Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
KARL HEIÐAR EGILSSON
bifreiðastjóri,
Eskiholti 1,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 27. júní kl.13.30.
Helga Magnea Magnúsdóttir,
Aðalheiður Karlsdóttir, George Jenkins,
Edda Karlsdóttir, Curt Scholl,
Sonja Karlsdóttir, Kristinn Ragnarsson,
Alma Karlsdóttir, Jón Ingi Ægisson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
AÐALSTEINN TRYGGVASON
rafvirkjameistari,
Guðrúnargötu 5,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. júní
kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega láti líknarstofnanir njóta
þess.
Sigriður Þorláksdóttir,
Kristjana Aðalsteinsdóttir, Stefán Snæbjörnsson,
Þorsteinn Aðalsteinsson,
Tryggvi Aðalsteinsson, Aöalbjörg Þorvarðardóttir,
Sólveig Aðalsteinsdóttir, Ingólfur Arnarsson,
Málfríður Aðalsteinsdóttir, Tor Jenssen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MAGNEA INGIBJÖRG
SIGURÐARDÓTTIR,
sem andaðist á umönnunar- og hjúkrun-
arheimilinu Skjóli, 20. júní, verður jarð-
sungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 27.
júní kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent
á að láta umönnunar- og hjúkrunarheim-
ilið Skjól njóta þess.
Margrét Magnúsdóttir, Magnús Guðnason,
Sigurður Magnússon, Anna Daníelsdóttir,
Þorsteinn Magnússon,
Ragnar Þór Magnússon, Signý Gunnarsdóttir,
Ásta Karen Magnúsdóttir, Hrafnkell Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
ÞÓRÐAR KRISTJÁNSSONAR
fyrrv. bifreiðastjóra,
Rauðagerði 8,
ferframfrá Fossvogskirkju þriðjudaginn
27. júní kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuö en
þeim sem vildu minnast hans er bent
á Vífilsstaðaspítala eða önnur líknarfé-
lög,
Þóra Sæmundsdóttir,
Sæmundur H. Þórðarson,
Kristján Síg. Þórðarson,
Gunnar Þórðarson,
Árni Þórðarson,
Kristín Þórðardóttir,
Gunnar Ellert Þórðarson,
Rosmary K. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Susan Hawkes,
Anna Lydía Hallgrfmsdóttir,
Sigrún Steingrímsdóttir,
Sævar Örn Kristjánsson,
Elísabet Zophaníusdóttir,
Ólafur Guðmundsson,
t
Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengda-
móðir, sambýliskona, systir, amma og
langamma,
SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR,
Miklubraut 76,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
mánudaginn 26. júní kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar,
er bent á kvennadeild Slysavarna-
félagsins.
Guðný Jóakimsdóttir,
Ómar Ægisson,
Jón Guðni Ægisson, Arna Harðardóttir,
Gísli Theodór Ægisson, Guöbjörg Guðmundsdóttir,
Hulda Ægisdóttir,
Guðný Ægisdóttir,
Svala Lind Ægisdóttir,
Kristinn Friðþjófsson,
systkini, barnabörn og barnabarnabarn.
SIGRÍÐUR
AXELSDÓTTIR
+ Sigríður Axels-
dóttir (Gógó)
fæddist í Vest-
mannaeyjum 21.
desember 1922.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík 16.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Axel Samúels-
son Hólm, málari í
Reykjavík, f. 13.
september 1890, d.
30. október 1953, og
Jónína Kristjáns-
dóttir frá Kumlár-
bökkum í Jökul-
fjörðum, f. 3. desember 1893,
d. 2. desember 1965. Bræður
hennar eru Anton Axelsson og
Steinar Axelsson. Hinn 8. febr-
úar 1947 giftist Sigríður Guð-
mundi Hanssyni frá Suðureyri
við Súgandafjörð, f. 17. júní
1920, d. 3. mars 1989. Foreldrar
hans voru Hans Kristjánsson
frá Suðureyri, f. 22. maí 1891,
d. 1. ágúst 1952, og María Helga
Guðmundsdóttir frá Gelti við
ELSKU mamma.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn iátna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð geymi þig.
