Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús í dag kl. 14-18 ALFHOLT14- HF. Mjög góð 4ra herb. 107 fm íb. á efri hæð í endarað- húsi, ásamt forstofuherb. á 1. hæð og innb. bílsk. Sér- inng. Góð staðsetn. við lokaða götu. Lækkað verð nú 9,5 millj. Áhv. byggsj. og húsbréf 5,8 millj. Heitt á könn- unni hjá húsráðendum, sími 565-1650. Valhús, fasteignasala, sími 565-1122. Stórglæsilegt einbýlis- hús til sölu - Lindarsel Stórglæsilegt 360 fm einb. á tveimur hæðum. Séríb. og sérinng. á hvorri hæð. Frág. að öllu leiti. Parket á gólfum. Glæsilegar innréttingar. Upphituð lóð. Tvöf. bílskúr. Verð 25 millj. Uppl. í símum 557 3178 og 560 8560 (skilaboð). Við sjávarsíðuna vestur íbæ í Sörlaskjóli við sjóinn er til sölu 1. hæðin, ca 100 fm. Tvær saml. stofur, 3 svefn- herb., eldh. með nýl. innr. og nýuppg. baðherb. Parket. Gluggar endurn. og þak nýl. Fráb. útsýni. Skipti mögul. Nánari uppl. veittar í síma 551 9626 eða hjá Fasteignamiðstöðinni i síma 562 2030. 5356. JÖRÐTILSÖLU Til sölu jörðin Ytri-Lyngar II í Meðallandi, Skaftár- hreppi. Jörðin er 86 ha að flatarmáli, þar af 18 ha rækt- að land. Jörðin fremur kostagóð til búskapar. Getur einnig hentað hestamönnum eða öðrum, sem stunda óhefðbundin búskap eða til frístunda. Byggingar eru íbúðarhús, fjárhús, hlaða, vélageymsla o.fl. Framleiðslu- réttur gæti fylgt. Tilboð óskast í eignina. Allar nánari uppl. í Valhúsi, fasteignasölu. Valhús, fasteignasala, sími 565-1122. Siglufjörður Þetta vandaða einbhús er til sölu. Stærð ca 180 fm. Húsið stendur á einum fegursta út- sýnisstað bæjarins. Stór og falleg verðlaunalóð. Örstutt í miðbæinn. Verð kr. 7,7 millj. Upplýsingar: Lögfræði- og fasteignasala Gísla Kjartanssonar hdl., Borgarbraut61, vsími 437 1700, hsími 437 1260. Kristín, sími 562 7317. ENGJATEIGUR - LISTHÚS Listiðnaðar-, heimilisiðju- og listafólk Frábært 45 fm verslunarhúsnæði til sölu á 1. hæð í þessu vel staðsetta, fallega húsi. Geymsla á kjallara- hæð. Hagstætt verð og góð kjör. Laust strax. Upplýsingar og lyklar hjá Fasteignasölunni SEF hf., simi 588-0150. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Kurteisin borgar sig MIG LANGAR að koma á framfæri þakklæti til Sjón- varpsmarkaðarins fyrir góða þjónustu. Þannig var málum háttað að mistök urðu við afgreiðslu á pönt- un minni í markaðnum. Þegar ég hringdi til að fá mistökin leiðrétt brást starfsfólkið mjög vel við og gerði allt sem í þess valdi stóð til að bæta mér mistökin. Ekki einasta voru þau leiðrétt, heldur sendi starfsfólkið mér gjaf- ir með afsökunarbeiðnun- um. Eiga þau þakkir skilið þvf þau komu virkilega vel fram í þessu máli. Bryndís Jónasdóttir. MEINDL Island Lady gönguskór nr. 36 ÁGÆTA göngukona, sem einhvers staðar á sl. ári hefur orðið fyrir því að skipta við mig á öðrum skónum. Nú hef ég verið að leita að þér undanfama mánuði. Minn skór er með drapplituðum hæl með rauðbrúnum röndum, en þinn með ljósum hæl með blágrænum röndum. Að öðru leyti eru þeir alveg eins! Vinsamlega hafðu samband við mig sem fyrst í síma 565-6154. Marta Pálsdóttir. Kolbeinsey VALDIMAR Bjarnfreðs- son í Félagi íslenskra hug- vitsmanna hringdi og kom með þá