Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 11
látnir skrifa í marga klukkutíma á
prófi um þingrof eða nauðgun í
stað þess að þjálfa fólk í að beita
þekkingunni við að leysa praktísk
úrlausnarefni. Starfandi lögmaður
þarf að þekkja réttarfarið út og inn
og fjármuna-, félaga- og skatta-
réttinn. Auðvitað má minnast á
bamarétt og erfðarétt en heimur-
inn snýst ekki um þau svið.“
Hinu má ekki gleyma að það
er ekki nema lítill hluti úr hveijum
árgangi sem leggur fyrir sig lög-
mennsku. Og þrátt fyrir allt eru
dæmi um að menn opni stofur
beint frá prófborði og vegni vel.
Er þá gott að þekkja starfandi lög-
menn sem geta ekki annað verk-
efnum og fá þá til að vísa á sig.
Einnig hafa ungir lögmenn sinnt
réttargæslu sakamanna til þess að
tryggja sér öruggar tekjur. Loks
er eftirsótt að komast í skipta-
stjórn þrotabúa. Þar er um örugg-
ar greiðslur að ræða vegna þess
að skiptabeiðandi verður að setja
tryggingu. Ungir lögmenn geta
samt að sjálfsögðu ekki vænst
þess að fá hin bitastæðari bú,
„rjómabúin", eins og Þórunn Guð-
mundsdóttir segir að þau séu köll-
uð, en jafnvel þau veigaminnstu
færa öruggar tekjur, oft með lítilli
fyrirhöfn.
Ingibjörg Þ. Rafnar telur að
þeir sem ætli að byrja frá grunni
verði að gera ráð fýrir að vinna
kauplaust í tvö ár á meðan þeir
séu að koma undir sig fótunum.
Þeim sem er annt um sóma stéttar-
innar virðist samt heldur illa við
að óreyndir lögfræðingar séu að
opna stofur. Þeir kunni ekki til
verka og kunni ekki skil á siðaregl-
um lögmanna.
Skattaráðgjöf
En hvernig bregðast lögmenn við
breyttum heimi? Þórunn Guðmunds-
dóttir nefnir að þeir lögfræðingar
sem nú séu að klára hafi allt aðra
menntun heldur en hún þótt ekki sé
lengra síðan en 1982 að hún lauk
prófi. Til þess að standa jafnt að
vígi verði hinir eldri að halda við
þekkingunni og bæta við sig með
því að sækja námskeið og lesa sér
til. „Prófið frá ’82 er nánast fyrnt,“
segir hún. Sumir telja koma til
greina að innleiða punktakerfi líkt
og í Noregi þar sem lögmenn verða
að sækja að minnsta kosti 80 tíma
endurmenntunamámskeið á hveij-
um fimm árum. Einnig vekur at-
hygli hve mikið lögmenn leggja upp
úr því að menn hafi verið að minnsta
kosti ár við framhaldsnám erlendis
til þess að víkka sjóndeildarhringinn.
Það hefur verið sagt að list lög-
mannsins felist í því að afstýra
dómsmáli; leysa semsagt mál með
samningum áður en það fer fyrir
rétt. Það má til sanns vegar færa
að mikið er unnið við að sleppa við
þá tímafreku og kostnaðarsömu leið.
Hver sá sem hlýtt hefur á málflutn-
ing í réttarsal hlýtur einnig að spyija
sig hvort það sé líklegt að sannleik-
urinn komi í ljós og réttlætið sigri
þegar lögmennirnir reyna hvor sem
betur getur að villa um fyrir dómar-
anum. Væri ekki oft á tíðum skyn-
samlegra að geta vísað ágreiningi í
nefnd eða til gerðardóms sem væri
óbundinn af formreglum réttarfars-
ins? Nú, eða koma í veg fyrir deilur
og þras með ráðgjöf til þeirra sem
standa í stórræðum og hafa mikil
umsvif?
Margir sjá einmitt mikla framtíð
fyrir lögfræðinga í ráðgjöf til fyrir-
tækja og hins opinbera. „Hyggist
menn róa á þau mið er vænlegast
að hella sér út í félagarétt og skatta-
rétt. Lögmenn hafa því miður látið
skattaréttinn nánast sem vind um
eyru þjóta,“ segir Sigurður G. Guð-
jónsson en hvorki skattarétturinn
né félagarétturinn eru kenndir nema
sem valgreinar við lagadeild.
„Prófid frá
1982 er nán-
ast fyrnt“
Fer þeim stóru
fjölgandi?
