Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 43
MOEGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 43 ÍÞRÓTTIR Mál Jean-Marc Bosman fyrir dómstól ESB Morgunblaðið/Rúnar Þór BJORN Axelsson, til hægrl, og Egill Orri Hólmgeirsson koma heim aö JaArl eftlr aö hafa leikið fyrrl níu holurnar. Eiga knattspymu- menn sama rétt og aðrir launamenn? » )\ )) J- hefðu farið til Kanada börn að aldri. Þar hefðu þau átt óblíða ævi og verið hálfgerðir þrælar, en Vesturf- ararnir okkar fengu að kynnast miklu striti eins og andvökuskáldið Stephan G. hefur lýst í mörgum ljóða sinna. Þessir forfeður Davids fengu síðan að eiga friðsamlegra ævikvöld í Bandaríkjunum á efri árum. David finnst notalegt að vita að hann skuli eiga rætur á íslandi. Hann þekkir marga í Ameríku sem eru af íslenskum ættum og nefnir norrænar og íslenskar nýlendur sem víða er að finna, m.a. í Seattle. Nú fer að líða að miðnætti. Ljós- myndararnir vita hvað er í vændum og þeir sem eru ekki búnir að stilla upp flýta sér út. íslensku ljósmynd- ararnir þekkja bestu staðina og vísa veginn. Allra augu beinast norður Eyjafjörðinn. Birtan er himnesk. En hvað er að gerast? Svo virðist sem sjóndeildarhringurinn hafi sogað skýin til sín og sólin nær ekki að bijótast gegnum þykknið. Vonbrigð- astunurnar eru þó ekki háværar því útsýnið er engu að síður fagurt. Sólbökuð ský á albjartri nóttu. „Hveijum datt í hug að byggja þessi hús þama?“ spyr Tom Hopkins hneykslaður. Hann bendir á tvö hæstu fjölbýlishús Akureyrar sem nýlega voru byggð í Giljahverfi. Kvörtun hans er réttmæt. Húsin eru í miðri sjónlínu og skemma heildar- myndina. Við þessu er ekkert að gera. Augnablikið er fest á filmu og erlendu ljósmyndararnir huggaðir með því að spáin fyrir föstudags- kvöld sé afar hagstæð og óhætt að lofa mikilli miðnætursól. „Óskaplega gaman“ Keppendur eru farnir að tínast inn en þeir síðustu eru þó ekki væntan- legir fyrr en klukkan fjögur um nótt- ina. Sögur af misjöfnum árangri kvisast út. Þekktur kylfingur úr röð- um heimamanna fór tíundu braut á 12 höggum og margir hafa lent í álíka hremmingum. Tröllasögurnar magnast þegar líða tekur á nóttina. Vindhviðurnar hafa reynst erfiðar en fæstir nenna að æsa sig þótt þeir hafi oft leikið betur. Arctic Open er upplifun. Aðeins sjö konur eru skráðar til leiks að þessu sinni og þó er golf engin karlrembuíþrótt. Guðrún Bergsdóttir kom inn klukkan rúm- lega eitt eftir miðnætti. Höggafjöld- inn var ekki gefinn upp en ánægjan skein úr augum hennar. „Eg paraði. tvær, holur en, ég er.í lítilli æfíngu og árangurinn eftir því. Það skiptir hins vegar litlu máli því þetta er aðallega fyrir skemmt- unina og það er búið að vera óskap- lega gaman. Veðrið er gott, dálítið hvasst reyndar, en miðnætursólin glennti sig aðeins,“ sagði Guðrún. Um svipað leyti og Guðrún lauk við 18 holurnar voru þeir Björgvin og félagar að koma inn eftir 9 hol- ur. Eitthvað voru þeir niðurlútir. Bjöm Axelsson gerði sér vonir um sigur í upphafi en var farið að sljákka í honum núna? „Ég get enn unnið þetta. Og þó. Þá þarf eitthvað mikið að gerast,“ sagði Bjöm og tjáði sig ekki frekar um gengi sitt. Sérstæð landkynning Hin bjarta aðfaranótt Jónsmess- unnar bjó yfir seiðmagni sem erlendu keppendurnir og fjölmiðlamennirnir hrifust af og töluðu mikið um. Akur- eyringar kipptu sér lítið upp við út- sýnið, enda aðeins venjulegt sumar í þeirra augum. Arctic Open er líka fyrst og fremst landkynning og liður í því að bjóða upp á einstaka dægra- dvöl. Blaðamenn erlendu golftímarit- ana