Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 25
24 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 25
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TILLAGA A AL-
ÞINGIUM VEIÐI-
LEYFAGJALD
Þingmenn Þjóðvaka lögðu fyr-
ir nokkrum vikum fram á
Alþingi þingsályktunartillögu um
veiðileyfagjald. Tillaga þessi er
enn eitt dæmi um að vaxandi
fylgi er við hugmyndir um að
taka gjald af útgerðinni fyrir af-
not af auðlindinni. Meðal þeirra
þingmanna Þjóðvaka, sem leggja
tillöguna fram er Ágúst Einars-
son, einn helzti hluthafi í Granda
hf.
Með þingsályktunartillögunni
fylgir vönduð greinargerð, sem
Morgunblaðið birti í heild sl.
fimmtudag. í upphafi hennar seg-
ir m.a.: „Eignarréttur þjóðarinn-
ar á fiskimiðunum er ótvíræður,
þótt útgerðin fái tímabundinn
afnotarétt til að draga þann fisk
úr sjó. Þessi tímabundni afnota-
réttur felst í úthlutun veiðileyfa.
Það gildir um veiðileyfi eins og
annað, sem er af skornum
skammti, að þau eru ávísun á
verðmæti. Þar sem ekki er unnt
að hafa fijálsar veiðar hér við
land eins og var á árum áður
vegna hættu á ofveiði og óhag-
kvæmum útgerðarháttum verður
ríkisvaldið að úthluta veiðiheim-
ildum eða stýra veiðum eftir öðru
fastmótuðu skipulagi. Þessi út-
hlutun verðmæta hefur verið án
gjaldtöku hingað til, þótt vísi að
slíku gjaldi megi finna í lögum
um Þróunarsjóð íslands. Veiði-
leyfagjald mundi staðfesta þjóð-
areign á fískimiðunum og slík
skipan stuðlar einnig að skyn-
samlegri framþróun í efnahags-
málum.“
Þingmenn Þjóðvaka benda á
að réttlætissjónarmið sé ein
helzta röksemd fyrir veiðileyfa-
gjaldi og segja: „Hér er átt við
að það særir réttlætiskennd
manna, að verzlað sé með veiði-
heimildir og þeir, sem fengu þeim
úthlutað upphaflega, geti hagn-
ast verulega með því að selja þær
eða leigja. Þeir hafi ekkert greitt
fyrir þær, hvorki við úthlutun í
upphafi né árlegt leigugjald."
Síðan eru raktar aðrar rök-
semdir fyrir veiðileyfagjaldi, svo
sem að mikill hagnaður muni
safnast saman innan útgerðar-
innar, þegar fram líða stundir,
sem ætti að dreifast meðal lands-
manna allra. Ennfremur að því
sé haldið fram, að með veiðileyfa-
gjaldi sé hægt að draga úr óhag-
kvæmri sókn vegna kostnaðar-
aukans af gjaldinu fyrir útgerð-
ina, að veiðileyfagjald verði leið
til sveiflujöfnunar í sjávarútvegi
og fleira.
í greinargerð Þjóðvakaþing-
manna er ábending, sem ástæða
er til að taka eftir. Þar segir:
„Umræðan um kvótakerfið er í
reynd tvíþætt. Annars vegar er
rætt um fiskveiðistjórnunarkerf-
ið, t.d. hvort notað er aflamark
eða sóknarmark, takmarkanir á
einstök veiðarfæri, svæðalokanir
eða takmarkanir á einstakar
gerðir fiskiskipa, framsalsmögu-
leikar, verðmyndun o.fl. þess
háttar. Hins vegar er svo umræð-
an um veiðileyfagjaldið, sem
tengist réttlæti, öðrum atvinnu-
rekstri og tekjuskiptingu í þjóðfé-
laginu. Þessu er oft blandað sam-
an í opinberri umræðu og er það
miður." Undir þessa athugasemd
getur Morgunblaðið tekið enda
hefur blaðið 5 umfíöllun sinni um
þessi málefni leitast við á undan-
förnum mánuðum að skilja þarna
á milli.
Þá er í greinargerðinni fjallað
um ýmsar aðferðir til þess að
leggja á veiðileyfagjald. Bent er
á sölu veiðileyfa á opinberu upp-
boði. Að útgerðin greiði í eitt
skipti gjald fyrir veiðileyfi „og
yrði afnotarétturinn þá eign í
þeim skilningi að vildu stjórnvöld
breyta kerfinu yrði að taka þenn-
an rétt eignarnámi og greiða
bætur þar sem aðilar hefðu þegar
greitt fyrir réttinn. Og þingmenn-
. irnir bæta við um þetta atriði:
^Þess má geta, að hugmyndir
Árna Vilhjálmssonar, stjórnar-
formanns Granda eru í þessa átt.
