Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Stefna Alþýðuflokks- ins sú sama fyrir og eftir kosningar Arnljóti Bjarka svarað Ljóska Ég sé að þú ert byrjaður að hafa bakpoka í skól- ann... Mig langar að fólk haldi að ég sé að fara á ein- hvern mikilvægan stað ... Frá Jóni Baldvin Hannibaissyni: ARNLJÓTUR Bjarki Bergsson vandar mjög um við formann Al- þýðuflokksins fyrir það að hafa eina afstöðu í GATT málinu í fyrri ríkis- stjóm en aðra í stjórnarandstöðu. Ljótt ef satt væri. Mér er hins veg- ar hulin ráðgáta hvemig slík enda- skipti á staðreyndum geta átt sér stað, því þetta er á algjörum mis- skilningi byggt. Stefna Alþýðu- flokksins að því er varðar út- færslu hér innan- lands á aðild okk- ar að GATT samningunum, sem er fyrst og fremst spurning um tolla, var sú sama í tíð fyrri ríkistjómar og í kosningabaráttunni fyrir kosningar og á Alþingi í stjórn- arandstöðu eftir kosningar. Það er misskilningur hjá bréfritara að ein- hver GATT frumvörp hafí legið fyr- ir í tíð fyrri ríkis- stjómar. Engin slfk fmmvörp lágu fyrir. Málið var til vinnslu í nefnd sem var á pólitísku forræði forsætis- ráðherra og nefnd- in hafði ekki skilað neinum niðurstöð- um til ríkisstjómar fyrir kosningar og ríkisstjórnin ekki tekið neina af- stöðu til málsins. Hins vegar var vit- að að þijár meginl- ínur voru settar fram í nefndinni. Embættismenn á mínum vegum, þ.e.a.s. á vegum Utanríkisráðu- neytisins, lögðu til að tollar yrðu mið- aðir við verðjöfnun innflutnings- verðs og innanlandsverðs þannig að tollvemdin yrði fyrst og fremst fjarlægðarvemd sem er á bilinu frá 10-35% eftir vömtegundum. Með ijarlægðarvernd er átt við erlendan heildsölukostnað, flutningskostnað, tryggingar og fleira. Fyrrverandi landbúnaðaráðherra, Halldór Blön- dal, og menn á hans vegum vildu hins vegar lögbinda svokölluð toll- ígildi sem hefði þýtt tolla á bilinu frá u.þ.b. 300 og upp í og yfír 700%. Þetta var það sem við kölluðum ofurtolla en ofurtollur er skilgreind- ur sem tollur sem er svo hár að það verður ekkert af viðskiptum. Fjár- málaráðherra hafði lagt fram til málamiðlunar sömu stefnu og Al- þýðuflokkurinn, þ.e.a.s. verðjöfnun, en með 20% álagi. Alþýðuflokkurinn vakti í kosn- ingabaráttunni athygli á þessu máli og varaði við þeirri ofurtollastefnu sem fyrrverandi landbúnaðarráð- herra fylgdi fram. Hann vakti at- hygli manna á að þetta væri spum- ing um lífskjör, þ.e.a.s. að hér væri verið að takast á um hvert væri verðlag á lífsnauðsynjum og kynnti hugmyndir sínar og stefnu mjög rækilega. Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar andmælti því að hann hefði uppi áform um ofurtolla. Þegar fmmvörp núverandi ríkis- stjómar vom lögð fram kom á dag- inn að ríkisstjómin hafði farið ofur- tollaleiðina þótt í öðm formi væri en embættismenn Halldórs Blöndal lögðu til, þ.e.a.s. tollar vom stilltir svo háir að það var mat því næst allra umsagnaraðila sem tjáðu sig við efnahags- og viðskiptanefnd að ekkert yrði af innflutningi, ekkert yrði úr viðskiptum, ekkert yrði úr samkeppni og að svo háir tollar myndu einfaldlega festa í sessi óbreytt ástand. Þessir aðilar em þeir sem raunvemlega sinna inn- flutningi, þ.e.a.s það vom aðilar eins og Hagkaup, Bónus, fulltrúar íslenskrar verslun- ar, Samtök iðnað- arins, Neytenda- samtökin og fleiri og enginn sem rengdi að þetta væri rétt. Við umfjöllun máls- ins á Alþingi fluttum við Al- þýðuflokksmenn breytingatillögur sem vom nákvæm- lega í samræmi við það sem við höfð- um sagt í tíð fyrri ríkisstjórnar og fyrir kosningar þ.e.a.s. við lögðum fram tillögur um lækkun tolla al- mennt og sérstaklega að því er varðar lágmarksmarkaðsaðgang. Þegar breytingatillögur okkar höfðu allar verið felldar sátum við hjá við lokaafgreiðslu málsins. Það er hverju orði sannara sem hinn ungi maður segir að þingmenn eiga ekki að láta hanka sig á því að skipta um skoðun eftir því hvort þeir em í stjórn eða stjómarand- stöðu. Það gerði Alþýðuflokkurinn svo sannarlega ekki í þessu máli. Sama máli gegnir með þá sem vilja vanda um við aðra, þeir mega ekki láta hanka sig á því að fara rangt með gmndvallarstaðreyndir eða byggja afstöðu sína á ósönnum upplýsingum. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON formaður Alþýðuflokksins. Jón Baldvin Hannibalsson Þingmenn láta hanka sig Frá Amljóti Bjarka Bergssyni: FYRR MÁ nú rota en dauðrota. Ég hef ætíð talíð það qjálfsagt að bera virðingu fyrir elata þjóðþingi heims og þeim sem þar hafa setu- rétt. Þar sem eðlilegur unglingur fær ekki frið til að stunda nám sitt fyrir frétta- Bkýringum af stjómarskrár- brotum þing- manna fæ ég ekki orða bund- ist. Ég vil leggja áherslu á að þetta eru hvorki hraðatakmark- anir né innflutn- ingabðnn á landbúnaðarafurðum Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.