Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga nýjustu kvikmyndina í Die Hard ser- íunni, Die Hard With a Vengeance. Með aðalhlutverkið fer sem fyrr stórstjarnan Bruce Willis, en einnig fara þeir Jeremy Irons og Samuel L. Jackson með veigamikil hlutverk. Dlskeyttur andstæðingur IDie Hard With a Vengeanee er lögreglumaðurinn John MeClane (Bruce Willis) sem fyrr í kröppum dansi í baráttu við ill- virkja, en einhvem veginn er það þannig að McClane er einstaklega laginn við að vera_ á röngum stað á röngum tíma. í þetta sinn er þessu þó ekki svo farið, því núna er það hættan sem leitar hann uppi. Þannig er að illskeyttur snill- ingur að nafni Simon (Jeremy Ir- ons) telur sig eiga ýmislegt óupp- gert við McClane og knýr hann hetjuna harðsnúnu til þátttöku í æðislegum leik upp á líf eða dauða. Og það sem lagt er undir er stór- borgin sjálf, New York. Leikurinn hefst með þvi að með símtali sendir Simon McClane til Harlem þar sem hann á óvæntan hátt stofnar til bandalags við óvilj- ugan mann að nafni Zeus Carver (Samuel L. Jackson). Þeir félagar eru fyrr en varir komnir í æðisleg- an eltingaleik um þvera og endi- langa stórborgina við Simon, sem einhvem veginn tekst alltaf að vera einu skrefí á undan þeim. McClane hefur svo sannarlega komist í hann krappan áður, en þessi ofurheiti sumardagur þar sem hann á í höggi við Simon í New York er einhver versti og erfíðasti dagur sem hann hefur upplifað. Saman á ný í Die Hard With a Vengeance leiða þeir saman hesta sína á nýjan leik þeir Brace Willis og leikstjór- inn John McTieman, sem leik- stýrði einnig fyrstu Die Hard- myndinni, en sú mynd hefur orðið fyrirmynd margra annarra spennu- og ævintýramynda. Þeir félagar vildu ekki endurtaka sama leikinn í þriðju myndinni og leið og beið þar til á ijörar þeirra rak kvikmyndahandrit sem þeir töldu koma til greina. Höfundur þess er Jonathan Hensleigh, sem meðal annars vann að gerð sjónvarps- myndanna The Young Indiana Jo- nes Chronicles. í handritinu komu þeir auga á sögu sem heimfæra mátti upp á hörkutólið McClane og þá tóku hjólin að snúast og þriðja myndin í seríunni leit brátt dagsins ljós. John McTieman er einn fremsti leikstjórinn hvað varðar hasar- og ævintýramyndir. Myndir hans hafa notið alþjóðlegra vinsælda og já- kvæðrar gagnrýni, og þær hafa lagt línumar hvað viðkemur gerð mynda af þessu tagi. McTieman fæddist í Albany í New York-ríki árið 1951. Hann stundaði nám í Juilliard-skólann og í ríkisháskóla New York í Al- bany, en að því loknu hlaut hann styrk frá Bandarísku kvikmynda- stofnuninni. Hann hóf fljótlega að semja og leikstýra sjónvarpsaug- lýsingum, en samhliða því vann hann að fyrsta kvikmyndahandrit- inu. Eftir því var kvikmyndin Nomads gerð, en með aðalhlutverk í henni fóra þau Pierce Brosnan og Lesley-Anne Down. Þetta leiddi til þess að McTieman fékk tæki- færi til að gera sína fyrstu stór- mynd, en það var Predator með Amold Scwarzenegger í aðalhlut- verki, og með henni var hann kom- inn á blað sem einn helsti leik- stjóri hasarmynda. Næsta mynd McTiemans var svo Die Hard og í kjölfarið fylgdi The Hunt for Red October með Sean Connery og Alec Baldwin í aðalhlutverkum. Leikstjórinn tók BRUCE Willis, sem leikur lög- reglumanninn John McClane í Die Hard-myndunum, hefur sýnt á sér margar hliðar á ferli sínum sem kvikmyndaleik- ari, en hann þykir þó öðru frem- ur vera ímynd karlmennskunnar og þess vegna oft kallaður test- osteron-hetjan í erlendum blöð- um. Myndirnar sem hann hefur leikið í hafa oftar en ekki notið metaðsóknar, en stundum hefur hann þó leikið í myndum sem hafa gjörsamlega brotlent þegar þær hafa verið teknar til sýn- inga. En hvað sem því líður eru þeir þó teljandi á fingrum ann- arrar handarinnar þeir leikarar sem hafa leikið í jafn vinsælum myndum og Willis, en frá árinu 1988 hafa myndir hans skilað sem svarar um 100 miHjörðum króna í tekjur. Bruce Willis stendur nú á fer- tugu, en hann fæddist 19. mars árið 1955 í V-Þýskalandi, þar sem faðir hans starfaði. Hann ólst svo upp í verkamannafjöl- skyldu í New