Einna eftirtektarverðast í þessu
sambandi er, að áhrifamaður í
sjávarútvegi hefur tekið undir
sjónarmið um veiðileyfagjald."
Þá er vikið að þeim möguleika
að dreifa veiðileyfum milli allra
landsmanna og leyfa viðskipti
með þau. Ennfremur er rætt um
sérstaka skattlagningu á sjávar-
útvegsfyrirtæki í tekjuskatts-
kerfínu, árlegt gjald á hvert út-
hlutað þorskígildi og loks þá hug-
mynd, sem töluvert hefur verið
rædd, að leggja á veiðileyfagjald,
lækka síðan gengið en nota gjald-
ið til að lækka virðisaukaskatt
þannig að almenningur verði ekki
fyrir tekjutapi vegna gengislækk-
unar. Þingmennirnir benda enn-
fremur á þann möguleika að
blanda saman einhveijum af
þessum aðferðum.
Með tillögunni og ítarlegri
greinargerð, sem væntanlega
verður tekin til umræðu á Alþingi
í haust hafa þingmenn Þjóðvaka
lagt grundvöll að því að málefna-
legar umræður fari fram um
þetta stórmál á Alþingi, en tæp-
ast er hægt að segja, að það hafi
gerzt fram að þessu, þrátt fyrir
miklar umræður í þjóðfélaginu.
HELGI
spjall
DANTE FER í
fylgd Beatrísu til
fyrsta himins og síðan
halda þau áfram til
tunglsins og stjam-
anna, Merkúr í öðrum
himni og Venusar í
þriðja himni og VIII kviðu. Síðan
til sólar þarsem þau hitta dýrlinginn
Thomas Akvínas, Franz frá Assisi
í næstu kviðu og fleiri dýrlinga og
í 5. himni eða XIV kviðu koma þau
til Marz þarsem em sálir þeirra sem
hafa dáið í bardögum fyrir heilaga
trú, en þar er meðal annarra Cacc-
iaguida, langalangalangafí skálds-
ins sem var uppi um miðja 12. öld,
tók þátt í 2. krossferðinni, barðist
við múslíma og féll. Hann segir
Dante frá forfeðrum hans og hollt
sé að draga ályktanir af lífi þeirra.
Hann lýsir-Flórens og ágæti hennar
á þeim tímum þegar hann var á
dögum. Það var áðuren spillingin
eyðilagði borgina. Þá lifði fólk hóf-
samara lífi en uppúr 1300 þegar
Dante er á þessu ferðalagi. Fólk
var hófsamara, fíölskyldur sterkari,
auðurinn minni og ásóknin inní
borgina ekki hin sama og síðar
varð. Nú hafi Flórens fyllzt af inn-
flytjendum, þeir hafí spillt borginni •
og séu höfuðforsenda þeirra vanda-
mála sem upp hafa risið á dögum
Dantes. Þá voru engir í útlegð, allt
hafí þróazt á hinn verra veg, konur
klæði sig nú glannalega og böm
alist upp án feðra sinna því þeir séu
lítið heima og margir í verzlunarer-
indum í nálægum löndum til að
afla fjár svoað ástandið er síður-
ensvo gott. Ejóðfélaginu hafí sem-
sagt hrakað og horfí til vandræða
og lyklabömin þvælist um alla borg.
Sjálfur verði Dante útlægur ger en
hann verði að yrkja Hinn guðdóm-
lega gleðileik og segja sannleikann
hvaðsem það kosti.
Hann eigi að vera spá-
maður og krossferða-
riddari. Spámaður er
sá sem brýtur niður -
og byggir nýtt.
Hafa menn heyrt
þetta áður um föðurlausu bömin;
um upplausn fíölskyldunnar; um
heimilin; um spillinguna; um inn-
flytjenduma, blöndun þeirra og inn-
fæddra og hörmungamar sem af
þessu leiði öllusaman?! Eða er ein-
hver sem heldur að Hinn guðdóm-
legi gleðileikur sé einungis úreltur
vitnisburður um hræsnara, syndara
og heilaga menn miðaldanna? Ó,
nei. Hér er nútímalegt mannlíf,
Árbæjarsafn iðandi af vandamálum
allra tíma svoað vitnað sé í uppá-
haldsorðalag þeirra sem þykjast
vera öðrum meiri samtímamenn
samtímans!