hugmynd að bor- pallar Shell yrðu jarðaðir í Kolbeinsey. Það myndi úti- loka að Kolbeinseyin sykki í sjó og héldi henni þannig sem landhelgispunkti fyrir ísland áfram. Auk þess kæmi til greina að hafa einhvem pallinn uppi- standandi fyrir sjúkraflug á Norður-Ishafinu. Shell gæti sparað sér 5-6 millj- arða við hvem olíupall með þessari lausn heldur en að ganga frá þeim á þurru landi. Aðalmálið er að byggja upp Kolbeinseyna svo hún ekki sökkvi í sæ. Selt inn í Fj ölsky ldugarð- inn 17. júní AUGLÝST var skemmtun í Fjölskyldugarðinum 17. júní með öðmm hátíðar- höldum og hvergi var tekið fram að eitthvað kostaði inn. Hinsvegar þegar börn- in mættu þama kostaði 200 krónur inn fyrir barn- ið. Finnst mér að það hefði átt að vera ókeypis inn í garðinn þennan dag og sérstaklega fyrst það var hvergi tekið fram í auglýs- ingum að krafist væri að- gangseyris. Er ekki „fjöl- skylduvænn" flokkur við stjóm í borginni? Þriggja bama móðir í Reylgavík. Tré teldn ófrjálsrí hendi GUÐRÚN Jóhannsdóttir hringdi og kvað tvö stór grenitré hafa verið tekin ófijálsri hendi úr einka- landi við Krýsuvíkurveg á móts við Bláfjallaafleggj- ara. Grenitrén hafa líklega verið tekin fyrir síðustu jól því þau vom söguð niður. Eigendur höfðu ræktað þessi tré upp af fræjum, og hugsað um þau í mörg ár og ekki tímt að taka þau til eigin nota, heldur áttu trén að vera landprýði. Em jólatré orðin svo dýr að fólk neyðist til að nálgast þau á þennan hátt? Tapað/fundið Bakpoki fannst LÍTILL, brúnn bakpoki með ýmsum persónulegum munum fannst niðri í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 17. júní. Uppl. í síma 551-4589. Seðlaveski tapaðist UNG stúlka tapaði brúnu seðlaveski í Reykjavík 21. júní sl. Seðlaveskið er merkt nafni hennar, Emilía Ósk Emilsdóttir, og inni- heldur m.a. skilríki. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 587-3737. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur. Þótt Viktor Kortsnoj (2.635) sé orðinn 64 ára gamall og hafi lifað eitt ár fyrir hvem reit skákborðs- ins er hann ennþá geysilega sterkur. í vor sigraði hann á stórmóti í Madrid. Þessi staða kom upp á mótinu. Kortsnoj hafði hvítt og átti leik gegn Rússanum Vlad- ímir Jepisín (2.640). Svartur hafði teflt byijun- ina ónákvæmt og lék síðast 11. — Rf6-e4 sem staðan þoldi alls ekki. 12. Bxe7! - Dxe7 13. Rxd5 - De6 14. Bxe4 - Hd8 15. Rf6+! - Bxf6 16. Dxe6 - fxe6 17. Bxb7 - Ha7 18. Bf3 - Hxd4 19. Rd3 og með peð yfir í enda- tafli og betri stöðu vann Kortsnoj skákina léttilega. Úrslitin í Madrid: 1. Kortsnoj 6 v. af 9, 2. Salov 6 v. 3. Júsupov 5 v. 4-5. Episín og Júdit Polgar 4 v. 6. San Segundo 4 v. 7. 11- lescas 4 v. 8-9. Beljavskí og Short 3 v. 10. Timman 3 v. Neðstu þrír muna sinn fífil fegurri. Timman er í miklum öldudal og er með 2.590 stig á nýbirtum stiga- lista FIDE, hrapar úr 2.635. HÖGNIHREKKVÍSI Víkveiji skrifar... ALD OG VALDDREIFING í íslenzku samfélagi voru um- ræðuefni í kunningjahópi Víkveija á dögunum. Vald liggur víða í þjóðfélaginu. Það er ekki alfarið hjá „því opin- bera“, ríki og sveitarfélögum, þótt ekki skuli gert lítið úr valdi „stóra bróður". Ríkið fer með löggjafar- framkvæmda- og