Jersey, þar sem faðir hans starfaði sem rafsuðu- maður, en þar gekk hann í menntaskóla sem þekktur var fyrir leiklistardeild sína. Að loknu námi flutti WiIIis til Man- hattan í New York, þar sem hann starfaði sem barþjónn á meðan hann var að reyna að næla sér í hlutverk í leikhúsum stórborg- arinnar. Eftir að hafa farið í fjöldann allan af prufum áskotn- aðist honum loks hlutverk í í leik- riti sem sýnt var Off-Broadway og einnig hlutverk í sjónvarps- auglýsingum. Samhliða þessu öllu saman spilaði hann svo af Jeremy Irons í hlutverki ill- JOHN McClane (Bruce Willis) nýtur aðstoðar blökkumannsins virkjans Simon í myndinni. Zeus Carver (Samuel L. Jackson) við að elta illmennið Simon. ÞAÐ gengur ýmislegt á þegar þeir McClane og Carver eru á hælunum á Simon í æðisgengnum eltingaleik um New York. y’s Fool, þar sem hann lék á móti Paul Newman. Næsta mynd Bruce Willis er svo framtíð- artryllir Terry Gilliams, Twelve Monkeys, en tökur á þeirri mynd hafa staðið yfir að undanförnu. Bruce WUlis hefur lengst af verið talsvert á milli tannanna á fólki og slúðurblöðin hafa oftar en ekki látið hann hafa það óþvegið. Framan af gaf hann ríka ástæðu til þessarar umfjöllunar, en hann var oft á tíð- um til vandræða þegar hann hafði fengið sér of mikið neðan í því og far- ið hamfönun. Willis hefur hins vegar látið áfengið eiga sig með öllu undan- farin átta ár og leggur hann sig fram um að vera fyrirmynd- arfaðir og eig- inmaður. Þau hjónin eiga þijár dætur á aldrinum eins til sex ára og alast þær upp á bú- em eiga, en að auki eiga þau íbúðir á Malibu og Man- hattan. flestum er í fersku minni varð hún ekki sá smellur sem búist var við, engu að síður skilaði hún 175 millj. dollara í tekjur. höndum saman við Connery á nýj- an leik þegar þeir gerðu Medicine Man, sem hlaut reyndar heldur dræma aðsókn, og síðasta myndin sem hann gerði á undan Die Hard With a Vengeance var Last Action Hero með Amold Schwarzen- egger. Eins og Imynd karl- i mennskunnar og tU á munnhörpu með ýmsum blúshijómsveitum. Stóra tækifærið kom svo 1984, þegar Willis hljóp í skarðið fyrir aðalleikarann í leikritinu Fool for Love eftir Sam Shepard, en það var sýnt í hundrað skipti Off-Broadway. Siðar sama ár var Willis á ferðalagi i Los Angeles og þar var hann valinn úr hópi 3.000 umsækjenda um hlutverk i sjónvarpsþáttaröðinni Moonlighting, en fyrir það hlut- verk átti Willis eftir að fá bæði Emmy- og Golden Globe-verð- laun, auk þess sem hann öðlaðist alþjóðlega frægð sem leikari. „Það sem gerðist í mínu tilfelli er einfaldlega dæmi um amer- íska drauminn sem rætist, sagan um manninn sem vinnur hörðum höndum og uppsker í samræmi við það,“ segir Willis. Fyrsta kvikmyndahlutverk Willis var á móti Kim Basinger í gamanmynd Blake Edwards, Blind Date, og aftur vann hann með Edwards í morðsögunni Sunset. Þriðja myndin sem hann lék í var svo Die Hard, sem John McTiernan leikstýrði, en hún var ein vinsælasta mynd ársins 1988. Árið eftir tók Willis annan kúrs, þegar hann Iék uppgjafaher- mann frá Víetnam sem berst við stríðsminningar í myndinni In Country, sem Norman Jewison leikstýrði. Aftur sneri hann sér að gríninu þegar hann léði rödd sína í myndina Look Who’s Talk- ing og svo aftur í Look Who’s Talkin Too. Árið 1990 lék WiU- is svo í Die Hard 2, sem varð önnur aðsóknarmesta mynd sumarsins, en því næst lék hann á móti þeim Tom Hanks og Melanie Grif- fith í mynd Brians De- Palma, Bonfíre of the Vanities, en hún þótti gjörsamlega misheppnuð. Næst Iék Willis svo á móti eiginkonunni, Demi Moore, í sálfræðidramanu Mortal Thoughts, því næst í Hudson Hawk og loks í Billy Bath- gate. Næstu myndir sem Willis lék i voru The Last Boy Scout, Detah Becomes Her og hasarmyndin Strik- ing Distance. Þá kom hann fram í mynd Rob Reiners, North, og síðan í hinni um- deildu Color of Night. En Willis sannaði enn á ný hversu hæfileikaríkur leikari hann er þegar hann fór með hlut- verk í Pulp Fiction Tarantin- os, og einnig gerði hann það gott í aukahlutverki í Nobod-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.