Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 33 BREF TIL BLAÐSINS Hvað er að þessari þjóð? Frá Guðmundi Oddssyni: FRAMSÓKNARFLOKKURINN er orðinn næst stærsti stjómmála- flokkurinn, bæði í Reykjavík og á Reykjanesi. Rúmlega 18.500 kjós- endur í þessum fjölmennustu lq'ör- dæmum landsins kusu flokkinn í síðustu kosningum. Þetta er ótrú- legt, en satt. En hvers vegna Fram- sóknarflokkinn? Flokkurinn skil- greinir sig sem miðjuflokk, hvað sem það nú þýðir. í reynd virðist manni sem flokk- urinn hafi enga sýnilega stefnu nema þá að vera gæsluflokkur óbreytts ástands. Þetta kemur ský- rast fram í land- búnaðarmá- lunum, en flokk- urinn telur sig vera hinn eina sanna vin bænda. Getur það verið að vinfengi Framsóknarflokksins við bændastéttina hafí valdið mestu um að stéttin er nú á vonarvöl og á sér tæpast viðreisnar von? Það er að minnsta kosti alveg öruggt að stétt sem á slíkan vin þarfnast ekki óvina. Er Framsóknarflokkurinn á móti fólkinu? Þegar horft er á örlög bænda- stéttarinnar og afskipti Framsókn- arflokksins af þeirri stétt er nær- tækast að spyija þeirrar spumingar hvort flokkurinn vinnur ekki kerfís- bundið gegn bændum. Hveijir hafa verið í forystu bænda í áratugi og ráðið þar ferðinni? Það sama má líka segja gagn- vart neytendum. Framsóknarflokk- urinn vill ekki að matvæli lækki hér á landi. Hann berst gegn öllum til- raunum til að ná niður matvæla- verði og er tilbúinn að beita til þess öllum ráðum. Halldór Asgrímsson er höfundur af þeirri sjávarútvegsstefnu sem hér hefur verið rekin og hefur a.m.k. leitt til þess að ýmsir aðilar innan sjávarútvegsins telja nú mjög að sér vegið. Flokkurinn berst nú með kjafti og klóm gegn öllum breytingum á þessari stefnu. Flokkurinn barðist gegn lagfær- ingu á húsnæðiskerfinu á sínum tíma og var þar með kominn í full- komna andstöðu við húsbyggjendur í landinu. Það er nánast sama hvar borið er niður, Framsóknarflokkur- inn hefur ávallt verið mótfallinn lagfæringu á ófremdarástandi. Sannleikurinn er sá að Fram- sóknarflokkurinn er staðnaður kerf- isflokkur sem virðist hafa þann til- gang einan að koma í veg fyrir eðlilega þróun mála. En hvers vegna í ósköpunum kjósa menn þennan flokk til áhrifa aftur og aftur? Lofaði flokkurinn öllum öllu fyrir kosningarnar eða. skildu menn ekki hveiju hann lofaði? Lítum á nokkur af kosningaloforðum flokks- ins fyrir síðustu kosningar og ekki síður hvernig flokkurinn hefur stað- ið við þau eftir að hann komst í ríkisstjóm. Hveiju lofaði Framsóknarflokkurinn? Framsóknarflokkurinn lofaði að beijast af alefli gegn því að tollar yrðu lágir á innfluttum landbúnað- arafurðum. Raunar vildi flokkurinn alls ekki að landbúnaðarvörur yrðu fluttar inn í landið því hann vildi halda þeirri einokun í landbúnaðin- um sem verið hefur um áratuga skeið. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa nú samþykkt lög á Alþingi, þar sem það var lögfest að tollar á innflutt- ar landbúnaðarvörur skuli um aldur og ævi verða nokkur hundmð pró- sent, þannig að nú er búið að koma endanlega í lög að enginn innflutn- ingur mun verða á landbúnaðarvör- um. Þetta er nákvæmlega það sem Framsóknarflokkurinn boðaði fyrir kosningamar. Framsóknarflokkurinn lofaði að lengja húsbréfalánin og hækka lánshlutfallið úr 65% í 75%. Fyrra atriðið er óframkvæmanlegt, en það vissu framsóknarmenn ekki fyrir kosningar og síðara atriðið kostar svo miklu meira en framsóknar- menn gmnaði að trúlega munu þeir geta kennt fjármálaráðherran- um um ef ekki fást