Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 5 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Sigurðsson JOHANNES bóndi á Torfalæk II heilsar upp á hrafnsungana í hreiðrinu á fjósgaflinum á Torfalæk. Brutust inn á tveimur stöðum Sauðárkróki. Morgunblaðið. BROTIST var inn í sútunarverk- smiðju Loðskinns á Sauðárkróki að- faranótt sl. sunnudags. Innbrotsþjóf- arnir höfðu áður farið inn í sjúkra- húsið og stolið þaðan matvælum og stolið bíl frá Króksverki hf. Lögregla fór að verksmiðjunni aðfaranótt sunnudags eftir að grun- samlegra mannaferða hafði orðið þar vart. Þar var fyrir par sem hafði nánast lokið við að hlaða þýfi í stol- inn bíl. Þaðan virðist leiðin hafa legið til verksmiðju Loðskinns en þar brutust þau inn og tóku peningaskáp fyrir- tækisins sem þau fluttu með lyftara á verkstæði verksmiðjunnar og skáru þar úr honum bakhliðina og létu greipar sópa um skjöl fyrirtækisins. Þá var komin í bílinn tölva ásamt fylgihlutum og einnig mikið magn af sútuðu roði og skinnum ásamt mokkaflíkum og ýmsu fleiru. Ljóst er að hér var á ferð vant ifólk og fundust í fórum þess hlutir sem benda til að hér hafi ekki verið fyrsta ferð farin. Innbrotin teljast upplýst og hefur fólkinu verið sleppt. Hrafnshreið- ur á fjósgafli Blönduósi. Morgunblaðid. VENJULEGAST velur hrafninn sér hreiðurstæði á stöðum sem lítt eru aðgengilegir mönnum, en bæjarhrafnarnir á Torfalæk í Húnaþingi brugðu þó út af þeirri venju og gerðu sér laup á suðurgafli gamla fjóssins á Torfalæk. I laupnum voru tveir ungar sem eru að verða fleygir. Jóhannes bóndi Torfason sagði tvo hrafna ávallt hafa helgað sér Torfalæk í gegnum tíðina en aldrei hefðu þeir orpið nálægt húsum áður. Gj'aldeyrir afgreiddur alla daga hj*á Upplýsingamiðstöð ferðamála Bankar telja þjón- ustuna ekki svara kostnaði UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ferða- mála hefur opnað gjaldeyrisskipti- stöð í Bankastræti 2 í samvinnu við breska fyrirtækið Change Group International, þar sem viðskipti með gjaldeyri fara fram til kl. 20 alla daga vikunnar. Morguftblaðið innti Brynjólf Helgason, aðstoðarbankastjóra í Landsbankanum, eftir því hvort það hefði komið til tals í bankanum að veita gjaldeyrisþjónustu utan venju- legs afgreiðslutíma. „Fyrir nokkr- um árum opnuðum við afgreiðslu á Hótel Loftleiðum þar sem gjaldeyr- ir var afgreiddur után venjulegs opnunartima, en það reyndist ekki vera eins mikil eftirspurn eftir þess- ari þjónustu og við höfðum búist við,“ segir Brynjólfur. Hann segir að fyrir þremur árum hafi bankinn haft gjaldeyrisaf- greiðslu í Geysishúsinu í eitt sumar og það hafi einfaldlega ekki verið nóg að gera. „Við erum auk þess með af- greiðslu í Leifsstöð sem hefur verið opin í samræmi við komu- og brottf- arartíma flugvéla og jafnvel höfum við sinnt gjaldeyrisþjónustu við skemmtiferðarskip. Tilraunir sem við höfum gert í þessa veru hafa ekki sýnt fram á að eftirspurnin væri næg til að réttlæta kostnaðinn sem aukin gjaldeyrisþjónusta hefði í för með sér,“ segir Brynjólfur. Samkeppnin af hinu góða Sigurveig Jónsdóttir upplýsinga- fulltrúi íslandsbanka segir að það hafi vitaskuld verið rætt í bankanum að veita gjaldeyrisþjónustu utan venjulegs afgreiðslutíma. Það hafi hins vegar ekki þótt hagkvæmt, því það hefði í för með sér gífurlegar skipulagsbreytingar og í raun væri aðeins þörf á aukinni þjónustu hluta úr ári. „Okkur fínnst samkeppnin aðeins af hinu góða og við veitum þessu nýja fyrirtæki alla þá þjón- ustu sem það þarf.“ Gjaldeyrisskiptistöðin tekur 2,7% þóknun fyrir sölu gjaldeyris virka daga, en um helgar bætast við 2% vegna launakostnaðar. Til saman- burðar má geta þess að í Lands- bankanum kostar 100 kr að kaupa gjaldeyri í seðlum, fimm ferðatékkar kosta 140 kr og hver ferðatékki umfram fyrstu fimm kostar 33 kr. í íslandsbanka kostar 200 kr að kaupa gjaldeyri í seðlum, fyrir ferðatékka er tekin 0,5% þóknun auk 350 kr. í útlagðan kostnað. í báðum bönkunum er auk þess reikn- að sérstakt gengi fyrir seðla, en það kemur til af því að dýrt er að liggja með birgðir af seðlum i geymslu. lugavegi !70-V^,sfmi 569 5500 VOLfcCSWAGEN GOLF EG OMOTSTÆÐILEGU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.