Morgunblaðið - 25.06.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.06.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 21 staklinga og fyrir borgina og bæj- arfélög." - Er mikil samkeppni í grein- inni? „Við vorum ekki margir sem unnum við skrúðgarðyrkju fyrir tíu árum en síðan varð uppgangur í greininni og nú er þetta orðið ansi líflegt og mikil samkeppni. Verkin eru unnin í útboðum, og þegar útboð eru lokuð eru keppi- nautar okkar fagmenn eins og við. Til dæmis fer Reykjavíkurborg yfírleitt fram á skrúðgarðyrkju- meistara í lokuðum útboðum. Öðru máli gegnir þegar útboð eru opin, þá erum við gjarnan að keppa við fúskara og ófaglærða menn sem eru nánast að féfletta fólk. Oft er þetta skólafólk sem borgar ekki gjöld af vinnunni, en er með undir- verktaka og skiptir svo um nafn og kennitölu eins og sokka. En skrúðgarðyrkja er löggilt iðngrein í byggingariðnaði, líkt og húsasmíði eða múraraiðn. Til að fá réttindi í skrúðgarðyrkju þarf þriggja ára garðyrkjunám, bæði verklegt og bóklegt við Garðyrkju- skóla ríkisins, og hjá meistara í faginu. Eftir nám í Garðyrkjuskól- anum verða menn að ljúka sveins- prófí. Þegar fólk velur skrúðgarð- yrkjumeistara til að vinna í garði sínum, tryggir það fagmannleg vinnubrögð og faglega ábyrgð.“ - En hvað gera skrúðgarðyrkju- meistarar á veturna? „Þá tekur steinsmíðin við. Skrúðgarðyrkja er vissulega árs- tíðabundið starf, en við höfum ekki getað sent góða starfsmenn heim á veturna. Því höfum við verið að þróa smíði úr íslensku grágrýti á síðustu árum og höfum framleitt hleðslusteina, götu- steina, tröppusteina, polla, minnis- merki og fleira. Við framleiddum til að mynda einn þriðja hluta af hleðslunum sem eru á Ingólf- storgi, en stærsta verk okkar í steinsmíðinni er við Fjarðargötu í Hafnarfírði. Á veturna er því gijótvinnan í fullum gangi. Við erum gijótkarl- ar, alveg gijótharðir!“ Vi\ja horfa á grjótið Áhugi þeirra félaga á gijóti og garðyrkju vaknaði snemma. Björn var alltaf í sveit sem drengur og því í tengslum við náttúruna, og Guðni bjó á Eyrarbakka sem barn, reyndar í Húsinu, hinu eina og sanna, þar sem mikill gijótveggur umlykur garðinn. „Við höfum aldr- ei gert neitt annað en að vinna með gijót og gróður." - Hvemig vill fólk hafa garðana sína núna? „íslendingar eru veikir fyrir gijóthleðslum," segir Guðni. „Það blundar eitthvað gamalt í þeim, þeir vilja horfa á grjótið. Gijót er líka hlaðið núna á frjálslegri hátt en gert var áður. Það er hentugt byggingarefni, viðhaldsfrítt og því endingarbetra en steypan. En það er ekki sama hvernig gijót er hlað- ið, það eru margar hliðar á hveij- um steini. Helst vill fólk hafa gijót og timbur í görðum sínum um þessar mundir, en það kemur nú líka fyr- ir að fólk vill hafa allt á einni lít- illi raðhúsalóð, gosbrunn, hól og ýmislegt fleira, sem er kannski ekki mjög smekklegt. En þótt fólk geri nú orðið kröfu til þess að umhverfið sé gróður- vænlegt og fallegt, eigum við langt í land. Menn byggja fallegar bygg- ingar en skipta sér lítið sem ekk- ert af lóðinni. Það er til dæmis ekki enn búið að laga lóðina við Kennaraháskólann, sem er reynd- ar ekkert einsdæmi, því oft þegar glæsilegar byggingar eru teknar í notkun er lóðin skilin eftir og moldrokið stendur inn á ganga.“ „Já, því miður rekum við fljótt augun i það sem er ekki fallegt!" segir Björn. „Hins vegar hefur Reykjavíkurborg gert gífurlegt átak í útplöntun, og gróðursvæði borgarinnar eru til fyrirmyndar, bæði í gömlum og nýjum hverf- um.“ Björn og Guðni hafa að undan- Það er ekki sama hvernig grjót er hlaðiðy það eru margar hliðar á hverjum steini. fömu verið að vinna við leiksvæði í Kolbeinsstaðamýri, við golfvöll GR í Grafarholti og í miðbæ Hafn- arfjarðar, og í sumar munu þeir vinna í svonefndum Geislagarði í Kópavogi og fleira. Einnig hefur aukist að þeir sjái um viðhald á lóðum stofnana, eins og til dæmis á lóð Þjóðarbókhlöðunnar. „Við vorum með góð verkefni á síðasta ári og höfðum mikið að gera. Við áttum ekki von á að það endurtæki sig en raunin hefur orð- ið sú að það hefur verið meira að gera núna í vor og framan af sumri, en var í fyrra á sama tíma. Fólk vill láta vinna verkin strax og það má segja að samnefnari fyrir vorið hafí verið stuttur verk- tími og aðdragandi. Fólk hefur mikinn áhuga á gróðri og fallegu umhverfí og því erum við bjartsýn- ir á framtíðina," segja skrúðgarð- yrkjumeistaramir Bjöm & Guðni. Ný tilboð ^ í sal og lieimseiidingu O Midstærd af Supreme (fyrir 2) og brauðstangir: 1090,- o Þú kaupir stóra pizzu eöa pizzu í fjölskyldustærð og færð sömu stærð af Margarita ókeypis með. Gildir frá sunnudegi til fimmtudags. J • □ • Ð • H I • T • T ibfpvfcf DAGANA 26.-3D. JUNI W1'1 ),?4 >í‘ " J * I i I i I I •Haipoínt :: jdMV) i -g- "" T1 v.' t —?— i WM22PE 1 OOO SNÚNINGA ÞVGTTAVÉL, TEKUR 5 KG. WM32PE 1 2GG SNÚNINGA ÞVOTTAVÉL, TEKUR 5 KG. / lutuuint ® dótturfyrirtæki Beneral Electric 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á VARAHLUTUM. Söluaðilar: REYKJAVÍK:Hekla, Innkaupadeild, HAFI\IARFJÖRÐUR:Rafmætti, KEFLAVÍK:Stapafell, BORGARI\IES:Kaupfélag Borgfirðinga, AKRANES:Rafþjónusta Sigurdórs, HVAMMSTAI\IGI:Kaupfélag Húnvetninga, AKUREYRhVerkfærabúðin, SELFOSS:Kaupfélag Árnesinga. HEKLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.