Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 9 Morgunblaðið/Júlíus Frá björgunaraðgerðun- um á Snæfellsjökli fyrir fjórum árum. Neyðar- línan á Snæfells- STEFNT er að tökum á þætti í þáttaröðinni Neyðarlínunni eða „Rescue 911“ hér á landi í sumar eftir handriti Óttars Sveinssonar, en það er unnið upp úr bók sem hann sendir frá sér um næstu jól. „Aðdragandinn var sá að um síðustu jól gaf ég út þyrlu- bókina Útkall Alfa TF-SIF og óskuðu framleiðendur þáttar- ins eftir efni úr þeirri bók,“ segir Óttar. „Tveir kaflar voru þýddir úr bókinni og fengu þeir mikinn áhuga á að kvikmynda björgun þyrlu Landhelgisgæslunnar á skútusjómanni sem hafði verið sjötíu mínútur í sjónum í Skerjafirði. Á fundi framleið- enda í Hollywood var síðan óskað eftir því að ég léti þá frekar fá sögu sem næði betur fram sérkennum íslands." í kjölfarið á því greindi Óttar þeim frá slysasögu sem verður meðal annarra í bók sem kem- ur út eftir hann um jólin og segir frá hjónum sem hröpuðu á vélsleða tuttugu metra niður í sprungu á Snæfellsjökli. At- burðurinn átti sér stað að næt- urlagi í sólskini fyrir rétt um fjórum árum og hrapaði fyrri björgunarþyrla Bandaríkjahers við björgunina. „Framleiðendur þáttarins hrifust ansi mikið af þessu; jöklinum, sögu Jules Verne og hinum langa sólargangi, því þetta á sér stað í kringum Jónsmessunótt," segir Óttar. „Þá fór boltinn að rúlla og gerð var stutt saga eða saman- tekt um atburðinn sem varð fyrir valinu á fundi í Holly- wood í byrjun maí. Upp frá því höfum við verið í stöðugu sambandi og ég gerði samning við þá síðastliðið þriðjudags- kvöld. Saga Film aðstoðar Saga Film mun sjá um alla aðstoð við upptökur, en töku- liðið kemur hingað til lands 9. ágúst. Það verða tíu manns, bæði frá Hollywood og New York, þar á meðal áhættuleik- arar, framleiðendur og leik- stjóri. Auk þess munu varlega áætlað fjörutíu íslendingar taka þátt í tökunum, meðal annars talsverður hópur björg- únarsveitamanna frá Snæ- fellsnesi sem voru á jöklinum þegar slysið átti sér stað. Þættirnir Neyðarlínan hafa verið sýndir hér á landi og eru vinsælir víða um heim. „Þátt- urinn verður fimmtán mínútur og ætti að verða mikil land- kynning, en hundruð milljóna um allan heim fylgjast með þessum þáttum,“ segir Óttar að lokum. FRÉTTIR Samskip leigja frysti- og gámaskipið Nordland Saga frá Noregi Hefja sókn í siglingum frá Islandi til Bandaríkj anna SAMSKIP munu hefja flutninga til Norður-Ameríku með leiguskipi í byijun júlí þegar tveggja ára sam- starfi félagsins við Eimskip um Ameríkusiglingar lýkur. Félagið hefur tekið á leigu frá Noregi frysti- og gámaskipið Nordland Saga sem verður í áætlunarsiglingum milli Islands og Bandaríkjanna og Kanada. Samskip fluttu á síðasta ári um 15 þúsund tonn til Bandaríkjanna með skipi Eimskips og var þar eink- um um að ræða frystan fisk fyrir íslenskar sjávarafurðir hf. Þá flutti fyrirtækið um 4-5 þúsund tonn af vörum frá Bandaríkjunum til ís- lands. „íjónusta okkar er þríþætt, þ.e.a.s. söfnun og dreifing innan- lands, flutningurinn milli íslands og Bandaríkjanna og þjónusta á aust- urströnd Bandaríkjanna og innan þeirra. Breytingin felst í því að við skiptum um flutningsfar. Ef við- skiptavinir þurfa meiri tíðni en sigl- ingar á þriggja vikna fresti