Morgunblaðið - 25.06.1995, Side 29

Morgunblaðið - 25.06.1995, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 29 FANNEY JÓNSDÓTTIR + Fanney Jóns- dóttir var fædd að Árbæ á Tjörnesi 11. október 1907. Hún lést í hjúkr- unarheimilinu Seli á Akureyri 16. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Jakobs- son og Sigurlaug Jóhannesdóttir. Þeim varð fjögurra barna auðið, Jó- hannesar, Jakobs, Kristínar og Fann- eyjar. Kristín er nú ein á lífi þeirra systkina, níræð að aldri. Fanney verður jarðsungin á mánudag frá Glerárkirkju og hefst athöfnin kl. 13.30. í DAG kveðjum við elskulega frænku Fanneyju Jónsdóttur. Mínar fyrstu minningar eru jafn tengdar henni, sem foreldrum mín- um og uppvexti. Hún hafði ráðist til föðurforeldra minna árið 1932 til að létta undir með ömmu minni, sem hafði um stórt og vinmargt heimili að sjá. Þar ílentist hún upp frá því og var sem ein af fjölskyld- unni. Þeirra heimili stóð á Bjarma- stíg 11 á Akureyri og foreldra minna í næsta húsi nr. 9 við sömu götu, og lágu lóðimar saman. Það notaði sér auðvitað lítil stúlka, sem vissi að besti kokkur og bakari var hún Fanney sem ævinlega opnaði gluggan á eldhúsinu, dró frá flugnanetið og gaf stelpufrekjunni allt það besta sem hún átti til, þeg- ar hún settist við gluggan hennar og kallaði — Fanney mín ertu þama? Svarið var æ, æ, eymingin minn ertu þama? — Ertu nú svöng? Já-já, svaraði ég og vissi að það dugði til að ná hinu allra besta af því sem til var á heimilinu og þarna út um gluggann fékk ég það sem ég vildi; nýbakaðar pönnjukökur, vöfflur og ilmandi flatkökur. Það þýddi að ég snerti varla mat í föður- húsum. Þótti það furðulegt að barn- ið vildi ekki borða heima hjá sér á matmálstímum, því ekki létbarn- unginn á sjá holdafarslega. Á end- anum komst upp um mig vegna árvekni föðursystur minnar, Sigur- veigar, sem fátt lét framhjá sér fara er okkur systkinin varðaði, því hún hafði haft gmn um hvað ég hafði fyrir stafni, og sagði við mömmu: Stelpan situr endalaust við gluggann hjá henni Fanneyju og sníkir. Þannig var hún Fanney mín hugsandi dag og nótt um okkur öll, velferð okkar í hvívetna, hvern- ig okkur liði, og að við hefðum það sem allra best; þá fýrst var hún ánægð. Eftir að við fluttum frá Akureyri og samvemstundurnar urðu færri, minnkaði ekki áhugi hennar á því hvað við systkinin hefðum fyrir stafni; hún fylgdist með öllum okk- ar börnum, sem era ekki færri en 18 og naut þess að fá fréttir af öllum sem oftast. Eftir fráfall afa míns árið 1968 ákváðu þær frænkurnar að fá sér hentugra húsnæði og keyptu fallegt raðhús í Lönguhlíð 5h, þar sem heimili þeirra hefur staðið æ síðan. Ekki hefur gestum fækkað hjá þeim Veigu og Fanneyju og dettur ekki nokkrum vensluðum í hug að fara hjá garði, án þess að koma við, enda gestrisni og hlýjan einstök. Ég bið almættið að blessa Fann- eyju mína og standa við hlið Veigu frænku svo hún geti staðið af sér þennan storm; enginn hefur misst meira en hún. Við Tómas Agnar og börnin okk- ar þökkum alla hlýju og elsku í okkar gað. Þórunn Árnadóttir. Þú kunnir skil á gjafanna gildi gleðinnar leikvelli, sorganna hlé. Þú áttir herslu, þú áttir mildi. - þörf er að hvorttveggja miðlað sé. Lést ekki fara sem velta vildi veittir því bæði styrk og hlé. (Ketill Indriðason) Á fyrsta tug þessar- ar aldar er brátt segir af sér ólust upp í Ytri- Tungu á Tjörnesi, 10 systraböm. Mæðumar Sigurlaug og Guðrún Jóhannesardætur Guðmundssonar frá Fellseli og Jóhönnu Jóhannesdóttur Kristj- ánssonar frá Laxa- mýri. Þær og Jóhann Siguijónsson skáld 'vora systkina- börn._ Feðurnir vora Jón Jakobsson frá Árbæ og Bjöm Helgason frá Hóli. Báðir bæirnir á Tjörnesi. Raðir