Anna.
Elsku amma Gógó og afí Gumbur.
Nú eruð þið bæði farin frá okkur
en minningamar lifa. Afi, þú fórst
í mars 1989. Amma, þú fórst 16.
júní sl. eins og til þess að geta ver-
ið með afa 17. júní, daginn sem
hann átti afmæli, en hann hefði
orðið 75 ára ef hann hefði lifað.
Hún Sunna litla var búin að tala
um það á hveijum degi síðustu tvær
vikumar áður en amma lést, að
heimsækja ömmu Gógó í Reykjavík.
Það var eins og hún hefði fundið
þetta á sér og viljað fara og kveðja.
Hún vildi vakna snemma um nótt-
ina, fara til ömmu og fá hjá henni
velling eins og við kölluðum gijóna-
grautinn. En allt í einu ertu farinn
frá okkur, jafnsnögglega og afí, og
þið komið ekki aftur.
Ég man enn í dag þegar afi
kenndi mér Faðir vorið upp á lofti
í Hæðó. Þá kmpum við bæði saman
við rúmið ykkar og hann kenndi
mér Faðir vorið línu fyrir línu.
Svo þegar hann stalst til þess að
gefa mér kaffi. Þá setti hann kaffí
í krús svo mjólk og sykur og að
lokum reif hann kringlu í bita, setti
þá útí og sat svo með mig í kjölt-
unni og mataði mig með skeið. Þó
ég væri orðin nógu stór til að gera
þetta sjálf var þetta alltaf jafn nota-
leg stund sem við áttum saman.
Ég gleymi heldur aldrei jólunum
þegar ég fór í mitt fínasta púss og
afi í kjólfötin og svo fór hann með
mig á jólaball frímúraranna í Frí-
múrarahúsinu. Alltaf fannst mér
þetta jafntilkomumikið og flott.
Og amma, manstu þegar þú hand-
leggsbrotnaðir og varst í gifsi frá
fíngrum og alveg upp á öxl. Þá sát-
um við saman og ég hjálpaði þér að
pússa silfrið og við kjöftuðum á
meðan við horfðum á það verða skín-
andi bjart og hreint. Alltaf vorum
við jafíistoltar þegar það var búið.
Alltaf þegar við Högni fórum til
Reykjavíkur gistum við hjá ömmu.
Og alltaf hlakkaði Högni jafnmikið
til og ég að hitta hana. Við keyrðum
hana i búðir og stundum lét hún
freistast og keypti sér eitthvað fal-
legt til að vera í. Yfirleitt kom ég
Súgandafjörð, f. 19.
apríl 1889, d. 12.
desember 1938. Sig-
ríður og Guðmund-
ur eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1)
Jón Steinar, f. 31.
des. 1947, kvæntur
Sigrúnu Guðmunds-
dóttur, eiga þau tvo
syni. Þau eru búsett
í Þrándheimi í Nor-
egi. 2) Gunnar
Sverrir, f. 11. maí
1951, búsettur í
Reykjavík. 3) María
Helga, f. 14. nóvem-
ber 1953. Sambýlismaður henn-
ar er Þórarinn Jónsson og eiga
þau þijú börn og tvö barna-
börn. Þau eru búsett í Stykkis-
hólmi. 4) Anna Sigríður, f. 12.
nóv. 1959. Sambýlismaður
hennar er Reynir Halldórsson
og eiga þau eina dóttur. Þau
eru búsett í Mosfellsbæ.
Útför Sigríðar fer fram frá
Bústaðakirkju á morgun og
hefst athöfnin kl. 13.30.
við í Ostabúðinni og keypti handa
okkur hvora sína sneiðina af osta-
köku með ijóma. Svo sátum við tvær
og borðuðum köku og kjöftuðum.
