Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Þorkell
EGILL SKULI Ingibergsson formaður Félags velunnara
Borgarspítalans glaður í bragði á fjölskyldudegi
Starfsmannafélags Borgarspítalans.
Fjölskyldudagur
Borgarspítalans
►STARFSMENN og sjúklingar
Borgarspítalans gerðu sér glað-
an dag á fjölskyldudegi Starfs-
mannafélags Borgarspítalans
sem haldinn var nýlega.
Að venju var boðið upp á fjöl-
breytta fjölskyldudagskrá,
bömin fóru á hestbak, tré voru
gróðursett og læknar brugðu
sér úr hvítu sloppunum og
steiktu pylsur fyrir gesti.
Félag velunnara Borgarspít-
alans tók þátt í þessum fjöl-
skyldudegi samkvæmt hefð og
í ár lagði það til trjáplöntur að
andvirði 100 þúsund króna.
Egill Skúli Ingibergsson for-
maður félagsins sagði að gróð-
ursetningin væri liður í að skýla
spítalagarðinum fyrir vindum
og ágangi.
Félagið hefur það markmið
samkvæmt lögum þess að stuðla
að auknum skilningi almenn-
ings og stjómvalda á starfsemi
Borgarspítalans. Einnig gerir
það tillögur til úrbóta á þjón-
ustu spítalans og aðstöðu eftir
því sem ástæða þykir hverju
sinni.
Egill Skúli sagði að félagið
hafi tekið þátt í að kaupa ýmis
tæki fyrir spítalann, ýmist til
lækninga eða afþreyingar.
Þannig hafi félagið m.a. annars
keypt myndbandstæki fyrir
sjúklinga og örbylgjuofna fyrir
starfsmenn.
BÖRNIN fengu að fara í stuttan „útreiðartúr“ um
spítalagarðinn og undu glöð við sitt.
ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími 551 1200
Smíðaverkstæðið:
• TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright
Kl. 20.00: í kvöld uppselt. Sfðasta sýning leikársins.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 13:00-20:00 f dag.
Crxna linan 800 6160 - Greióslukurtaþjúnmla.
LEIKFELAG REYKJAVIKIJR
STÓRA SVIÐIÐ KL. 20:
Rokkóperan: Jesús Kristur SÚPERSTAR
eftlr Tlm Ríce og Andrew Loyd Webber.
Frumsýning föstudaginn 14. júlí.
Forsala aðgöngumiða hefst mánudaginn 26. júní kl. 15.
Miðasalan verður opin frá kl. 15-20 alla daga og einnig tekið á móti miðapöntun-
um í síma 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Faxnúmer er 568-0383.
blabib
- kjarni málsins!
FÓLK í FRÉTTUIUI
Young og Pearl Jam
saman með plötu
SAMSTARF Seattlehljómsveitar-
innar Pearl Jam og gamla silfur-
refsins Neil Young hefur staðið
yfir í nokkum tíma og var nú
nýlega að bera ávöxt. Ávöxturinn
heitir „Mirror Ball“ og er í líki
hljómplötu. Meðlimir Pearl Jam
og Young hittust í janúar síðastl-
iðnum er þeir spiluðu saman á
„Voters For Choice“-tónleikunum
í Washington í Bandaríkjunum.
Þar kom upp hugmynd um gerð
hljómplötu, en áður hafði samstarf
þeirra legið lengi í loftinu.
Eddie Vedder, söngvari hljóm-
sveitarinnar, hefur aldrei farið
leynt með aðdáun sína á þessum
49 ára gamla rokkhesti. „Hann
hefur kennt okkur í hljómsveitinni
margt. Ég held varla að Neil Yo-
ung eigi sér marga líka. Samtímis
því að framleiða úrvals tónlist er
hann hylltur fyrir langan og giftu-
samlegan feril,“ sagði Vedder þeg-
ar Young fékk inngöngu í frægð-
arhöll rokktónlistarinnar í New
York fyrir skömmu.
Pearl Jam og Neil Young hafa
spilað nokkrum sinnum saman á
tónleikum, allt frá 1993, er þeir
spiluðu á tónleikum í Stokkhólmi,
til fyrmefndra tónleika í janúar
síðastliðnum.
Neil Young hefur fengist við
ýmsar tegundir tónlistar, pönk,
þjóðlagatónlist, sveitatónlist,
rokkabillí og síðast en ekki síst
rokk og ról. Plöturnar eru íjöl-
margar og oftar en ekki hefur
hann starfað með hljómsveitinni
Crazy Horse, sem meðal annars
lék undir á síðustu plötu hans.
Með nýju plötunni, „Mirror Ball“,
hefst enn einn kafli tónlistarsögu
Youngs.
Hljómsveitin Pearl Jam er ólík
flestum samstarfsmönnum hans
til þessa, en nýjasta plata hennar
heitir „Vitology". Hlustendahópur
Pearl Jam er mun yngri en Yo-
ungs, auk þess sem sveitin selur
KattiLeikhúsiðl
Vesturgötu 3
I HI.ABVARPANUM
„Spegill undir
fjögur augu"
etlir Jóhönnu Sveinsdóttur
Leilcstjóri: Hlín Agnarsdóttir
í kvöld sun.ld. 21
Mi5i m/mat kr. 1.600
Söngkonur í sumarskapi
þri. 27/6 kl. 21
Herbergi Veroniku
mið. 28/6 kl. 21
Miði m/mat kr. 2.000
Eldhúsið og barinn
opin fyrir & eftir sýningu
i MiOasala allan sólarhringinn í sima 581-1
að jafnaði þrefalt fleiri eintök af
hverri plötu en Neil. Ætti þetta
samstarf því að opna augu margra
ungmenna fyrir tónlist Neils. 11
lög eru á plötunni, öll tekin upp í
„Bad Animals“-hljóðverinu í Se-
attle, heimaborg meðlima Pearl
Jam.
Samstarfíð hefur þó þrátt fyrir
allt ekki gengið þrautalaust fyrir
sig. Listamennirnir eru nefnilega
ekki hjá sömu útgáfufyrirtækjum,
heldur erkikeppinautunum
Reprice Records (Young) og Epic
Records (Pearl Jam).
Ýmis konar vandamál komu upp
og stærst þeirra var að sjálfsögðu
hver ætti að gefa plötuna út.
Niðurstaðan varð sú að Neil Young
er skrifaður fyrir plötunni og nafn
Pearl Jam er hvergi skrifað á
umslagið. Stjórnendur Epic Rec-
ords bönnuðu það, þar sem þeir
fá engan hlut af ágóðanum. í
bæklingnum er þó tekið fram
hveijir spiluðu undir á plötunni,
nafn fyrir nafn, en ekki er minnst
á hljómsveitina Pearl Jam. Tónlist-
armennimir hyggja á tónleika-
ferðalag saman til að fylgja plöt-
unni eftir, en ekkert er þó fastsett
í þeim efnum.
Linda valin
talsmaður Clairol
►FYRIRSÆTAN Linda
Evangelista er umkringd (jós-
myndurum á blaðamannafundi
sem haldinn var í tilefni þess
að hún hefur verið valin tals-
maður Clairol-fyrirtækisins
sem framleiðir hárlitunarefni
(ekki fótanuddtæki).