Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ H Grettir © PIB Cop^nhagon r rW™* « » 11 , Smáfólk THI5 15 MY MARBLE COLLECTION.. I HAVE A66IE5, SH00TER5, IMMIE5, MILKIE5, BUMB00Z6R5, 00BIE5 ANP 6LIMMER5.. 3-7 Þetta er marmarakúlusafnið mitt... ég á gular, bláar, svart- ar, hvítar, rauðar.bleikar og glitrandi — Hvers konar átt þú? Kringlótt- ar... BREF TBL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 LOFTMYND tekin af svæði hestamanna í Borgarnesi fyrir íslands- mótið í hestaíþróttum em haldið var þar 7.-9. júlí sl. Leiðréttingar við skrif Valdimars Kristinssonar í Morgunblaðinu 11. júlí sl. Frá Ámunda Sigurðssyni: UMFJÖLLUN Valdimars Kristins- sonar, blaðamanns Morgunblaðsins, um íslandsmótið í hestaíþróttum er vægast sagt ósanngjörn og ósmekk- leg. Greinin byggist upp á ágiskun- um þar sem hann segir að mótið sé fjármagnað með háum skrán- ingargjöldum. Þetta er ekki rétt, skráningargjöld hafa farið lækkandi undanfarin ár og hafa aldrei verið lægri en nú. Innifalið í þessum lágu skráning- argjöldum var aðgöngumiði, móts- skrá, fóður og spænir fyrir hestana, vakt allan sólarhringinn ásamt mokstri og hirðingu ef keppendur óskuðu þess. Því get ég sagt Valdi- mar það að skráningargjöldin stóðu ekki undir þeim kostnaði, hvað þá heldur verðlauna- og dómarakostn- aði sem hann segir vera fimmhundr- uð þúsund krónur. Mér finnst að Valdimar ætti að líta til baka og miða við það sem liðið er. Öllum kostnaði á þessi^ móti var stillt mjög í hóf og var frítt inn á föstudag, 500 krónur á laugardag, 500 krónur á sunnudag, og frítt inn fyrir 12 ára og yngri. En það hefur verið áhyggjuefni undanfarin ár hvað fáir áhorfendur sækja mótin, en það var ánægjulegt hve margir áhorfendur komu í Borg- ames og vona ég að það verði svo í framtíðinni. En svo get ég ekki orða bundist að víkja að skrifum Valdimars um árangur Sigurbjöms Bárðarsonar á mótinu og þá sérstaklega árangur stigahæsta knapans sem Sigurbjöm hefur hampað oftar en nokkur ann- ar. Þau órökstuddu orð Valdimars að oftar en ekki hafi sá titill unnist af Sigurbimi vegna þátttöku hans í hindrunarstökki, sýnir glöggt hversu illa Valdimar fylgist með (er starfi sínu illa vaxinn). Með þessum skrifum sínum er hann að lítilsvirða árangur Sigur- bjöms undanfarin ár á íslandsmót- um, þar sem hann hefur náð fleiri titlum en nokkur annar knapi og sýnt fjölhæfni með þátttöku sinni í öllum greinum íslandsmóta. Ef tekið er mið af 10 síðustu ís- landsmótum, þá hefði Sigurbjörn orðið íslandsmeistari sem stiga- hæsti knapi án þátttöku í hindrunar- stökki og einnig án þátttöku í hlýðnikeppni. Enda einstakur árangur einstaklings, sem Valdimar ætti að vera fullkunnugt um sem hestafréttamanni Morgunblaðsins. Að vinna helming gullverðlauna í flokki fullorðinna, auk þess að vera í verðlaunasætum í öðrum greinum, ætti frekar að geta sem góðs árangurs heldur en að lítils- virða. Að endingu segir hann að keppn- in hafi ekki verið rismikil og dæmi þá hver fyrir sig. Hindmnarstökkið fór fram á fót- boltavellinum (malarvellinum) í Borgamesi, ef það er ekki til að vekja athygli á þessari keppnisgrein, hvað þá? Að lokum vísa ég órökstuddum skrifum Valdimars beint til föður- húsanna og vonast ég til að hið vin- sæla blað sem Morgunblaðið er geti skaffað okkur blaðamann sem gefur sér tima til að vera á svona stómm mótum sem Islandsmótin em eins og blaðamenn annarra blaða, en rhæti ekki á síðasta degi og fjalli um mótið af afspurnum. _ ÁMUNDI SIGURÐSSON, mótsstjóri íslandsmóts í hestaíþróttum sem haldið var í Borgamesi 1995. LOFTMYND tekin af íslandsmóti í hestaíþróttum sem haldið var í Borgarnesi 7.-9. júlí sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.