Við höldum síðan ferðinni áfram
inní VII himin og þau fyrirheit sem
sannkristnum mönnum eru ætluð í
þessari skáldlegustu veröld allra
tíma. Hitt er svo annað mál að ég
sé ekki betur en Dante og Helgi
Pjeturss eigi það sameiginlegt að
fjalla um endurfæðingu framliðinna
á nálægum stjörnum. Semsagt,
ekkert er nýtt undir sólinni og það
skyldi þó ekki vera að trúarskáldið
mikla og höfundur Hins guðdóm-
lega gleðileiks sé í raun og veru
einskonar nýalisti þegar öllu er til
haga haldið! Aðvísu ferðast Dante
um sólkerfí okkar með táknrænum
hætti þarsem stjömurnar eiga að
segja sína sögu um þá sem þar
dveljast. En hvaðsem því líður er
það nógu kristileg afstaða að dómi
skáldsins að gera ráð fyrir búsetu
framliðinna í þeim vistarvemm sem
blasa við augum okkar á stjömu-
björtum nóttum. En hver veit þá
nema Helgi Pjeturss hafí yfírfært
táknræna merkingu Gleðileiksins
og lagað hann að hugmyndum sín-
um um stjamfastan vemleika að
lífi loknu. Þar hefst persóna manns-
ins í annað veldi einsog Dante lýsir
raunar í verki sínu og við erum svo
sannarlega minnt á það í XVI kviðu
Hreinsunareldsins að jarðnesk ver-
öld okkar sé blind, einsog komizt
er að orði. Lamb guðs, einnig tákn-
ræn skírskotun, sé þess megnugt
að hreinsa af okkur syndimar.
Kristindómurinn hefur auðvitað
hreinsazt í aldanna rás. Þannig var
hreinsunareldurinn búinn til á 4.
eða 5. öld e.Kr., sumir telja af
Ágústínusi. Kristindómurinn þurfti
á þessum biðstað að halda svoað
iðrandi syndarar ættu einhveija von
um hjálpræði. í Nýja testamentinu
er einungis lýst víti eða helvíti; og
paradís eða himnariki. Það em ein-
hverskonar áfangastaðir. En
hreinsunareldurinn er afturámóti
einskonar hugmynd; vonameisti
fyrir þá sem iðrast synda sinna og
vilja ná áttum. Þar em bæði dagur
og nótt, í helvíti er eilíf nótt en í
himnaríki eilífur dagur. Og það er
í þennan eilífa dag sem menn sóttu
á dögum Dantes einsog flugur í
hunang og kannski býr þessi þrá
með okkur enn í dag en þó er mér
nær að halda að það sé um himna-
ríki og helvíti einsog hreinsunareld-
inn; allt sé þetta hugarástand
mannsins á jörðinni; líðan okkar hér
og nú. Sjálft fyrirheit kristninnar
er afturámóti líf og upprisa og til
séu hentugar vistarvemr fyrir
hvern og einn - en það taldi Páll
ísólfsson merkustu setningu Bibl-
íunnar, mikilvægasta fyrirheitið: að
í húsi föður míns em margar vistar-
vemr. M
(meira. næsta sunnudag)
SAMBAND ÍSLENZKRA
sveitarfélaga var stofnað
fyrir fímmtíu árum, nánar
tiltekið 11.-13. júní árið
1945. Aðalhvatamaður að
stofnun þess og fyrsti for-
maður var Jónas heitinn
Guðmundsson, þá eftirlits-
maður sveitarstjómarmálefna, en hann
átti að baki áratuga störf sem bæjarfull-
trúi og alþingismaður. Jónas varð síðar
ráðuneytissijóri í félagsmálaráðuneytinu.
Hann var einróma kjörinn fyrsti heiðursfé-
lagi sambandsins árið 1967.
Fimmtíu og þijú sveitarfélög töldust
stofnendur. í undirbúningsnefnd sátu, auk
Jónasar, Guðmundur Ásbjömsson, forseti
bæjarstjómar í Reykjavík, og Bjöm Jó-
hannesson, forseti bæjarstjómar í Hafnar-
firði. Þeir og aðrir forystumenn lögðu horn-
steina að farsælu starfí. Tveir þeirra, er
sátu stofnfundinn fyrir fímmtíu áram, sátu
einnig hátíðarfundinn í Háskólabíói í til-
efni af fímmtíu ára afmælinu, sunnudaginn
11. júní síðastliðinn, þeir Eiríkur Pálsson,
fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, og
Karvel Ögmundsson, lengi sveitarstjómar-
maður í Njarðvíkum.
