Morgunblaðið - 20.06.1995, Page 5

Morgunblaðið - 20.06.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 5 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Sigurðsson JOHANNES bóndi á Torfalæk II heilsar upp á hrafnsungana í hreiðrinu á fjósgaflinum á Torfalæk. Brutust inn á tveimur stöðum Sauðárkróki. Morgunblaðið. BROTIST var inn í sútunarverk- smiðju Loðskinns á Sauðárkróki að- faranótt sl. sunnudags. Innbrotsþjóf- arnir höfðu áður farið inn í sjúkra- húsið og stolið þaðan matvælum og stolið bíl frá Króksverki hf. Lögregla fór að verksmiðjunni aðfaranótt sunnudags eftir að grun- samlegra mannaferða hafði orðið þar vart. Þar var fyrir par sem hafði nánast lokið við að hlaða þýfi í stol- inn bíl. Þaðan virðist leiðin hafa legið til verksmiðju Loðskinns en þar brutust þau inn og tóku peningaskáp fyrir- tækisins sem þau fluttu með lyftara á verkstæði verksmiðjunnar og skáru þar úr honum bakhliðina og létu greipar sópa um skjöl fyrirtækisins. Þá var komin í bílinn tölva ásamt fylgihlutum og einnig mikið magn af sútuðu roði og skinnum ásamt mokkaflíkum og ýmsu fleiru. Ljóst er að hér var á ferð vant ifólk og fundust í fórum þess hlutir sem benda til að hér hafi ekki verið fyrsta ferð farin. Innbrotin teljast upplýst og hefur fólkinu verið sleppt. Hrafnshreið- ur á fjósgafli Blönduósi. Morgunblaðid. VENJULEGAST velur hrafninn sér hreiðurstæði á stöðum sem lítt eru aðgengilegir mönnum, en bæjarhrafnarnir á Torfalæk í Húnaþingi brugðu þó út af þeirri venju og gerðu sér laup á suðurgafli gamla fjóssins á Torfalæk. I laupnum voru tveir ungar sem eru að verða fleygir. Jóhannes bóndi Torfason sagði tvo hrafna ávallt hafa helgað sér Torfalæk í gegnum tíðina en aldrei hefðu þeir orpið nálægt húsum áður. Gj'aldeyrir afgreiddur alla daga hj*á Upplýsingamiðstöð ferðamála Bankar telja þjón- ustuna ekki svara kostnaði UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ferða- mála hefur opnað gjaldeyrisskipti- stöð í Bankastræti 2 í samvinnu við breska fyrirtækið Change Group International, þar sem viðskipti með gjaldeyri fara fram til kl. 20 alla daga vikunnar. Morguftblaðið innti Brynjólf Helgason, aðstoðarbankastjóra í Landsbankanum, eftir því hvort það hefði komið til tals í bankanum að veita gjaldeyrisþjónustu utan venju- legs afgreiðslutíma. „Fyrir nokkr- um árum opnuðum við afgreiðslu á Hótel Loftleiðum þar sem gjaldeyr- ir var afgreiddur után venjulegs opnunartima, en það reyndist ekki vera eins mikil eftirspurn eftir þess- ari þjónustu og við höfðum búist við,“ segir Brynjólfur. Hann segir að fyrir þremur árum hafi bankinn haft gjaldeyrisaf- greiðslu í Geysishúsinu í eitt sumar og það hafi einfaldlega ekki verið nóg að gera. „Við erum auk þess með af- greiðslu í Leifsstöð sem hefur verið opin í samræmi við komu- og brottf- arartíma flugvéla og jafnvel höfum við sinnt gjaldeyrisþjónustu við skemmtiferðarskip. Tilraunir sem við höfum gert í þessa veru hafa ekki sýnt fram á að eftirspurnin væri næg til að réttlæta kostnaðinn sem aukin gjaldeyrisþjónusta hefði í för með sér,“ segir Brynjólfur. Samkeppnin af hinu góða Sigurveig Jónsdóttir upplýsinga- fulltrúi íslandsbanka segir að það hafi vitaskuld verið rætt í bankanum að veita gjaldeyrisþjónustu utan venjulegs afgreiðslutíma. Það hafi hins vegar ekki þótt hagkvæmt, því það hefði í för með sér gífurlegar skipulagsbreytingar og í raun væri aðeins þörf á aukinni þjónustu hluta úr ári. „Okkur fínnst samkeppnin aðeins af hinu góða og við veitum þessu nýja fyrirtæki alla þá þjón- ustu sem það þarf.“ Gjaldeyrisskiptistöðin tekur 2,7% þóknun fyrir sölu gjaldeyris virka daga, en um helgar bætast við 2% vegna launakostnaðar. Til saman- burðar má geta þess að í Lands- bankanum kostar 100 kr að kaupa gjaldeyri í seðlum, fimm ferðatékkar kosta 140 kr og hver ferðatékki umfram fyrstu fimm kostar 33 kr. í íslandsbanka kostar 200 kr að kaupa gjaldeyri í seðlum, fyrir ferðatékka er tekin 0,5% þóknun auk 350 kr. í útlagðan kostnað. í báðum bönkunum er auk þess reikn- að sérstakt gengi fyrir seðla, en það kemur til af því að dýrt er að liggja með birgðir af seðlum i geymslu. lugavegi !70-V^,sfmi 569 5500 VOLfcCSWAGEN GOLF EG OMOTSTÆÐILEGU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.