Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 18/6 - 24/6. INNLENT ► 70 manna áhöfn togar- ans Arctic Princess, sem skráður er í Belize, var tek- in í sakbendingu á bryggj- unni í Hafnarfirði á mánu- dag eftir að tvær konur 38 og 48 ára, kærðu skipverja fyrir nauðgun. Yfirheyrslur hafa farið fram yfir nokkr- um skipveija en enginn hef- ur gengist við sök. Lögregl- an hefur m.a. tekið nokkr- tun þeirra blóð með DNA rannsókn í huga. ► Félagsmálaráðherra hefur gefíð út reglugerð um hækkun á lánshlutfalli í húsbréfakerfinu vegna kaupa á fyrstu íbúð úr 65% í 70% af kaupverði. Þeir sem þegar hafa fengið greiðslumat miðað við eldri reglur þurfa ekki á nýju mati að halda. Samið í álverinu og verkfalli frestað SAMNINGAR tókust í deilu starfs- manna álversins í Straumsvík og viðsemjenda þeirra og hefur verk- falli verið frestað fram yfir at- kvæðagreiðslu á fimmtudag. Samningurinn gildir til loka 1996 og felur í sér 11,4% launahækkun á samningstímanum. Verkalýðsfé- lög í álverinu hafa lýst því yfir í tengslum við samninginn að þau muni framvegis koma fram sem einn viðsemjandi og segir VSÍ þetta atriði geta greitt fýrir frekara sam- starfi við erlenda fjárfesta. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra segir að samkomulag í álversdeilunni gefi tilefni til aukinnar bjartsýni á að stækkun álversins verði að veru- leika. ► Forsvarsmenn SH hafa átt í viðræðum við eigendur Föroya Fiskasölu. FF, sem annast sölu á 90% fær- eyskra sjávarafm-ða á í miklurn fjárhagserfiðleik- um. Áhugi SH beinist að kaupum á dótturfyrirtæk- inu Faroe Seafood í Grimsby. ► Borgarráð hefur sam- þykkt 33 miljóna króna aukafjárveitingu til sumar- verkefna skólafólks. Um er að ræða 147 störf til viðbót- ar þeim 250 sem heimildir voru fyrir. ► Skagamenn eru efstir í 1. deild Islandsmótsins í knattspymu þegar fimm umferðum er lokið og hafa ekki tapað stigi. í fímmtu umferð unnu þeir KR, 2:0. Þá vann ÍBV lið FH 6:3, Leiftur vann Val 2:1 á úti- velli, Fram og Grindavík gerðu jafntefli 2:2 og ÍBK og UBK skildu jöfn 1:1. Þyrlan komin NÝ Super Puma-björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar til landsins á föstudag. Hún er stærri og öflugri en fýrri þyrlur og getur borið um 20 manns í ferð en ekki aðeins 8 manns eins og fyrri þyrlur. Flug- drægi þyrlunnar er allt að 830 sjó- mílur og er hún búin fullkomnum afísingarbúnaði, fjögurra ása sjálf- stýringu og tvöföldu björgunarspili. Vörugjald andstætt EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að framkvæmd álagningar vöru- gjalds og fyrirkomulag innheimtu gjaldsins stangist á við EES-samn- inginn. íslenskum stjórnvöldum er gefinn 2 mánaða frestur til að breyta núgildandi fyrirkomulagi. Fjármála- ráðherra segir að reglum um álagn- ingu verði breytt. Afsögn Majors sögð kaldrifjuð flétta JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, tók á fímmtudag mestu áhætt- una á stjómarferli sínum er hann sagði af sér hlutverki leiðtoga Íhalds- flokksins og skoraði á andstæðinga sína innan flokksins að fara gegn sér í leiðtogakjöri sem fer fram 4. júlí. Ráðherrar í stjóminni lýstu nær allir yfír stuðningi við Major og búist er við að mikill meirihluti þingsflokksins styðji hann. Vantraust á rúss- nesku stjórnina GÍSLAMÁLIÐ í Búdennovsk hefur komið af stað valdabaráttu í Moskvu. Samþykkti rússneska þingið van- trauststillögu á ríkisstjómina en stjómarandstaðan vinnur nú að því að steypa Borís Jeltsín, forseta lands- ins, af stóli. Rússnesk stjómvöld og tsjetsjensku uppreisnarmennimir náðu samkomulagi um leiðir til að stuðla að friðsamlegri lausn í Tsjetsjníju en efasemdir eru þó um að samningar um frið þar takist í bráð. Gíslamir í Búdennovsk snem á miðvikudag aftur