kvenfé- lag ísafjarðarkirkju gestum upp á kaffi,pönnukökur og kleinur að gömlum íslenskum sið. NÝJA brúin yfir lækinn í Hafnarfirði. Börn vígja brú í Hafnarfirði NÝ BRÚ yfir lækinn í Hafnar- firði verður formlega tekin í notkun í dag þegar börn af leik- skólanum Hlíðarbergi ganga fylktu liði yfir hana. Brúin teng- ir Setbergshverfið við nýja hverfið í Mosahlíð. Brúin er samsett af fjórum stálbitum (þvert á lækinn) sem tengdir eru við steypta sökkla við hvorn enda brúarinnar. Um miðbik brúarinnar standa tveir stálbogar, hvor á sinni hlið, og í framhaldi af þeim standa undir brúnni stálsúlur sem styðja undir langbitana. Ofan á stálbitana kemur steypt gólf. Stálbogamir eru úr ryðlituðu stáli en handrið- ið aftur á móti úr ryðfríu stáli. Efnisval og útlit brúarinnar eru með það í huga að undirstrika ákveðnar andstæður, byggð, óhreyft land, manngert, náttúru- legt. Hönnuðir brúarinnar eru Jak- ob Líndal og Kristján Ásgeirsson arkitektar og verkfræðistofa Bjöms og Stefáns. Verktakar við brúarsmíðina voru Feðgar sf. og um stálsmíði sá Suðulist. Verkinu var lokið á tilsettum tima þrátt fyrir að veðurskilyrði væru oft erfið í vetur. Góð þátt- takaí hlaupi Ggilsstöðum, Morgunblaðið UM 70 börn tóku þátt i árlegu Landsbanka- hlaupi á Egilsstöðum. Keppt var í tveimur aldursflokkum stelpna og drengja, í 1.100 og 1.500 metr- um. Þátttaka var góð og mættu margir áhorfendur með börn- unum. Að keppni lok- inni bauð starfsfólk bankans gestum upp á veitingar. Morgunblaðið/Anna Ingðlfsdóttir Þýfi fannst í Kolaporti ÞÝFI fannst í Kolaportinu á laugar- dag og er það í þriðja skiptið á stutt- um tíma, sem þýfi er boðið til sölu þar. Lögreglunni í Reykjavík var á fimmtudag í síðustu viku tilkynnt áð brotist hefði verið inn í hús í austurborginni og þaðan stolið ýmsum hlutum, m.a. geisladisk, sem merktur var með nafni. Geisla- diskurinn fannst síðan í Kolaport- inu á laugardag, í sölubás, þar sem notaðir geisladiskar eru keyptir og seldir. Innbrotsþjófurinn er ófund- inn^og er málið í rannsókn. Á sunnudag var lögreglunni til- kynnt um að vindskeið, brettakönt- um og stefnuljósaglerjum hefði ver- ið stolið af bíl af gerðinni BMW þar sem hann stóð fyrir utan Vélamið- stöð Reykjavíkurborgar. I gærmorgun var tilkynnt um innbrot í verslun við Lángholtsveg. Þaðan hafði verið stolið skiptimynt og skemmdir unnar á dyraumbún- aði. Tilkynnt var um innbrot á hár- greiðslustofu við Grensásveg og annað í Dýraspítalann í Víðidal. Sá eða þeir sem þar voru að verki höfðu hund á brott með sér. Þá var tveimur Víkurvögnum stolið frá áhaldaleigu BYKO við Hringbraut og 11 nýjum gluggum var stolið frá nýbyggingu við Laufrima. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur skorar á starfsmenn skóla Skólar reyklausir vinnustaðir Á AÐALFUNDI Krabbameinsfélags Reykjavíkur sem haldinn var fyrir skömmu var samþykkt að skora á starfsmenn grunnskóla og leikskóla í landinu að taka höndum saman um að gera skóla sína að reyklausum vinnustöðum, hafi það ekki þegar verið gert. Fram kom í skýrslum stjórnar og framkvæmdastjóra að fræðslustarf hefur sem fyrr verið aðalviðfangs- efni félagsins og náð til skóla, heil- brigðisstofnana, vinnustaða og al- mennings. Tóbaksvarnarstarfið í grunnskólum er viðamesta verkefnið og felst fyrst og fremst í skipulegum heimsóknum í bekki á höfuðborgar- svæðinu og víðar, til nemenda 11 ára og eldri. Einnig er nemendum veitt aðstoð við að hætta að reykja, bæði einstaklingum og hópum. Arleg samvinna er við Tóbaksvarnanefnd um viðurkenningar og verðlaun til reyklausra bekkja og einstakra nem- enda. í apríl 1994 stóð félagið ásamt héraðslæknum fyrir könnun á tób- aksneyslu 10-16 ára grunnskóla- nema um land allt. Niðurstöður könnunarinnar hafa verið birtar. Þær gáfu m.a. til kynna að reyking- ar hefðu víða aukist, einkum hjá 14-16 ára piltum. Við þessu hefur félagið brugðist með ýmsum hætti. Þjálfurum íþrótta- og ungmennafé- laga um land allt var skrifað og þeir hvattir til að beita áhrifum sín- um til að koma í veg fyrir að börn Sigríður