Amma Gógó lifði lengi í þeirri
von að eignast svalir eða altan eins
og hún kallaði það gjaman. Haustið
1993 flutti hún svo frá Hæðargarði
2 í nýju íbúðimar fyrir aldraða í
blokk við Hæðargarð 27. Hún fékk
íbúð á 4. hæð með suðursvölum,
hafði mjög gott útsýni og kunni vel
að njóta þess. Mamma gaf henni tvo
hvíta garðstóla og lítið borð og
amma keypti sér grasteppi. Þarna
á svölunum átti hún sína litlu Para-
dís þar sem hún gat setið með vin-
konum sínum og drukkið kaffí.
En amma fékk ekki að njóta alls
þessa nema í stuttan tíma. En
kannski var hún sátt við þennan
tíma sem hún fékk, svo hún kvaddi
og fór til afa.
Elsku amma og afí, njótið þess
að vera saman á ný.
Hvíl í friði.
íris Huld.
Núna er amma Gógó farin til afa
Gumbs. Ég mun aldrei sjá þau aftur
nema í draumi og mínum dýpstu
minningum.
Ég man eftir sumarfríinu í Flatey
þegar afí kenndiunér að leggja kapal
og amma bakaði fyrir okkur pönnu-
kökur. Svo þess á milli fórum við í
göngutúr og fylgdumst með tökum
á Nonna og Manna.
Sumarið 1992 fórum við fjölskyld-
an Þingvallaveginn með ömmu. Hún
lét það ekki á sig fá að þurfa í sitja
í bílnum þessa löngu íeið, heldur
naut hún ferðarinnar og hún og
mamma rifjuðu upp gamla tíma þeg-
ar amma, afí, Jón, Gunni, mamma
og Anna fóru í sunnudagsbíltúrana.
Þá var sko sungið í bílnum eins og
þær orðuðu það.
Sá tími kemur ekki aftur að mað-
ur kemur úr Hólminum, sest niður
við eldhúsborðið hjá ömmu og strax
koma spumingamar: Hvemig gekk?
Erað þið ekki svöng? o.s.frv.
Það er erfítt að vita ekki hvemig
á að koma orðum að öllu sem mað-
ur vill segja. Nú kveð ég ykkur
amma og afa, nú erað þið saman,
látið ykkur líða vel.
Tinna Björk.
Drottinn minn
gefi dauðum ró,
en hinum líkn, er lifa.
(Sólarljóð)
Innst í Jökulfjörðum inn af ísa-
fjarðardjúpi er grannur fjörður sem
heitir Hrafnsfjörður. í botni fjarðar-
ins er Gýgjarsporshamar, skeifu-
myndaður klettaveggur með stuðla-
bergi. Fyrr á öldum tengdust hamr-
inum tröllasögur, en Jökulfírðingar
segja hamarinn vera kirkju eða
kaupstað álfa. Beggja vegna
Hrafnsfjarðar era brattar klettahlíð-
ar, undirlendi er fjarska lítið en hlíð-
amar fallega grónar þar sem rót-
festa er. Saga segir að Fjalla-
Eyvindur og Halla hafí búið á
Hrafnsfjarðareyri. í Hrafnsfírði er
snjóþungt með afbrigðum og sér
ekki til sólar frá hausti og fram á
góu. Úr þessu tröllslega umhverfi
finn ég elstu heimildir um móður-
ætt Gógóar frænku. Leiðin liggur
síðan til Leirafjarðar og Grunnavík-
ur, þar sem móðir hennar fæddist,
og Joksins til Reykjavíkur.
A Stóra-Kambi í Breiðuvík yst á
Snæfellsnesi sunnanverðu fínnum
við rætur föðurættarinnar. Yfir
sveitinni trónir Snæfellsjökull, upp-
spretta ævintýra og lendingarstaður
fyrir heimsóknir frá öðram heimum.
