Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 13 Æsa upp hatur á Tsjetsjenum Blóðbaðið í rússnesku borginni Búdennovsk hefur orðið til að auka enn hatur almenn- , ings í Rússlandi á Tsjetsjenum. Qlíklegt er að málið verði pólitískur banabiti Jeltsíns * forseta, segir Jón Olafsson í Moskvu Reuter HERMENN í Moskvu kanna hvort leigubílstjóri, sem ekki virð- ist kippa sér upp við meðferðina, beri á sér vopn. Öryggisráð- stafanir hafa verið stórauknar í Moskvu af ótta við frekari hermdarverk af hálfu Tsjetsjena. Basajevs og Jeltsín sakaður um að hafa verið í öðrum heimi. Ekki voru viðbrögðin betri í þing- inu, þar sem samþykkt var van- trauststillaga á forsætisráðherrann og stjórn hans. Meðan allt fór í háaloft í Moskvu þokaðist bílalest skæruliðanna í átt til Tsjetsjníu. Þegar þangað var komið voru síðustu gíslarnir látnir lausir. Gíslamálið var á enda. Árás- armennirnir höfðu sloppið. Rúss- neski herinn hafði verið niðurlægður og ráðamenn í Moskvu gerðir hlægi- legir. Ofan á það bættist að „stríðið í Kákasus brennir sig inn í Rússland eins og logandi kveikiþráður" eins og það var orðað í þýska tímaritinu Der Spiegel. Átökin eru ekki lengur fjarlæg, heldur getur hver sem er orðið næsta fórnarlamb. Óttinn við hryðjuverk er nú slíkur að skriðdrekar blasa við á götum Moskvu og þangað hafa fallhlífarhermenn og öryggisverðir verið kallaðir svo þúsundum skiptir. Jeltsín hefur staðið af sér hveija holskefluna á fætur annarri undan- farið. Hann stóðst fall rúblunnar og virtist ætla að lifa af styrrinn um innrásina í Tsjetsjníu og umsátrið um Grosní fyrr á árinu. En blóðbað- ið í Búdennovsk sýnir enn hvílíkt glappaskot það var að ætla að kné- setja Tsjetsjena með valdi. Þar við bætist hinn siðferðislegi þáttur þeirrar ákvörðunar að grípa til innrásar, sem hefur leitt til þess að mörg hundruð þúsund manns hafa misst heimili sín og tugir þúsunda fallið, flestir óbreyttir borgarar. Larry Hollingworth, starfsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagði í nýjasta hefti tíma- rits stofnunarinnar, Refugees, að hann hefði komist við að sjá flótta- menn frá Tsjetsjníu, þótt hann hefði orðið vitni að hörmungum um allan heim, allt frá ofsóknum á hendur þjóðarbrotum í Bosníu til sveltandi flóttamanna í Afríku. Fyrsti hópurinn, sem hann sá kom í vörubílum frá Grosní. „Flestir þeirra voru aldraðir og höfðu búðið í dimmum, saggafullum kjöllurum svo vikum skipti," sagði Hollingw- orth. „Þeir voru svo veikburða að það þurfti að lyfta þeim út úr bílun- um.“ Miðhlutar Grosní og annarra bæja í Tsjetsjníu hafa verið lagðir í rúst og eru án vatns og rafmagns. Heilu fjölskyldurnar hafa verið þurrkaðar út í átökunum og hvernig sem samn- ingaviðræður Rússa og Tsjetsjena fara munu sár þau sem rússneski herinn hefur skilið eftir sig seint gróa um heilt. FÁTT bendir til þess að rússneska stjórnin hafí orðið fýrir umtalsverðum pólitískum hnekki vegna atburðanna í Búdennovsk og áróðursmeisturum hennar hefur tekist að nota gíslatökuna til að sverta ímynd Tsjetsjena enn frekar í huga rússnesks almennings, að sögn Jóns Ólafssonar í Moskvu. „Kannski skjátlast mér en ég sé engin merki um að einhvers konar hernaðarástand sé hér yfirvofandi eða þess háttar.