VILHJALMUR Þ.
Vilhjálmsson, for-
maður Sambands
íslenzkra sveitarfé-
Hornsteinar
íslenzks
stiórnkprfis la®a’ sa®ði m-a- á
SLJOrnKerilS hátíðarfundinum:
„Sveitarfélögin hafa frá upphafí byggð-
ar í landinu verið homsteinninn í stjórn-
kerfi þess. Framkvæmdavald sveitar-
stjómanna á sér lengri sögu hérlendis en
ríkisvaldið og sjálfstæði sveitarfélaganna
innan þjóðveldisins foma var eitt helzta
sérkenni stjómarfyrirkomulagsins. Þegar
litið er á sögu og hlutverk sveitarfélag-
anna í stjórnskipan landsins er Ijóst, að
þau hafa átt stóran þátt í að styrkja lýð-
ræðið í landinu og efla sókn þjóðarinnar
til framfara á mörgum sviðum.
Saga sambandsins er samofin starfí
sveitarfélaganna og eðlilega hefur mikil
breyting átt sér stað í störfum þess, sam-
hliða breyttum þjóðlífsháttum og auknu
umfangi sveitarfélaganna. Þó hafa gmnd-
vallaratriðin í störfum og stefnu sam-
bandsins ekki breytzt. Við stefnum að því
að sveitarfélögunum verði falin meiri
ábyrgð, fleiri verkefni og um leið verði
fjárhagslegt og stjónarfarslegt sjálfstæði
þeirra tryggt. I þessum efnum hafa marg-
ir og mikilvægir áfangar náðst fyrir for-
göngu Sambands íslenzkra sveitarfélaga
og í starfi sínu í 50 ár hefur sambandið
skapað sér þann sess í íslenzku þjóðlífi,
að hvorki verður framhjá því gengið né
án þess verið.“
Stærsti
verkefna-
flutning-ur-
inn
MEÐ NÝJUM
lögum um gmnn-
skóla er stigið eitt
stærsta skref sem
stigið hefur verið í
verkefnatilfærslu
frá ríki til sveitarfé-
laga - og til vald-
' dreifingar í skólakerfinu. Sveitarfélögin fá
til umsýslu á næsta ári, þegar lögin taka
gildi, einn mikilvægasta málaflokk sem til
þessa hefur verið fenginn þeim í hendur.
Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri
Sambands íslenzkra sveitarfélaga, kemst
svo að orði í forystugrein Sveitarstjórnar-
mála (5/1994);
„Sveitarfélögin hafa gegnt þýðingar-
miklu hlutverki í uppbyggingu grannskól-
anna og gengist fyrir því víða um land,
langt umfram lagalegar skyldur sínar, að
tryggja skólastarf. Fimmtánda landsþing
sveitarfélaga hafði þó skýra fyrirvara
varðandi afstöðu til yfírfærslu grunnskóla
kostnaðar til sveitarfélaga:
* 1) Að fullt samkomulag náist milli
ríkis og sveitarfélaga varðandi flutning
verkefna og tekjustofna til sveitarfélag
anna til að standa undir þeim aukna kostn-
aði er yfirtökunni fylgir, þannig, að gmnn-
skólanám allra bama í landinu verði
tryggt.
* 2) Vanda sveitarfélaga sem yfirtaka
hlutfallslega háan grunnskólakostnað mið-
að við tekjur verði mætt með jöfnunarað-
gerðum.
* 3) Að fullt samkomulag náist milli
ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélaga kenn-
ara um kjara- og réttindamál kennara,
þ.m.t. meðferð lífeyrisréttinda.
Að þessu fyrirvömm uppfylltum er ekk-
ert því til fyrirstöðu að sveitarfélögin yfír-
taki hlutdeild ríkisins í rekstrarkostnaði
grunnskólanna...“
Fræðslu-
skrifstofur
MARGUR HEFUR
velt því fyrir sér,
hver verði framtíð
fræðsluskrifstofa
eftir fiutning alls
reksturs gmnnskóla til sveitarfélaga.
