Morgunblaðið - 25.06.1995, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.06.1995, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ EINS LOGANDI KVEIKIÞRADUR RÚSSNESKIR hermenn með brugðnar byssur horfa á bílalest tsjetsjenskra skæruliða hverfa frá Búdennovsk. Árás tsjetsjenskra skæruliða á bæinn Búd- ennovsk var gerð dag- inn eftir að Rússar þótt- ust hafa yfirbugað að- skilnaðarhreyfinguna í Tsjetsjníu. Karl Blön- dal rekur glslatöku tsjetsjenskra skæruliða undir forystu Shamils Basajevs, sem hefur kynt undir Boris Jeltsín forseta og knúið Rússa að samningaborðinu. ARÁS tsjetsjenskra skæruliða á bæinn Búdennovsk hefur sett stjómmálalíf í Rússlandi á annan endann um leið og rússnesk stjóm- völd hafa verið neydd til að setjast að samningaborðinu með Tsjetsjen- um eftir að hafa lýst yfír sigri með látum. Nú geta Tsjetsjenar hrósað sigri, þótt sjálfstæðið verði sennilega að bíða. Aðfarimar i Búdennovsk eru „enn eitt dæmið um miskunnar-, leysi og vanhæfni Rússa í samskipt- um sínum við aðskilnaðarsinna Tsjetsjena," sagði í tímaritinu Newsweek. Rússnesk blöð sögðu að árásin sýndi hve árangursríkt vopn hryðjuverk væru gegn núverandi stjómvöldum. Nú er talið að stjórn- arkreppan gæti leitt til þingkosninga í október. Samkomulag tókst um að skæru- liðar legðu niður vopn gegn því að rússneski herinn yrði dreginn til baka að hluta til. Hvorir tveggju gátu þó lýst yfír sigri: Rússar yfír því að hafa knúið fram frið, Tsjetsj- enar yfír því að hafa dregið þá að samningaborðinu og náð fram brott- för hersins. Dýrkeypt átök Átökin í Tsjetsjníu hafa verið Rússum dýrkeypt. Það hriktir í und- irstöðum stjórnarinnar og aðgerðir rússneska hersins í Tsjetsjníu hafa kallað yfir hana óvægna gagnrýni frá öllum heimshornum. Borís Jelts- ín, forseti Rússlands, þarf þó ekki að óttast um embætti sitt að svo stöddu, en meðhöndlun árásarinnar og gíslatökunnar hefur þyrlað upp slíku moidviðri gagnrýni og ásakana að búast má við að stjóm hans falli þótt hann tolli sjálfur í forsetastóli. Gagnrýnin á Jeltsín fyrir að beita hemum til að bijóta sjálfstæðis- hreyfínguna í Tsjetsjníu á bak aftur hefur komið úr öllum áttum. Dag- blöð gagnrýndu forsetann og stjórn hans harðlega og á þingi var sam- þykkt vantrauststillaga með yfir- gnæfandi meirihluta. Jeltsín svaraði með því að veija stjórnina, þótt hann gagnrýndi nokkra ráðherra, og skoraði á þing- ið að greiða atkvæði um trauststil- lögu. Með þeim leik keypti hann sér frest til 1. júlí, en það gæti reynst skammgóður vermir. Verði trausts- yfirlýsingin felld hefur Jeltsín aðeins viku til að ákveða hvort hann lætur stjórnina fara eða leysir upp þing. Hins vegar hafði hann þijá mánuði til að bregðast við vantraustsyfirlýs- ingunni. Hermt er að Tsjernomyrdín hafí þótt niðurlægjandi að bíða í óvissu í þijá mánuði. Slíkt ástand hefði grafíð undan vaidi hans til aðgerða í efnahags- og fjármálum og hafí honum því hugkvæmst að koma þinginu í opna skjöldu með því að fara fram á traustsyfirlýsingu. Falli stjómin getur Jeltsín þess vegna aftur mjmdað sömu stjórn og nú situr þar sem þingið hefur ekk- ert vald yfír því hveijir eru gerðir að ráðherrum. Þinginu finnst reynd- ar tími til kominn að draga úr þessu skilyrðislausa valdi forsetans og í vikunni var lagt fram fmmvarp um að það yrði skert þannig að þingið hefði vald til að staðfesta eða hafna ráðherraefnum. Kosningar á næstunni