Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 45 SJONARHORN Töfrar kryddhillunnar - krydd í tilveruna í nútíma matargerð er óhugsandi að matreiða án þess að hafa krydd eða bragðefni við hendina til að auka bragð matarins. Margir hafa talið að notkun krydds og kryddjurta sé aðallega seinni tíma fyrírbærí. Færri vita að sr. Bjöm í Sauðlauksdal hvatti fólk þegar um miðja 18. öld til að hefja ræktun kryddjurta, sömu tegundir og nú eru notaðar, segir Margrét Þorvaldsdóttir, sem kannað hefur leyndardóma kryddsins. SKILGREINING á kryddi og kryddjurtum hefur verið hér nokkuð óljós. í ensku er skýr greinarmunur gerður á „spices" og „herbs“. Spices er krydd, bragðmikil afurð úr þurrkuðum fræjum, berki og rótum plantna venjulega af suðrænum uppruna. Herbs er aftur á móti bragðmikil lauf og stundum blóm plantna frá svalári landssvæðum. Krydd hefur um aldir gegnt mikilvægu hlut- verki í matargerð heitari landa vegna bakteríueyðandi, græðandi og rotveijandi eiginleika og sem bragðefni í mat. Hvítlaukur er nýlega tilkominn í okkar matargerð, þó að hann hafí verið notaður í matar- og lyfja- gerð allt frá tímum Fom- Eygypta. Sagan segir að hvítlaukur hafí verið mikil- væg uppistaða í fæðu þrælanna sem byggðu pýr- amídana. Hvít- laukur bragðbætir mat, hann inni- heldur bakteríu- drepandi efni og efni sem bæta meltingu og hafa áhrif á háan blóð- þrýsting og æða- kerfíð. Hvítlauk er hægt að fá í ýmsu formi; dufti, salti og safa. Ekki sakar að geta þess að hægt er að eyða hvítlauk úr andardrætti með því að tyggja lauf af basil, steinselju, mintu eða blóðbergi. Kardimommur er þurrkaður rauð- brúnn innri börkur af sígrænu tré af lárviðarætt. Kardimommur komu frá Ceylon, nú Sri Lanka, þær þóttu betri og mildari en sú náskylda tegund (cassia) sem nú er á markaði. Kardimommur hafa .verið mikilvægt krydd frá fomu fari, bæði til bragðauka í mat og sem lyf gegn kvefí og til að bæta meltingu. I berkinum eru bakter- íueyðandi efni sem m.a. hafaáhrif á E coli, staphylokokka og munn- angur. Basil (Sætur basil) kemur upphaf- lega frá Indlandi og er mikið not- aður í matargerð Miðjarðarhafs- landa. Forn-Grikkir kölluð basil konung kryddjurta. Basil þykir bestur með öðmm jurtum og með tómötum, í pasta, á pizzur o. fl. í suðlægum löndum er basil mikið ræktaður í pottum utan dyra til að fæla frá flugur. BlóðbergtAa.rgar tegundir em til af blóðbergi. Bragðbesta blóð- bergið til matargerðar er sagt koma frá Frakklandi. Þurrkuð blöð blóðbergs em mikið notuð til að bragðbæta kjöt- og kjúklinga- rétti. Blóðberg inniheldur efni sem vinna bæði á bakteríum og svepp- um, eru græðandi, og góð fyrir meltinguna. Blóðbergsseyði var mikið notað til að lækna kvef og hósta, sem hálsskol þótti það gott við særindum í hálsi, bólgum í gómi og fleiru. í íslenskum lækn- ingajurtum segir að brúðir skulu drekka blóðbergste. Blóðberg var til foma notað til að bragðbæta osta og líkjör. í dag er það notað sem bragðefni í Benedictin líkjör. Múskat Arabar fluttu fyrstu mú- skathnetumar til Miðjarðarhafs- landa á 12. öld, kryddið kemur upphaflega frá Indonesíu. Utan um múskathnetuna er fræhjúpur „mac“, og er hann er seldur sem sérstakt krydd. Mac hefur sama bragð og múskat en er bragð- sterkari. Múskat er notað sem bragðefni í kökur og ávexti og er gott í stappaðar kartöflur. Múskat á aðeins að nota í litlu magni, í miklu magni getur það komið fólki í vímu sem gefur mjög óæskilegar aukaverkanir. Salw'akemur stundum fyrir í mat- aruppskriftum hér. Salvía kemur upphaflega frá Dalmatíuhluta Júgoslavíu. Jurtin var