Trausti Þorsteinsson komst svo að orði í
erindi fluttu á fulltrúaþingi Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga 10. júní sl.:
Eitt af hlutverkum fræðsluskrifstofa
var og hefur verið að hafa með höndum
eftirlit með skólastarfí í fræðsluumdæm-
unum. Þær veita kennsluráðgjöf og hafa
faglega umsjón og eftirlit með nýbreytni-
og þróunarstarfí og sérkennslu í skólum
umdæmisins, ásamt því að halda uppi sál-
fræðiþjónustu til leiðbeiningar foreldrum
og starfsmönnum skóla um uppeldi nem-
enda sem eiga við sálræna, tilfínningalega
og félagslega örðugleika að stríða ...
í nýjum lögum er ekkert ákvæði um
skiptingu landsins í fræðsluumdæmi né
neinn samræmingaraðila fyrir sveitarfé-
lögin, en þess í stað skilið eftir hjá þeim
á hvern hátt þau skipa þeim málum eftir
að þau hafa tekið við verkefninu. Lögin
kveða þó á um að sveitarfélögum sé skylt
að sjá skólum fyrir sérfræðiþjónustu sem
til þessa hefur verið veitt af fræðsluskrif-
stofum. Það er hins vegar lagt í hendur
sveitarfélaga með hvaða hætti þjónustan
verði veitt og henni komið fyrir.
Samkvæmt lögum um félagsþjónustu
sveitarfélaga ber þeim að veita foreldrum
og ungmennum ýmiss konar ráðgjöf vegna
erfiðleika sem að þeim steðja. Eins og all-
ir þekkja hafa sveitarfélög sinnt þessu
hlutverki sínu misvel. Það hefur leitt til
þess að aðrar þjónustustofnanir sem hafa
svipað skilgreint hlutverk hafa setið uppi
með úrlausn þeirra verkefna sem sveitarfé-
lögin annars hefðu átt að sinna eða koma
að. Þetta hefur m.a. gert það að verkum
að skólar hafa í æ ríkari mæli kallað eftir
sálfræðiþjónustu frá fræðsluskrifstofum
REYKJAVÍKURBREF
Laugardagur 24. júní
og sökum þess hve þau mál eru brýn hafa
önnur störf sérfræðiþjónustunnar setið á
hakanum.
Margir líta til þess að ná megi fram
ákveðinni hagræðingu með samhæfíngu
sérfræðiþjónustu skóla og annarri þjónustu
sem sveitarfélögum ber skylda til að veita,
svo sem félagsþjónustu og þjónustu við
leikskóla.. .“
Trausti Þorsteinsson lauk máli sínu svo:
„Fræðsluskrifstofur hafa haft gagn-
merku hlutverki að gegna í starfsemi
gmnnskólans, þó svo að árlegar fjárveit-
ingar hafí ekki gert þeim kleift að rækja
hlutverk sitt eins og það er skilgreint í
lögum og reglugerðum. í umræðum um
kostnaðarmat verkefnisins og skiptingu
kostnaðar hefur komið fram að hluti af
fjárveitingum til fræðsluskrifstofa verði
eftir hjá ríkinu. Vandséð er að hægt sé
að reikna með því þar sem sveitarfélögum
mun ekkert af veita að halda öllu því fjár-
magni til að ná utan um þau verkefni sem
fræðsluskrifstofurnar hafa haft og sveitar-
félöjgum er gert að leysa eftir að þau hafa
tekið við öllum rekstri grunnskólans.“
Fjárhags-
staða sveit-
arfélaga
EINS OG FRÁ
var greint í forystu-
greinum Morgun-
blaðsins 11. og 22.
júní sl. hefur af-
koma og fjárhags-
staða sveitarfélaga versnað mikið síðustu
árin. Jafnvægi var á heildina litið í fjármál-
um þeirra árið 1990. Þremur áram síðar
var halli þeirra kominn langleiðina í fimm
milljarða króna. Þessi halli leggst við ríkis-
sjóðshallann þegar fjárhagsstaða hins op-
inbera er metin. Rekstrarhalli ríkis og
sveitarfélaga segir síðan til sín í vaxandi
lánsfjáreftirspurn með tilheyrandi áhrifum
á takmarkaðan lánsfjármarkað okkar.
Þessi þróun er ekki viðunandi.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður
Sambands íslenzkra sveitarfélaga, kemst
svo að orði um rekstrarhalla og skulda-
stöðu sveitarfélaga í forystugrein Sveitar-
stjómarmála:
„Helztu skýringar eru þær að tekjur
sveitarfélaga hafa farið lækkandi á sama
tíma sem rekstrargjöld sveitarfélaganna
hafa aukizt töluvert, ekki sízt í tengslum
við umfangsmiklar framkvæmdir þeirra á
mörgum sviðum, m.a. í skóla- og leikskóla-
málum og með byggingu íþróttamann-
virkja og stofnana fyrir aldraða. Einnig
hefur margvísleg félagsleg þjónusta sveit-
arfélaga vaxið mikið á undanförnum áram,
m.a. hefur fjárhagsaðstoð þeirra hækkað,.