til borgarinnar en Tsjetsjenamir höfðu um 150 manns, sem gerðust sjálfviljugir gíslar, á brott með sér frá borginni. Borpalli ekki sökkt SHELL-olíufélagið ákvað á þriðjudag að olíuborpallinum Brent Spar yrði ekki sökkt í sjó sunnan Færeyja. Var ákvörðun félagsins fagnað víða í Evrópu en bresk yfirvöld em hins vegar ævareið Shel! vegna sinna- skiptanna og hafa gefíð í skyn að félagið fái ekki að taka í sundur pall- inn í Bretlandi. ► ERIK Ninn-Hansen, fyrrverandi dómsmálaráð- herra Danmerkur var á fimmtudag fundinn sekur um brot á lögum um inn- flytjendur. Er talið að dómurinn sé síðasti kaflinn í Tamílamálinu svokallaða, sem varð til þess að fella rikisstjóm íhaldsmanna árið 1983. ► JAPANSKA lögreglan yfirbugaði flugræningja sem tekið hafði 365 manns í gíslingu á leið frá Tókýó til Hakodate. Hélt ræning- inn fólkinu í 15 stundir og hótaði að sprengja vélina í loft upp. Þegar hann var yfirbugaður reyndist hann vera vopnaður skrúfjárai. Ekki er vitað hvað mannin- um gekk til. ÞJÓÐFYLKINGIN komst til valda fyrsta sinni í þremur bæjum í Frakk- landi í síðari umferð bæj- ar- og sveitarstjórnarkosn- inganna í Frakklandi um síðustu helgi. Kvaðst Jean- Marie Le Pen ætla að nota nýfengið vald flokksins gegn gegn innflytjendum. STJÓRNVÖLD í Norð- ur-Kóreu hafa ákveðið að taka við um 150.000 tonn- um af hrísgrjónum, sem stjórnin í S-Kóreu vill gefa þeim. Hingað til hefur það verið stefna n-kóreskra stjómvalda að hafa ekkert saman við grannann í suðri að sælda. Stórauknir reiðhjólastuldir á höfuðborgarsvæðinu Flest tilfellin má rekja til kæruleysis eigenda FRETTIR ÞÓRIR Þorsteinsson starfar hjá óskilamunadeild lögreglunnar í Reykjavík og tekur við reiðhjólum sem skila sér þangað. REIÐHJÓLASTULDIR á höfuðborg- arsvæðinu jukust um 54% milli 1993 og 1994 og enn stefnir i aukningu á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá forvamadeild lögreglunnar. Þjófnaðir á reiðhjólum hafa aukist stig frá stigi sl. ár. Árið 1992 var tilkynnt um 389 stuldi, árið 1993 voru þeir komnir upp í 435, á síð- asta ári voru tilfellin 674 alls. Það sem af er þessu ári hefur verið til- kynnt um 326 stolin réiðhjól. Að sögn Bjöms Ágústs Einarsson- ar, lögreglumanns hjá forvamadeild lögreglunnar, aukast reiðhjólaþjófn- aðir til muna á vorin og sumrin. Hann telur að í flestum tilfellum sé ekki um kerfísbundna þjófnaði að ræða. Getgátur hafa verið uppi um reiðhjólaþjófnaði þar sem ófor- skammaðir þjófar safna hjólum upp í sendibfla til að selja síðar meir. . Bjöm Ágúst segir að eitthvað geti verið um slíkt án þess að hann gæti fullyrt nokkuð um það. „Hjólunum virðist vera stolið í ólíkum borgar- hlutum á mismunandi tímum, þannig að kerfín eru alla vega ekki skýr.“ Hjólum læst „í allt of mörgum tilfellum er um kæruleysi af hálfu eigenda að ræða, þeir læsa einfaldlega ekki hjólunum sínum. Þjófamir eru einnig orðnir kræfari og klippa lása óspart í sund- ur ef svo ber undir. Því miður vitum við ekki hveijir em að verki og hve mikið er um skipulagða þjófnaði, ef við vissum það væri þetta ekki svona stórt vandamál," segir Bjöm Ágúst. Hann segir ennfremur að það sé hugsanlegt að hjólin séu tekin í sund- ur og sett saman aftur með öðrum búnaði. „Nú orðið geta menn keypt stellið og valið á það mismunandi dýr hjól, hnakka, gíra og svo fram- vegis, það er hugsanlegt að þjófamir beiti svipuðum aðferðum," segir Bjöm Ágúst. Hann ítrekar mikilvægi þess að fólk læsi undantekningalaust hjólum sínum og forðist að skilja þau eftir að næturlagi á almannafæri. Mikil- vægt er að nota vandaða lása með hertum stálvímm sem ekki em klipptir auðveldlega í sundur. Hjól- reiðamenn ættu alltaf að hafa í huga að læsa hjólum sínum við fastan hlut, s.s. ljósastaur, handrið o.