þessa glaðværa og gjörvu- lega hóps hafa þynnst í áranna rás og Fanney er sú sjötta sem kveður. Það þarf engan að undra, aldurinn orðinn hár og svo komu til veikindi sem hún gaf lítinn gaum, hafði enda alltaf hugsað meira um aðra en sjálfa sig og gerði lítið úr eigin óþægindum. Hún minnti mig alltaf á Mörtu, sem við lásum um í biblíusögunum, þegar við vorum börn og mér fannst þá þegar og æ síðar að of lítið væri gert úr hennar hlut. Því það er nú einu sinni svo að því aðeins gat María valið góða kostinn að Marta tók að sér hennar verk. Aft- ur á móti var Fanney ólík Mörtu í því, að ekkert var fjarlægara henni en að fást um þó í mörgu væri að snúast. Henni var það svo eðlilegt að annast þá sem hún náði til og á þurftu að halda, að annað komst ekki að og hún sá björtu hliðamar á hveiju máli með glaðværð og góðsemi. Fanney frænka og móðir okkar Jóhanna Björnsdóttir vora systra- dætur og nöfn Fanneyjar og Krist- ínar systur hennar voru alltaf í munni okkar sem Fanney og Stína. Þessi nöfn rituð með fagurri hendi stóðu á jólakortum og jólapökkum til okkar bamanna á Fjalli, raunar líka við fleiri tækifæri og gjafir okkar góðu frænkna varpa skæra ljósi á bernskuminningarnar. Fanney var yngst fjögurra systk- ina og bamung þegar faðir henanr fellur frá á besta aldri. Móðir henn- ar barðist áfram með hópinn sinn en næstelsti sonurinn Jóhannes fór í Hólsgerði í Kinn til móðursystur minnar Jakobínu og manns hennar Skúla Ágústssonar og var þar næstu fjögur árin. Jakob sem var elstur af börnunum stóð fyrir búinu með móður sinni og svo vora litlu systurnar 8 og 10 ára. Þetta vora erfiðar aðstæður snauðu fólki og vert fyrir fólk nú til dags að gera sér grein fyrir að þá voru hvorki barnabætur né opinberir styrkir í neinni mynd, nema segja sig til sveitar og það var ekki gert fyrr en öll önnur úrræði þrutu. Sigur- laug ömmusystir mín var þrautseig og þolgóð þó móti blési og hún kom börnunum sínum til manns, þau hjálpuðust öll að og stóðu þétt sam- an. Skólaganga Fanneyjar varð ekki mikil þrátt fyrir ýmsa hæfileika. Hún hafði fallega söngrödd eins og fleira af hennar fólki og var vetrar- part hjá Guðfinnu jónsdóttur frá Hömrum að læra á orgel en engin efni vora til framhaldsnáms né org- elkaupa. Dvöl í kvennaskóla var óskadraumur og keppikefli ungra stúlkna á þessum áram og Fanney var einn vetur upp úr 1930 á kvennaskólanum á Laugum undir stjórn Kristjönu Pétursdóttur. Vistir á góðum heimilum vora líka lær- dómsríkar og meðfæddar gáfur Fanneyjar dugnaður og myndar- skapur greiddu götu hennar. Hún var í j.góðum vistum" sem kallað var t.d. hjá Ásu Stefánsdóttur frá Öndólfsstöðum og Hjalta Ulugasyni er ráku Hótel Húsavík, kaupavinnu á Arnarvatni í Mývatnssveit hjá Hólmfríði Pétursdóttur frá Gaut- löndum og Sigurði Jónssyni og í vist hjá Guðbjörgu Óladóttur og Kristni Jónssyni kaupmanni á Húsavík. Þar gerðist sá atburður að sr. Matthías Eggertsson frá Grímsey - afi Guðnýjar Guðmunds- dóttur konsertmeistara - gisti hjá þeim hjónum en Kristinn var frændi hans. Fanney var sísyngjandi og söng við flest sín störf. Það gerði hún líka þennan morgun og vissi ekki af gestinum. Sr. Matthías kall- aði Guðbjörgu til sín og spurði hver syngi svona fallega, hún sagði sem var. Þá varð honum að orði að mik- il synd væri það ef stúlka með slíka rödd ætti þess ekki kost að læra til söngs. Og því miður varð það ekki. Svo lá leið Fanneyjar til Akur- eyrar. Hún vann í eldhúsi gagn- fræðaskólans einn vetur en réðst svo til Guðmundar Ámasonar frá Lóni í Kelduhverfi og konu hans Svövu Daníelsdóttur. Frá þeim hjónum og Sigurveigu dóttur þeirra fór Fanney ekki. Þar bundust þau tryggðarbönd