K. Lister, formaður Krabbameinsfélags Reykja- víkur, flytur skýrslu stjórnar á aðalfundi félagsins. og unglingar byijuðu að reykja. Einnig var þess farið á leit við for- eldrafélög að þau beittu sér eftir megni að tóbaksvörnum. Tekið var upp samstarf við Vinnuskóla Reykjavíkur og nokkrir reyklausir vinnuhópar verðlaunaðir. Aróðursmyndir í sjónvarpi Ennfremur lét félagið gera tvo flokka af stuttum áróðursmyndum gegn tóbaki til birtingar sem inn- skotsefni í sjónvarpi og fékk til þess m.a. framlag af fé sem safnað var í „Þjóðarátaki gegn krabbameini 1990“. I öðrum þessara flokka koma fram sjónarmið nokkurra þekktra íslendinga sem reykja ekki, en hitt eru leiknar myndir um ýmsar hliðar reykingamála. Einnig hefur verið unnið að útgáfu nýs blaðs sem nefnt er Skýlaust og verður sent 15-18 ára unglingum um land allt. Haldið hefur verið áfram á þeirri braut að efna til námsstefnu og málþings fyrir starfsfólk heilbrigð- isstofnana. í fyrrasumar hélt félag- ið í samvinnu við Tóbaksvarnanefnd námsstefnu fyrir heilbrigðisstarfs- fólk á Vestfjörðum um hlutverk heilbrigðisstétta í tóbaksvörnum, í febrúar hélt félagið málþing fyrir skólahjúkrunarfræðinga á höfuð- borgarsvæðinu og víðar um tóbaks- varnir í grunnskólum og í byijun apríl málþing um tóbaksvarnir fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður sem starfa að mæðra- og ungbarna- vernd. Námskeið í reykbindindi hafa sem fyrr verið snar þáttur í starf- semi félagsins. Haldin voru átta slík námskeið á tímabilinu milli að- alfunda, nokkur þeirra sérstaklega fyrir einstök fyrirtæki og stofnanir. Meðal þátttakenda á öðrum nám- skeiðum voru starfsmenn frá fyrir- tækjum og stofnunum sem greiddu fyrir þá námskeiðsgjaldið allt eða að hluta í tengslum við þá ákvörðun að gera vinnustað þeirra reyklaus- an. Gefin voru út tvö ný fræðslurit á starfsárinu, annað um mergfrumu- æxli en hitt um eitilfrumukrabba- mein, svo og þijú tölublöð af félags- bréfinu Takmarki. Könnun meðal foreldra Félagið tekur þátt í þriggja ára sameiginlegu verkefni krabbameins- félaganna á Norðurlöndum varðandi börn og óbeinar reykingar. Nú er veið að ljúka undirbúningi undir könnun meðal foreldra ungra barna. Verður spurt um reykingavenjur þeirra og afstöðu til óbeinna reyk- inga. Styrkir voru að venju veittir nokkrum einstaklingum til að sækja fundi og ráðstefnur um krabbamein og krabbameinsvarnir, svo og að- standendum krabbameinssjúklinga utan af landi til dvalar í Reykjavík á meðferðartíma. Engar breytingar urðu á stjórn félagsins á aðalfundi. Formaður þess er Sigríður K. Lister hjúkrunarfræð- ingur, formaður fræðslunefndar er María S. Héðinsdóttir skólastóri en framkvæmdastjóri félagsins er Þor- varður Örnólfsson. Að loknum aðal- fundarstörfum fluttu þau dr. Val- garður Egilsson læknir og Rósa B. Barkardóttir líffræðingur erindi um þætti erfða í tilurð bijóstakrabba- meins. Langi Seli og Skuggarnir á Tveimur vinum HLJÓMSVEITIN Langi Seli og Skuggarnir heldur tónleika á Tveimur vinum í kvöld, miðvikudag- inn 24. maí. Hljómsveitin skartar tveimur nýjum meðlimum en þeir eru Einar Pétur á trommur og Sigurður Guðmunds- son á gítar en auk þeirra eru í sveit- inni Langi Seli og Jón Skuggi. Einnig kemur fram hljómsveitin Brim sem er samsuða úr sveitunum Curver og Maus en þeir leika svo- kallað brimrokk. -----» ♦ ♦----- Félagsfundur Foreldrafélags misþroska barna ALMENNUR félagsfundur hjá For- eldrafélagi misþroska barna verður haldinn í Æfingaskóla Kennarahá- skóla íslands miðvikudaginn 24. maí kl. 20.30. Rædd verða málefni bama með námsörðugleika og misþroska- vandamál á öllum skólastigum og annað það sem kann að varða okkur. -----» » ♦----- ■ FÉLAG nýrra íslendinga held- ur sinn mánaðarlega félagsfund fimmtudagskvöldið 25. maí kl. 20.30 í Faxafeni 12, 2. hæð í Miðstöð nýbúa. í þetta skipti heldur Heidi Greenfield félagsráðgjafi stutt er- indi um hvernig sambúðarfólk leysir ágreiningsmál þar sem annar aðilinn er innfæddur en hinn er útlendingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.