Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MENNING „Norrænir brunnar“ MYNDLIST Norræna húsið HUGMYNDALIST NORRÆNT MYNDLISTARÁR Gunilla Bandolin, Jukka Lehtinen, Sissel Tolaas, Qlugi Eysteinsson, Halldór Ásgeirsson, Asta Ólafsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Daniel Magn- ússon, Finna B. Steinson, Grétar Reynisson. Hulda Hákon, Inga Svala Þórsdóttir, Kolbrún Þóra Oddsdóttir, Kristinn G. Harðarson, Monika Lars- en Dennis, Pekka Pyykönen, Stein- grímur Eyfjörð Kristmundsson. Opið alla daga frá 14-19. Til 9. júlí. Aðgangiu- ókeypis. Sýningarskrá 500 krónur. NORRÆNA myndlistarbandalagið hefur á þessu ári starfað í hálfa öld og í tilefni þess eru framdir ýmsir gjörningar á Norðurlöndum, og er Norræna húsið og umhverfi þess einn vettvangurinn. Ekki er allskostar rétt sem fram hefur komið, að samnorræn upp- bygging á myndlistarsviði hafi al- farið verið giftudijúg, og hinar stóru samsýningar bandalagsins jafnan mikill viðburður þar sem þær voru haldnar. Þvert á móti voru sýning- amar komnar út í blindgötu fyrir sundurlaust og handahófskennt samstarf, og nutu fjarri því þeirrar athygli sem vænta mátti. Kom það berlegast í ljós á sýningunni á Charl- ottenborg í Kaupmannahöfn 1969, sem hlaut dræmar undirtektir og jafnvel prófessoramir við akadem- íuna ómökuðu sig ekki á hana að sögn, þótt hún væri í sömu bygg- ingu (!), og ungir hengdu upp risa- stóra borða utan á sýningarhúsið henni til ófrægðar. Síðasta sýningin í gamla forminu var svo einmitt haldin að Kjarvals- stöðum 1972, og var jafnframt fyrsta stóra sýningin í húsinu. En þá snem íslendingar dæminu við og sýndu fram á að hægt var að halda slíkar sýningar með góðu skipulagi, enda fór svo að mann- mergðin í húsinu síðustu sýningar- helgina var sem á aðaljámbrautar- stöð ytra, og norrænu fulltrúarnir sem furðu lostnir. Að vonum er þessa hvergi getið, en hins vegar halda menn upptekn- um hætti við að setja saman sýn- ingar sem litla athygli vekja þrátt fyrir miklar umbúðir og hávaða í upphafi. Okkur tókst að vísu að sanna, að gamla sýningarfyrir- komulagið væri ekki með öllu úr- elt, en hins vegar mátti gera ómældar væntingar til menning- amiðstöðvarinnar fyrirhuguðu í Svíavirki. Hvort hún hafí svo stað- ið undir þeim er umdeilanlegt, en að mati skrifara einkennist verk- svið hennar fullmikið af ósjálf- stæði, norrænni minnimáttarkennd og einstefnu. Helst er ég á því, að Norræna listabandalagið hafi fyrr- um þarfnast stórhuga fram- kvæmdastjóra og einvalds í fullu starfi, eitt- hvað í líkingu við Pontus Hult- én. Hitt var allt- of þungt í vöfum og laust í reip- um, að láta til- fallandi stjórnir myndlistarfélaganna löndum ráða ferðinni. Það sem mest bar á í gamla daga voru fundarhöld og skálagl- amur, og að því leyti virðist fátt hafa breyst, því framkvæmdahug- urinn er naumast meiri, og þannig er fáfræði almennings um myndlist bræðraþjóðanna innbyrðis áþreif- anlegri en nokkru sinni fyrr. Mætti því ætla, að tími sé kominn til að kynna myndlist þjóðanna innbyrðis á breiðum og hlutlægum grund- velli, en síður að bandalagið starfí sem útibú hræringa sem erlendir listmógúlar og hagsmunaaðilar koma af stað, og starfsemi þess einkennast af þröngum viðhorfum listhúsaeigenda úti í hinum stóra heimi. Á upplýsingaöld þarf að virkja almenning, og víst er að gífurlegar breytingar eru í vændum, því fólk fer senn að geta heimsótt öll helstu listasöfn veraldar sitjandi í sófa heima hjá sér. Og væntanlega heit- ir það að vera virkur í nútímanum að gera sér fulla grein fyrir þessu upplýsingastreymi á næsta leiti, því einn góðan veðurdag úreldast flestir þættir miðstýringar og for- sjárhyggju líkt og gerðist í pólitík- inni. Sýningin „Norrænir brunnar" er gott dæmi um athafnasemi bandalagsins á sviði hugmynda- fræðilegrar listar á sama tíma og listhús heimborganna eru yfírfull af fjölbreytilegri list, og athafnir sem slíkar verði stöðugt