munum við leysa það í samstarfi við erlend skipafélög gegnum Evrópu," segir Baldur Guðnason, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Samskipa.' Vildu samnýta flutningsgetu Samningur Samskipa og Eim- skips um Ameríkusiglingar var lið- ur í uppstokkun á siglingakerfi félagsins fyrir tveimur árum. Baldur bendir á að rökin fyrir samningnum á sínum tíma hafi verið augljós. „Það er mjög þekkt í alþjóð- legri flutningastarfsemi að flutn- ingsaðilar samnýta flutningsgetu þrátt fyrir harða samkeppni. Hug- myndafræði okkar fyrir tveimur árum fól í sér að við ætluðum að samnýta flutningsgetuna til að koma á hagræði þannig að hægt yrði að halda áfram að bjóða hag- kvæm flutningsgjöld og góða þjónustu. Þegar annar aðilinn ætlar hins vegar að stjórna bæði getunni og framboðinu fyrir hinn aðilann með leiðandi markaðs- hlutdeild þá verður ekki við það unað.“ Heilbrigður rekstur „Miðað við þau viðskipti sem við höfum núna þá verður rekstur leiguskipsins mjög heilbrigður. Við höfum náð mjög hagstæðum samningum um skipið. Einnig höf- um við aukið okkar flutninga og byggjum áætlanir okkar á raun- hæfum væntingum. Bæði útflutn- ingur og innflutningur á þessari flutningsleið hefur aukist, sem er í samræmi við batnandi stöðu fé- lagsins. Við höfum m.a. verið í fóður- flutningum frá austurstönd Bandaríkjanna og munum skoða það mjög gaumgæfilega hvemig við getum samhæft alla flutning- ana. Þá hafa vamarliðsflutning- arnir verið í höndum keppinaut- anna en þeir verða boðnir út með haustinu." Hækkanir ekki fyrirhugaðar Baldur segir engar fyrirætlanir um að hækka flutningsgjöldin í náinni framtíð með þessu nýja fyrirkomulagi. Hins vegar hefði þess líklega þurft ef gengið hefði verið að skilmálum Eimskips. Hann segir að stefnt sé að því að byggja upp meiri þekkingu og enn betri þjónustu í Bandaríkjun- um. „Við ætlum að koma okkur fyrir í Bandaríkjunum og munum leggja mikla áherslu á að bæta þjónustu við okkar viðskiptavini enn frekar, m.a. með aukinni þjón- ustu í innanlandsflutningum í Bandaríkjunum. Við höfum fundið fyrir hvatningu og stuðningi úr viðskiptalífínu við að tryggja heil- brigða samkeppni á þessari flutn- ingaleið.“ Fiskur veiddur í Ráðhús- tjörninni VERÐLAUN fyrir stærsta flugu- veidda fiskinn sem veiddur verð- ur á árinu í Reynisvatni verða afhent í Ráðhúsinu í Reykjavík i október. Sá böggull fylgir skammrifi að veiðimaðurinn verður að veiða einn fisk úr Ráðhústjörninni áður en verðlaunin verða veitt. Fiskinn verður að veiða á agnhaldslausa flugu og verður hann síðan flutt- ur lifandi í Reynisvatn. Veiðimað- urinn hlýtur Ráðhúsbikarinn að launum fyrir afrek sín, en um er að ræða farandbikar með árituð- um nöfnum verðlaunahafa. Sá sem veiðir stærsta fiskinn á kaststöng fær verðlaun í formi kennslu í fluguveiði og flugu- hnýtingum. Forsvarsmenn keppninnar fullyrða að flugu- veiði veiti mesta ánægju og fari best með fiskinn og því sé þessi háttur hafður á. Morgunblaðið/Kristinn Aðstandendur veiði- keppninnar að Reyn- isvatni sleppa fiskum í Ráðhústjörnina. Á minni myndinni er Pálmi Gunnarsson sem veiddi 32 sil- unga á 3 tímum sl. fimmtudag í Reynis- vatni. Þetta er mesta veiði það sem af er árinu, en Pálmi á einnig mesta veiði í vatninu frá upphafi. Morgunblaðið/Ingólfur