Margir þykjast líka sjá svipting-
ar í rekstri lögmannsstofa, þeim
stóru, þar sem eru kannski fjórir
lögfræðingar eða fleiri, fari fjölg-
andi. Ingibjörg Þ. Rafnar segist til
dæmis hafa séð greinilega þróun
í þessa átt undanfarin fimm ár.
Stærsta stofan er Málflutnings-
skrifstofa Ragnars Aðalsteinsson-
ar í Borgartúni með fimm meðeig-
endur og fjóra fulltrúa, eða sam-
tals níu starfandi lögfræðinga. í
haust mun meðeigendum reyndar
fjölga um einn þegar
Ami Vilhjálmsson kem-
ur frá Brussel og gengur
til liðs við Borgartúnið.
Nefna má fleiri stórar
stofur: Lögmenn Höfða-
bakka, Lögmenn Lágmúla 7, Lög-
menn Mörkinni, Lögmenn Kringl-
unni 6, Lögmenn við Austurvöll,
Málflutningsskrifstofu Guðmundar
Péturssonar Suðurlandsbraut 4a
og Lögfræðiþjónustuna hf. Engja-
teigi 9. Stórar stofur eru víðar en
í Reykjavík eins og á Selfossi,
Akureyri og í Keflavík.
Það hefur einnig borið nokkuð á
tilfæringum þar sem stærri stofum-
ar em að breikka gmndvöll sinn.
Ámi Vilhjálmsson kemur inn í
Borgartúnið eins og áður segir með
sérþekkingu á Evrópuréttinum.
Þórður S. Gunnarsson hrl. hefur
gengið til liðs við Lögmenn Höfða-
bakka en hann hefur mikið verið í
fýrirtækjalögfræði. Friðrik J. Am-
grímsson hdl., sem þykir hafa sér-
þekkingu á kvótaviðskiptum, hefur
gengið til liðs við Baldur Guðlaugs-
son hrl. og Kristján Þorbergsson
hdl. að Skólavörðustíg 12.
Það verður að gera greinarmun
á því hvenær menn eru saman á
einni stofu í einu fyrirtæki og hve-
nær menn starfa sjálfstætt en deila
húsnæði og sameiginlegum kostn-
aði með fleirum. Síðara rekstrar-
formið er mjög algengt hér á landi
meðal lögmanna. Einn slíkur sagð-
ist borga 50-60 þúsund á mánuði
fyrir húsnæði, símavörslu og að-
gang að tækjum og bókasafni og
hann þyrfti því ekki mikla innkomu
til að hafa í sig og á. „Við deilum
kostnaðinum en höldum tekjunum
aðgreindum og það kemur mjög
vel út,“ segir hann. „Þá þarf mað-
ur ekki að vera fúll þótt náunginn
fari í golf.“
Hvaða hag sjá menn þá í því
að stíga skrefið til fulls og hafa
allar tekjur í einum potti? Ingibjörg
Þ. Rafnar segir að slíkt samstarf
gangi ekki nema fullt traust ríki
milli lögmannanna. Það geti stuðl-
að að bættum vinnubrögðum því
mönnum sé þá annt um orðspor
stofunnar og þeir njóti aðhalds
félaganna. Ragnar Aðalsteinsson
segir að stórar stofur geti leyft sér
sérhæfingu, þar sem verkefnin falli
þeim í skaut sem mest vit hafi á
málaflokknum. Einnig geti ei-
nyrkjar átt erfitt með að taka að
sér mjög viðamikil verkefni því þá
verði þeir svo háðir einum kúnna.
Jakob R. Möller hdl., Málflutnings-
skrifstofu Guðmundar Péturssonar
Suðurlandsbraut 4a, tekur í sama
streng og segir tíma homo univers-
alis liðinn. Hann spyr hvernig einn
og sami lögmaðurinn eigi að geta
veitt vandaða smáatriðaráðgjöf í
bamarétti, bankarétti og verktaka-
rétti.
Aðalatriðið að leggja
sig fram
Aðrir hafa efasemdir um að
stórar stofur séu lausnarorðið hér
á landi. Sveinn Andri Sveinsson
hdl. Laugavegi 97 segir það til
dæmis „kjaftæði að það sé einhver
Rosenthal - jiegfli' \nl vehir ^
Glæsilegar gjafavörur (7) '&/\ C\
Matar- og kaffistell
í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244.
sérhæfing á stóru stofunum". Jón
Steinar Gunnlaugsson, sem starfar
sjálfstætt með einn löglærðan full-
trúa og er að bæta við sig öðrum,
segir að í litlu þjóðfélagi eins og
okkar sé hætta á hagsmunaá-
rekstrum ef stofumar verða of
stórar. Vandkvæði gætu þannig
komið upp ef tveir viðskiptavinir
stofunnar fara í hár saman. „Aðal-
atriðið er það hversu vandaðir
menn eru og hversu miklar kröfur
þeir gera til sjálfs sín. Þeir sem
leggja sig fram í hveiju máli veita
góða lögmannsþjónustu á öllum
sviðum,“ segir Jón Steinar.