einangr- aðri, en merki- legt nokk sífellt meira áber- andi, þótt ein- ungis innvígðir rati á þær. En þeir sem standa að þeim virðast skemmta sér konunglega og til þess er leikurinn vafalítið gerður. Við fylgdumst með slíkri uppákomu í sambandi við Borealis- sýninguna í Listasafni íslands, og minnumst þess helst hve líflaus hún var orðin í lokin, er fólkið sem stóð að henni var horfið til síns heima, líkust auðu leiksviði. Sýningunum fylgir iðulega mik- ið jarðrask, byggingarfram- kvæmdir og tilflutningur á mold og túnþökum og svo hefur einnig gerst að þessu sinni. Og þannig eru nokkurs konar skreiðartrönur í yfirstærð mest áberandi verkið en þær eru framlenging hálf- hringsins andspænis aðalbyggingu Háskólans, loka honum þannig að úr verður heill hringur. Verkið er eftir arkitektinn Uluga Eysteins- son, og hér er fáránleikinn virkjað- ur líkt og er er útlendir minntu okkur á eldfjöll á Borelais-sýning- unni. Hitt er annað mál að arkitek- tónisk fegurð þeirra stendur fyrir sínu, en skreiðartrönur eru allstað- ar til yndis í landslaginu. Uppruna- lega átti verkið að vera óður til menntunar og orku, byggjast á sex þijátíu metra háum háspenn- umöstrum úr stáli, en höfundi var gert að breyta því að tilmælum flugumferðarstjómar. Þrátt fyrir allt minna trönurnar einnig á raf- orkuna ef vel er gáð og þorskhaus- arnir eru sem margræð skírskotun til atvinnu og þjóðmála. Utan hug- myndarinnar og skírskotunarinnar er svo fátt nýtt við vel unnið verk Gunnillu Bandolin „Hola á him- inbotni" í nágrenninu, og auk þess verður harla lítið úr því við hlið skreiðratrananna, og enn minna úr steyptu stígvélum Jukka Lehtin- en, við tjarnarbakkann næst hús- inu, sem virka eins og hvert annað lúið yfirgefíð drasl í rigningunni, um leið og steinsteypta frárennslis- rörið veitir þeim dtjúga samkeppni. Sýningin inni í húsinu einkennist af innsetningum, sem málarar eru vafalítið orðnir jafn leiðir á og hugmyndafræðilega fólkið á tvívíð- um myndverkum, þar er fátt sem gleður augað og enn færra sem ögrar er svo er komið. Hugmyndafræðilega listin vill útiloka fagurfræðina, þótt sannar- lega örli fyrir henni í sumum verk- anna svo sem ljóðrænu moldar- verki Daníels Magnússonar, anda- brunni Huldu Hákon, en þó einkum flöskuverki Halldórs Ásgeirssonar í kaffístofu, þar sem mislitt gagns- ætt innihald þeirra fellur vel að landslaginu og sjónhringnum. Myndimar af gömlu vatnsbólunum og vatnsberunum í anddyri eru svo líkast dæmi um vanrækt verkefni, en fortíðin er yfirfull af slíkum á landi hér. Hugtakinu sjálfu eru annars gerð góð skil og textarnir iðulega snjallir. Formáli Aðalsteins Ingólfssonar er um sumt frumlegri en verkin sjálf og vel skrifuð grein Ólafs Gíslasonar er mjög fróðleg aflestr- ar. Fólki er ráðlagt að kaupa sýn- ingarskrána og setja sig vel inn í hlutina, því annars er hætta á að framkvæmdin fari fyrir ofan garð og neðan hjá því. Það fær svo að sýna sig hvort íslendingum tekst að snúa vöm í sókn líkt og fyrir 23 ámm, og fá fólk til að taka við sér og stíma á sýninguna. Bragi Ásgeirsson HULDA Hákon: „Gæsabrunnur" á Norður- Styrfin sambúð KVIKMYNDIR Bíóborgin UNGURí ANDA (ROOMMATES) ★ ★ Leikstjóri Peter Yates. Handritshöf- undur Max Apple og Stephen Metc- alfe. Tónlist Ehner Bemstein. Aðal- leikendur Peter Falk, D.B. Sweeney, Julianne Moore, EUen Burstyn. Bandarísk. Hoilywood Pictures 1995. GRUNNHUGMYNDIN að baki Ungur í anda er góðra gjalda verð en það tekst ekki sem skyldi að gera úr henni eftirtektarverða mynd. Michael (D.B. Sweeney) missir föður sinn ungur drengur og þá verður Rocky afí hans (Peter Falk) til þess að taka hann að sér og bjarga frá munaðarleysingjahæl- inu. Árin líða og að því kemur að Michael launar afa sínum greiðann þegar hann forðar gamla mannin- um frá elliheimilinu. Þá er Michael við læknanám og síðar meir giftist hann, eignast börn og heimili. Með karlinn jafnan í slagtogi, misstirf- inn. Lífíð