Á JÓNSMESSUNÓTT
MBL/Ásdís
um tæplega 100% milli áranna 1992 og
1994.
Sveitarfélögin hafa ennfremur tekizt á
við atvinnuleysið með ýmsum hætti, m.a.
með átaksverkefnum ein sér eða í sam-
vinnu við Atvinnuleysistryggingasjóð. Auk
framlags úr Atvinnuleysistryggingasjóði á
áranum 1993 og 1994 lögðu sveitarfélögin
fram u.þ.b. 900 m.kr. í átaksverkefni. Auk
þessa námu álögur ríkisins á sveitarfélög-
in með lögregluskatti og framlögum sveit-
arfélaga í Atvinnuleysistryggingasjóð á
áranum 1992-1994 u.þ.b. 1,8 milljörðum
króna.
Skuldir sveitarfélaganna, aðallega hinna
stærri, hafa aukizt verulega á undanförn-
um áram. Á sama tíma hafa mörg hinna
minni sveitarfélaga náð umtalsverðum
árangri við að minnka skuldir sínar...“
Sníðaþarf
stakkað
vexti!
MBL/Snorri Snorrason
FRA ESKIFIRÐI
FORMAÐUR
Sambands ís-
lenzkra sveitarfé-
laga vísar veg út
úr fjárhagsvandan-
um með þessum
orðum:
„Staðan er einfaldlega þannig að það
verður að hægja á ferðinni, sem getur
verið mjög sársaukafullt í bili en skilar sér
þegar til lengri tíma er litið. Með öllum
ráðum verður að stöðva og draga úr skuld-
um sveitarfélaganna og um það verða
sveitarstjórnarmenn sjálfír að hafa for-
ystu. Fjárhagslegt svigrúm sveitarfélag-
anna almennt til að auka þjónustu og ráð-
ast í dýrar framkvæmdir er mjög takmark-
að um þessar mundir. Sveitarstjórnarmenn
verða að hafa kjark til að horfast í augu
við þessar staðreyndir og koma þeim til
skila til umbjóðenda sinna, þ.e. kjósenda.
Ýmsar sveitarstjórnir hafa möguleika
til að hækka skatta, bæði útsvar og fast-
eignagjöld, en sveitarstjómarmenn veigra
sér við að nýta þær heimildir, einkum
Vegna þess að skattar ríkisins hafa hækk'
að að undanfömu og mörgum finnst hæp-
ið að ganga legra á þeirri leið. ..“
Undir þessi orð skal tekið, þótt sveitarfé-
lögin hafi ekki fullnýtt lögleyfða 'tekju-
stofna sína. Reyndar kom það fram í til-
vitnuðu máli formannsins að ónýttir tekju-
stofnar sveitarfélaganna í heild síðastliðin
tíu ár nema um það bil 25 milljörðum
króna. Samt sem áður verður ekki fram
hjá því gengið að hið opinbera, ríki og
sveitarfélög, taka í sameiningu meira en
góðu hófi gegnir af aflatekjum fólks, bæði
í sköttum af launum og sköttum í verði
vöra og þjónustu. Reyndar hníga sterk rök
að því að æskilegt sé að vinda ofan af
skattheimtunni og rýmka þann veg um
ráðstöfunarfjármuni heimila og einstakl-
inga. Það opinbera þarf að halda eyðslu
sinni og skattheimtu innan hóflegs hlut-
falls eða „þaks“ af þjóðartekjum.
„...afkoma og
fjárhagsstaða
sveitarfélaga
(hefur) versnað
mikið síðustu ár-
in. Jafnvægi var á
heildina litið í
fjármálum þeirra
árið 1990. Þremur
árum síðar var
halli þeirra kom-
inn langleiðina í
fimm milljarða
króna. Þessi halli
leggst við ríkis-
sjóðshallann þeg-
ar fjárhagsstaða
hins opinbera er
metin. Rekstrar-
halli ríkis og
sveitarfélaga seg-
ir síðan til sín í
vaxandi lánsfjár-
eftirspurn með
tilheyrandi áhrif-
um á takmarkað-
an lánsfjármark-
að okkar. Þessi
þróun er ekki við-
unandi.“