________ Hróbjartur Jónatans-
son hrl. Kringlunni 6
spáir því að eftir fimm
ár verði hér um það bil
tíu stórar stofur. Lög
sem taki gildi um næstu
áramót um skyldu lögmanna til
að halda vörslufjárreikninga fyrir
viðskiptavini sína kalli á meira
umstang. Jakob R. Möller telur að
stærstu stofurnar eigi á næstu
árum eftir að hafa 10-15 lögfræð-
inga í vinnu. Sigurður G. Guðjóns-
son telur hins vegar að það sé
vafasamt að stofurnar eigi eftir
að stækka umfram það sem nú er
vegna ástandsins á markaðnum.
Allir þeir sem rætt var við voru
þó sammála um að einyrkinn, „sóló-
istinn", ætti alltaf eftir að eiga sér
starfsgrundvöll hér á landi. Sumum
líkaði einfaldlega best það frelsi
sem menn hefðu sem slíkir og lög-
mennska yrði alltaf almenn í þeim
skilningi að menn væru sérfræðing-
ar í engu og öllu. Sérhæfing gæti
heldur aldrei orðið hér á landi í lík-
ingu við það sem gerðist erlendis.
Menn gætu kannski kynnt sér sér-
staklega eitthvert brot af Evrópu-
réttinum en svo kæmu kannski
ekki upp mál á því sviði nema með
löngu millibili. Sérhæfingin birtist
helst í því að menn gætu leyft sér
að hafna verkefnum.
[
Sumarferö eldri borgara
í Dómkirkjusókn
Efnt verður til sumarferðar eldri
borgara á vegum Dómkirkjunnar
þriðjudaginn 27. júni.
Farið verður frá Dómkirkjunni kl. 13.
Ekið verður til Þingvalla þar sem
kaffi verður drukkið i Hótel Valhöll.
Það verður ekið um Grimsnes að
Nesjavöllum og virkjunin skoðuð.
Þátttökugjald
er kr. 600.
Sóknamefnd.
NeffOu , ASKO (jjjjg) Cbw QTURBO NILFISK EMIDE
• •
FONIX AUGLYSIR
HÖFUM OPNAÐ NÝJA GLÆSILEGA DEILD MEÐ DANSKAR
ELDHÚS- OG BAÐINNRÉTTINGAR OG FATASKÁPA.
Nú bjóðum viö allt sem þig vantar
INNRETTINGAR OG RAFTÆKI
í eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í
svefnherbergið, barnaherbergið og anddyrið.
OPNUNAR • SÖLUSÝNING
KYNNINGARVERÐ Á INNRÉTTINGUM
TILBOÐSVERÐ Á RAFTÆKJUM
Velkomin í Fönix. Heitt á könnunni og ís fyrir börnin.
Þeir sem versla fyrlr kr. 10.000,- eða meira, geta tekiö þátt í
laufléttri Fönlx-getraun og unnið Nilfisk-ryksugu að verðmætl
kr. 31.600,- eða einhvern 5 aukavinninga.
0PIÐ
mánud. - föstud. 9-18
laugard. 24. 6. 10-16
sunnud. 25. 6. 12-17
iFOmx
HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SIMI5S2 4420
EMIDE NILFISK ■oturbo Qrw
ASKO Netto
Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni ogfelur ekki í sér tilboð um sölu skuldabréfa.
ö
Iðnlánasióður
kt. 540172-0139
Ármúla 13a, Reykjavík.
I ilkynning um skráningu skuldabréfa á
Verðbréfaþingi Islands
Flokkur
Gjalddagi
Upphæð
1. fl. A 1995
1. fl. B 1995
15.05.1998
15.05.2000
125.000.000
125.000.000
Skuldabréfin eru verðtryggð skv. vísitölu neysluverðs.
Utgáfudagur var 15. maí 1995
Grunnvísitala er 171,8.
Ávöxtun yfir hækkun vísitölu neysluverðs er nú 5,79-6,03%.
Skráningarlýsing skuldabréfanna, ársreikningur og samþykktir
Iðnlánasjóðs liggja fyrir hjá Verðbréfamarkaði fslandslianka hf.,
Ármúla 13a
VlB
VERÐBREFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.