Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR k Sjálfvirk tilkynningarskylda og veiðieftirlitskerfi: Samnýting land- stöðva og gervitungla - Háskólinn og Marstar tæknilega undirbúin 111 I I 14* Það væri kannski árangursríkara að beina eftirlitskerfinu þangað sem vandamálin eru til í staðinn fyrir að hundelta sjómenn. Arsreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 1994 76 millj. króna halli HEILDARSKATTTEKJUR Mos- fellsbæjar námu 462 milljónum árið 1994. Heildarútgjöld námu 538 milljónum eða 76 milljónum umfram skatttekjur. Niðurstaðan er í samræmi við Qár- hagsáætlun ársins að því er fram kemur í frétt frá Mosfellsbæ. Gjald- færð íjárfesting á árinu varð 58 millj- ónir en eignfærð fjárfesting 111 millj. Umsvif bæjarsjóðs jukust frá ár- inu 1993. Skatttekjur jukust um 22 milljónir og rekstrargjöld um 19 milljónir. Reksturinn skilaði því 3 milljónum meira til framkvæmda árið 1994 en árið 1993. Afskriftir Við vinnslu árshlutauppgjörs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 1994 kom í ljós að nokkur hluti þeirra krafna sem færðar voru meðal útistandandi skulda voru tapaðar. Um var að ræða fyrndar kröfur, allt frá árinu 1984, eða skuldari var orðinn gjaldþrota. í ársreikningi er tekið tillit til þessa og er 52 milljón króna framlag lagt á afskriftarreikning til að mæta þessum töpuðu kröfum. Raunbreyting á peningalegri stöðu bæjarsjóðs er að hún lækkar á árinu um 126 milljónir og er í árslok neikvæð um 313 milljónir. Samanstendur lækkunin af ijárfest- ingum umfram framlag rekstrar og niðurfærslu vegna tapaðra krafna. Heildarskuldir voru í lok árs 474 milljónir og höfðu hækkað um 67 milljónir frá síðastliðnu ári. Forsetaskipti í bæjarstjórn A fundi bæjarstjórnar Mosfells- bæjar 21. júní sl. tók Jónas Sigurðs- son, oddviti Alþýðubandalags, við sæti forseta bæjarstjómar af Þresti Karlssyni, oddvita framsóknar- manna. Stafrænn hljómur í Sljömubíói FRAMKVÆMDASTJÓRI Stjörnubíós, Karl Ottó Schiöth, ásamt góðum gestum frá kvikmyndatæknideild Sony-fyrirtækisins, Mary Jo Kuehne framkvæmdastjóra og Bill Mead aðstoðarforstjóra. SDDS er skammstöfunin fyrir nýtt hljómkerfí, sem Stjömubíó hefur komið upp í salarkynnum sínum. SDDS stendur fyrir „Sony Dynamic Digital Sound“ og er nýjasta hljóm- kerfið sem sérstaklega er framleitt fyrir kvikmyndahús. Sony fyrirtækið hóf sókn sína inn á kvikmyndatæknimarkaðinn árið 1989, þegar það festi kaup á Colomb- ia TriStar kvikmyndaframleiðslu- og dreifingarfyrirtækinu. Kvikmyndatæknideild Sony hefur lagt mikið í þróun hins nýja stafræna búnaðar fyrir kvikmyndahús. í Bandaríkjunum em nú þegar um 1000 kvikmyndahús útbúin SDDS- kerfínu og æ fleiri kvikmyndafram- leiðendur kjósa að dreifa sínum myndum í SDDS-tæku formi. Utan Bandaríkjanna hafa um 200 kvik- myndahús kosið að setja upp SDDS- kerfíð. Stjömubíó er fyrsta kvikmynda- húsið hérlendis til að setja nýja kerf- ið upp hjá sér. í tilefni af uppsetning- unni komu tveir háttsettir fulltrúar kvikmyndatæknideildar Sony-fyrir- tækisins til að kynna nýja búnaðinn. Bill Mead aðstoðarforstjóri al- þjóðaviðskipta og Mary Jo Kuehne, framkvæmdastjóri, lýstu kostum hins nýja kerfís fyrir blaðamanni Morgunblaðsins. Að sögn þeirra byggir kerfið ágæti sitt á því, að á hvora rönd fílmunnar sjálfrar er „prentuð“ stafræn hljóð- rás, og hafa báðar að geyma hljóð kvikmyndarinnar. Hljóðið er því „les- ið“ af tveimur rásum, sem eru hins vegar ekki alveg samhliða á fil- munni, þannig að jafnvel þó. fílmar. skaddist á einum stað hefur það engin áhrif á afspilun hljóðsins, þar sem alltaf er hægt að grípa til hinn- ar rásarinnar í slíkum tilfellum. Þetta segja Sony-fulltrúarnir að sé ótvíræður kostur, sem SDDS-kerf- ið hafí framyfir þau stafrænu kvik- myndahúsakerfi, sem fyrir eru á markaðnum. 20 hátalarar settir upp Beztu hljómgæði eru tryggð með tölvustýrðum aflestri hljóðsins í þar til gerðum tækjum (Digital Film Sound Reader og Digital Film Sound Decoder) og hágæða víðóma magn- ara- og hátalarakerfi. í Stjömubíói hafa verið settir upp 20 hátalarar, sem koma tæru digital-hljóðinu kröftuglega til skila. Er það von aðstandenda SDDS- kerfisins, að það megi verða til þess að gestir bíóhúsa njóti heimsóknar- innar betur og að kerfið hjálpi til að tryggja framtíð bíómenningarinnar. Unglingalandsmót UMFI Búist við 5.000 manns frá öllum landshornum IÞRÓTTAIÐKUN er stór þáttur í starfi Ung- mennafélags íslands og rís íþróttastarf félagsins hvað hæst á Unglingalands- mótum UMFÍ. í sumar verð- ur slíkt landsmót haldið í Húnavatnssýslum dagana 14.