Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 48
varða víðtæk f jármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐW, KWNGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI B69 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NRTFANG MBUOCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samskip leigja frystiskip til Ameríkusiglinga SAMSKIP hf. hafa tekið á leigu frysti- og gámaskip frá Noregi til að annast flutninga til Norður-Ameríku þegar tveggja ára samstarfi félags- ins við Eimskip lýkur í lok mánaðarins. Samningar Eimskips og Sam- skipa um endumýjun samstarfssamnings um Ameríkusiglingar strönduðu m.a. á kröfum Eimskips um 40% hækkun flutningsgjalda. Takmörkuð flutningsgeta var þó ekki síður ástæða þess að upp úr slitnaði, að sögn Baldurs Guðnasonar, framkvæmdastjóra flutningasviðs Samskipa. Stórhveli að landi á Tjörnesi HVALSHRÆ hefur rekið upp í sker fýrir utan Eyvík á Tjör- nesi. Hreinn Valtýsson sjó- maður sem býr í Eyvík uppgöt- vaði rekann sl. föstudag. Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra var á ferð á Tjörnesi í gær og skoðaði hræið. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að þótt ekki sæist í hausinn á dýrinu úr landi þá sýndist honum að um vænan búrhval væri að ræða, senni- lega yfir 50 fet á lengd. „Hvaíurinn hafði sprungið og gamirnar lágu úti. Venju- lega gerist það eftir um tvo sólarhringa frá því að hvalur er skotinn eða deyr. Þá rifnar kviðurinn og myndast mikið gas í honum, þannig að hvalur- inn er útblásinn," sagði Hall- dór. Hreinn sagði að erfitt væri að komast alveg að hræinu nema að sæta lagi með fjöru. „Ég hef grun um að hræið sé búið að þvælast eitthvað þarna framan við. Þetta er hálfgerð- ur ódráttur," sagði Hreinn og sagðist vilja að það yrði íjar- lægt vegna mengunar ef hægt væri. Hann segir félagið hafa kannað .möguleika á samStarfi við erlenda aðila um flutninga til Bandaríkjanna en leiga á skipi hafí orðið ofan á. Miðað við núverandi flutninga er góður grundvöllur fyrir rekstri leigu- skipsins, að sögn Baldurs. „Við höfum náð mjög hagstæðum samningum um skipið. Einnig höfum við aukið okkar flutninga og byggjum áætlanir okkar á raunhæfum væntingum. Bæði út- flutningur og innflutningur á þessari flutningsleið hefur aukist, sem er í samræmi við batnandi stöðu félags- ins. Við höfum m.a. verið i fóðurflutn- ingum frá austurströnd Bandaríkj- anna og munum skoða það mjög gaumgæfilega hvemig við getum samhæft alla flutningana. Þá hafa vamarliðsflutningamir verið í hönd- um keppinautanna en þeir verða boðnir út með haustinu," sagði hann. ■ Samskip/9 ♦ ♦ ♦----- Verkfall farmanna semjist ekki SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu yfír- manna á kaupskipum og viðsemjctnda þeirra hófst kl. 10 í gærmorgun og var fundinum ekki lokið þegar Morg- unblaðið fór í prentun. Félög yfirmanna í Farmanna- og fiskimannasambandi íslands hafa boðað verkfall á kaupskipaflotanum sem hefst á hádegi á morgun hafi ekki samist fyrir þann tíma. Morgunblaðið/Magnús H. Magnússon BENIDIKT Grímsson, byggingameistari á Hólmavík, var meðal þeirra sem skoðuðu aðstæður á föstudag. Stjórnskipuð nefnd endurskoði skipulag og stjórnkeris snjóflóðavarna Abyrgð er skipt á milli þriggja ráðuneyta RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að skipa nefnd undir forsæti Eiríks Tómassonar lagaprófessors til að yfirfara og skoða viðbrögð stjórn- kerfisins vegna snjóflóða, endur- skoða skipulag mála í stjómkerf- inu varðandi snjóflóðavamir og gera tillögur um framtíðarskipu- lag þeirra mála. Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, hefur það skýrst í vetur að verklagsreglur í stjómkerfínu em að þessu leyti ekki nægilega skýrar og ábyrgð er dreift milli stofnana sem heyra undir þijú ráðuneyti. Almannavamir starfa á ábyrgð dómsmálaráðuneytis, ofanflóða- sjóður heyrir undir félagsmála- ráðuneyti, en Veðurstofa og skipu- la^smál undir umhverfísráðuneyti. Nefndinni er ætlað að gera úttekt á því hvernig staðið hefur verið að samstarfi þessara aðila og leggja mat á skilvirkni þess kerfis sem starfað hefur verið eftir. Gallar á skilvirkni og boðleiðum Á liðnum vetri hafa að mati viðmælendá Morgunblaðsins kom- ið í ljós gallar á skilvirkni og boð- leiðum og ýmsum þeim reglugerð- um sem starf vegna snjóflóða- hættu og -varna byggist á. Þykir núverandi skipulag ekki tryggja að hlutaðeigandi ráðuneyti og stofnanir taki hveiju sinni þátt í nauðsynlegum ákvörðunum. Kanna gerð hættumats Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun nefndinni m.a. ætlað að kanna hvemig staðið er að gerð hættumats á snjóflóða- svæðum. í núgildandi skipulagi er hættumat að verulegu leyti unnið á vegum almannavarna með fag- legri ráðgjöf starfsmanna Veður- stofu en gefið út á ábyrgð félags- málaráðuneytis án þess að um- hverfisráðuneyti, sem Veðurstofan heyrir undir, komi að endanlegri gerð matsins. Óánægja Veðurstofu og sveitar stjórnarmanna M.a. hefur komið upp óánægja Veðurstofu með framsetningu hættumats þar sem byggð er skipt með afdráttarlausum hætti niður í hættusvæði og hættulaus svæði. Þá hefur Morgunblaðið upplýs- ingar um að meðal sveitarstjórnar- manna hafa gætt óánægju með að unnið hafi verið að reglugerðum um kaup húsa á snjóflóðasvæðum án þess að viðeigandi samráðs hafí verið gætt. Eftirlitsmenn starfs- menn lögreglustjóra Þá hefur staða snjóflóðaeftir- litsmanna þótt óljós í kerfínu en þegar hefur verið bætt úr því að nokkru leyti. Sveitarfélög og Veð- urstofa skiptu með sér launa- greiðslum til eftirlitsmanna en á Alþingi í vetur voru þeir gerðir að starfsmönnum lögreglustjóra. Einnig eru skiptar skoðanir um það að ábyrgð á að taka ákvörðun um rýmingu húsa utan hættu- svæða sé lögð á herðar lögreglu- stjóra eins. Viðmælendur Morgunblaðsins meðal embættismanna og sveitar- stjórnarmanna kváðust binda von- ir við að störf nefndarinnar yrðu til þess að einu ráðuneytanna yrði falin ábyrgð og yfirumsjón með öllu því sem lýtur að snjóflóða- vörnum og eftirliti. Þeir eru þó ekki á einu máli um í höndum hvaða ráðuneytis sú ábyrgð sé best komin. Gafl féll úr húsi MIKIL mildi var að engan skyldi saka þegar norðurgafl og hluti úr örðrum vegg féllu úr þriggja hæða steinhúsi frá 1940 við Brunngötu 7 á Hólmavík á föstudag. Jón Ólafsson, eigandi hússins, hafði ætlað að koma í veg fyrir að vatnselgur kæmist inn í húsið með því að styrkja veggina. Hann hafði grafíð skurð meðfram göflunum og hugðist fylla skurðina með steypu. Ekki var hins vegar komið að steypuvinnunni og Jón var í óða önn að vinna við frárennsli með raf- magnsmeitli í kjallaranum þegar norðurgaflinn tók að síga út frá hús- inu um kl. 17 á föstudag. Jón tók ekki eftir því hvað var að gerast vegna hávaðans frá meitlinum. Hins vegar varð öldruð móðir hans í eld- húsinu fyrir ofan vör við hvað verða vildi og gerði viðvart. Fjölskyldan, Jón, sambýliskona hans, barn og móðir Jóns, yfirgáfu húsið í skyndi og um þremur tímum síðar hafði gaflinn fallið úr húsinu. Björgunarsveitarmenn tæmdu húsið um kvöldið. Húsið er talið ónýtt og hefur fjölskyldan fengið húsnæði til bráðabirgða á vegum hreppsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.