sem rætt var við gátu staðfest að kynningin á Arctic Open undan- farin ár hefði vakið nokkra eftirtekt og býsna margir sem ættu bágt með að trúa því að hægt væri að spila golf svo norðarlega á hnettinum. íslandsvinurinn David Bjornson efaðist stórlega um „world wide“ athygli Arctic Open en kváðst þó óhræddur um að orðsporið breiddist nægilega út til að mótið yrði þokka- lega sótt af erlendum golfáhuga- mönnum í framtíðinni. „Ég er bóndi, allt mitt á/ sól og regni“, kvað Stephan G. Vesturheimi. Þessi lýsing á líka við um íslenska ferðaþjónustu. Arctic Open er liður í ferðaþjónustu, skemmtileg nýjung, að vísu tíu ára gömul. Nú var morgunsólin farjn að gægjast yfír Vaðlaheiðina, Hitastig- ið á Jaðri var 10 gráður um nóttina og útlit fyrir helmingi meiri hita um hádaginn. Fá ský á lofti, gola. Nýr og fagur dagur j: ustu kylfingamir kómu inn sig í háttinn. Þeir þurftu þreki fyrir seinni hringihn á föstu dagskvöldið óg fram á nótt. Miðnæt- ursólin? Jú, hún kemur áreiðanlpga. Jónsmessan er framundan, annar nóttlaus sólarhringur með dúlrænum kynngikrafti. Ef til vill fá menn þá að heyra annað og meira en baul frá íslenskum mjólkurkúm. IVIKUNNI hófust hjá Evrópu- dómstólnum í Luxemborg réttar- höld í máli sem belgíski knattspymu- maðurinn Jean-Marc Bosman höfðar gegn UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, og tekur til knattspymu- manna og að þeir geti farið á milli félaga innan Évrópusambandsins á sama hátt og aðrir launamenn geta farið óhindrað á milli landa í atvinnu- leit. Ekki er búist við á dómstóllinn kveði upp úrskurð fyrr en í árslok. Sigri Bosman getur niðurstaðan haft mikil áhrif á félagslið í Evrópu og gert það að verkum að félög geti ekki lengur hindrað leikmenn í að skipta á milli félaga innan Evr- ópusambandsins þegar þeir hafa lok- ið samningum sínum. Síðastliðin ár hafa komið upp dæmi við og við þar sem leikmenn hafa ekki geta flutt sig á milli vegna þess að félagið sem þeir yfírgefa hefur sett upp það hátt gjald fyrir þá að það félag sem þeir hyggjast ganga til liðs við hefur ekki sætt sig við. Þar af leiðir að leikmenn hafa verið samningslausir en samt bundnir félagi og þar með atvinnulausir, en ekki geta tekið þeirri vinnu sem boðist hefur vegna þess að fyrri vinnuveitandi hefur ekki viljað leysa þá frá sér. í einu slíku dæmi lenti Bosman í fyrir fimm árum síðan þegar hann var leikmaður hjá belgíska fyrstu deildarliðinu FC Liége en vildi yfir- gefa herbúðir þess og ganga franska liðinu Dunkerque á hönd. Samningur hans við Liége var útrunnin og Bos- mann taldi sig því geta farið til franska liðsins án nokkura vand- kvæða, en annað kom á daginn. Belgíska liðið taldi sig eiga leik- manninn og hann fékk ekki að fara til Frakklands nema gegn fjárhæð sem franska liðinu þótti langt í frá sanngjörn. Síðan þetta gerðist hefur Bosman farið með málið fyrir dómstóla í Belgíu og haft betur. Hann hefur undirbúið mál sitt af kostgæfni, að hann telur og nú hefur hann látið Setbergs- völlur vígður NÝR golfvöllur var vígður í landi Setbergs við Hafnarfjörð á föstu- daginn og jafnframt var tekinn 5 notkun nýr golfskáli á staðnum. Unnið hefur verið við gerð vallar- ins undanfarin ár, en hönnuðir hans eru Guðlaugur Georgsson og. Friðþjófur Einarsson. Völlurinn er “ níu holur, en leiki menn 18 ganga þeir um 5.600 metra, þannig að segja má að hér sé um að ræða einn lengsta golfvöll landsins. Hann liggur að Urriðakotsvatni og við hraunjaðarinn að Vífilsstaðá- hrauni að austanverðu, 'en við byggðina í Hafnarfirði að