þ.h. Bjöm Ágúst segir einnig að hjólreiðamenn skyldu alltaf halda eftir skírteini sem fylgir hjólinu við kaup, skrá hjá sér stellnúmer og koma hjólinu inn í læstar geymslur í þau skipti sem það er mögulegt. „Það er ólíklegt að þessir stuldir fari í að fjármagna eiturlyfjaneyslu," segir Bjöm Ágúst. Þjófnaður í bfla hefur stóraukist að undanfömu og setur hann það frekar í samband við fíkniefni og óreglu. Of erfítt og tímafrekt sé að stela hjólum og koma þeim í verð. Kaupendur réttlausir Þeir sem kaupa notað hjól, sem reynist stolið, eru algerlega réttlaus- ir ef uppmnalegur eigandi fínnur hjólið og getur fært sönnur á lög- mætt eignarhald sitt, til dæmis með kaupskírteini og stellnúmeri. Stór hluti hjólanna skilar sér aftur til lög- reglunnar og það sætir nokkurri furðu hve margir hirða ekki um að vitja hjólanna sinna. Þórir Þorsteinsson, lögreglumaður í óskilamunadeild lögreglunnar, telur að milli 20 og 30% stolinna hjóla skili sér til lögreglu, þar af gangi um þriðjungur aftur til eigenda. „Annars held ég að íslendingar séu ekki meiri þjófar nú en áður. Skýr- ingin á því að reiðhjólastuldur hefur aukist sem raun ber vitni er einfald- lega sú að reiðhjólaeign er orðin miklu almennari en áður. Hjólreiðar em tískufyrirbrigði og ég held að aukning reiðhjólaþjófnaða sé í réttu hlutfalli við hjólaeign landsmanna," segir Þórir. Hann segir að sögur hafí gengið um að hjólin væm seld í erlend skip og að þau væm kerfisbundið. flutt út í gámum. Hann eigi hins vegar erf- itt með að trúa því að slíkt svari kostnaði. Þau hjól sem aldrei skili sér enda líklegast í öðmm bæjarfé- lögum og landshlutum. Hafbeitarlaxinn byrjaður að ganga Endurheimtur af hafbeitarlaxi 1987-95 1995 eráætlað 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 38% samdráttur milli áranna 1993 og 1994 HAFBEITARLAXINN er að byrja að streyma inn til stöðvanna um þess- ar mundir. Því er spáð í upplýsinga- riti Veiðimálastofnunar frá þvi í vetur að 499 tonn endurheimtist í ár. Endurheimtur hafbeitarstöðvanna minnkuðu úr 496 tonnum af laxi árið 1993 í 308 tonn árið 1994 og nemur mismunurinn um 38% í tonn- um talið milli ára. Að því er fram kemur í upplýs- ingaritinu endurheimtu sjö hafbeit- arstöðvar 73.302 stk. af eins árs laxi og 15.923 stk. af tveggja ára laxi úr sjó sumarið 1994. Sex haf- beitarstöðvar slepptu 3.989 þús. laxaseiðum í hafbeit sumarið 1994 eða u.þ.b. 336 þús. seiðum meira en árinu áður. Meðaltalsendurheimt- ur á hafbeitarlaxi voru 2% af eins árs laxi og 0,3% af tveggja ára laxi sumarið 1994. Eins og áður segir hefur verið áætlað að 499 tonn af laxi endur- heimtist úr hafbeit á árinu 1995. Við útreikning á áætluðum heimtum í hafbeit er reiknað með 4% heimtum af eins árs laxi (2,7 kg) og 0,3% heimtum af laxi sem kemur eftir tvö ár úr sjó (6,2 kg). Meðalþyngd eins árs lax úr haf- beit árið 1993 var 2,53 kg en 2,85 kg árið 1994. Meðalþyngd á tveggja ára laxi hækkaði úr 5,9 kg árið 1993 í 6,2 kg árið 1994. Utreikning- arnir eru frá því í vetur. Mest komið á Snæfellsnesi Fimm hafbeitarstöðvar taka á móti hafbeitarlaxi í sumar, Laxeldis- stöðin Kollafirði, Dyrhólalax, Voga- vík, Silfurlax og Lárós á Snæfells- nesi, og er laxinn þegar byijaður að streyma inn. Fyrsti laxinn kom inn á Snæfellsnesi og sagði Júlíus Birgir Kristinsson, framkvæmda- stjóri Silfurlax, að nokkur hundruð laxar væru komnir í stöðina. Hann sagði að byijað hefði verið að taka á móti laxinum um miðjan mánuðinn. Laxinn væri viku til tveim- ur vikum seinna á ferðinni en venja væri og alltof snemmt væri að spá um framhaldið í sumar. Aðspurður sagði hann að laxinn sem kominn væri í stöðina væri í meðallagi stór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.