Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ * Matur og matgerð Kristölluð hvönn og blóm Að þessu sinni lýsir frú Kristín Gestsdóttir kristöllun á blómum og tekur fyrir fímm teg- undir. Handbragðið er kennt í fáum orðum og lýst hver árangurinn á að verða. LENGI hefi ég haft hug á að kristalla íplur og rósa- blöð, en aldrei hefur orðið úr framkvæmdum. Þó hefí ég oft gert það við hvönn og sítrónumel- issu með góðum árangri - því ætti hitt að vera erfið- ara? Engar eru rósirnar í garði -—_ mínum, en nóg fjólum, bæði þrenn- 1 ! ingarfjóla og svo Týsfjóla sem er ljósblá og hvít. Ég sníkti einfalda rós af runna í garði kunningjakonu Skjaldflétta hangir á veggnum, en bæði blöð og blóm hennar eru æt. Blómin eru bragðlítil en blöðin römm á bragðið. Sítrónumelissan er í kryddhomi garðsins, en hvönnin vex lengra niðri í land- inu. Þessar fímm jurtir ætla ég að taka fyrir í dag. Hvönnin er öll æt, en til að kristalla em að- eins notaðir ungir blómlausir stönglar. Hvönnin er bæði falleg og bragðgóð. Fjólur og rósir eru með sérstakt bragð, sem minnir á ilmvatn, en kristallaðar eru þær nær eingöngu notaðar í skraut á kökur, ábætisrétti og konfekt. Sítrónumelissu er auðvelt að kristalla. Gaman er að eiga allt þetta í lokuðum dósum og grípa til, þegar vetrar, það veitir birtu á dimmum vetrarkvöldum. Það sem nota þarf nema þetta eru þykkari blöð, einkum blöð skjaldfléttunnar og því lengur að þorna, því þarf að losa þau oftar af brettinu eða grindinni og láta þau standa lengur. iítrónumelissa og blöð af skjaldfléttu Notið frekar smá blöð. Farið eins að og með blöðin af blómunum, sjá hér að ofan. Þessi blöð eru þó þykkari og eru lengur að þorna, því gæti þurft að strá sykrinum oftar yfír. Kristallaðir hvanna- stönglar 250 g fallegir meðalstórir hvannastönglar (ekki blómstrandi) 1 eggjahvíta dl strósykur grind, t.d. kökugrind eða __________plastbretti_______ flísatöng eða plokkari pensill, t.d. kökupensill _________lítið fínt sigti____ lokaðar dósir til að geyma í Fjólur, rósablöð og skjaldfléttublóm Skolið blómin í köldu vatni, hristið örlítið og látið þorna. Tak- ið blómhnappinn í sundur og los- ið blöðin frá. Notið frekar litlar rósir og skjaldfléttublóm. Setjið strásykurinn á einn disk en eggjahvítuna á annan. Þeytið hana örlítið í sundur með gaffli. Haldið í blómið eða blöðin með flísatönginni. Penslið alla fleti með eggjahvítunni, gerið þetta vel og gætið þess að enginn blett- ur verði útundan, stráið síðan sykrinum yfír gegnum sigtið, leggið á brettið eða grindina, snúið við og stráið yfír þá hlið. Látið standa þannig í i klst., strá- ið þá aftur yfír og jafnvel oftar. Blöðin og blómin eiga að þorna. Losið blöðin af áður en þau fest- ast í grindinni eða á brettinu, látið standa áfram og losið aftur og aftur þar til blöðin eru orðin alveg stíf. Blöð af sftrónumelissu og skjaldfléttu Notið frekar smá blöð af skjaldfléttunni en meðalstór af sítrónumelissunni. Farið síðan að eins og með blómin hér að ofan 1 msk. salt 2 pelar vatn saman við saltið 2 pelar vatn til að sjóða stönglana í strósykur 1. Kljúfíð hvannastönglana í tvennt og skerið í 4 sm bita á ská. 2. Setjið salt og vatn í pött, látið sjóða svo að saltið leysist upp. Kælið, en leggið stönglana í kaldan löginn. Látið liggja í saltvatninu í 30 mínútur, takið upp og skolið vel. Þetta er gert til að fjarlægja skordýr, ef ein- hver eru. 3. Setjið 2 pela af vatni í pott og sjóðið stönglana í því við hægan hita í 30 mínútur. Hafið- lok á .pottinum. Hellið á sigti, kælið og takið himnuna af ytri hlið stönglanna. Leggið síðan á fat. Setjið sykurinn í sigti og strá- ið þykku lagi á alla fleti stöngl- anna. Leggið plastfilmu yfír fatið og farg ofan á svo að stönglarn- ir verði sléttir. Látið standa á eldhúsborðinu í 1-2 sólarhringa. 