Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 15 LISTIR SISSEL Tolaas er myndlistar- maður sem á verk á samsýning- unni Norrænir brunnar í Nor- ræna húsinu. Hún staldraði við hér á landi í tvær vikur í tengsl- um við sýninguna og til að kynnast landinu aðeins, því segja má að rætur hennar liggi hér, þar sem faðir hennar er íslenskur. „Eg er fædd og uppalin á lít- illi eyju við vesturströnd Nor- egs en bý núna og starfa í Berlín, en sú borg hent- ar mér vel bæði sem per- sónu og listamanni. Berl- ín er nokkurskonar eyja milli austurs og vesturs þar sem mikið flæði upp- lýsinga og fólks er og gróskan mikil. Ég hef búið víða, m.a. í New York, Afríku og St. Pét- ursborg, þar sem ég lærði heimspeki, og Var- sjá þar sem ég var í myndlistarnámi. Mér finnst gott að fara í heimsókn til Noregs af og til og hitta fjölskyld- una en ég get aldrei ver- ið nema stuttan tima í einu. Það er mjög auð- velt að fá innilokunar- kennd á eyjum eins og t.d. núna hér á Islandi. Það er svo mikil nálægð og þú getur hvergi fal- ið þig þannig að tvær vikur hér eru nóg í bili.“ Sissel hefur tekið þátt í ótal samsýningum frá árinu 1982, og haldið fjölda einkasýninga. Eftir dvölina hér á Islandi ligg- ur leiðin til Japans og þaðan til New York auk þess sem hún heldur einkasýningu á Sólon Islandus 29. júní næstkomandi. Framundan er einnig samstarf með hinum þekkta bandaríska listamanni Lawrence Weiner en þau ætla að gera verk á Grænlandi sem þau kalla „Und- „Ég hef helgað líf mitt mynd listinni“ er zero“ eða undir frostmarki. Það er s.s. nóg að gera og mik- ið framundan. „Ég hef ákveðið að helga mig listinni algjörlega. Ég ætla ekki að eignast börn og ég vinn ekkert hliðarstarf með mynd- listinni. Það er farið að ganga vel og ég get valið úr sýningart- ilboðum. Ég er í beinu sam- bandi við tvö gallerí sem sjá um að selja fyrir mig og kynna mig. Verk mín eru aðallega innsetningar og umhverfislista- verk. Ég nota þau efni sem henta hveiju sinni, myndbönd, ljósmyndir, höggmyndir eða annað.“ Betra ástand á hinum Norðurlöndunum Aðspurð finnst henni mynd- listarheimurinn hér litill og myndlistarumræðan lítil og óuppbyggileg, engir fijálsir sýningarsalir og að þeir sem eru í boði séu of dýrir fyrir unga upprennandi myndlistar- menn sem ekki hafa úr of mikl- um peningum að spila. Þó erf- itt sé að benda á eitt- hvert kjörið ástand segir hún ástandið í málum myndlistarmanna betra á hinum Norðurlöndun- um.„I Noregi t.d. eru safnarar og gallerí sem kaupa list og einkarekin galleri sem hafa lista- menn á sínum snærum og vinna að þeirra mál- um. „Þótt listin sé svona „elité“, sem hún er og á að vera, þ.e.a.s. hún er ekkí fyrir alla að skilja frekar en stærðfræði t.d., þá á hún að vera fyrir fleiri en bara fólk í sömu stétt og nánustu vini.“ íslenskur faðir Hún hefur aldrei séð né heyrt af íslenskum föður sínum en lítið skipsævintýri er eina sag- an sem hún getur sagt þar sem hann kemur fyrir.