Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 6
/ MORGUNBLAÐIÐ 6 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 ERLENT Vilja palest- ínska fanga lausa HÓPUR palestínskra kvenna sönglar baráttusöngva og krefst þess að um 5.000 arab- ískir fangar verði látnir lausir úr ísraelskum fangelsum. Skutu ísraelskir hermenn púð- urskotum á fimmtudag að kon- unum tíl að kveða niður mót- mælin. Mikil ólga er á meðal Palest- ínumanna vegna málsins og hafa frammámenn í þeirra röð- um varað við nýrri uppreisn, „Intifada" á hemumdu svæðunum. Um 2.000 fangar era í hungurverkfalli sem hófst fyrir viku, til að þrýsta á um að ísraelar láti þá og 3.000 aðra fanga lausa. Fastaði Yasser Arafat, leið- togi Frelsissamtaka Palestínu- menna, PLO, í einn dag í vik- unni til að sýna föngunum sam- stöðu. Reuter ' Neyslan * • ognyi tíminn * I Rússlandi er að verða til neysluþjóðfélag og nýr hugsunarháttur er að ryðja sér til rúms. Jón Olafsson lýsir viðhorfsbreyt- ingu sem orðið hefur austur í Moskvu á þeim mánuðum sem hann hefur veríð fjar- verandi og margir hefðu talið að væri með öllu óhugsandi AÐ má segja götusölu- mönnunum í Moskvu til hróss að þeir hafa sið- ast furðanlega á skömmum tíma. Kannski ætti maður reyndar ekki að hæla þeim sjálfum fyrir það. Menn siðast varla nema fyrir utanaðkomandi þrýsting, síst sölumenn. En stað- rejmdin er í öllu falli sú, að sölu- mennskan sem nú er stunduð á götum Moskvu er öll önnur en hún var fyrir nokkrum mánuðum. Og það sem meira er, samskonar breyting til hins betra hefur orðið á fleiri sviðum. Á rúmri viku sem liðin er frá því ég kom til Moskvu eftir margra mánaða fjarvistir hef ég séð margt gerast fyrir framan nefið á mér, sem fyrir svo sem ári hefði verið óhugsandi. í morg- un sá ég til dæmis hóp af gang- andi vegfarendum steyta hnefana framan í bílstjóra sem létu eins og þeir sæju ekki að það var grænt á gangandi. Þetta hefur hingað til þótt sjálfsagt mál á þessum gatnamótum; þau eru augljóslega ekki hönnuð með tilliti til þess að þar fari fólk um fótgangandi. í gær sá ég miðaldra konu húð- skamma miðasölukonu á lestar- stöð fyrir það að henni hefði láðst að láta vita um breytingar á ferð- um lestanna með nægum fyrir- vara. Slíkt hefur hingað til verið daglegur viðburður á þessari lest- arstöð, en í stað þess að svara með hótunum og svívirðingum einsog hún hefur verið vön hingað til, baðst miðasölukona þessi auð- mjúklega afsökunar. Kvartanir og kurteisi Ég hef séð fólk skila skemmdu kjöti, kvarta yfír lélegri þjónustu og hóta lögregluheimsóknum á stöðum þar sem áður ríktu vold- ugar babúskur og illilegir smá- glæpamenn. Ég hef fengið kurt- eislega þjónustu í búðum, verið boðið að Ieggja inn pöntun fyrir hlut sem mig vantaði en var ekki til í augnablikinu og svo má áfram telja. Það er ekki lengur algild regla að komi maður í verslun í Moskvu sé annaðhvort látið eins og maður sé ósýnilegur eðaspurt með þjósti hvern fjandann maður sé að vilja í búðinni. Og það er ekki bara þetta. Allt virðist ein- hvern veginn vera í betra lagi en áður, alls staðar sér maður fólk að vinna og borgin er meira að segja hreinni. Það getur nú reynd- ar stafað af 50 ára ártíð seinni heimstyjjaldarinnar, en borgin var hreinsuð kirfílega fáeinum dögum fyrir þau hátíðahöld. í öllu falli hef ég komið á marga staði þar sem undanfarin ár hefur verið eilíf óreiða og rusl og séð að þeir hafa ekki bara verið hreinsaðir einu sinni, heldur er þeim haldið hreinum. Allt eru þetta