“ Hann segir að þótt margir ræði í lágum hljóðum um að eitthvað sé að gerast á bak við tjöldin í Kreml, eitthvað drama- tískt eigi eftir að gerast á næst- unni, sé líklegast að þingkosningar verði haldnar á tilsettum tíma í desember og forsetakjör á næsta ári eins og lög mæli fyrir um. „Fólk er auðvitað miður sín vegna þessara atburða og þetta veldur því að hatrið á Tsjetsjenum verður enn meira og var þó ekki á það bætandi. Það eina sem stjórn- völdum hefur tekist vel í öllu þessu stríði við Tsjetsjena er að æsa upp hatur fólks á þeim. Það er. stöðugt hamrað á sögulegum tilvísunum, að Rússar hafí átt í stríði við „þessa villimenn" í 125 ár. Hversu ægilegt sem þetta var, meira en hundrað manns drepnir, þá má segja að það sem fólk hafí verið að bíða eftir hafí gerst. Allir hafa verið að tala um að Tsjetsjen- ar myndu grípa til einhvers konar hryðjuverka í Moskvu eða að minnsta kosti einhvers staðar í sjálfu Rússlandi. Nú er búið að auka viðbúnað herliðs sem hefur bækistöðvar í grennd við Moskvu, búið að fjölga í því um 15.000 manns. Þeir hafa komið upp eftirlitsstöðvum á um 30 stöðvum í borginni og fylgjast með umferð inn og út úr borginni. Á hinn bóginn sér fólk auðvitað hvað hersveitir innanríkisráðuneyt- isins og allt þetta lið sem átti að beijast við gíslatakana í Búdenno vsk stóðu sig hörmulega illa. Þorrið traust Traust fólks á þeim mönnum sem skipa valdamestu ráðherraembætt- in, Pavel Gratsjov í varnarmálun- um, Viktor Jerín, sem fer með inn- anríkismálin og Sergej Stepasín, yfírmanni öryggismála og leyni- þjónustunnar, er þorrið. Enginn heldur að þeir geti nokkum skapað- an hlut en þannig var þetta reynd- ar einnig áður en hörmungarnar í Búdennovsk dundu yfír. Augljós áhrif eru samt að Dú- man samþykkti vantraust á ríkis- stjórnina og auðvitað er hugsanlegt að Borís Jeltsín forseti leysi upp þingið ef það samþykkir vantraust á ný í byijun júlí. Þetta vantraust hafði verið fyrirhugað lengi en kemur nú í kjölfar Búdennovsk- málsins og hræringamar vegna blóðbaðsins valda því að Jeltsín getur alls ekki hundsað það. Áðurnefndir þrír ráðherrar eru ýmist fyrirlitnir eða einfaldlega aðhlátursefni og það er ljóst að Jeltsín verður með einhveijum hætti að koma til móts við andstæð- inga sína á þinginu. Þótt það gæti að mörgu leyti hentað Jeltsín að leysa upp þingið þá má ekki gleyma að hann hefur vonda reynslu af slíkum aðgerðum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er líklegt að þetta Búdennovsk-mál verði til þess að hann losi sig við einhveija af þess- um þrem mönnum. Skæruliðar og skynsemi Víktor Tsjernomýrdín forsætis- ráðherra varð engin þjóðhetja fyrir að semja við Basajev en hélt að minnsta kosti sínu, margir þakka honum að ekki varð enn meira blóð- bað í Búdennovsk. Sagt er að flest fómarlömbin hafí fallið í tveim misheppnuðum tilraunum herliðs- ins til að ráða niðurlögum Tsjetsj- enanna og frelsa fólkið. Gíslamir segja allir að einu skynsömu menn- irnir í þessari atburðarás allri hafí verið Tsjetsjenarnir sjálfír! Vegur Tsjernomýrdíns hefur far- ið vaxandi jafnt og þétt undanfarna