Morgunblaðið - 25.06.1995, Side 42

Morgunblaðið - 25.06.1995, Side 42
42 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Rúnar Þór Hin nóttlausa veröld í norðri Arctic Open er upplifun frekar en golfmót, segir Stefán Þór Sæmundsson, sem fylgd- ist með keppni á þessu árlega móti Golf- klúbbs Akureyrar aðfaranótt föstudags. MIÐNÆTURSÓLIN, umhverf- ið, fólkið, stemmningin, golfið; allt eru þetta þættir sem renna sam- an í einn iðandi farveg á einu sér- stæðasta golfmóti sem haldið er í heiminum. Leikið er á nyrsta 18 holu golfvelli sem heimildir geta um og við aðstæður þar sem ekki eru glögg skil á nóttu og degi. Oft lend- ir golfíþróttin sjálf í aukahlutverki og suðandi sjónvarpsmyndavélunum er ekki endilega beint að glæsihögg- um og hárflnum púttum heldur lífsg- löðu fólki við óvenjulegar aðstæður. Þetta er Arctic Open á Jaðarsvelli við Akureyri, hið segulmagnaða golfævintýri norður undir heim- skautsbaug. ' Fimmtudagskvöldið 22. júní 1995. Fyrri umferð á tíunda Arctic Open golfmótinu er hafín. Fyrstu kepp- endumir voru ræstir út rúmlega sjö en þeir síðustu ekki fyrr en um hálf tólf enda miðnæturgolf í aðsigi. Það tekur um fjórar klukkustundir að tölta átján holu hringinn á Jaðar- svellinum og göngumóðir golfarar hafa þá lagt að baki 10 km eða þar um bil. Sjónvarpsmenn, blaðamenn og ljósmyndarar skjóta upp kollinum hvarvetna á vellinum. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC er með harðsnúið lið á staðnum sem ætlar að sýna samlöndum sínum mannlífs- þátt frá Jaðri í vinsælli þáttasyrpu. Þetta gæti orðið árangursrík land- kynning. Klukkan er 22.05. Helmingur keppenda er kominn út á völl. Hlýr vindurinn kemur að suðvestan, kaldi og stinningskaldi. En er ekki aðeins að lægja? Jú, það er líka Eið létta til. Við eigum von á miðnætursól, roðagylltu geislaflóði við snjóhvítan Kaldbak. Þannig spá menn í veðrið og ræða horfumar fram og aftur yfir kaffibolla í golfskálanum. Er- lendu fjölmiðlamennimir skjótast út, reka fíngur upp í loft og lesa í ský- in eins og íslenskir bændur allra tíma. Heilnæm húsdýralykt berst að vitum manna og það er jarmað og hneggjað í kringum völlinn. Hljóðin sem berast frá keppendum em í svipuðum dúr, ekki síst þegar vind- urinn rífur óþyrmilega í golfkúluna og þeytir henni af leið. Ástæðulaus ótti við snjóalög Guðbjörn Garðarsson er vallar- stjóri á Jaðri. Hann hitaði upp fyrir Arctic Open um daginn með því að fara holu í höggi á vellinum. Hvað segir hann um mótið í ár? „Keppendur em vissulega færri en við vonuðumst til en alls em 82 ræstir út í kvöld og þar af 12 útlend- ingar, allt Bandaríkjamenn. Iðulega hafa verið 140-150 keppendur á Arctic Open og mun fleiri útlending- ar. Margir erlendir golfleikarar af- boðuðu komu sína eftir að hafa frétt að völlurinn væri enn undir snjó, sem náttúrlega er fjarri lagi, en sögur af slæmu veðri og löngum vetri spyijast greinilega út,“ sagði Guð- björn. Erlendu keppendumir em allir frá Bandaríkjunum að þessu sinni og engir stórlaxar í golfínu. Bræðumir Jon og David Frankel em þó býsna þekktir í heimalandi sínu af öðmm verkum og sá síðamefndi er fram- leiðandi Miami Blues, sem mun vera vinsæll sjónvarpsþáttur. Fjölmiðla- fólkið kemur frá Bandaríkjunum og Morgunblaðið/Rúnar Þór Kanada. Ekki er annað að heyra en erlendu gestimir séu spenntir og ánægðir. En við vomm að tala um veðrið. Já, norðlenskt sumar einkennist af sunnan eða suðvestan átt, steikj- andi sól og brakandi þurrki með örlítilli vætu inn