Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 17 LISTIR Sönnustu myndirnar úr íslenskum raunveruleika BÓKMENNTIR Kvikmy ndabók „ICELANDIC FILMS“ eftir Peter Cowie. Kvikmyndasjóður Íslands 1995. G. Bcn.Edda hf. prentaði. 79 bls. Verð 2.500 kr. EKKI ER til mikið af rituðu máli um íslenskar kvikmyndir þ.e.a.s. leiknar bíómyndir í fullri lengd enda listgreinin ung að árum. Það er helst að Kvikmyndasjóður íslands hafi gefið út kynningarbæklinga með snaggaralegum upplýsingum um hveija mynd fyrir sig og um íslensku leikstjórana. Nú hefur sjóðurinn bætt um betur og fengið breska kvikmyndafræðinginn Peter Cowie til að skrifa lengri og ítarlegri kynn- ingarbók fyrir safnið. Hún er á ensku og því greinilega ætluð útlendingum enda skiptir miklu að kynna þeim íslenskar bíómyndir. Cowie er þekkt- ur í kvikmyndaheiminum fyrir út- gáfu „The International Film Gu- ide“, sem „Yariety" útgáfan hefur nú keypt, og sem sérstakur áhuga- maður um norræna kvikmyndagerð og mun nafn hans eitt gefa bókinni ákveðinn gæðastimpil. „Icelandic Films“ er prýðilega unnið kynningarrit og fyrir landann er gaman að kynnast sjónarhomi og skoðunum Cowies. Hann virðist mjög vel inni í málum og hefur kynnt sér gjörla íslenska kvikmyndagerð bæði sögu hennar og þá sem standa í kvikmyndagerð. Hann skiptir bíó- myndunum efnislega í flokka og spyrðir saman út frá því og inniheld- ur hver kafli eina ákveðna bíótegund eins og gamanmyndir, sögulegar myndir, barnamyndir o.s.frv. Hver kafli er síðan byggður upp á blöndu af sögulegri samantekt, viðtölum við leikstjóra, gengi mynd- anna í miðasölunni og gagnrýni Cowies á myndirnar. „Icelandic Films“ minnir á upplýs- andi bók hans um sænskar kvikmyndir sem sarnska kvik- myndastofnunin gaf út fyrir réttum tíu árum. Cowie byijar á inn- gangskafla þar sem hann rekur söguna frá 1906 þegar Gamla Bíó var opnað og til þess er Kvikmyndasjóðurinn var stofnaður. Upphaf kvikmyndavorsins er rakið með Landi og sonum og Óðali feðranna, sem feng- ust við svipuð viðfangefni og voru frumsýndar á sama árinu. Þar kem- ur fram að við eigum Jóni Her- mannssyni að þakka hækkað miða- verð á íslenskar myndir. Cowie rekur hinnar ólíku aðferðir Ágústs Guð- mundssonar og Hrafns Gunnlaugs- sonar við að vinna úr íslendingasög- unum í kaflanum um sögulegar myndir og fjallar um Atómstöðina. Tveir næstu kaflar fjalla um myndir sem takast á við yfimáttúru- leg efni eða náttúruna sjálfa og seg- ir Cowie íslendinga líta á hið yfím- áttúralega sem part af tilveranni. Skýrir það kannski þróunina á tíma- bilinu úr raunsæjum sveitalífsmynd- um yfir í töfraraunsæi Friðriks Þórs. Saga gamanmyndanna ar rakin frá Lífsmyndum Þráins Bertelssonar til Stutts Frakka og barnamynda frá Punktur, punktur, komma strik til Bíódaga en Veiðiferðinni er alfarið sleppt. Rokk í Reykjavík er eina heimildarmyndin sem flýtur með bíó- myndunum og er í kafla með tónlist- armyndum eins og Með allt á hreinu og Hvítum máfum ásamt Karla- kórnum Heklu og Veggfóðri, þótt sú síð- astnefnda eigi kannski frekar heima í kaflan- um um gamanmyndir. Og loks tekur hann fyr- ir glæpamyndimar Morðsögu, sem Cowie líkir við verk' Claude Chabrol, Ryð og Fox- trot. Það er alltaf erfitt að draga myndir ná- kvæmlega í dilka en flokkun Cowies virðist nokkumveginn ganga upp. Hættan sem steðjar að íslenskri kvikmyndagerð í framtíðinni að mati höfundarins er að hin sérís- lenska menning týnist í samvinnu- verkefnum sem íslenskir kvikmynda- gerðarmenn verða að efna til vegna fjárskorts hér heima. Þess hefur ekki gætt í