er fjarri því að ganga áfallalaust fyrir sig og það verður Rocky sem beinir sonarsyninum að lokum inná rétta braut. Ef einhver „á“ þessa mynd öðrum fremur er það Peter Falk, sem er trúverðugt gamalmenni og skartar frábæru gervi. Það er einnig engu líkara en samúð handritshöfund- anna og kvikmyndargerðarmann- anna yfír höfuð, hafi verið óskipt með öldungnum. Hann er miklu áhugaverðari í alla staði en hjarta- skurðlæknirinn (minna mátti ekki gagn gera), bamabamið hans, sem aukinheldur er illa leikinn af D.B. Sweeney, sem skaðar þessa mynd sem aðrar sem hann hefur leikið í, með tilfinningasnauðri frammi- stöðu. Það kviknar reyndar örlítið líf á milli ættingjanna í lokaatrið- inu, það er um seinan. Þá er einsog það hafi vafist fyrir mönnum hvað þeir vildu uppskera, að öllum líkind- um gamanmynd með taugum en það fer nú svo að höfundar hafa orðið of hrifnir af tilfínningamálun- um sem ágerast eftir því sem á líð- ur myndina og keyra hana loks fram af hömrunum. Jafnframt koðnar niður oft meinfyndin og þvermóðskuleg afstaða gamla mannsins til lífsins og tilverunnar, bragðlaus eiginkona kemur til sög- unnar og enn ver skrifuð tengda- móðir sem stórleikkonan Ellen Burstyn verður að gera sér að góðu. Útkoman gamanmynd sem tekur sig alltof alvarlega með leikara í öðru aðalhlutverkinu sem stendur sig þannig að manni gæti ekki stað- ið meira á sama um afdrif nokkurs manns, en Falk fær stjörnurnar tvær. Sæbjörn Valdimarsson íslensk sönglög og norræn lög GERÐUR Bolladóttir sópran- söngkona heldur tónleika á Safnaðarsal Áskirkju mánu- daginn 26. júní kl. 20. Þessir tón- leikar eru lið- ur í burtfar- arprófi Gerð- ar sem hún mun ljúka í sumar, en kennari hennar er Sigurður Demetz Franzson. Á efnisskránni er ljóðaflokkurinn Frauenliebe und leben, eftir Róbert Schu- mann. Lög úr ljóðaflokknum Childhood Fables for Grown- ups eftir Irving Fine. íslensk sönglög. Norræn lög eftir E. Grieg og Jean Sibel- ius, aríur úr óperunni Le Nozze di Figaro eftir W.A. Mozart og Adriana Lecouvreur eftir Francesco Cilea. Undirleikari á tónleikunum verður Guð- björg Siguijónsdóttir. Myndlistar- sýning í allt sumar Á MENNINGARHÁTÍÐ sem BSRB stóð fyrir í þónustumið- stöðinni í Munaðamesi 5. júní sl. var opnuð samsýning Bryn- dísar Jónsdóttur og Kristínar Geirsdóttur og stendur hún til loka orlofstímans í september. Bryndís sýnir leirlistaverk en Kristín málverk og tréristur. Auk myndlistarsýningarinn- ar mörkuðu tónleikar og upp- lestur upphaf orlofstímans á menningarhátíðinni í Munað- arnesi. Blásarakvintett Reykja- víkur lék og Einar Ólafsson skáld las úr verkum sínum. Þá léku KK og Þorleifur. Fjöldi gesta sótti hátíðina, nú sem endranær. .Þetta er í 5. sinn sem mynd- listarsýning er haldin í Munað- arnesi að sumarlagi, en meðal þeirra sem áður hafa sýnt þar verk sín eru Tolli, Haukur Dór, Kogga og Magnús Kjartans- son, að ógleymdum innansveit- armanninum Páli Guðmunds- syni frá Húsafelli, en hann sýndi steinverk og málverk í fyrra. Steven Holl heldur fyrir- lestur BANDARÍSKI arkitektinn Steven Holl heldur fyrirlestur í tengslum við sumamámskeið ÍSARK, íslenska arkitektaskól- ann, þriðjudaginn 27. júní kl. 20 í Odda. Fyrirlesturinn fjallar um „spumingar um skynjun: fyrirbærafræði byggingarlist- ar“. í kynningarriti segir: „Steven Holl er mikilsvirtur arkitekt sem starfar í New York. Hann hefur kennt við Columbia-háskólann auk þess sem hann hefur tekið þátt sem fyrirlesari í fjölda nám- skeiða og ráðstefna í bygging- arlist víðs vegar um heiminn. Á árinu 1977 hleypti hann af stokkunum fræðiritinu Pamp- hlet Architecture þar sem hann hefur sett fram rannsóknir og skoðanir sínar á arkitektúr á faglegan og krítískan hátt. 1989 kom út á vegum Princeton Arc- hitectural Press bókin „Anchor- ing“ þar sem Steven Holl setti fram hugmyndir sínar um „fyrirbærafræði í byggingarl- ist“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.