notuð til lækninga á miðöldum. Salvía þyk- ir góð í svínakjöts- og kjúklinga- rétti, hún hefur einnig mikið verið notað í pylsugerð. Sagan segir að fyrr á öldum hafí Kínveijar verið tilbúnir að greiða þrefalt magn af sínu besta tei fyrir salvíu. Jurt- in inniheldur fjölda græðandi efna. Heitt seyði af salvíu þykir mjög áhrifaríkt við kvefi, það hef- ur bakteríudrepandi verkun og vinnur á Staphylococcus aureus. Salvía var notuð til að styrkja taugakerfíð og meltingarveginn. í jurtinni er oestrogen sem dregur úr svita og myndun bijóstamjólk- ur. Jurtin var fyrrum notuð til að auka fijósemi. Rósmarin er sætt krydd og sér- staklega vinsælt á lambakjöt og físk, í súpur og kryddlegi og sem ilmefni í ýmis jurtasjampó, snyrti- vörur og ilmvötn. Rósmarin hefur verið notað í 500 ár og var sagt að jurtin yxi aðeins í garði hinna réttlátu. Jurtin hefur bakteríu- drepandi eiginleika, hún hefur góð áhrif á taugakerfið og meltingu. Kardimommurkoma upphaflega frá Indlandi en einnig frá Mið- Ameríku. Þær uxu i garði kon- ungsins í Babylon 700 árum fyrir Krist og voru notaðar í ilmvötn og eru þær notaðar í ilmvötn í snyrtivöruiðnaðinum enn í dag. Kardimommur er notaðar til að bragðbæta bakstur og þykja ómissandi í kleinur og aðrar kök- ur. Kardimommur eru ein af uppi- stöðunum í austurlenskum krydd- blöndum eins og indversku karríi. Þetta bragðgóða krydd er einnig sagj; örva og bæta meltinguna. Saffron er eitt dýrasta kryddið á heimsmarkaðnum. Það kemur frá Mið-Austurlöndum og Kína. í evr- ópskri matargerð er það notað til að gefa gijóna- réttum eins og spænskri paella létt bragð og lit, einnig er það notað í búðinga og með lamba- kjöti og kjúkl- ingum. Hið háa verð kemur til af því að ræktun saffrons er flók- inn ferill. Þess vegna er turme- rik oft notað í staðinn. Turmerik kemur frá Suðaustur- Asíu, það er m.a. notað til að gefa karríblöndu litinn, það bragðbætir og er notað sem litar- efni í ýmis matvæli. Turmerik gefur mjög sterkan lit. í Tailandi var það fyrrum notað til að lita kufla Búddamunka. í kínverskum jurtalækningum er turmerik m.a. notað við meðhöndlun á verkjum í öxlum og tíðaverlqum og melt- ingartruflunum. Paprika kemur upphaflega frá Mið-Ameríku. Spánskir landkönn- uðir tóku plöntuna með sér til Spánar. Ungverskur vísindamað- ur vann Nobelsverðlaun fyrir rannsóknir á vítamíninnihaldi pa- priku, hún inniheldur meira C-vít- amín en sítrusávextir. Þurrkuð rauð paprika er til í duftformi. Karrí er ekki ein tegund krydds heldur blanda af mörgum krydd- tegundum. Venjulegt indverskt karrí sem við þekkjum best er milt, aftur á móti er Madras-karrí mjög sterkt. Gott karrí inniheldur jafnt hlutfall af coriander, tur- meric, engifer, pipar, svörtum mustard, negul og fennil. Kryddið er malað fínt og þurrkuðum chili- pipar bætt í, einum eða tveimur eftir smekk. Mun fleiri áhugaverðar krydd- tegundir eru í kryddhillunni, þær bíða betri tíma. Rétt er að árétta góð ráð úr kryddbókum: Notið krydd í hófi. ALOE VERA-gelið er ómissandi í sólarlandaferðina (fyrir og eftir sól) ALOE-IŒRA 98% gelið frá JASON er kristaltært eins og ómengað lindarvatnið úr hreinni náttúrunni. Áríðandi er að hafa í huga’að aðeins ALOE VERA-gel án litar- og ilmefna gefur áþreifanlegan árangur. 98% ALOE VERA gel frá Jason á hvert heimili sem fursta hiálp (First Aid). 98% ALOE VERA-gel frá JASON fæst í apótekinu. APÓTEK s I' 1 1 ■ : GINGE S 46 SNOTRA Þrælsterk sláttuvél með 3,75 hp B&S mótor, 46 sm sláttubreidd og hjólalyttum. Verð kr. 26.955,- w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.