Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hlutur krókabáta í sjóstangaveiði kannaður EIGENDUR krókabáta í Ólafsvík sem tóku þátt í sjóstangaveiðimóti þar í gær á sama tíma á banndegi verða ekki kærðir eða sviptir veiði- leyfi, að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu. Ráðuneytið er að vinna að lausn þessara mála. Til að fénýta afla þarf leyfi til veiða í atvinnuskyni. Eigendur tóm- stundabáta hafa heimild til þess að veiða til eigin nota en mega ekki selja aflann eða fénýta hann á ann- an hátt. Aflamarksbátar þurfa að hafa „FÆREYINGAR hafa jafnan leitað til íslands ti! að fá aðstoð og góð ráð í ferðamálum. Það er ljóst að við getum lært mikið af Islendingum vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í Færeyjum," segir Sámal Petur í Grund, ráðherra samgöngu-, ferða-, kirkju- og menningarmála í fær- eysku landsstjórninni. Sámal Petur er hér á landi í boði Halldórs Blönd- al samgöngumálaráðherra og hefur hann í vikunni kynnt sér uppbygg- ingu íslenskrar ferðaþjónustu og heimsótt sögustaði og náttúruperlur landsins. í heimsókn færeyska ráðherrans var gengið frá tiinefningu fjögurra fulltrúa, tveimur frá hvorri þjóð, í samstarfsnefnd landanna um ferða- mál. Nefndin vinnur á grundvelli samkomulags landanna þess efnis að styrkja samstarf þjóðanna í ferða- málum en það var undirritað snemma á þessu ári. Samkomulagið er sambærilegt samningi íslendinga og Grænlendinga um samstarf í ferðamálum. „Markmiðið með þessum samn- ingum er að byggja upp ímynd hins hreina norðurs hér í Norður-Atlants- kvóta fyrir þeim afla sem þeir veiða ef um kvótabundnar tegundir er að ræða. Krókabátum er óheimilt að vera til veiða á sjó á banndögum. Hins vegar gilda engar sérstakar reglur um tómstundaveiðar eða sjó- stangaveiðar. Hefur viðgengist Fiskistofa mun fylgjast með veið- unum í Ólafsvík og skráð verður hveijir eiga þar í hlut. Jón B. Jónasson skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði að erindi hefði borist frá Landssam- hafinu með samstarfi íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga," sagði Halldór Blöndal. „Eitt land hefur takmarkaða burði til að vinna að bandi sjóstangaveiðimanna um það að fá að halda sín mót sem eru átta á ári. Hann sagði að Fiskistofa hefði gert athugasemdir um það að þarna ættu meðal annars í hlut króka- veiðibátar sem færu á sjó til veiða á banndegi. „Við erum að skoða hvort það séu til einhveijar lagalegar heimild- ir og forsendur til þess að koma þessu máli í fast form. Við óskuðum eftir nánari upplýsingum um afla og umfang þessara móta. Hve margir bátar tækju þátt í mótunum, markaðssetningu ferðamannasvæðis í norðurhöfum en ef löndin vinna saman þá vekur það verðskuldaða athygli erlendis." hvers konar bátar og hver aflinn væri. Aflinn er sýnishorn af öllu því sem í sjónum syndir. En það stendur ekki yfir nein sérstök her- ferð gegn þessum mönnum eða mótum,“ sagði Jón. „Eigendur bátanna þurfa ekki að óttast kæru eða veiðileyfissvipt- ingu. Við gæfum eitthvað út áður en við færum út í hertar aðgerðir vegna þess að þetta hefur viðgeng- ist undanfarin ár og við munum ekki breyta þeirri framkvæmd nema með því að vara menn áður við,“ sagði Jón. Eitt verkefni samstarfsnefndar- innar verður að leita leiða til að efla flugsamgöngur á milli landanna. Það