auðvitað smá- vægileg dæmi og það væri kjána- legt að draga af þeim of víðtækar ályktanir. En það væri líka vit- laust að láta eins og áhrifín sem maður verður fyrir þegar komið er á stað sem maður þekkir vel eftir nokkrar fjarvistir segðu ekki neitt. í heild getur maður ekki varist þeirri hugsun að Moskvubú- ar séu komnir niður á jörðina, ef svo má að orði komast. Það er loksins orðið ljóst að til þess að hafa í sig og á verða menn að vinna, ekki bara standa í biðröð- um. í sumum atvinnugreinum, þó ekki nándar nærri öllum, er nú völ á sæmilegu kaupi, sem gerir fólki þó að minnsta kosti kleift að komast af. Engar skuldir Að einu leyti er lífsbarátta venjulegs fðlks einfaldari hér í Moskvu heldur en á Vesturlönd- um. Það er nefnilega undantekn- ing að fólk sé í skuldum. Þeir sem voru svo heppnir að hafa íbúð áður en gamla kerfíð hrundi halda henni sem skuldlausri eign. Og sama gildir um aðrar eignir. Það sem fólk hafði eignast átti það líka vandkvæðalaust, enginn hafði nokkurn tímann þurft að steypa sér í skuldir einsog fólk gerir undantekningarlítið í Vesturlönd- um einhvern tímann á ævinni. Þessvegna þarf hinn almenni Moskvubúi yfírleitt ekki að hafa neinar áhyggjur af afborgunum, heldur bara af því að hafa í sig og á og sé eitthvað þénað framyf- ir þá er hægt að spara. Engu að síður ætti maður ekki að láta hömlulausa bjartsýni ná tökum á sér. Það er enn langt í land með að hægt sé að reiða sig á í hvaða átt málin muni þróast. Enn er óánægjan í þjóðfélaginu hrika- leg og enn geta pólitíkusar not- fært sér það. Það sem stendur þó uppúr er að breytingar á einföldum hlutum einsog verslun og þjónustu benda allar í eina átt. Það er að verða til neysluþjóðfélag í Rúss- landi. Vöruframboðið í Moskvu er ævintýralegt miðað við það sem áður hefur verið, og verðsam- keppnin á milli seljenda er hörð. Og einn atburð má vissulega telja til stórtíðinda. Samkvæmt fréttum Moskvublaðanna hefur innlend framleiðsla aukist, bæði í landbún- aði og iðnaði í fyrsta skipti í tíu ár. Það er orðin algeng sjón að sjá rússneska vöru við hliðina á út- lendri í búðum, það er af sem áður var að allt rússneskt væri selt í sérstökum búðum og allt útlent í öðrum, að allt rússneskt væri þriðja flokks í samanburði við hvaðeina það sem flutt hafði verið inn frá vesturlöndum. Rússneskir framleiðendur eru famir að keppa við útlenda og standa sig ekki illa, því þeir geta þrátt fyrir allt oftast boðið lægra verð. Það getur vel verið að fyrirbær- ið neysluþjóðfélag sé ekki öllum að skapi og að mönnum þyki sög- ur um búðarferðir og keypta þjón- ustu harla yfírborðskenndur mæli kvarði á framfarir í þjóðfélaginu. En staðreyndin er hinsvegar sú, að kommúnismann í Rússlandi leysti af hólmi frumstæðasta teg- und af óheftum kapitalisma sem í raun hleypti svartamarkaðnum lausum. í gömlu Sovétríkjunum ríkti undarleg blanda af harð- stjórn og stjómleysi. Þar lifði mafía góðu lífí og hafði skipulagt starf um allt ríkið. Þar blómstraði svartur markaður, þar var full- komið agaleysi um vinnu og vinnu tilhögun og enginn bar ábyrgð á neinu. Á hinn bóginn var stöðugt verið að gmfla í einkalífí fólks, gífurlega strangt eftirlit með því hvaða skoðanir menn létu í ljósi, hvort hollusta þeirra væri ótvíræð og þar fram eftir götunum. Þegar harðstjóminni linnti fór stjórn- leysið að blómstra og það er núna fyrst að eitthvert lát virðist vera á því. Hugsunarháttur neyslunnar Það merkilega er að það eru ekki stjórnvöld, lögregla eða her