4. Setjið sykurleðjuna á fatinu og stönglana í pott. Skafið allan sykur saman við. Setjið i-1 dl af vatni út í. Látið sjóða við mjög hægan hita í 30 mínútur. Setjið þykkt lag af sykri á fat, leggið bitana ofan í, setjið sykur í sigti og stráið yfir. Leggið síðan á grind, t.d. kökugrind. 5. Hitið bakaraofninn í 50oC, setjið grindina mfeð hvannaleggj- unum í ofninn og þurrkið. Fylgist vel með og aukið eða minnkið hitann eftir þörfum. Kælið síðan mjög vel. 6. Setjið í lokað ílát og geymið. ÍDAG HÖGNIHREKKVÍ SI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags BRIPS Umsjön Guðm. Páil A r n a r s o n „Feginn var ég að sjá laufaníuna á hendi sagn- hafa,“ sagði Matthías Þor- valdsson um leið og hann skráði einn IMPa í dálk andstæðinganna. Þetta var í samanburðinum eftir leik íslands og Úkraínu í Vila- moura. Austur gefur, AV á hættu. Norður ♦ 8 ♦ D98543 ♦ K73 ♦ Á53 Vestur Austur ♦ G6 ♦ 102 ¥ ÁG62 IIIIH ¥ KIO ♦ Á1084 111111 ♦ G9652 ♦ K74 ♦ G1086 Suður ♦ ÁKD97543 V 7 ♦ D ♦ D92 Matthías og Jakob Kristinsson voru í AV á öðru borðinu og þar opnaði suður einfaldlega á fjórum spöðum. Jakob í vestur á út og valdi lítið lauf, Sagn- hafí hleypti því heim á drottningu, tók trompin, fríaði slag á tígul og lagði upp: Ellefu slagir og 450. Allt eðlilegt, en Matthías var órólegur, því hann vissi að norður yrði sagnhafi á hinu borðinu. Hann hafði rétt fyrir sér, spil suðurs eru klæðskerasaumuð fyrir Namyats 4 tígla, sem sýnir átta slaga hönd í spaða- samningi. Eftir þá opnun dálkahöfundar, sagði Þor- lákur Jónsson í norður fjóra spaða, sem hann varð að glíma við með laufgosa út. Þorlákur fann besta leikinn þegar hann ákvað að dúkka laufgosann. Þannig stóð hann vörð um innkomuna á laufás, sem hann þurfti að nota eftir að hafa byggt upp slag á tígulkónginn. í reynd spil- aði austur meira laufí og nía blinds þvingaði ’ fram kóng vesturs: 420 í dálkinn og aðeins einn IMPi til andstæðinganna, þökk sé laufaníunni. í leik Frakka og Pólverja varð norður einnig sagn- hafi á báðum borðum. Perron fékk út laufgosa og dúkkaði eins og Þoriákur. En á hinu borðinu kom Mari í austur út með hjar- takóng og skipti síðan yfir í laufgosa. Sagnhafi lagði drottninguna á og dúkkaði síðan kónginn. Ákvað sem sagt að spila vestur upp á K10 og fór einn niður þeg- ar vestur spilaði meira laufí. Varðandi minkadráp GRÉTAR Eiríksson, tæknifræðingur, hringdi inn eftirfarandi: „Enn einu sinni hefur blaðamanni hjá Morgun- blaðinu orðið það á að telja það til afreka þegar einhveijum tekst að bana svokölluðu meindýri á sóðalegan hátt. Þann 18. júlí sl. birtist grein ásamt stórri mynd af unglingspilti haldandi í skottið á dauðum minkahvolpi er álpast hafði í skrúðgarð for- eldra hans. Hafði piltin- um tekist að bana dýrinu með þvi að grýta hann með fallegasta steininum hennar mömmu sinnar eftir því sem hann skýrði sjálfur frá. Að aflífa dýr á þennan hátt, vekur andstyggð, hjá öllu sæmilega siðuðu fólki og er ekkert til að hrósa sér af. Að sjálf- sögðu þykist ég vita að minkar, refir