miklum mæli ennþá en eins og Cowie segir í niðurlagsorðum þá staðfesta bestu verk leikstjóranna okkar að sönnustu myndirnar eru þær sem spretta úr íslenskum raun- veruleika og fjalla um hversdagsleg tilvik og sérstakar persónugerðir. Það má ekki gerast að við töpum þjóðareinkennunum í bíómyndagerð- inni. Fjöldi mynda er í bókinni og frá: gangur allur er til fyrirmyndar. í lokin era birt æviágrip íslensku leik- stjóranna. Bók Cowies vekur upp þá spumingu hvort ekki sé kominn tími á íslenska bók eftir íslenskan höfund um íslenskar bíómyndir á íslensku fyrir íslendinga. Arnaldur Indriðason Peter Cowie Djass frá Noregi STÓRHLJÓMSVEITIN Soknbe- dals Storband frá Þrándheimi er stödd hér á landi. Hún mun leika í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag sunnudag kl. 16 og í boði Tónlist- arskóla Akraness á mánudag kl. 9. Aðgangur að báðum hljómleik- unúm er ókeypis. Hljóinsveitin hefur starfað lengi. Sljómendur sveitarinnar era Torstein Kubban trompet- leikari og Inge Solem sem leikur á altosaxófón. VELORF FYRIR. VANDLATA TANAKA 422 vélorf fyrir bæjarfélög- og verktaka 2,3 hö. kr. 41.61 0 stgr. TANAKA 355 vélorf fyrir sumarbústaði 2,0 hö. kr 39.710 stgr. TANAKA 4000 vélorf fyrir heimili og sumar- bústaði 0,8 hö. kr.17.955 stgr. TANAKA 2800 heimilisvélorf 0,9 hö. kr. 16.055 stgr. 'úrk' VETRARS0L Hamraborg 1-3, norðanmegin Kópavogi. 564 18 64 BMW 316i árg. 1992, blásanseraöur, ekinn 40.000 km. Reyklaus. Sumar og vetrardekk, álfelgur, geislaspilari o.fl. Upplýsingar í síma 553-9373. Gigtarfólk athugið! Ný símanúmer Gigtarfélags íslands eru: Skrifstofa 553 0760 löjuþjálfun 568 7652 Sjúkraþjálfun 553 5310 Læknir: Júlíus Valsson, gigtarsérf. 553 0760 Gigtarfélag íslands. USA Golfsett með TRUE TEMPER stálsköftum Heilsett (8 járn og 3 tré) kr. 18.990 Heilsett m/ poka/pútter & kylfu-hlífum kr. 26.990 Golfsett með PARAGON grafít-sköftum Heilsett (8 járn og 3 tré) kr. 38.990 Heilsett m/ poka/pútter & kylfu-hlífum kr. 47.990 Tour Excess 90 Lithium Surlyn (Oover 1 19 kr/stk RAM TOUR BALATA 249 kr/ stk GOLF verslun, Strandgötu 28, Hafnarf., S: 565 1402 Ég hef hafið störf á Hár~ og snyrtistofunni Hrönn, Suðurlandsbraut 4 (Skeljungsftúsinu), símar 553 7145 og 581 1750. Hlakka til að sjá ykkur öll. Guðrún Skúladóttir. Márgreiðshi- og snyrtistofan ttrönn Trjáplöntur - runnar - túnþökur Á meðan birgðir endast eru eftirtaldar tegundir á sérstöku tilboðsverði: Runnamura kr. 290, blátoppur kr. 280, hansarós kr. 320, alparifs kr. 310, hafþyrnir kr. 310, gljámispill kr. 110-130, gljávíðir kr. 75-80, alaskavíðir brúnn kr. 60, birkikvistur kr. 280, birki kr. 290, snjóber kr. 290, sunnukvistur kr. 340, skripmispill kr 310. Að auki blágreni, fura, einir, sitkagreni og birki með mikl- um afslætti. Ennfremur túnþökur heimkeyrðar kr. 95 á fm. Sóttar á staðinn kr. 70 á fm. Verið velkomin. Trjáplöntu- og túnþökusalan Núpum, Ölfusi, beygt til hægri við Hveragerði. Opið alla daga frá kl. 11 -21, símar 483 4995, 892 0388 og 483 4388. TILBOÐSVERÐ 165 Itr. Kr. 6.300.-stgr. 420 Itr. Kr. 9.900.-stgr. | Ivöföldu plasti, með holrúmi á milli, sem hitaeinangrar líkt og hitabrúsi. Afar hátt hitastig, allt að 70“ sér um að lífrænn úrgangur rotnar fljótt og vel. NEUDORF kassarnir eru vandaðir og þægilegir í samsetningu. Tvær stærðir fáanlegar. NEUDORF í Þýskalandi framleiði.r einnig efnið "Radivit". Það inniheldur lífræna gerla sem fiýta rotnun lífræns úrgangs til muna. áákl , VETRARSOL Hamraborg 1-3, Kópavogi. S. 5641864

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.