Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 27 * SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR + Sólveig Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík hinn 15. júlí 1936. Hún lést á Borgarspítalanum að morgni 19. júní síðastliðinn. For- eldrar Sólveigar eru Guðný Brynhildur Jóakimsdóttir, f. 8. maí 1914 á Flatnes- stöðum, og Jón Jóns- son, verkstjóri, f. 11. október 1909, d.13. október 1980. Systk- ini Sólveigar eru Rósa, f. 24. júlí 1937, Jóna Björg, f. 10. des 1938, d. 17. febrúar 1994, Óskírður f. 28. desember 1939 d. 20. apríl 1940. Brynhildur Ásta, f. 21. aprfl 1942, Magnea f. 22. september 1945, Alfheiður Erna, f. 6. ágúst 1947, Jón, f. 2. mars 1949 og Anna, f. 17. febr- úar 1952. Sólveig giftist Ástþóri Ægi Gíslasyni úr Keflavík, f. 25. sept- ember 1932, d. 8. mars 1990. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Ómar, f. 29. janúar 1956. Börn hans eru Sólveig Dröfn, EHn Dögg og Bragi Þór. Bam Sól- veigar Drafnar er Þórunn Eydís. 2) Jón Guðni, f. 16. febrúar 1957, sölustjóri í Reylqavík í sambúð með Ömu Harðar- dóttur. Böm Jóns em Þórarinn Ágúst og Sólveig. 3) GísH Theodór, vélstjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Böm þeirra em Gunnar Már, Ástþór Ægir, Guðmundur GisU og _ Garðar Smári. 4) Alfheiður Hulda, f. 4. aprfl 1959 húsmóðir í Svíþjóð. Böm hennar em Ró- bert Shady og Stefán Nasim. 5) Guðný, f. 21. desember 1962, húsmóðir í Svíþjóð. Böm hennar em Jónas Sinan, Hulda Nadia og María Feroz. 6) Svala Lind, f. 27. október 1970, búsett í Svíþjóð, í sambúð með Said Chebout. Eftir- lifandi sambýlismaður Sólveigar er Kristinn Friðþjófsson frá Pat- reksfirði. Útför Sólveigar fer fram frá Langholtskirkju á morgun og hefst athöfnin klukkan 15.00. ÞVÍLÍK umskipti á rúmri viku. Solla ljúf að vanda, tilkynnir, að hún sé að fara í smávægilega að- gerð. Eiginlega sé ekki ástæða til að Ijölyrða frekar um það. Tæknin orðin svo fullkomin að hún muni dvelja aðeins einn dag á sjúkrahúsi og þá verði allt gott á ný. Annað kom á daginn, og nú er að meðtaka þá nöturlegu staðreynd, að Solla er farin í ferðina löngu, svona snögglega. Þegar Kiddi bróðir kom og kynnti Sollu sína, svo fallega og blíða, bráðn- uðu hjörtu allra í fjölskyldunni, og öllum fanns hún alger himnasending. Þau voru svo miklir vinir og félagar. Móður okkar reyndist hún sérstak- lega vel. Hún var svo hrifin af henni og þakklát þann tíma sem þær áttu saman. Saman sköpuðu þau Solla og Kiddi sér yndislegt heimili á Patró, Solla svo smekkleg dugleg og útsjón- arsöm. Síðastliðið haust fengum við að kynnast frábærum hæfileikum henn- ar, er við 25 ættingjar fórum með örstuttum fyrirvara vestur á Patró, vegna útfarar móður okkar. Solla stjómaði hópnum á sinn yfírvegaða hátt, töfraði fram veisluborð dag eftir dag, að því er virtist án nokkurr- ar fyrirhafnar. Við viljum þakka fyrir að hafa fengið að eiga samleið með henni í þó allt of stutta stund. Hún gaf okkur öllum ótrúlega mikið, sem við af einlægni þökkum. Megi góður Guð gefa bróður okkar, móður hennar, börnum og öllum að- standendum, styrk á þessum erfiðu tímum. Bryndís, Kolbrún og Unnur. Mig langar að minnast Sollu í nokkrum fátæklegum orðum. Þó að margt af því sem hún gaf mér og þá ekki síst honum pabba sé ekki hægt að setja á blað. Þegar