Ólíklegt er að þingið samþykki traustsyfirlýsinguna og segja frétta- skýrendur að það gæti komið Tsjernomyrdín vel ákveði Jeltsín að leysa upp þing og ganga til kosn- inga, sem haldnar yrðu í byijun október. Stjómarandstöðuflokkarnir eru illa undirbúnir undir kosningar og framboð undir forystu Tsjemomyrd- íns til stuðnings Jeltsín gæti verið sterkt vegna þess að forsætisráð- herrann heldur um valdataumana og á því auðvelt með að steypa sér út í kosningabaráttu af fullum krafti. Jeltsín gæti él'nnig reynt að fá þingið til að styðja stjórnina með því að víkja frá einum eða tveimur ráðherrum. Þar koma til greina Viktor Step- asjín, yfírmaður öryggismála, og Viktor Jerín innanríkisráðherra. Staða Jeltsíns Sjálfum hefur Jeltsín hins vegar tekist að tryggja lagalega stöðu for- setans með þeim hætti að þingið getur ekki vikið honum frá nema með mjög flóknum aðgerðum, sem krefjast þriggja atkvæðagreiðslna, tveggja þriðju hluta atkvæða þing- manna í tvígang og sérstakrar um- fjöllunar stjómarskrárréttar um það hvort brottvikning úr embætti eigi rétt á sér. Það er því ljóst að lagalega getur Jeltsín setið við völd fram að næstu kosningum. Vinsældir hans hafa hins vegar hrapað jafnt og þétt frá því að ráðist var inn í Tsjetsjníu og haldi fram sem horfír mun honum reynast stöðugt erfiðara að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Samkomulagið, sem um er að ræða í Tsjetsjníu, snýst um það að skæruliðar leggi niður vopn nú þeg- ar gegn því að hluti rússneska her- aflans þar verði dreginn til baka, og var eingöngu gert til að greiða fyrir viðræðum um endanlegt sam- komulag. Eftirgjöf Tsjetsjena fólst í því að þeir féllu frá kröfu sinni um að allur rússneski herinn hyrfí á braut. Rússneskir hermenn eru þeg- ar famir að yfírgefa Tsjetsjníu, en þeir tsjetsjnesku skæmliðar sem enn láta fyrir berast til ijalla í Tsjetsjníu hafa í hendi sér hvort samkomulag- ið heldur. Þeir geta hæglega neitað að leggja niður vopn og samkvæmt fréttamönnum, sem ræddu við þá á fimmtudag, er þeim ekki uppgjöf í hug. Að sögn vilja þeir ólmir heíja skærahernað utan Tsjetsjníu að for- dæmi Basajyevs og hafa árásir þeg- ar verið skipulagðar á íjóra staði til viðbótar. í samkomulaginu felst einnig að skipst verði á föngum og myndað afmarkað vopnahléssvæði. Þeir þættir verða hins vegar ekki fram- kvæmdir fyrr en samkomulag hefur náðst um framtíð efnhags- og stjórn- mála í Tsjetsjníu. Er samkomulagt mögulegt? Viðræður Rússa og Tsjetsjena hófust á mánudag og sátu þeir enn við samningaborðið á föstudag. Vopnahléð sem komið var á vegna kröfu Basajevs átti aðeins að standa í þijá daga, en á föstudag lýstu tsjetsjenskir skæruliðar og rússneski herinn því yfir að það stæði áfram til þess að unnt yrði að halda viðræð- ranum áfram. Enn hefur lítið komið fram um það hver meginatriði þess samkomu- lags verða. Tsjetsjenar, undir forystu Dzokhars Dúdajevs, vilja sjálfstæði og aðskilnað við Rússa, en slíkt kem- ur ekki til greina hjá rússneskum stjórnvöldum. Því er erfítt að gera sér í hugarlund hvernig lausn, sem báðir gætu fellt sig við, myndi líta út. Tsjetsjenar hljóta að fyllast tor- tryggni gagnvart lausn, sem felur i sér að Tsjetsjnía heyri áfram undir Moskvu, eftir þá útreið, sem þeir fengu hjá rússneska hernum. Þá eru menn, sem eru dökkir á hörand eins og Tsjetsjenar, hvergi öraggir lengur og mega eiga von á því að vera stöðvaðir af lögreglu