sem getur náð tökum á stjórnleys- inu og komið einhverri reglu á verslun, atvinnulíf og framleiðslu, heldur venjur fólksins. Þessvegna er neysluhugsunarhátturinn, án þess að neysla sé í sjálfri sér góð eða vond, kannski það eina sem getur haft áhrif til hins betra hvað þetta varðar í Rússlandi. Það er fólkið sem fer að gera kröfur. Það nennir ekki lengur að láta pranga inn á sig skemmdu kjöti og eitruðu vodka og við því verða sölumenn að bregðast. En það er bara hægt að vona að þessi hugs- unarháttur nái lengra, að menn láti ekki staðar numið við mat og drykk en fari líka að heimta betri menntun og yfírleitt betra og mennskara umhverfí. Norður-Kórea Vilja hætta aðild að vopnahléi Seoul. Reuter. NORÐUR-KÓREUMENN hafa til- kynnt fulltrúum Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) að þeir hyggist draga til baka aðild sína að vopnahléssam- komulaginu sem batt enda á Kóreu- stríðið 1953, að sögn embættis- manna SÞ í gær. Embættismenn í Suður-Kóreu drógu hinsvegar úr mikilvægi þess- arar tilkynningar. Sögðust þeir telja að Norður-Kóreumenn væru að reyna að koma ár sinni betur fyrir borð til þess að geta gert kröfur á hendur Bandaríkjamönnum. Vilja friðarsamning Norður-Kóreumenn vilja að vopna- hléssamningurinn verði settur til hlið- ar og að í staðinn verði gerður form- legur friðarsáttmáli við Bandaríkin, án þess að erkióvinurinn, Suður- Kórea, eigi þar hlut að máli. Háttsettur, suður-kóreskur emb- ættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að tilkynningin hefði einungis verið munnleg. Ef Norður- Kórea myndi hins vegar gefa út form- lega tilkynningu þessa efnis yrði málið alvarlegra. „Það myndi þýða, að Norður- og Suður-Kórea ættu, að forminu til, í stríði," sagði hann. ----------»—»-♦----- Dauðadómur óafturkall- anlegur Teheran. Reuter. TILSKIPUNIN sem klerkaveldið í íran gaf út, þess efnis að breski rit- höfundurinn Salman Rushdie skuli tekinn af lífí, á sér trúarlegar for- sendur og því er íranska ríkið ekki skuldbundið til þess að gera út menn í þeim tilgangi að taka rithöfundinn af lífi. Þetta kom fram í dagblaðinu Teheran Times í gær. Blaðið segir, að væntingar stuðn- ingsmanna Rushdi- es um að dauðadómurinn verði ógild- ur af írönskum yfírvöldum, séu af sömu ástæðu óraunhæfar. „Tilskip- un sem á sér trúarlegar forsendur er í eðli sínu óafturkallanleg," segir í blaðinu, sem fréttastofa Reuters segir fylgja stjómvöldum að málum. Tilskipunin um að Rushdie skuli tekinn af lífí var gefín út 1989 af fyrrum trúarleiðtoga írans, Aya- tollah Khomeini. Var Rushdie gefíð að sök að hafa svívirt islamska trú með skáldsögunni Söngvar satans. Fyrr í vikunni höfðu önnur blöð gagnrýnt utanríkisráðuneyti írans fyrir að segja að ríkisstjórnin myndi ekki hafa frumkvæði að því að Rus- hdie yrði tekinn af lífi. ------♦—♦—♦---- Jonas Salk látinn La Jolla. Reuter. JONAS Salk, maðurinn sem uppgöt- vaði fyrsta bóluefnið gegn lömunar- veiki, lést á föstudag, áttræður að aldri. Uppgötvun Salks ertalin til mestu afreka vfsindarannsókna. Hann var 39 ára þegar hann þróaði bóluefni gegn lömunarveiki, og tókst með því að fækka tilfellum um 95 prósent. Þótt Salk yrði heimskunnur fyrir uppgötvun sína urðu margir vísinda- menn til þess að gagnrýna aðferðir hans. Var því haldið fram að hann byggði uppgötvanir sínar á rann- sóknum annarra vísindamanna. Á undanförnum árum hafði Salk einbeitt sér að því að finna bóluefni gegn eyðni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.