Haustlíðan könnuð í heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri Nemar telja fjöldatak- markanir hafa slæm áhrif STÓR hluti nemenda í heilbrigðis- deild Háskólans á Akureyri kvartar um höfuðverk, bakverk og tauga- óstyrk, og nemendur á fyrsta ári telja að ijöldatakmarkanir hafi neikvæð áhrif á líðan sína í skólan- um. Þetta eru niðurstöður rannsókn- ar sem Kristín Thorberg og Val- gerður Jónsdóttir gerðu síðastliðið haust, en rannsóknin liggur til grundvallar lokaverkefni þeirra til B.Sc prófs í hjúkrunarfræðum. Rannsóknin sem bar heitið „Haustlíðan 1994“ var fram- kvæmd til að athuga líðan allra nemenda við heilbrigðisdeild í Há- skólanum á Akureyri. Fjöldatak- markanir í hjúkrunarfræði voru settar við skólann haustið 1994, og var því einkum líðan fyrsta árs nema könnuð, sem hófu nám sam- kvæmt þeim reglum, en einnig líð- an nemenda sem lengra voru komnir í náminu. Haustlíðan ekki góð Kristín og Valgerður skoðuðu líðan nemenda samkvæmt hug- myndafræði mannúðarsálfræð- ingsins Abrahams Maslows um þarfir mannsins. í úrtakinu voru 70 nemendur í heilbrigðisdeild sem mættu í skólann 22. nóvember 1994. Upplýsingasöfnunin fór fram með mælitæki sem þær unnu upp úr spurningalistanum „Ungt fólk 1992“ eftir Þórólf Þórlindsson, Þorlák Karlsson og Ingu Dóru Sigfúsdóttur. „Haustlíðan nemenda er ekki góð,“ segja þær Kristín og Val- gerður. „Stór hluti þeirra kvartar um andlega og líkamlega vanlíðan, nemendur leita sjaldan til kennara sinna ef þeim líður illa eða hafa áhyggjur og fáir þeirra stunda lík- amsþjálfun. Nemendur á fyrsta ári telja að fjöldatakmarkanir hafi neikvæð áhrif á líðan sína í skólan- um, en hins vegar virðist þeim ekki líða verr en til dæmis nemend- um á þriðja ári.“ Þær Kristín og Valgerður segja að þessi rannsókn sé aðeins fyrsta skrefið í langri ferð til að rannsaka líðan nemenda í námi í háskóla. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Garðar Eyland, formaður GR, undirrita samkomulagið. Samið um byggingu golfvallar BORGARSTJÓRI, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, undirritaði samn- ing, fimmtudaginn 22. júní, við Golfklúbb Reykjavíkur um breyt- ingar á fyrirhuguðum golfvelli við Korpúlfsstaði, en sá völlur er nú í byggingu. Samningurinn er við- auki við samning frá 16. nóvember 1993. Samkvæmt hinum nýja samn- ingi yfirtekur GR stjórn og fjár- mögnun framkvæmda við völlinn og hyggst GR ljúka þeim að mestu á árunum 1995 og 1996. Fyrir- komulagi vallarins er breytt þannig að unnt verður að fjölga um 120 íbúðir í Staðarhverfi sem rísa á austan og norðan við Korpúlfsstaði en framkvæmdir í því hverfi munu hefjast á næstu árum, jafnvel á næsta ári. GR fær kostnað við vallargerðina endurgreiddan á flórum árum, fyrst 1997. Þá er felld niður lóð fyrir golf- vallarhús, en í staðinn fær GR af- not af austustu álmu Korpúlfs- staða og munu innrétta þann hluta hússins eftir sínum þörfum, en Reykjavíkurborg gerir við útveggi og £ak á árunum 1996 og 1997. Áætlað er að lúkning golfvallar- gerðarinnar kosti 53 millj. kr. Þessa upphæð eða raunkostnað ef hann reynist lægri, fær GR endur- greidda að frádregnum 10 millj. kr. sem er hlutdeild hans sem leigj- anda í viðgerð Korpúlfsstaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.