af minnsta til- efni. Fordómar ráðamanna Ekki eru fordómafullar yfirlýsing- ar rússneskra ráðamanna í garð Tsjetsjena til að bæta úr skák. Þeg- ar Jeltsín kom á fund sjö helstu iðn- ríkja heims í Halifax fyrir rúmri viku sagði hann að nú hefðu Tsjetsjenar sýnt „sitt rétta andlit" og bætti við að nú gæti enginn verið í vafa um að Tsjetsjnía væri „miðstöð hryðju- verka, mútugreiðslna, spillingar og glæpastarfsemi að hætti mafíunnar í heiminum“. Usman Imajev, sem fer fyrir samninganefnd Tsjetsjena, sagði á fímmtudag að hvorir tveggja hefðu gefið eftir og kvaðst ánægður með gang viðræðnanna. Innrásin í Tsjetsjníu Rússneski herinn var sendur inn í Tsjetsjníu fyrir hálfu ári til að kveðja niður sjálfstæðisbaráttu Tsjetsjena. Stjórn Jelstíns sætti þeg- ar gagnrýni fyrir vægðarlausa fram- komu. Sprengjum var varpað í gríð og erg á Grosní, höfuðborg Tsjetsj- níu og lítt skeytt um borgara. Tsjetsjenar eru annálaðir bar- dagamenn og orrustan um Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu, var blóðug. Hins vegar var við ofurefli að etja og smám saman voru tsjetsjenskar bardagasveitir hraktar til fjalla. Þriðjudaginn 13. júní féll Sjatoj, eitt hinsta vígi Tsjetsjena. Rússneski herinn hrósaði sigri. „Rússar hafa bjargað okkur undan stjórn glæpa- manna,“ sagði SlambekTsjadsitsjev, leiðtogi leppstjórnar Rússa í Grosní, og lofaði kosningum í haust. Viktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra gaf út yfirlýsingu úr sum- arfríi sínu í Sotsjíj um að herinn hefði nú ástandið í Tsjetsjníu undir sinni stjórn. Tæpum sólarhring síðar lauk fríi forsætisráðherrans. Dudajev hafði lýst því yfir að nú tæki við nýtt form skæruhernaðar þegar ósigur blasti við í Sjatoj og í dögun 14. júní hófst árásin á Búdennovsk. Skæruliðar Basajevs, eins af helstu samheijum Dzokhars Dudajevs, leiðtoga Tsjetsj- ena, höfðu komist til bæjarins frá Tsjetsjníu með því að múta rússnesk- um vörðum og eftirlitsmönnum. Sögðust þeir hafa ætlað alla leið til Moskvu, en hefðu orðið að láta stað- ar numið vegna þess að græðgi varð- anna hefði tæmt sjóði þeirra. Skæruliðarnir skutu á stjórnar- byggingar í Búdennovsk, hundrað þúsund manna bæ, sem kósakkar stofnuðu árið 1799 til að hafa að bækistöð í nýlendustríði rússneska heimsveldisins á hendur þjóðarbrot- um Kákasusfjalla. Því næst hörfuðu þeir í sjúkrahús í bænum og tóku þar um eitt þúsund gísla. Kröfur skæruliðanna yora Rúss- um lítt að skapi. Hinn verkfræði- menntaði Basajev krafðist þess að þegar yrði komið á vopnahléi í Tsjetsjníu, allir rússneskir hermenn yrðu kvaddir brott úr Kákasusfjöll- um og beinar viðræður hafnar milli Dudajevs og Jeltsíns. Ella yrði sjúkrahúsið sprengt í loft upp. Rússar brugðust við með því að kalla fimmtán þúsund hermenn til Búdennovsk. 17. júní létu þeir til skarar skríða í tvígang, en tókst ekki að yfirbuga skæruliðana. Að lokum fékk Basajev hluta af kröfum sínum framgengt. Vopnin þögnuðu í Tsjetsjníu og Rússar settust við samningaborðið. Basajev fékk nokkrar rútur til að halda á braut frá Búdennovsk ásamt um 150 gísl- um, sem fóru sjálfviljugir með þeim eftir að aðrir höfðu verið látnir laus- ir. Eftir lá 121 maður í valnum og Rússland var lamað af reiði og ótta. Dagblöð úthúðuðu Jeltsín og Tsjernomyrdín fyrir viðbrögð sín við gíslatökunni. Tsjernomyrdín var sagður hafa verið mikilvægasti gísl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.