yrði m.a. gert í því skyni að auð- velda íbúum landanna að heimsækja hveijir aðra. Eg-ilsstaðaflugvöllur varaflugvöllur Færeyinga? Færeyski ráðherrann staðfesti að til greina kæmi að Færeyingar ósk- uðu eftir því að Egilsstaðaflugvöllur þjóni Færeyingum sem varaflugvöll- ur í framtíðinni. Sámal Petur sagðist hafa tekið eftir því á ferð sinni um landið að mjög fagmannlega væri staðið að þjónustu við ferðamenn. „Ferðamenn fá það á tilfinninguna á íslandi að þeir séu ákaflega velkomnir," segir Sámal Petur. Aðspurður segir hann að í samstarfi þjóðanna muni Færey- ingar einkum njóta góðs af reynslu íslendinga í markaðs- og sölumálum. íslendingar hafí þannig öðlast mikla reynslu við að markaðssetja land sitt m.a. vestanhafs og í Austur-Asíu. Á móti kæmi að Færeyingar gætu miðl- að af reynslu sinni úr samstarfi við danska ferðafrömuði. Morgunblaðið/Árni Sæberg STYTTA Þorláks helga af- hjúpuð í Kristskirkju. Stytta Þor- láks helga afhjúpuð STYTTA Þorláks helga var afhjúp- uð við athöfn í Kristskirkju sl. fimmtudag. Þorlákur helgi var sjötti biskup- inn í Skálholti, en hann sat á bisk- upsstóli frá 1178 til 1193. Þorlákur var tekinn í tölu dýrlinga á Alþingi árið 1198, en Jóhannes Páll páfí gerði hann að vemdardýrlingi ís- lendinga fyrir ellefu ámm. „Það hafði lengi staðið til að fá styttu eða mynd af Þorláki helga í kaþólsku kirkjuna," sagði séra Jakob Rolland. „Ég var í fram- . haldsnámi í Róm fyrir þremur árum og kynntist þar listamönnun- um Mauro og Danilo Trisciuzzi. Ég heillaðist mjög af verkum þeirra og fól þeim að gera stytt- una. Ég hóf söfnun innan safnað- arins í fyrra og hún stóð í eitt ár. Þannig gátum við fjármagnað smíðina, en auk þess veitti ríkið j okkur 75 þúsund króna styrk. Heildarkostnaður var tæp hálf * milljón króna. | Sveinn Ólafsson myndskeri, smíðaði fótstallinn undir styttuna, en hann er í raun ekki minna lista- verk en styttan sjálf. Það var eng- in fyrirmynd að styttunni, því eng- ar styttur af Þorláki hafa varðveist hér á landi. Elstu teikningar af honum eru frá 14. öld, þannig að af þeim verður ekki ráðið hvernig | hann leit út. Listamennirnir fóru , því eftir öllum upplýsingum sem fengust um Þorlák helga,“ sagði I séra Jakob að lokum. Færeyskur ráðherra kynnir sér uppbyggingu ferðaþjónustu á Islandi Færeyinffar geta lært mikið af Islendingum Morgunblaðið/Ámi Sæberg SÁMAL PETUR í Grund, ráðherra samgöngu- og ferðamála í Færeyjum, og Halldór Blöndal samgöngumálaráðherra hafa sammælst um að stórefla samstarf þjóðanna í ferðamálum. Metmæl- ingar á grasfrjói NIÐURSTÖÐUR fijómælinga vikuna 14.-20. júlí sýna að einungis þann 19. júli fóru fijókom grasa yfir 30 í rúm- metra og er þetta í fyrsta skipti sem svo mikið af grasfijói mælist í sumar. Fijótala lægri en 10 fijó- kom á rúmmetra þykir lág. Hinar tvær fijótegundirnar sem eru mældar eru birki og súra. Fijókom grass mældust á bilinu 6 fijókorn á rúmmetra upp í 33. Tvo daga var talan lægri en 10 og einn dag hærri en 30. Fijókorn súru reyndust vera frá 1 í rúmmetra upp í 13. Fijótala súru hærri en 10 mældist einungis tvo fyrstu daga mælingarinnar. Ekkert mældist af birkifijókornum þessa viku. Ákvörðun um innflutning á hráu kjöti verður tekin eftir sex til átta vikur Ráðherra óttast búfjársjúkdóma EKKI verður tekin afstaða til beiðni