Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „ENGA ævisögu," voru ein síðustu orð Dennis Potters. SIGRUN píanóleikari og Nanna flautuleikari. Dönsku gullald- artónskáldin Hlíf Sigur- jónsdóttir flðluleikari Á NÆSTU þriðjudagstónleikum, þann 27. júní kl. 20.30 í Lista- safni Siguijóns Ólafssonar, flytja þær Nanna Kagan flautuleikari, Hlíf Siguijónsdóttir fiðluleikari og Sigrun Vibe Skovmand píanóleik- ari verk eftir dönsku gullaldartón- skáldin Friedrich Kuhlau, J.F. Frelich og A.P. Berggreen. Á efn- isskrá eru einnig verk eftir fransk- rússneska tónskáldið César Cui. DFR Kuhlau (1786-1832) hefur verið nefndur Beet- hoven flautunn- ar, og er tríóið hans opus 119, sem flutt verður á tónleikunum, upprunalega skrifað fyrir tvær flautur og píanó. Á meðan tónskáldið lifði enn var verkið einnig leikið á flautu, fiðlu og píanó. Sónata fyrir flautu og píanó eftir J.F. Frolich (1806-60) var samið árið 1829. Það þykir bæði frumlegt og dæmigert meðal verka tónskáldsins, sem var tónsetjari fyrir ballettmeistarann Bournonv- ile í Kaupmannahöfn. Þekktastur fyrir sálmalögin A.P. Berggreen er þekktastur fyrir sálmalög sín (1801-80). Hann var nemandi Weyse og lék einnig á flautu. Tónsmíðin sem flutt verður nefnist Tilbrigði við norskt þjóðlag fyrir flautu og píanó. Síðast á efnisskrá eru verk fyr- ir flautu, fiðlu og píanó eftir César Cui (1835-1918), sem starfaði í Rússlandi þar sem hann tilheyrði Fimmmenningunum, hópi tón- skálda sem beittu sér fyrir nýjum þjóðlegum stíl í rússneskri tónlist. Nanna Kagan stundaði nám í Det kgl. danske Musikkonservat- orium í Kaupmannahöfn hjá Poul Birkelund. Sigrun Vibe Skovmand hlaut einnig menntun sína í Tón- listarháskólanum í Kaupmanna- höfn, þar sem hún var nemandi Haralds Sigurðssonar, píanóleik- ara. Nanna og Sigrun hafa undan- farin ár starfað með kammerhópn- um Variante, sem aðallega flytur danska tónlist og hefur haldið tón- leika víða, síðast á Ítalíu á þessu vori. v Hlíf Siguijónsdóttir fiðluleikari, sem er íslenskum tónleikagestum að góðu kunn, leikur með í nokkr- um verkum. Tónleikamir, sem tengjast danskri gullaldartónlist nítjándu aldar, eru haldnir í tilefni af sýn- ingu á klippimyndum eftir Gunhild Skovmand, sem nú stendur yfír í efri sal safnsins og ber yfirskrift- ina „einu sinni var“. E' g fyrirlít ævisögur. Þær em skáldsögur í felu- búningi. Og ég er ekki þeirrar skoðunar að gagnrýnin ævisöguritun sé lykill að mörgum verkum höfundar. Þá hef ég engan áhuga á þeirri teg- und bókmenntagagnrýni, sem tengir líf höfundar og verk hans. Sem gagnrýni er hún máttlaus og óskammfeilin. Ævisöguleg gagn- rýni leiðir ekkert í Ijós.“ Svo fór- ust breska rithöfundinum Dennis Potter orð í einu af síðustu við- tölunum sem við hann var tekið en hann lést fýrir réttu ári. Orð Potters virðast enn áhrifameiri nú en fyrir ári, því að í smíðum em þijár ævisögur um hann, þar af er ein eftir þann sem viðtalið tók, John Cook. Brot úr viðtalinu birt- ust nýlega í The Observer. Bók Cooks „Dennis Potter: A Life on Screen" er byggð á viðtali hans við Potter, samtölum við koll- ega hans og gagnrýni á verkum hans og kemur út í september. Tveimur mánuðum síðar er vænt- anleg í bókabúðir bók W. Stephens Gilberts, „Fight and Kick and Bite“ sem er óopinber ævisaga Potters. Gilbert