sem aldrei rofnuðu og hún leit á þessa fjölskyldu og þeirra fólk sem sína og gagn- kværpt. Eftir að Svava og Guð- munaur féllu frá bjuggu Veiga og Fanney saman, og væri önnur nefnd var hinnar getið a.m.k. í okkar fjöl- skyldu og ætíð að góðu. Stundum er svo til orða tekið að einhver hafi hjarta úr gulli. Ef nokkur á þá einkunn skilið, þá var það Fann- ey frænka. Tryggð hennar um- hyggju og vináttu vora engin tak- mörk sett og þess nutum við sem frændfólk hennar og þökkum af heilium hug og hrærðu hjarta. „Hún var mér sem besta systir" era um- mæli móður okkar um frænku sína og undir þau orð mun margur taka. Kveður því þig með hrærðu hjarta hópur vina og frændasveit. Aldrei hrelldi þig sólleysið svarta sigurviss stefndir i vegaleit. Úr mistri lífsins til landsins bjarta lands sem er sjáandans fyrirheit. (K.Í.) F.h. systkinanna á Fjalli, Ása Ketilsdóttir. Nokkur orð til að minnast hennar Fönnsu minnar. Við áttum heima á Bjarmastíg 9 og afi, Veiga og Fann- ey í næsta húsi, númer 11. Því var oft, sem ég sótti heim til þeirra, þar sem Fknney réð ríkjum í eldhús- inu, af miklum myndarskap. Hún kom á heimili ömmu og afa 1932, til að vera ömmu til aðstoðar, en hún var orðin heilsulítil. Fanney varð samt annað og meira en óbreytt vinnukona, enda þótt hún ætti erfítt með að líta á sig sem annað. Frá því ég man eftir mér, smá stelpa, var hún í mínum augum hluti af fjölskyldunni, og mér hefði ekki getað þótt vænna um hana, þó svo um náskylda manneskju hefði verið að ræða og ekki bar hún minni umhyggju fyrir mér og systk- inum mínum fyrir það. Fanney var afskaplega glettin og glaðlynd. Hin ótrúlegustu orða- tiltæki hennar, skondnar athuga- semdir um ýmsa hluti era mér minnisstæðar og svo fylgdi þessi skemmtilegi hlátur á eftir. Þegar við fluttum til Reykjavík- ur, var mikill söknuður, að geta ekki skotist yfir í eldhúsið til Fönnsu og sníkt kleinur og fleira góðgæti sem alltaf var nóg af. Ég sótti því fast að komast norður á hveiju ári til að vera hjá þeim stöllum og afa meðan hann lifði. Oft var maður baldin og þurfti að leita að mér. Þá var það ekki síst hún sem var hrædd um mig, vandaði um fyrir mér, en það var ekki lengi f henni reiðin, því strax var hún farin að gera vel við mann og alltaf með áhyggjur af því, hvort ég væri ekki svöng. Þegar fram liðu stundir, og ég var búin að gifta mig og eignast eigin fjölskyldu, komum við hjónin í heimsókn með börnin okkar fjög- ur. Öll tóku þau ástfóstri við þessa hlýju konu og litu alltaf á hana sem frænku sína. Þau syrgja hana sárt. Það verður tómlegt hjá henni Veigu minni núna. Henni bregður við að missa félagskap Fönnsu eftir öll þessi ár. Við Jón höfum, því miður, ekki tök á að fylgja henni og viljum því senda kveðjur okkar norður yfír heiðar til að kveðja Fanneyju og þakka henni allt, sem við áttum með henni. Hinni öldruðu systur hennar, Kristínu, vottum við okkar innilegu samúð og eins sendum við Veigu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hún finnur missinn einna mest. Sérstakar kveðjur koma frá Kathrynu Viktoriu, sem býr í Bandaríkjunum. Guð veri með ykkur á þessari stund saknaðar. Svava Árnadóttir, Jón Guðnason og börn. Fanney kvaddi þennan heim á 88. aldursári fyrir viku síðan á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir margra mánaða baráttu við sjúkdóm sinn, bæði heima á Akur- eyri og á Landspítalanum í Reykja- vík. Frá því að ég man fyrst eftir mér var Fanney starfandi á heimili ömmu og afa og síðar hjá Veigu föðursystur minni, eftir að afi og amma dóu. Hún var ætíð sami tryggi félagi fjölskyldu minnar, barna og barnabarna, svo aldrei bar skugga á það samband. Hún var sjálfkjörin