dómsvald. Sveit- arfélögin eru og mikilvægt ákvörð- unar- og stjórnsýslustig. En „víðar er Guð en í Görðum“, eins og þar stendur. Heildarsamtök „aðila vinnu- markaðarins“, vinnuveitenda og verkalýðsfélaga, hafa til dæmis safnað til sín laundijúgu þjóðfé- lagsvaldi. Þau hafa, eða geta haft, úrslitaáhrif á framvinduna í efna- hagsmálum samfélagsins, þar með talin verðþróunin í landinu. Kjara- samningar setja og afgerandi mark sitt á framleiðslukostnað og sam- keppnishæfni atvinnugreina og fyrirtækja - og þar með atvinn- stigið í landinu. xxx VERKALÝÐSHREYFINGIN, ein og sér, situr ugpi með gífurlegt þjóðfélagsvald. I fyrsta lagi fjármálalegt vald/tengt lífeyr- issjóðum, sem spilar, eða getur spilað, stóru rullu á tiltölulega litl- um fjármagnsmarkaði okkar. I annan stað pólitískt vald, tengt samningsáhrifum aðila vinnumark- aðarins á efnahags- og verðlags- þróun. Þungavigtardæmi um pólítískt vald verkalýðshreyfingar er þegar Hermann Jónasson, þáverandi for- sætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, baðst lausnar fyr- ir ráðuneyti sitt árið 1958 beinlínis vegna afstöðu ASÍ til ráðgerðra verðbólguvarna á þeim tíma. Önn- ur dæmi og væntanlega jákvæðari eru þjóðarsáttir 1986 og 1990. Samruni fyrirtækja í ýmsum atvinnugreinum, sem hagræðing stærðarinnar ýtir undir, þjappar og saman valdi, sem dæmin sanna. xxx TAÐREYND er, að mati Vík- veija, að afkoma íslendinga og eignir þeirra, sem til hafa orðið á 20. öldinni, eru nær alfarið sóttar í sjávarauðlindina. Sjávarauðlindin er kostnaðarleg undirstaða lífskjara okkar, allra þátta þeirra, meðal annars heilbrigðisþjónustu, mennt- unar, félagslegrar þjónustu og al- mannatrygginga. Spyija má: stöndum við nægilega trúan vörð um þessa auðlind, sem gerir landið okkar byggilegt? Ekki síður, hvort stundargræðgin sé að tæma velferðaruppsprettuna? Stöldrum við eitt sláandi stað- reyndardæmi. Árið 1954, áður en landhelgin var færð út í 12 mílur (að ekki sé nú minnst á 50 mílur og síðan 200 mílur), veiddust 547 þúsund þorsktonn á íslandsmiðum, þar af féllu rúmlega 300 þúsund tonn í okkar hlut, hitt í hlut út- lendra. En hvert er veiðiþol þorsk- stofnsins í dag, eftir allar útfærsl- urnar, brottrekstur erlendra veiði- flota af miðum okkar og eigin stýr- ingu á veiðisókn í áratugi? Höfum við gengið til góðs ...? xxx ÍLDARÆVINTÝRIÐ átti dijúgan hlut í „stökki" þjóðar- innar - frá fátækt fyrri tíðar til velferðar. Þegar bezt lét voru síldar- afurður meira en fjórðungur af út- flutningsverðmætum. Árið 1965 veiddust rúmlega 590 þúsund lestir síldar á íslandsmiðum. Síðan hrundi stofninn! íslendingar og Norðmenn kenna hvorir öðrum um ofveiðina. Sú bitra reynsla varð báðum þjóðunum dýr- keypt. En mikils virði er sá lærdóm- ur, sem nú er fyrir hendi, að tekizt hefur að ná verulegum uppbygging- arárangri með skynsamlegri veiði- stjómun síldar. Megi hann verða vegvísir víðar. Nú deila „hagsmunaaðilar" hart um „síðustu þorskana" í sjónum. Þær deilur minna Víkveija dagsins á gamla stöku: Það er engan þorsk að fá í þessum firði. Þurru landi eru þeir á og einkis virði!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.