reyndi að ná tali af Pott- er skömmu áður en hann lést en umboðsmaður rithöfundarins og böm hans tóku illa í þá viðleitni þar sem þau vom í þann veginn að semja við Humphrey Carpenter um að hann skrifaði um Potter. Carpenter þessi hefur m.a. gefið út eftitekt- arverðar ævisögur um Benjamin Britten, W. H. Auden og J. R. Tolkien og gerir hann ““ ráð fyrir að ljúka verkinu um Pott- er árið 1997. Er nema von að menn spyiji að því hvort verið sé að svikja Potter með þessu? Eða er réttlætanlegt að reyna að greina staðreyndir frá skáldskap, líf frá list eftir dauða Potters? Lifði einangruðu lífi Grípum aftur niður í viðtalið við Potter: „Bókaútgefendur hafa skrifað mér og spurt hvort ég vilji skrifa ævisögu mína. Ég segi „nei, ég hef lifað einangraðu lífi. Það stórbrotnasta sem fyrir mig hefur komið em veikindi. Stundum verð ég fullur og stundum geri ég allt vitlaust en ég var kominn yfir fer- tugt áður en ég svo mikið sem hélt frá Englandi. „Syngjandi spæjarinn" var að hluta til sjálf- sævisöguleg. Hún þóttist vera það því að slík skrif eru mjög kraftmik- il. Menn hugsa sem svo „Ó, þetta hlýtur að vera satt,“ en auðvitað er það ekki svo. Ævisögur eru flók- Ævisögur eru flókinn lygavefur Þrátt fyrir að leikskáldið Dennis Potter væri mótfallinn ævisögum, um sig og aðra, eru þijár bækur um ævi hans væntanlegar á markað. Spurt er hvort verið sé að svíkja Potter inn vefur lyga. H.G. Wells sagði: Hver myndi skrifa skáldsögur ef hann gæti skrifað ævisögu hreint út? Nabokov komst svipað að orði. Hann sagði: Auðvitað er þetta ekki ég, en ef það sem ég skrifaði væri ekki að einhveiju leyti satt, annað en ímyndun mín, myndi það ekki virðast satt. Svo segja sumir: Eg er löngu búinn að gleyma öllu, en auðvitað mun allt það sem þeir hafa upplifað skila sér fyrr eða síðar í ljóði eða skáldsögu eða leik- riti, ef þeir eru rithöfundar. Það er óhjákvæmilegt. Ég hef valið að láta sjálfsævi- sögulega formið virðast afhjúpa meira en það ger- ir í raun og veru, því að ég er lokaður og hef ekki þörf fyrir að opna mig. Ég virðist hins vegar vera það. Ég viðurkenni einnig að ég mun nota tilfinningalegan sannleika og vissar Iandfræðilegar staðreyndir, ákveðna hluti sem að ég flétta inn í sama mynstur. Ég hef hins vegar gert það á mun opinskárri hátt því að ég notfæri mér aðferðina til að skapa tengsl við líf mitt og allra annarra.“ „Látið mig í friði“ Áhyggjur Potters af hnýsni ann- arra kemur skýrt í Ijós í tveimur síðustu bókum hans; „Karaoke“, sem er um deyjandi rithöfund sem telur að verk sín séu að lifna við, og framhald hennar, „Cold Lazar- us“, sem segir frá fjölmiðlajöfri sem reynir að lífga við frosið höfuð sitt. „Skilaboðin í þeim eru afar skýr. Látið mig í friði,“ segir Gil- bert. Einn ævisöguhöfundanna og bendir á að eitt það síðasta sem Potter hafi sagt, hafi verið, „enga ævisögu“. Engu að síður heldur Carpenter því fram að hann hafi ekki vitað hveija skoðun Potter hafði á ævi- sögum. „Ég var einfaldlega beðinn um að skrifa bókina og mér finnst, sem fyrsta ævisöguhöfundi mannsins, sem heldur sig fjarri þeim sem fjalla um verk hans, að ég eigi að nálgast sannleikann. Og það er háð aðstoð þeirra sem næstir honum stóðu.