-16. júlí næstkomandi og er búist við góðri þátttöku. Sigurlaug Ragnarsdóttir er í undirbúningsnefnd fyrir landsmótið og segir að undir- búningur sé kominn vel á veg. Allt stefni í að þetta verði einhver stærsta útihá- tíð sumarsins, en búist er við um fimm þúsund manns á svæðið. / hvetju verður keppt á landsmótinu og hvar fer keppni fram? Keppnin fer fram á ýmsum stöðum í Húnavatnssýslum, enda um átta greinar að ræða. Það verður keppt í körfu- bolta og knattspymu á Blöndu- ósi, glímu og skák á Skaga- strönd, sundið fer fram á Hvammstanga, hestaíþróttir verða í Húnaveri, golfíð á golf- völlum Skagstrendinga og Blönduóss og loks verða fijálsar íþróttir á mótsstað í Bakkakoti. Hvernig er undirbúningi hátt- að fyrir landsmótið? Undirbúningur hefur náttúrlega falist í því að finna keppnisstaði fyrir allar greinarnar og greina- stjóra til að halda utan um hveija grein. Auk þess má nefna al- mennan undirbúning, eins og skipulagningu tjaldstæða og rútuferða á milli staða. Hvemig hefur gengið að fjár- magna mótshaldið? Við vorum mjög bjartsýn á að við fengjum nóg af styrktaraðil- um, en það hefur brugðist. Við gerðum okkur margar ferðir til Reykjavíkur og leituðum víða fanga, en fjáröflunin gekk mjög erfíðlega. Það var eins og flestir hefðu lagt allt sitt í heimsmeist- arakeppnina í handknattíeik og ekkert væri eftir handa okkur. Auðvitað voru það vonbrigði, því við höfðum talið þetta verðugt verkefni. Þarna verður saman- komið ungt fólk frá öllum lands- hlutum. Við verðum líklega að treysta á fyrirtæki í okkar heima- héraði, auk þess sem hver kepp- andi borgar fjögur þúsund krónur í skráningargjald. Hvað verður um að vera fyrir utan íþróttakeppnina? Það verður margt á boðstólum. Mótsetningin heppnast vonandi vel og síðan verða ýmsar aðrar uppákomur. Við verðum til dæm- is með varðeld í Selvík, sem er mjög falleg vík í Bakkakotslandi og efnt verður til fjöl- skyldudansleiks með hljómsveitinni Upplyft- ingu. Hvað verður þetta umfangsmikið mót? Þegar fyrsta unglingalands- mót UMFI var haldið á Dalvík árið 1992 voru keppendur um ellefu hundruð. Nú þegar hafa hins vegar urn 2.300 skráð sig á landsmótið, svo þetta mót verður töluvert umfangsmeira. Þar sem keppendur eru ungir að aldri má fastlega búast við þvi að fjöl- skyldur þeirra komi með þeim á mótið. Við reiknum með um fímm þúsund manns á svæðið í allt, en í þeim töium eru keppendur, fjöl- Sigurlaug Ragnarsdóttir ►SIGURLAUG Ragnarsdóttir er aðalbókari hjá sýslumannin- um á Blönduósi. Hún var skipuð í undirbúningsnefnd fyrir Ungl- ingalandsmót UMFÍ um mitt síðastliðið ár og nefndin hefur fundað að minnsta kosti einu sinni í viku alveg síðan í október í fyrra. Hún hefur tekið virkan þátt bæði í starfi Ungmennafé- lagsins Hvatar á Blönduósi, þar sem hún hefur setið í stjóm, og svo Ungmennasambands Aust- ur-Húnavatnssýslu. Sigurlaug er gift Þórði Pálma Þórðarsyni húsasmíðameistara og eiga þau fjögur böm. Fjáröflun gekk mjög erfiðlega skyldur þeirra og starfsmenn mótsins. Hverniggerðist það að þú byrj- aðir að vinna fyrir UMFI? Það má segja að þátttakan hafi komið af sjálfu sér því ég á unglinga sem keppa bæði í frjáls- um og fótbolta á landsmótum. Ég sé ekki eftir neinum af þeim tíma sem ég legg í þetta. Vinna við æskulýðsmál gefur manni al- veg heilmikið og öflugt foreldra- starf skilar okkur sjálfstæðum og heilbrigðum einstaklingum. Er það ekki það sem við stefnum öll að? Manstu eftir einhverri skemmtiiegri uppákomu úr starf- inu? Það hefur margt skemmtilegt drifið á daga manns á Ungmenna- félagsmótum. Ég man eftir einu skipti, frá því ég var unglingur, sem kom svolítið aftan að sjálfri mér. Þá átti að fara fram íþrótta- mót og þar sem ég bjó á Blöndu- ósi komst ekkert annað að hjá mér en Hvöt. Valdimar Guðnason, sem er formaður undirbúnings- nefndarinnar fyrir landsmótið, var þá mjög virkur fyrir sitt félag, Vorboðann. Hann kom að máli við mig og spurði hvort ég ætlaði ekki að keppa í há- stökki. Ég svaraði því að sjálfsögðu játandi, enda hafði ég mjög gaman af þessu. Þannig fóru leikar að ég hafn- aði í fyrsta sæti í hástökkinu og varð auðvitað mjög upp með mér. Þegar kom að verðlaunaaf- hendingu komst ég hins vegar að því, mér til mikillar hrellingar, að Valdimar hafði skráð mig í keppni fyrir Vorboðann, en ekki Hvöt. Hann var himinlifandi með úrslitin, en félagar mínir hugsuðu mér þegjandi þörfina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.