mánuði. Hann lét undan en aðstæð- umar vom þannig að aðrir kostir vora ekki fyrir hendi, hann hjó á hnútinn. Allir vita að hann hefur alltaf viljað fara aðrar leiðir í mál- efnum Tsjetsjníju, viljað semja. Fjölmiðlar fjalla yfirleitt ítarlega um Tsjetsjníjumálið. Fólk veit hvað er að gerast og hefur áhyggjur af því að málin þróist í enn verri far- veg. Skoðanir eru auðvitað mjög skiptar, sumir segja að ekki sé annað hægt en beita valdi. Aðrir velta fyrir sér hvers vegna verið sé að eyða peningum og mannslíf- um í þessi Kákasushérað, vilja bara draga landamærin norðan við Kákasus og leyfa þessu fólki að eiga sig. Jeltsín fær mjög lítið fylgi í skoð- anakönnunum en það er ekki alveg að marka þær. Fólk sér ekki neinn raunverulegan frambjóðanda sem gæti komið í stað hans. Það væri helst að Tsjemomýrdín gæti orðið honum skeinuhættur en hann hefur alltaf gætt þess mjög vel að snúast aldrei gegn forsetanum. Jeltsín fór til Kanada, hélt sig fjarri samning- unum í Búdennovsk-málinu og það hefur sennilega verið skynsamlegt hjá honum. En þetta sýnir líka að þótt Jeltsín fari af vettvangi þá virkar valdakerfíð og þótt Tsjemo- mýrdín eflist þá er það ekki endi- lega á kostnað Jeltsíns. Mér fínnst merkilegt að í upp- hafí Tsjetsjníjustríðsins, í desem- ber, var yfírgnæfandi meirihluti fólks hér á móti innrásinni. Eftir allt þetta hrikalega klúður hélt ég að þetta yrði pólitískur banabiti Jeltsíns. En smám saman hefur fólk farið að taka þessu sem orðn- um hlut, að stöðugt skuli ríkja stríð þarna. Kannanir núna sýna að því fer fjarri að fók vilji að látið sé undan þótt auðvitað vilji flestir að reynt sé að útkljá deilumar með samningum. Nú hafa verið gerðir einhvers konar samningar um vopnahlé en það er ekki hægt að finna neitt nákvæmt um innihald þeirra í fjöl- miðlum, t.d. ekkert um það hvem- ig samband eigi að verða milli héraðsins og Rússlands. Mér fínnst sennilegasta skýringin sú að eng- inn trúi almennilega á þennan samning, fremur sé litið á þetta sem hlé.“ fltagMtiHflitoife MYNDASAFN Flóðin í Noregi Miklar náttúruhamfarir hafa orðið í austurhluta Noregs á undanförnum vikum í einum mestu flóðum sem orðið hafa frá árinu 1789. Blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins fóru til Noregs fyrir skömmu og ferðuðust um flóðasvæðið. í anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni 1 hefur verið komið upp yfirlits- sýningu á 18 sérvöldum myndum sem Ijósmyndari Morgunblaðsins tók í þessari ferð. Morgunblaðið hefur ávallt lagt ríka áherslu á myndbirtingar í blaðinu og er þessi sýning liður í því að kynna Myndasafn Morgunblaðsins sem hefur að geyma fjöldann allan af Ijósmyndum sem birst hafa í blaðinu. Myndir sem teknar hafa verió af ljósmyndurum blaðsins eru seldar til einstaklinga og fyrirtækja og hefur þessi þjónusta farið vaxandi með hverju árinu enda mikið af myndum sem birtast í Morgunblaðinu hvern útgáfudag. Allar myndirnar sem eru á sýningunni eru því til sölu. Sýningin stendur til föstudagsins 30. júní og er opin kl. 8.00-18.00 alla virka daga og laugardaga kl. 8.00-12.00. Ljósmyndasýning Morgunblaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.