hann kynntist Sollu sinni þá breyttist líf hans og mitt ansi mikið. Pabbi eignaðist dýrmætan vin og félaga og ég sömuleiðis. Stutt var í hlátur og gleði þegar Solla var nálægt. Hún hafði það í sér að opna okkur sem vorum frekar hlédræg og sýna okkur lífíð í öðru ljósi og lífið varð allt bjartara. Solla var mikil mamma í sér. Það var alveg hreint VALGEIR ÁGÚSTSSON + Valgeir Ágústs- son var fæddur 27. janúar 1924 á Urðarbaki í Vestur- hópi. Hann lést á heimili sínu á Hvammstanga að morgni 17. júní. Foreldrar hans voru Marsibil Sig- urðardóttir og Ág- úst Bjarnason, bóndi á Urðarbaki. Systkini Valgeirs eru Helga, f. 1917, gift Jóni Húnfjörð Jónassyni; Unnur, f. 1921, gift Þorvaldi Björns- syni; Ásta, f. 1925, gift Eggerti Þórhallssyni; Eiður, f. 1925, lát- inn; Héðinn, f. 1928, hans kona var Ingibjörg Petra Gísladóttir, er nú látin; Bjarni, f. 1932. Hálf- systkini Valgeirs, samfeðra, eru Heimir og Marsibil. Árið 1945 kvæntist Valgeir eftirlifandi eiginkonu sinni, Náttfríði Jósafatsdóttur á Deildarhóli í Víði- dal, f. 4. apríl 1927, og ólst hún upp á Vigdísarstöðum í Kirkj uh vamms- hreppi. Eignuðust þau þijú böm. Þau em: 1) Ágúst, mál- arameistari, f. 8. nóvember 1944, kvæntur Indiönu Höskuldsdóttur, hann á tvö börn og þijú fósturbörn. 2) Ragnhildur, símrit- ari, f. 9. apríl 1947, gift Bjarna Guð- mundssyni. Þau eiga þijú börn. 3) Gunnar, stýrimaður, f. 18. maí 1955, d. 18. júní 1980. Valgeir vann við múrverk og ýmis störf. Hann gerðist vöru- bílstjóri ungur og hafði það að aðalatvinnu lengst af. Útför hans fer frám frá Hvammstangakirkju á morgun og hefst athöfnin klukkan 14.00. ÞEGAR afi kom í heimsókn fyrir hálfum mánuði óraði okkur ekki fyrir að við sæjum hann ekki lifandi aftur, en við vissum að hann var veikur og hann var búinn að segja okkur svo oft að hann væri alveg að deyja, en einhvern veginn tókum við ekki mark á honum, hann sagði það svo létt. Okkur fannst mikið til afa koma, hann átti alla hluti í bílskúrnum í Ásbrekkunni sem var innangengt í MINNIINIGAR ótrúlegt hvað hún gat töfrað fram hinar kræsilegustu veitingar á auga- bragði og virtist hún ekki þurfa að hafa neitt fyrir þeim þegar maður kom heim til hennar, hvort sem það var á Miklubrautina eða vestur á Patró. Ég efast ekki um að bömin hennar og bamaböm vissu af þessu en ég hafði ekki átt þessu að venj- ast. Eftir að ég kynntist henni bet- ur, þá töluðum við oft saman og ef ég þurfti að létta á mínu hjarta, hlustaði hún þolinmóð á mig. Hún var ekki að setja ofan í við mig ef henni fannst að ég væri að gera rang- an hlut, heldur gaf hún mér ráð sem gerðu það að verkum að hlutimir fóru ætíð á betri veg. Samheldni var svolítið sem hún reyndi að kenna okkur og ég held að það sé það sem hún gaf mér og pabbá. Þetta er eitt af þvi dýrmætasta sem ég hef lært um ævina og í veikindum hennar kom það sterklega í ljós að þetta gaf hún bömum sínum, því samheldnari fjöl- skyldu hef ég aldrei kynnst. Hvemig svo sem lífíð fer er ég mjög þakklát fyrir að hafa átt stund, þó sorgleg sé, með þessari samstilltu fjölskyldu og fundið fyrir svona mik- illi hlýju. Sorg mín er mikil. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga samleið með Sollu. Minninguna um hana geymi ég ætíð í hjarta mínu. Elsku pabbi, Guðný eldri, Ómar, Nonni, Gísli, Hulda, Guðný, Svala og aðrir aðstandendur, Guð varðveiti ykkur og styrki í ykkar miklu sorg. Minningin lifír um göfuga konu. Þóra Sjöfn. Mig langar að minnast ömmu minnar. Hún amma mín var alltaf svo góð við mig. Hún fór alltof fljótt frá mér. Ég er þakklát fyrir að bera nafn hennar. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir allar stundimar sem við áttum saman. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og þú mátt ekki gleyma okkur og við ekki þér. Þín, Sólveig Jónsdóttir. Mjög hljótt hann kemur, alltof fljótt hann kemur, á dymar hann lemur. Dauðinn kemur, allt er hljótt í alla nótt, alltof fljótt hann tekur. Dauðinn tekur, allt er hljótt, allt skeður svo fljótt eftir hljóða nótt. (AJ.) Það er stutt bilið á milli lífs og dauða, gleði og trega. í dag kveðjum og að hann hefði byggt stigann upp á loftið sjálfur, það var meira en okkur tókst að skilja. En þegar við stálpuðumst og sáum allar hans framkvæmdir inn- an- og utanhúss í nýja húsinu þá sannfærðumst við um hversu mikill þúsundþjalasmiður hann var, hann lét sig ekkert dreyma um hlutina, hann bara keypti og framkvæmdi það sem hann langaði til. Það voru ekki utanlandsferðir eða skemmt- anir sem heilluðu hann heldur var það ísland sjálft og náttúra þess, steinar og fuglalíf. Eftir þennan harða vetur saknaði hann þess að þrestimir verptu ekki í trénu hans eins og undanfarin ár. Þá smíðaði hann varpkassa fyrir þá en því miður höfðu þrestirnir ekki sama smekk og afí. En svona var hann, hugsaði vel um sína og lét þá ekkert vanta. Það var notalegt og róandi að fara í heimsókn til ömmu og afa. Við vorum ávallt velkomin ef tími gafst til að fara norður. Elsku amma, við vitum að við verðum áfram velkomin til þín í heimsókn. Svo er því farið: Sá er eftir lifir . deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Valgeir Ágúst, Rúnar Bjarni, Tinna Gunnur. við þig hrygg í huga, Solla mín, og fyrir aðeins 16 mánuðum kvöddum við Jónu systur. Það er svo ótrúlegt að þið báðar þyrftuð að leggjast inn á spítala til að fara í aðgerðir sem teljast ekki stórar og báðar lágu svo fársjúkar að önnur aðgerð var nauð- synleg og síðan hófst hin harða og hetjulega barátta við dauðann á svo svipaðan hátt og á svo stuttum tíma þar til yfír lauk. Og allan tímann sem baráttan tók viku bömin þín ekki frá þér, vöktu yfír ástkærri mömmu sinni dag og nótt uns öllu var lokið. Stolt verðurðu alltaf, Solla mín, af bömun- um þínum sem em svo sterkar og góðar manneskjur. Minningarnar hrannast upp, minn- ingar um hörkuduglega konu sem aldrei gafst upp á neinu verki sem hún vann, hún skilaði sínu verki vel og af svo miklum myndarskap. Sá myndarskapur kom vel í ljós er hún tók á móti stómm hópi kvenna úr kvennadeild Slysavamafélagsins í Reykjavík til Patteksfjarðar. Borðin svignuðu undan krásunum sem hún hafði undirbúið af þvílíkum myndar- skap. Og hús sitt opnuðu þau Solla og Kiddi fyrir allan hópinn svo allur hópurinn fékk gistingu. Allt undirbjó hún Solla af svo miklum dugnaði og myndarskap að af bar. Þakklátar og ánægðar kvennadeildarkonur yfír- gáfu Patreksfjörð fullar þakklætis eftir góða og skemmtilega dvöl, svo er Sollu fyrir að þakka. En nú ert þú farin í ferðalag, Solla mín, til látinna ástvina í himna- ríki og góðar verða þær móttökur sem þú færð, það er ég viss