„Mamma vann í London og hitti föður minn um borð í skipi á milli Englands og Noregs. Siðan kvöddust þau og mamma varð ófrisk en þau höfðu ekki sam- band eftir þetta." Sissel segist ekki ætla að leita föður sins í þetta skipti en segir það koma til greina seinna þegar hún hafi orku og tíma til enda segist hún ætla að heimsækja ísland oft í fram- tiðinni. Morgunblaðið/Þorkell SISSEL Tolaas myndlistarmaður. Argir listadagar hjá hommum og lesbíum SUMARLISTAHÁTÍÐ félagsins Réttindafélag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra verður haldin í sex júnídaga og hefst nú á sunnudag 25. júní, sem er alþjóðleg dagsetn- ing fyrir frelsisfögnuð samkyun- hneigðra og tvíkynhneigðra. Á sunnudag er opnun á listasýn- ingu á tveimur hæðum veitinga- staðarins 22 um það bil 15 lista- manna og kvenna, sem tjá með myndlist og höggmyndum líf og tilfinningamál eins og fjölskyldu, ást og menningu samkynhneigðra og tvíkynhneigðra. Sýningin verð- ur opin alla daga frá 25. til 29. júní á opnunartíma veitingastaðar- ins. Mánudagskvöldið 26. júní er „hið ljúfa ljóðaskvaldur“, þá munu 8 ljóðskáld lesa upp ljóðin sín ýmist við tónlist eða áhersluþögn. Dagskráin fer fram á veitinga- staðnum 22, miðhæð. Þriðjudaginn 27. júní flyst dag- skráin um set en myndlistarsýn- ingin er opin á 22 en á kaffihúsinu Sólon Islandus verða tveir ballettar sýndir, og munu söngvarar taka nokkur lög og hljómsveit spila á eftir. Miðvikudaginn 28. júní eru svo kvikmyndasýningar bæði á Bíóbar og á 22 þar sem tvær stuttmyndir og tvær kvikmyndir í fullri lengd verða sýndar. Eftir sýningar kvik- myndanna munu DJ. Ýmir+Hólm- ar spila á 22 danstónlist, Dub@22 til kl. 01.00. Fimmtudaginn 29. júní er leik- dagskrá flutt á listasýningunni á veitingastaðnum 22. „Litli homm- inn“ og „Varir hans bláar“. Þetta er einnig síðasti dagur myndlistar- sýningarinnar á 22. Um kvöldið eru svo styrktartón- leikar félagsins í Tunglinu sem hefjast klukkan 22.00, þar sem hljómsveitirnar Niður, Kolrassa krókríðandi, Saktmóðigur og Botnleðja spila saman. Miðaverð 400 kr. Föstudaginn 30. júní verður loks partí haldið á 22, þar sem skemmt verður með söng og látbragði í dragsjóvi, þar á meðal Páll Óskar. Boðsmiðar eingöngu á sýninguna þangað til klukkan ellefu, en þá eru allir velkomnir. Aftur í Kaffi- leikhúsinu SÖNGKONURNAR Björk Jóns- dóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Margrét Pálmadóttir halda aðra tónleika í Kaffileikhúsinu á þriðjudag kl. 21 við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á efnisskránni eru tangóar og létt lög úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend. Söngkonurnar syngja m.a. sóló, dúetta ogtríó. Söngkonurnar eiga allar að baki langan feril í tónlist, en undanfarið hafa þær starfað saman að uppbyggingu Kvenna- kórs Reykjavíkur. Nú gefst m.a. tækifæri til að sjá stjórnandann Margréti Pálmadóttur í hlutverki söngvarans. Undirleikari er Að- alheiður Þorsteinsdóttir. Morgunblaðið/Á. Sæberg SÖNGKONURNAR Björk Jónsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Margrét Pálmadóttir halda tónleika í Kaffileikhúsinu á þriðjudag GIORGIO Vidusso, framkvæmdasljóri Rómaróperunnar, segist vera „afar þreyttur og afar áhyggjufullur". Stríðsástand í Rómaróperunni Framkvæmdastjóri Rómaróperunnar er þreyttur og áhyggjufullur enda logar þar allt í illdeilum. AÐ BAKI er eitt besta leikár síð- ustu tveggja áratuga í Rómaróper- unni, Teatro dell’Opera, en engu að síður er með öllu óvíst að stjóm- endum þess takist að endurtaka leikinn. Þrátt fyrir að gagnrýnendur og áhorfendur hafi verið yfir sig hrifnir af sýningum vetrarins og hafi borið lof á nýja stjórnendur óperunnar, eru starfsmenn hússins afar ósáttir við þá. Logar allt í ill- deilum innan óperunnar; starfs- menn hafa gert fjölmargar tilraunir til þess að stöðva sýningar og hefur í tvígang