vestan. Aðkeyrsla að vellinum er frá Hafn- arfirði um Klukkuberg við Set- bergsskóla. Golfklúbburinn Setberg var stofnaður 27. nóvember 1994 og.;n þegar hafa um 60 félagar gengið í hann, en klúbburinn er öllum opinn og þeir sem ganga í hann í sumar teljast stofnfélagar. Klúbb- urinn á aðild að Golfsambandi ís- lands. A myndinni eru Friðþjófur Einarsson, formaður og fram- kvæmdastjóri klúbbsins, til hægri og Þórarinn Sófusson, varaformað-'1 ur, á níundu flöt. GUÐRÚN Bergsdóttir og Slg- uröur Pétur Hjartarson, kylfusveinn hennar. DAVID Bjornsson, banda- rískur lögfræölngur af ís- lensku bergi brotinn. ekki á peningatilboð UEFA og belg- íska knattspyrnusambandsins,“ bætir Bosman við. Hann segist hafa átt í vandræðum með að fjármagna málarekstur sinn, en hafi nýlega fengið aðstoð frá nokkrum stéttar- félögum knattspyrnumanna í Evr- ópu og það hjálpi sér um stund. Málið snýst einnig um að Bos- man, sem nú leikur með utandeild- arliðinu Visé, telur belgíska knatt- spyrnusambandið og UEFA hafa sett sig á svartan lista eftir áð hann hóf málrekstur sinn og því geti hann ekki leikið sem atvinnumaður, hefði félög áhuga á að fá hann til liðs við sig. Vegna þess sérstaklega fer hann fram á skaðabætur sem nema um, 65 miiljónir íslenskra króna. Lögfræðingur UEFA, Ian Forr- ester, hefur hingað til ekki viljað segja margt um þetta mál, segir nú að UEFA hafi aldrei lagt stein í götu Bosmans. Hins vegar sé það fé sem félög fái fyrir sölu á leik- mönnum þeim mikils virði, einkum f minni félögum. Þeim bæri að fá penign í skiptum fyrir leikmenn sem þau hefðu alið upp. Peningarnir færu oftar en ekki til uppbyggingar á félagsstarfi og til endurbóta á íþróttavöllum. „Fyrir fjölmörg minni félög er þetta spumingin um halda lífi,“ sagði hann. •Bosman var fagnað þegar hann kom til réttarhaldana í fyrradag og ítrekaði hann í yfirlýsingu sem hann gaf út að hann ætlaði að beijast til leiksloka og ekki sættast á neina málamiðlun nú. í yfirlýsingu seiii UEFA gaf út í fyrradag segir að þeir hafi aldrei tekið þátt í að bjóða Bosman umtalaðar upphæðir, féllist hann á að láta málið niðurfalla, og þeir hafi ekki í hyggju að bjóða neitt í framtíðinni. Forseti dómstóls Evr- ópusambandsins í Luxemborg, Þjóð- veijinn, Carl Otto Lens, lýsti því yfir eftir vitnaleiðslur í gærkvöldi að hann myndi tilkynna niðurstöði^» sína 12. september nk., en skoðun hans er talin hafa veruleg áhrif á niðurstöðu dómara málsins. Reuter Jean-Marc Bosman til skarar skríða fyrir Evrópdóm- stólnum í Luxemborg. Bosmann segir að á þessum tíma hafi UEFA og belgíska knattspyrnu- sambandið reynt að telja hann ofan af því að fara með málið þetta langt og boðið verulegar fjárupphæðir ef hann léti málið niður falla. Það gera þau vegna þess að taldar eru veru- legar líkur til þess að Bosman hafi betur og þar með misstu félög um alla Evrópu spón úr aski sínum. Nýjasta tilboð þeirra til hans hljóðar uppá rúmar 60 milljónir íslenskra króna, en Bosman gefur sig hvergi. „Þetta mál snertir ekki bara mig heldur alla atvinnuknattspyrnumenn í Evrópu. Leikmenn og stéttarfélög okkar verða átta sig á því að ég er I þessu basli ekki eingöngu fyrir mig, heldur fyrir þá. Málið snýst um að við höfum sama rétt til að skipta um vinnuveitendur og aðrir,“ sagði Bosman. „Vegna þessa er ég orðinn gjaldþrota, hjónaband mitt hefur flosnað upp auk þess sem ég er at- vinnulaus, en fyrir mér er þetta það mikilvægt að ég ætla að ljúka því fyrir dómstólum og því sættist ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.