peningar í hækkunina. Framsóknarmenn hafa því ekkert svikið í þessum mála- flokki, því ekki er hægt að skamma þá fyrir að gera það sem er ófram- kvæmanlegt og síðan er það vonska sjálfstæðismanna sem kemur í veg fyrir hækkunina á lánshlutfallinu. Framsóknarmenn á Reykjanesi boðuðu nýja sjávarútvegsstefnu og töldu sig hafa fundið lausnina á vandanum, einkum töldu þeir sig vera að bjarga trillukörlunum. Þeg- ar fmmvarp Þorsteins Pálssonar, um aftöku trillukarlastéttarinnar, var lagt fram á þingi þá studdu hinir vígreifu þingmenn Framsókn- arflokksins á Reykjanesi aftökuna með bros á vör. Að vísu sagðist Hjálmar Ámason hafa verið tækni- lega á móti þessum áformum Þor- steins, en samþykkti aftökuna engu að síður. Þar með björguðu þeir sér, hinir nýju þingmenn Framsókn- ar á Reykjanesi í þessu máli. Hjálm- ar var tæknilega á móti málinu, en studdi það samt og Sif forðaði sér af landinu áður en hún þurfti að greiða atkvæði. Framsóknarmenn hafa því ekkert svikið í sjávarút- vegsmálunum. Hvað er að þessari þjóð? Verkföll hafa verið tíð að undan- förnu og menn fara í verkfall til að reyna að ná fram betri kjörum. Yfirleitt skila verkföllin ekki mikl- um kjarabótum. Neytendur áttu möguleika á að ná fram verulegum kjarabótum með því að lækka mat- vælaverð um tugi prósenta, en Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur ásamt Alþýðubandalaginu komu í veg fyrir það. Framsóknarflokkur- inn boðaði andstöðu sína fyrir kosn- ingar. Skyldu þeir neytendur sem kusu Framsóknarflokkinn ekki vera kátir og glaðir núna, þegar flokkur- inn hefur uppfyllt kosningaloforðið? Skyldu trillukarlarnir á Reykjanesi ekki vera ánægðir með hvernig hin- ir nýju þingmenn Framsóknar stóðu við sín loforð? Skyldu húsbyggendur ekki vera kátir og glaðir yfír afrek- um Framsóknarflokksins í hús- næðismálunum? Þannig getur þjóðin sjálfri sér um kennt hvernig málin hafa þró- ast. Tæpur fjórðungur þjóðarinnar kaus Framsóknarflokkinn og rúm- lega 18.500 kjósendur hér á höfuð- borgarsvæðinu kusu flokkinn. Auð- vitað er þessi niðurstaða sorgleg, en eiga þeir sem kjósa yfir sig kjara- skerðingu og stöðnun eitthvað betra skilið? Er það ekki bara gott á neyt- endur, trillukarla, húsbyggendur og einkanlega unga fólkið hér á höfuð- borgasvæðinu, að flokkurinn sem það kaus, Framsóknarflokkurinn, skuli vera kominn í ríkisstjóm? Þjóðin fær það sem hún á skilið. GUÐMUNDUR ODDSSON, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Kópavogi. PHOENIX námskeiðinu leiðin til úrangnrs kl. 18 mánudaginn 26. júní á Hótel Loftleiðum, Þingsölum. PHOENIX klúbbfundur. Tekin verður fyrir kaflinn um heilsuna, streitumæling og plan fyrir sumarið, kl. 20,26. júní. Upplýsingar í síma 567 1703, Fanný Jónmundsdóttir. VANDAÐIR GÖNGUSKÓR FRÁ ÍTALÍU ^omon Stubaí Jura Nevada CrUtallo Stærðir 36-48 SYMPATEX VATNSVARÐIR Þyngd: 560 g. parið Skór fyrir léttar gönguferðir Stærðir 36-48 SYMPATEX VATNSVARÐIR Þyngd: 600 g. parið Mjög þægilegir skór fyrir styttri og lengri göngur Stærðir 36-48 SYMPATEXVATNSVARÐIR Þyngd: 600 g. parið Léttir mjúkir og þægilegir LeðurStærðir 36-48 SYMPATEXVATNSVARÐIR Þyngd: 840 g. parið Sterkir og léttir, góðir í lengri göngur Verð kr. 8.700 yer5 þr | | .700 _ Verð kr. !0.700BkHHHHÍHHIBS Verð kr. 12.900 POSTSENDUM SAMDÆGURS OPIÐ UM HELGAR Laugardaga kl. 10 - 16 Sunnudaga kl. 13 - 15 ÞAR SEM FERÐALAGIÐ BYRJAR SEGLAGERÐIN /^GIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 51 I 2200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.