og jafnvel fuglar eru stundum deyddir með andstyggi- legum hætti. En flestum sem verður það á finna til sektar og vilja ekki hafa það í hámæli. Ég tel það vera Morgunblaðinu, sem annars viðhefur vönduð vinnubrögð, til mikils vansa að upphefja slíkan verknað og vona að ekki verði framhald á birtingu slíkra hetjudáða." Tapað/fundið Úr tapaðist CASIO-tölvuúr tapaðist í Fjölskyldugarðinum mánudaginn 16. júlí sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 553-6652. Gæludýr Kettlinga vantar heimili FJÓRA tíu vikna gamla, kassavana kettlinga, vantar góð heimili. Dýra- vinir eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 424-6673. Farsi Víkverji skrifar... KUNNINGJAKONA Víkveija, sem stendur í íbúðakaupum ásamt manni sínum, sagði skrýtna reynslusögu af húsnæðiskerfinu. Þegar sótt er um húsbréfalán, þarf kaupandi íbúðar að skila upp- lýsingum um tekjur sínar, til að sýna fram á að hann hafi næga greiðslugetu til að borga af lán- inu. Samkvæmt reglum Húsnæðis- stofnunar ber að skila launaseðl- um fyrir síðustu þijá mánuði. Slíkt er eflaust í flestum tilfellum ágæt viðmiðun. í tilfelli kunningjakon- unnar var málum hins vegar öðru vísi háttað. Hún hafði starfað er- lendis um skeið og var nýflutt til landsins og komin í nýja vinnu. Hún hélt því að hún væri að gera húsnæðiskerfinu greiða með því að leita til starfsmannastjórans hjá vinnuveitanda sínum, sem er stórt og virt fyrirtæki, um að hann skrifaði yfirlýsingu um launakjör hennar, þannig að Húsnæðisstofn- un hefði haldgóðar upplýsingar um raunverulegar framtíðartekjur hennar í nýja starfinu. ESSUM upplýsingum var komið á framfæri við Hús- næðisstofnun. Svo liðu nokkrir dagar og þá hafði stofnunin sam- band og benti á að launaseðla sein- ustu þriggja mánaða vantaði í fylgiskjöl umsóknar konunnar um húsbréfalán. Kunningjakonan reyndi að útskýra að þeir gæfu enga vísbendingu um framtíðar- tekjur hennar, enda væru þeir frá erlendu fyrirtæki, sem hún ynni ekki hjá lengur. Svörin, sem hún fékk, voru hins vegar þau að svona væru reglurnar, og ekki væri hægt að taka mark á skriflegri yfirlýs- ingu starfsmannastjórans. Ibúðar- kaupandinn skilaði því umbeðnum upplýsingum um iaun þriggja síð- ustu mánaða, sem breyttu reyndar engu um mat á greiðslugetu henn- ar, enda voru tekjurnar sambæri- Iegar við launin í nýja starfinu. Hins vegar tekur Víkveiji undir furðu kunningjakonunnar á því hvers vegna reglur opinberrar stofnunar séu svo ósveigjanlegar og einstrengingslegar, að ekki sé tekið mark á hinum haldbetri upp- lýsingum, og þær úreltu lagðar til grundvallar. xxx EGNA athugasemda þeirra, sem Víkveiji gerði við það síðastliðinn laugardag að verktakar legðu kranabílum sínum á götur í tíma og ótíma án merkinga, vill hann vitna í Lögreglusamþykkt Reykjavíkur, sem honum barst í vikunni. Þar segir í 19. grein að á almannafæri sé bannað að leggja eða setja neitt það, sem hindrar umferð. Þetta ætti að nægja út af fyrir sig til að viðkomandi verktak- ar skömmuðust sín, en Víkveiji hefur jafnframt komizt á snoðir um að lögreglan gefur út minnispunkta fyrir verktaka verklegra fram- kvæmda, þar sem meðal annars kemur fram að merkingar skuli setja upp áður en vinna hefst, helzt með fyrirvara. I umferðarlögum segir jafnframt að þar sem vega- vinna fer fram eða vegi er raskað af öðrum ástæðum, eigi að merkja staðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.