skriftamóðir, ráðgjafi og vinur frá fyrstu tíð. Hún gaf góð heilræði þegar verið var að und- irbúa kokkastarf á síldarbátnum Voninni frá Grenivík sumarið 1951 og ætíð síðan. Hún var einn af óbrothættum, föstum punktum til- verunnar á Akureyri á áranum frá 1934 til 1954. Eftir það var aldrei komið við á Akureyri án þess að heimsækja Fanneyju lengri eða skemmri tíma, þótt við þættumst vera á hraðferð. Oftast fékk maður heimsins beztu pönnukökur hjá Fanneyju. Oft var þéttsetinn bekkur á Bjarmastíg 11, því allir Keldhverf- ingar og Norður-Þingeyingar vest- an Sléttu og frændfólk að sunnan, sem leið átti um Akureyri, taldi sjálfsagt að líta inn á Bjarmastíg 11. Það mæddi þvi mikið á Fann- eyju auk húsráðenda, er marg- mennt var í „sendiráði Norður- Þingeyinga á Akureyri" eins og ég kallaði stundum í gamni heimili afa, ömmu og Veigu í næsta húsi við okkar á Bjarmastíg. Mikið mæddi þá á Fanneyju við að sjá til þess að allir fengju ein- - hveija hressingu og hún sá til þess, að það gekk fljótt og vel. Þessir gestir vora flestir skemmtilegt fólk, sem ræddi við okkar á kjamyrtri íslenzku. Það var líka tungutak Fanneyjar, hrein norðlenzka. Hvergi skotið inn útlendum mál- blómum. Hún var trygg upprana sínum, og þýddi ekkert fyrir Norð- ur-Þingeyinga að slá sig til riddara á kostnað Suður-Þingeyinga, því þá var Fanneyju að mæta. Hvergi náði snilli hennar þó lengra en í matargerð á breiðu sviði. Hún byggði þar á gamalli þjóðlegri hefð. Lengi reyndum við að ná galdra- töfram hennar í laufabrauðsgerð. Hún vigtaði ekki hveitið, saltið eða sykurinn og mældi ekki mjólkina, en öllu var blandað saman af fim- leika og innsæi fyrir ástandi deigs- ins. Útkoman var beztu laufa- brauðskökur landsins, sem lesa mátti handrit í gegnum, svo vand- lega var kakan flött út. Við fengum svo að spreyta okkur á laufabrauðs- skurðinum. Við vonum að síðar náum við fullkomnum á þessu sviði, þó að enn séum við ekki með tærn- ar, þar sem hún var með hælana. Margt fleira mætti telja upp, sem of langt yrði að rekja. Otaldar eru sólskinsstundir frá sumranum 1952-1955, landmælingasumrinu 1956, þegar við Magnús Hallgríms- son verkfræðingur og ég höfðum nánast útibú frá Landmælingum Islands á Akureyri, þó engin greiðsla kæmi fyrir þá aðstöðu. Oft var gott að fá að hvfla lúin bein úti í Löngumýri 5H, eftir erfiðar ferðir á fjöllum eða vaktir á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Þú stóðst þig eins og hetja í bar- áttunni við erfiðan sjúkdóm nú síð- ustu mánuðina. Við kveðjum þig með innilegu þakklæti fyrir sam- verustundimar og biðjum guð að styrkja ættingja þína og vini og þá sérstaklega Sigurveigu frænku. Samstarf ykkar hafði staðið í 63 ár. Haukur Árnason og fjölskylda. + Hjartkær móðir okkar, amma og langamma, SIGURVEIG MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR, Víðimel 55, verður jarðsungin frá Dómkrikjunni miðvikudaginn 28. júní kl. 13.30. Rannveig Hrönn Kristinsdóttir, Guðrún Drffa Kristinsdóttir, Kristín Mjöll Kristinsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, fósturmóður og ömmu, SIGRÍÐAR (Dollu) SIGURÐARDÓTTUR, Espigerði 4, sem lést 17. júní, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. júní kl. 15.00. Friðrik L. Guðmundsson, Þórarinn Baldvinsson, Margreth Baldvinsson, Friðrik Óðinn Þórarinsson, Guðbjörg Friðriksdóttir, Gylfi Friðriksson. Systir okkar, + GUÐBJÖRG HELGA JÓIMSDÓTTIR, frá Ásmúla, Norðurbrún 1, sem andaðist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 18. þ.m., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. júní kl. 10.30. Guðmundur Jónsson, Lilja Jónsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.