á milli fyrir gróður- inn. Stundum bregst þessi forskrift og draumurinn gliðnar í norðan hreti. Þá er rigning, brunakuldi og þoka niður fyrir miðjar hlíðar. Þann- ig var ástandið á Arctic Open 1994 en árið á undan var himneskt veður með tilkomumikilli miðnætursól, sól- inni sem allir bíða núna eftir. Vel búnir Ijósmyndarar Tom Hopkins er bandarískur ljós- myndari. Hann er með 50 þúsund dali í töskunni sinni í formi tækja- búnaðar og segist vera hálft ár að vinna fyrir fjárfestingunni. íslensku ljósmyndarana setur hljóða. Tom spyr um land og þjóð. Hann langar að skreppa í veiði. Því var bjargað fljótt og vel. Hann ætlar líka að taka myndir á „this area“ segir hann og bendir á Dimmuborgir í Mývatns- sveit á landakortinu. Við skreppum nú aftur út. Björg- vin Þorsteinsson, Björn Axelsson, Halldór Rafnsson og Egill Orri Hólmgeirsson eru að leggja í hann. Björgvin er væntanlega kunnasti kylfíngur Akureyringa og Björn hef- ur tvisvar sigrað á Arctic Open, 1988 og 1991. í fyrra sigraði Sigur- páll Geir Sveinsson. „Það getur meira en vel verið að ég vinni þetta núna,“ sagði Björn og tók góða sveiflu því til árétting- ar. „Annars skiptir keppnin ekki öllu máli, frekar ánægjan. Það er verst að útlendingarnar skyldu ekki láta sjá sig. Völlurinn er fínn og veðrið líka. Eg veit ekki við hvað þeir voru hræddir." Björgvin setur linsurnar í augun og tárfellir. Hvað er orðið af þykku gleraugunum sem settu ávallt svip á hann í keppni? „Ég var alveg hættur að sjá með þeim. Ég nota linsurnar bara í golfínu og ríf þær síðan strax úr mér,“ sagði Björgvin en hann er í mjög góðu formj þrátt fyrir að æfa lítið sem ekkert. Árang- ur hans í fyrstu mótum sumarsins hefði átt að færa honum landsliðs- sæti en hann var þó ekki valinn. Björgvin segist ekkert súr yfir því, enda hefði hann hvort eð er ekki komist á Norðurlandamótið. íslenskættaður Bandaríkja- maður stórhrifinn Eftir að hafa elt Björgvin og fé- laga fyrstu tvær brautimar ákvað blaðamaður að snúa aftur í golfskál- ann. Hugsanlega var hann óheilla- kráka. Björgvin fór fyrstu brautina á 6 höggum eða tveimur yfír pari. Hinir náðu pari. Maður er nefndur David Bjomson, Bandaríkjamaður af íslensku bergi brotinn eins og nafnið bendir til. Það kom á daginn að hann er fulltrúi Sun Mountain Sports í Missoula, Montana, sem er einn af styrktar- aðilum Arctic Open. Fyrirtæki þetta framleiðir golfpoka, fatnað og fleira. „Ég hef reyndar engan sérstakan áhuga á golfi. Skíðaíþróttin er mitt fag og ég hefði kannski átt að taka skíðin með mér,“ sagði David og leit upp í Hlíðarfjall sem skartar óvenju miklum snjó miðað við árs- tíma. David er lögfræðingur og kom til Akureyrar í einkaflugvél eftir langt og mikið flug. Hann ætlar að segja okkur aðeins frá forfeðmnum og kynnum sínum af landi og þjóð. „Það væri gaman að geta talað íslensku en.hún hlýtur að vera mjög erfið. Bróðir minn, sem er flug- greindur, reyndi einu sinni að læra hana en varð að gefast upp,“ sagði David Bjomson. „Ég hef einu sinni komið til íslands áður, það var sum- arið 1979. Ég hafði upp á ættingjum í Reykjavík og þeir fóm með mig á ýmsa skemmtilega staði. Það var mjög gaman og mig langar að koma aftur hingað með fjölskylduna því ég er afskaplega hrifinn af landinu. Ég er líka staðráðinn í því að kynna Arctic Open vel heima og get lofað fjölmenni næsta ár.“ Blrtan er himnesk Aðspurður um forfeður sína sagði David að langafi hans og langamma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.