um. Pabbi, Jóna og Lilli heitinn faðma þig vel og styrkja og það er ég viss um að hann Ægir ljómar. Eg sé hann fyrir mér þegar hann tekur þig í fang sitt og umvefur þig með allri sinni ást og hlýju. Ég kveð þig með söknuuði Solla mín, en við eigum eftir að hittast síðar. Kæra systir, Qölskylda mín þakkar þér allt. Elsku mamma mín, Ómar, Jón, Gísli, Hulda, Guðný, Svala, Kiddi, tengdaböm, bamabörn, bamabamabam og aðrir ástvinir. Missir ykkar er mikill og bið ég góð- an guð að varðveita ykkur og styrkja. Starfsfólki gjörgæsludeildar Borgar- spítalans, læknum og hjúkmnarfólki þakka ég innilega fyrir að veita Sollu frábæra hjúkmn og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Vertu sæl, elsku Solla mín, og ég bið góðan Guð: Gættu hennar vel og gefðu henni styrk. Þín systir, Anna. Á morgun kveð ég í hinsta sinn elskulega systur mína og vil ég í fáum orðum minnast hennar. Það er sárt að missa tvær systur í blóma lífsins á rúmu ári og sakna ég þeirra mjög mikið. Það er margs að minnast og er mér minnisstæð ferðin sem við fómm með eiginmönnum okkar fyrir fjölda ára í Hólminn. Þá keyrði Omar, elsti sonur Sollu, okkur með kjötsúpupott- inn í skottinu og er búið að hlæja mikið að þeirri ferð í gegnum árin. Eins minnist ég ferðarinnar til Patreksfjarðar í heimsókn til Sollu og Kidda, þar sem við fengum frá- bærar móttökur og var hún Solla mín ólöt við að keyra okkur á alla staði í kring. Það leitar margt á hugann þegar elskuleg systir kveðjur, en ég veit að leiðir okkar munu liggja saman á ný. Elsku Solla mín, mig langar að þakka þér fyrir allar yndislegu stund- irnar sem við áttum saman, það er svo margt í minningu minni um þig sem ég mun varðveita um alla eilífð. Elsku mamma, Ómar, Jón, Gísli, Hulda, Guðný, Svala og Kiddi, megi guð varðveita ykkur sem sýnduð svo mikinn samhug og styrk í veikindum hennar. Bamaböm og aðrir ástvinir, miss- ir ykkar er mikill í þessari miklu sorg. Megi góður guð varðveita ykk- ur öll. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín systir, Ásta. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT BJARNADÓTTIR, Dalbraut 27, andaðist í Borgarspítalanum þann 21. júní si. Jarðaförin auglýst síðar. Kristinn Jónsson, Sigríður Garðarsdóttir, Jón Örvar Kristinsson, Hrönn Harðardóttir, Maren Brynja Kristinsdóttir, Helena Rut Örvarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, systur og tengdadóttur, GUÐRÚNAR VIGDÍSAR SIGMUNDSDÓTTUR, Engjaseli 81, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á. deild 11 E á Landspítala. Arnór Sigurðsson, Guðbjörg Arnórsdóttir, Jóhanna Arnórsdóttir, Margrét Albertsdóttir, Margrét J. Sigmundsdóttir, Guðbjörg Friðfinnsdóttir, Sigurður Arnórsson. + Innilegar þakkir flytjum við þeim fjöl- mörgu, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEFÁNS RAFNS ÞÓRÐARSONAR, Smyrlahrauni 25, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkrunarfólki hjartadeildar Borgar- spítalans fyrir hlýtt viðmót og góða umönnun. Guð blessi ykkur. Guðrtín Sigurmannsdóttir, Sigurmann Rafn Stefánsson, Lóa Sigrún Leósdóttir, Einar Rafn Stefánsson, Lena Stefánsson, Hafdis Stefánsdóttir, Eiður Arnarson, Þórður Rafn Stefánsson, Guðbjörg Hjálmarsdóttir, Stefán Rafn Stefánsson, Kristrún Birgisdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.