“ Carpenter hefur nú þegar rætt við börn leikskáldsins, umboðs- mann hans, móður og systur. Hann segir að þegar fjallað sé um rithöfunda á borð við Potter eða Auden, þar sem líf þeirra endur- speglist í verkunum, _____________ verði verk ævisöguritar- ans réttlætanlegra og eigi meira erindi við lesendur en ella. En í hversu ríkum mæli endur- spegla verk Potters líf hans? „Sum- ir eiga einfaldlega auðveldara með að komast að tilfinningum sínum en aðrir,“ segir hann í viðtalinu við Cook. „Ann Scott, sem vann að mörgum leikrita minna fyrir sjónvarp, sagði við mig: „þú hefur beinan aðgang að tilfinningum þín- um.“ En það er hættulegt fyrir þá sem þekkja mann og mjög hættu- legt fyrir mann sjálfan. Ég ætla ekki að segja neitt um baráttu mína við eðli mitt, nema hvað að í lok dags er ég þrátt fyrir allt, kristinn. Þegar allt kemur til alls trúi ég á það, jafnvel þó að mér blöskri svo djarfleg yfirlýsing." Graham Fuller, höfundur „Pott- er on Potter", sem kom út árið 1993, tekur undir það viðhorf leik- skáldsins að verkin séu í raun ekki ævisöguleg heldur hafi Potter ver- ið í einhvers konar feluleik alla sína ævi. „Hann vildi útskýra sjálf- Verkin eru í ríkum mæli um líf hans an sig án þess að menn kæmust þó að nokkru. Hann skapaði goð- sagnir um sig, t.d. um uppeldi sitt. Dennis huldi slóð sína.“ Ásakanir um kynferðislega misuotkun Potter var hamingjusamlega kvæntur í þijá áratugi en eigin- kona hans, Margaret, lést nokkr- um dögum á undan eiginmanni sínum. í verkum Potters er engu að síður ijölmargar tilvísanir í kyn- ferðislega misnotkun, t.d. í verkun- um „Moonlight on the Highway", „Where Adam Stood“, „Blackeyes" og „Hide and Seek“. Þá koma vændi og hórur mjög við sögu í „The Singing Detective“, „Pennies From Heaven“ og „Lipstick on Your Collar.“ „Ég var kynferðislega misnot- aður þegar ég var tíu ára. Það er satt. Fjölmargt má rekja til þess, en að tengja allt misnotkuninni er tóm vitleysa. Fólk gengur í gegn um það sem það gengur í gegnum og tekst á við það. Það kann að spilla því. Það kann að leiðast út í alls kyns öfgar til þess að forð- ast minningarnar og martröðina. En menn glata ekki grundvallar- þörfum sínum; baráttuvilja, virð- ingu og hæfileikum." Gilbert hefur efasemdir um sannleiksgildi fullyrðinga Potters um misnotkun. 'Carpenter telur að hafi hún átt sér stað, hafi það verið í London er Potter var ungur maður. Gil- bert og Carpenter hafa rekið sig á missagnir, t.d. hvað varðar kennar Potters, sem lýst er í hans sem „likustum Þegar þeir hittu hann, verkum dreka“. reyndist hann vera ákaflega elsku- legur og ræðinn, gjörólíkur þeim manni sem lýst er í verkum Pott- ers. „Ég held að Dennis hafi ekki verið svo andsnúinn ævisögum, heldur þeirri tískusveiflu sem varð með tilkomu ævisagna þar sem allt var látið flakka,“ segir Ken Trodd, sem hefur sett fjölmörg verka Potters á svið. Melvyn Bragg, sem tók síðasta sjónvarps- viðtalið við Potter og talið var að mundi rita ævisögu hans, tekur undir þetta. „Við erum uppi á tím- um þar sem almannarómur virðist skipta meira og meira máli. Það þýðir að mun auðveldara er að átta sig á lífi rithöfundar en verk- um hans. Hvað Dennis varðar er ljóst að verk hans eru um líf hans í mun ríkara mæli en verk annarra höfunda. En þau eru líka byggð á ímyndunarafli hans og það gerir þau svo margræð."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.