verslunarinnar Bónuss um innflutn- ing á sænskum kjúklingum eða annarra innflytjenda hrárrar kjöt- vöru fyrr en fyrsta lagi í lok ágúst þegar reglugerð um málið á að vera til. Ákvörðun gæti einnig beðið fram í miðjan september nk. þegar lokið á vera við úthlutun tollbóta, að sögn Guðmundar Bjarnasonar landbúnaðarráðherra. „Ég er ekki að segja af eða á um það á þessu stigi hvort að þessi innflutningur verði lieimill eða bannaður í ágústlok eða 15. sept- ember, það verður bara að líta dags- ins ljós þegar við erum búnir að fara yfir reglumar. Eitt verður að ganga yfir alla í þessu éfni og ekki hægt að leyfa neina sérmeðferð," segir Guðmundur. Enginn þrýstingur Hann segir að ráðuneytið hafi ekki orðið fyrir neinum þrýstingi frá aðilum íslensks landbúnaðar um að tálma eða tefja innflutning er- lendra landbúnaðarvara, heldur stjórnist meðhöndlun málsins af eigin skoðunum þar að lútandi. Hann kveðst ógjarnan vilja standa fyrir því að kalla yfír íslenskan land- búnað búfjársjúkdóma sem gætu haft alvarleg áhrif á innlenda dýra- stofna. „Ég tel að þetta sé svo stórt mál að ég vil reyna að sjá yfír það eins vel og ég get, þannig að menn standi ekki frammi fyrir einhvetjum óbætanlegum slysum og væri ekki gaman að standa uppi sem landbún- aðarráðherra á eftir. Við hugsum okkur ákveðnar leik- reglur um þennan innflutning, sem helgast af því að um mjög við- kvæmt mál er að ræða. Það er al- gjörlega nýtt viðhorf fyrir okkur að þurfa að flytja inn óunna vöru eða ferskt kjöt og af þeirri ástæðu teljum við nauðsynlegt að vinna þetta mál mjög vel. Ahugasömum innflytjendum á að vera ljóst að í lok ágústmánuðar verði tilbúnar reglur sem við hugsum okkur að vinna eftir, með ítarlegum leiðbein- ingum um hvernig eftirliti skuli háttað með innflutningnum, sýna- töku og rannsóknum. Ekki áhugi á töfum Guðmundur kveðst ekki hafa neinn áhuga á að vinnan verði tafin umfram það sem nauðsynlegt er, enda sé ekki í anda GATT-samning- anna að hún verði notuð sem við- skiptahindrun. „Hins vegar eru þessi viðhorf viðurkennd og því er eftir sem áður bannað í lögunum að flytja þetta kjöt inn, og aðeins til staðar heimild til undanþágu á innflutningi ef það þyki sannað og menn eru sannfærðir um að af hon- um stafi ekki sjúkdómar. í lögunum segir að í upphafi skuli tollbótum úthlutað í fyrsta skipti fyrir 15. september, þannig að öllum var ljóst , að þetta tæki ákveðinn tíma og þyrfti aðdraganda að þessum regl- ) um,“ segir Guðmundur. | Reglur um unnar kjötvörur væntanlegar Ráðuneytið er þegar búið að gefa út eina reglugerð sem tók á vörum sem ráðherra segir að viðbúið hafi verið að markaðsþörf væri fyrir, svo sem grænmeti, kartöflur, blóm o.fl. „Ég vona að strax eftir helgi | verði tilbúin ný reglugerð sem fjall- ar um innflutning á t.d. smjöri, ostum og unnum kjötvörum sem I eru framleiddar á þann hátt að við teljum eðlilegt og óhætt að heimila innflutning á þeim. Hrávörurnar eru hins langsamlega viðkvæmast- ar og þess vegna tel ég að kanna þurfí þær betur en annað. Reglu- gerðarnar geta sjálfsagt orðið margar því sumar þeirra eru tíma- bundnar fyrir ákveðinn kvóta og ) magn, þannig að við verðum stöð- j ugt að því að endurskoða þær og gefa út nýjar reglugerðir sem heim- ’ ila nýjan innflutning.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.