tekist það. Svo rammt hefur kveðið að vinnudeilunum að borgarstjórinn í Róm, Francesco Rutelli, hætti við sumarhátíð óperunnar á Piazza di Siena í Villa Borghese. Létu verka- menn þá undan og sumarhátíðin hefst 16. júlí eins og áætlað var. En þar með er ekki sagt að hinir 650 starfsmenn ópemnnar hafi lagt árar í bát, að því er segir í lnternat- ional Herald Tribune. Samkomulag- ið við stjórn hússins standi hins vegar aðeins fram í lok ágúst. Giorgio Vidusso, sem tók við starfi framkvæmdastjóra ópemnnar á síð- asta ári, hefur miklar áhyggjur af framhaldinu. „Ég er tón- listarmaður, ekki sérfræð- ingur í vinnurétti," segir hann. „Samt eyði ég um 95% tíma míns í hluti sem ég veit lítið um. Ástandið í verkalýðsmálunum hér minnir helst á Bosníu. Hver höndin er uppi á móti annarri. Ég er afar þreyttur og afar áhyggjufullur.“ Gegndarlaus eyðsla Átök í ítölskum óperuhúsum era gömul saga og ný. Fyrr í júní neydd- ist stjórnandinn Riceardo Muti til að leika undir á píanó við flutning á óperanni „La Traviata“ á Scala, þar sem hljómsveitin fór í verkfall. Honum var fagnað ákaflega en hann var engu að síður afar ósáttur við uppákomuna. „Við höfum öll tapað. Hér stendur enginn uppi sem sigurvegari. Þetta kvöld var einn leiðasti atburðurinn í ítalskri tón- listarsögu," sagði Muti. Þrátt fyrir að vinnudeilur, óstjórn og pólitísk spilling séu vel þekkt fyrirbæri í hinum tólf ríkisreknu óperuhúsum Ítalíu, kemst ekkert hús með tærnar þar sem Rómaróp- eran hefur hælana hvað þetta varð- ar, sérstaklega í stjórnartíð Gians Paolos Crescis, 1990-1994. Pólitískir hagsmunir vom að baki skipunar Crescis í embætti og hafði hann afar litla þekkingu á óperam. Hann var geysilega eyðslusamur og hlaut fljótlega viðurnefnið „Neró“ vegna þess. Hann keypti persnesk teppi fyrir framsýningar, stóð fyrir skrúðgöngum með fílum og um 1.000 aukaleikurum til að kynna uppfærslu á „Aidu“ eftir Verdi og var ólatur við að senda einkaþotur eftir eftirlætis söngvur- unum sínum. Til að þóknast verkalýðsfélögun- um, réð hann 320 manns í nýjar stöður, hækkaði laun og yfirvinnu- greiðslur. Skuldir óperahússins svör- uðu að endingu til um 33 milljóna dala en uppfærslur óperannar þóttu engu að síður aðeins miðlungi góðar og áhorfendur héldu sig ijarri. Reynt að lægja öldurnar Rutelli komst til valda í borgar- stjórn í desember 1993 en borgar- stjórinn á jafnframt sæti í stjórn óperuhússins. Tók hann sér aukin völd til að bæta ástandið í óperanni en það tók hann íjóra mánuði að losna við Cresci en óháðir endurskoðendur höfðu lýst eyðslusemi haps sem „bijálæðislegri". Fyrsta verk eftirmannsins, Vid- ussos, var að afturkalla ráðningarn- ar 320, taka fyrir yfirvinnu og draga mjög úr öllum kostnaði. Hið opinbera lagði ennfremur til 13 milljónir dala til að draga úr skuld- um. Verkalýðsfélögin brugðust ókvæða við niðurskurðinum en þrátt fyrir andstöðu þeirra og verk- föll, var almenn ánægja með sýn- ingar óperunnar, fyrsta árið undir stjórn Vidussos. Til að lægja öldurnar hefur Vid- usso lagt á ráðin um „skynsamlega" dagskrá á næsta leikári. Hann von- ast til að geta fjölgað sýningum úr 70 í 100 og bæta frammistöðu hljómsveitar, kórs og dansara. Hann hyggst hins vegar ekki hverfa frá hefðbundinni ítalskri efnisskrá fyrr en meiri ró verður komin á í óperuhúsinu. Ástandið hér minnir helst á Bosníu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.