Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 0MPMJ|MW»§> STOFNAÐ 1913 141.TBL.83.AKG. SUNNUDAGUR 25. JUNI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússneskir glæpamenn Hugðust kúga Norðmenn RÚSSNESKIR glæpamenn voru afhjúp- aðir áður en áætlanir þeirra um hryðju- verk í Noregi og ððrum Norðurlðndum urðu að veruleika, segir í norska blaðinu VG í gær. Blaðið hefur eftir Robert A. Sutton, rannsóknarlögreglumanni hjá FBI, að glæpamennirnir hafi haft í hyggju að hóta yfirvöldum í Noregi að menga drykkjarvatn Oslóarbúa, ef ríkissljórnin léti ekki fé af hendi rakna til glæpa- mannanna. Samkvæmt upplýsingum lögreglu höfðu rússarnir í fórum sínum geislavirk efni sem þeir hafi að líkindum ætlað að nota til þess að menga drykkjarvatnið. VG hefur eftir Finn Johansen, vatns- veitusljóra í Osló, að þar á bæ hafi ekki verið gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að bregðast við ógn sem þessari. Eftirlýstur líkur Major LÖGREGLA í Bretlandi er nú á hælunum á innbrotsþjófi sem kemur kunnuglega fyrir sjónir. Mynd teiknara af hinum grunaða minnir sterklega á John Major, forsætisráðherra Bretlands. Lög- reglumenn í Cambridgeskíri vUja ræða við manninn vegna fjölda þjófnaða sem framdir hafa verið í grennd við heimili forsætis- ráðherrans í Huntingdon-kjördæmi. Maðurinn á myndinni er grunaður um að hafa haft reiðufé'og verðmæti af öldruðu fólki í bænum Warboys. Talsmaður lögreglunn- ar sagði allir sem sæju myndina héldu umyrðalaust að hún værí af forsætisráð- herranum. Háaldraður prófarkalesari ÞEGAR félagsmálafulltrúar rituðu Au- drey Stubbart bréf og báðu hana að koma til viðtals við þá neyddist hún til að valda þeim vonbrigðum. „Ég komst ekki þá um daginn," sagði Stubbart, sem nýlega varð 100 ára gömul, „vegna þess að ég þurfti að vera í vinnunni." Hún er líklega heimsins elsti prófarkalesarí og dálkahöfundur, vinnur 40 tíma á viku hjá blaðinu The ExaminerMún hóf störf til bráðabirgða fyrir 33 árum, eftir að hafa þurft að hætta vinnu hjá útgáfufé- lagi vegna aldurs. ÁSTA María Gunnarsdóttir, 6 ára, hefur eins og aðrir Seyðfirðingar tekið þátt í að undirbúa bæinn fyrir afmælishátíð í tilefni 100 ára afmælis Afmælisblóm fyrir bæinn Morgunblaðið/RAX kaupstaðarins. Afmælishátíðin hefst á fimmtudaginn. ¦ Afmælisbarnið sparibýst/B 10 Vangaveltur breskra fjölmiðla um hugsanlega arftaka Hurds Segja að með Hurd hverfi „alþjóðleg stjarna" London. Tbe Daily Telegraph, Reuter. YFIRLÝSING Douglas Hurds, utanríkisráð- herra Bretlands, um að hann hygðist láta af embætti í næsta mánuði hefur kynt mjög undir vangaveltum um hver muni taka við utanríkisráðuneytinu í næsta mánuði. Flestir hafa veðjað á Malcolm Rifkind, varnarmálaráðherra, en í gær lét The Daily Telegraph í rjósi í leiðara þá skoðun að Rif- kind gæti ekki talist rétti maðurinn í starfið. Douglas Hurd er 65 ára gamall og hefur verið ráðherra í 16 ár, þar af 6 ár sem utan- ríkisráðherra. Hann hefur sýnt að hann er hallur undir tengsl við Evrópusambandið, og það hefur aflað honum óvinsælda meðal margra flokksfélaga. Þótt hann hafi verið umdeildur heima fyr- ir hefur hann notið virðingar meðal ráðherra í Evrópu, og fullyrða breskir fjölmiðlar að þegar hann lætur af embætti hafi Bretar ekki einungis orðið af verðugum fulltrúa, heldur einnig af alþjóðlegri stjörnu. Auk Rifkinds hafa Ian Lang, ráðherra Skotlandsmála, og Michael Portillo, atvinnu- málaráðherra, verið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Hurds. íhaldsmenn á hægri vængnum eru heldur fylgjandi þeim síðar- nefnda, sem hefur verið harður andstæðing- ur Evrópusambandisins. Leiðarahöfundur The Daily Telegraph seg- ir að Rifkind hafi það helst sér til ágætis að hann hafi staðið sig vel sem varnarmála- ráðherra,og að hann sé hollur Major forsætis- ráðherra. Hins vegar hafi hann fyrst látið í það skína að hann væri Evrópusinni, en hafí síð- an breytt um skoðun og sé nú fullur efa- semda um ágæti Evrópusamstarfs. Með slíka afstöðu geti Rifkind varla talist heppilegur eftirmaður Hurds, ef Major'ætlar sér að friða þá flokksmenn sem eru óánægðir með Evr- ópustefnu flokksins. Otryggur stuðningur Ef marka má viðtöl við rúmlega hundrað þingmenn íhaldsflokksins, eða tæpan þriðj- ung þingflokksins, eru flestir á-bandi Majors í komandi leiðtogakjöri. Af þeim 87 þing- mönnum sem létu afstöðu sína uppi sögðust 75 myndu styðja forsætisráðherrann. Tölurnar kunna þó að vera villandi, því margir af þeim sem sögðust styðja Major hafa að undanförnu gagnrýnt hann mjög, bæði opinberlega og í samtölum við frétta- menn. KOHGARf RETT- ARSINS 10 EINS OG LOGANDI KVEIKIÞRÁÐUR 12 21 Við erum grjótkarlar r ¦* t ..- L^BHj IPP^^ , Jj jhjjff'jii- '"'- ¦ .-¦' '¦¦' :,¦•-:/: ^^hhl^h n R;í GAMLIR MUNIR MEÐ SÁL h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.