Andstætt Hrafnsfírði er Snæfellsnes
búsældarsveit, þar sem fískveiðar
skiptu mestu máli í afkomu fólks.
Frá Snæfellsnesi hríslast ættir
Gógóar í Breiðafjarðareyjar og allt
í Dalasýslu.
Þannig fínnst mér ég fínna í for-
mæðram, forfeðram og því um-
hverfí sem Gógó er sprottin úr þá
eiginleika sem við samferðamenn-
irnir kynntumst svo vel í hennar
fari: Þrautseigjan, óbilandi kraftur-
inn og útsjónarsemin úr harðbýlinu
á Vestfjörðum, en gleðin, listrænir
eiginleikar og umburðarlyndi frá
rótum Snæfellsjökuls.
Við skiljum. Og aldrei meir.
Það líf kemur aldrei aftur, sem einu sinni
deyr.
(H. Laxness)
Þegar faðir minn hringdi og tjáði
mér hið skyndilega fráfall Gógóar
frænku þá var svo furðulegt að mér
var ekki bragðið. Eitthvað innra
með mér sagði mér að þetta ætti
að vera svona, en samt sem áður
er erfítt að sætta sig við hið fyrir-
varalausa brotthvarf hennar. Ég sat
hljóður með símann í hendi og lét
hugann reika til baka til síðustu
funda okkar, þegar Jómar sonur
minn fermdist og þegar Steinar
frændi átti sjötugsafmæli. Myndirn-
ar frá þessum atburðum sýna and-
lit sem geislar af gleði og eftirvænt-
ingu og hjálpa manni til að geyma
i huganum minninguna um Gógó
frænku.
í huga mínum era greyptar marg-
ar minningar liðinna ára. Flestar
tengjast þær á einhvem hátt djúpri
vináttu móður minnar við Gógó
frænku. Bemskuminningarnar era
ekki margar, en oft var keyrt upp
í sumarbústað við Elliðavatn og í
heimsókn í raðhúsin nálægt Tungu-
vegi. Mér er minnisstætt þegar
móðir mín fékk senda villibráð frá
Homafirði. Þær vinkonur opna
pakkann og sjá að þar liggja tvær
steindauðar álftir hlið við hlið. Mik-
il skelfing greip um sig þar sem þær
höfðu fyrir satt að bannað væri að
skjóta þær. Þær kasta álftunum
niður í kassann og síðan er keyrt
sem leið liggur að Þjórsá þar sem
álftunum var kastað af brúnni niður
í iðandi strauminn til að fela glæp-
inn. Þegar maður er að vaxa úr
grasi þá skiptir maður sér ekki mik-
ið af eldri frænkum og frændum.
Stundum komst maður ekki hjá því
að taka þátt í merkisatburðum í fjöl-
skyldunni eins og skírnum, ferming-
um og giftingum. Það var alltaf til-
hlökkun að fara í veislurnar hjá
henni Gógó. Aðrar eins krásir fékk
maður ekki á neinum öðram stað.
Gógó kynntist ung Guðmundi
Hanssyni og var gaman að sjá hve
hrifín þau virtust hvort af öðra.
Skyndilegt fráfall hans breytti lífi
Gógóar mikið. Henni tókst með
undraverðum hætti að sigrast á erf-
iðleikunum og þessum breyttu að-
stæðum. Fyrir rúmu ári flutti hún
í nýtt húsnæði við Hæðargarð og
hlakkaði hún til framtíðarinnar. En
skyndilega skipast veður í lofti og
hún er án viðvörunar kvödd yfir á
annað tilverastig. Ég og fjölskylda
mín sendum öllum ættingjum og
vinum Gógóar frænku okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ég fann I bijósti þér falinn -
frumgróða hins sanna,
þá ímynd sem öllu er talin
æðri í jarðlífum manna.
(H. Laxness)
Úlfar Antonsson.