Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Bogi Þ. Finn- bogason fædd- ist á Eskifirði 4. júlí 1920. Hann lést á Borgarspítalan- um 13. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin María Þorleifsdótt- ir og Finnbogi Er- lendsson útvegs- maður. Börn þeirra ' voru sjö, sex synir og ein dóttir. Af systkinum Boga lifa tveir bræður, Gústaf, býr í Kópa- vogi, og Guðmundur, býr á Selfossi. Látin eru Magnús, bjó í Reykjavík, d. 1993, tvö systk- inanna, Ólina, og drengur, óskírður, dóu ung, og Erlend- ur, lést um tvítugt. Hinn 29. desember 1956 kvæntist Bogi Dagnýju Þor- steinsdóttur frá Laufási. Börn þeirra eru tvö: Guðný, f. 1958, hún á eina dóttur, Dagnýju _fÖSTUDAGSMORGUNINN 14. júlí sl. barst mér sú harmafregn að Bogi vinur minn Finnbogason hefði látist á Borgarspítalanum í Reykja- vík kvöldið áður. Nokkrum dögum fyrr var Bogi sendur í rannsókn til Reykjavíkur, en ég held að það hafí ekki hvarflað að neinum að hann kæmi ekki fljótlega heim aft- ur, hress og kátur. En enginn veit sitt skapadægur. Þar sem Bogi var einn af mínum allra bestu vinum, langar mig að .minnast hans með nokkrum fátæk- iegum orðum. Bogi hafði nýverið haldið upp á 75 ára afmæli sitt, er kallið kom. Frændgarður Boga var mjög stór bæði á Eskifirði þar sem hann fæddist og víðar á Austurlandi. Bogi ólst upp í foreldrahúsum, og eins og þá var títt um unga og tápmikla drengi í sjávarplássum beindist hugurinn fljótlega að bryggjunum og sjónum og var farið að taka til hendi strax og kraftar leyfðu. Hann hóf ungur sjómennsku og hans fyrsta alvöru skipsrúm var á Svaninum, litlum bát, sem faðir hans átti. Bogi var þá 13 ára, en 18 ára er hann orðinn farmaður á þeim bát. Kynni okkar Boga hófust þegar við vorum saman við nám í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík vetur- inn 1948-49, en alveg síðan þá höfum við verið kunningjar og vin- ir. Lífshlaup okkar hefur verið mjög svipað. Þó að annar væri Austfirðingur og hinn að norðan lá leið okkar beggja til Vestmanna- eyja þar sem sjómennska varð lífs- starfið. Við gengum báðir í gegn- um allt kerfið, vorum hásetar, stýrimenn, skipstjórar og útgerðar- menn. Það þarf engan að undra þá að ungir menn, sem áhuga höfðu á sjómennsku og höfðu jafn- vel lært eitthvað í þeim fræðum Jeituðu til Vestmannaeyja, þar sem Vestmannaeyjabær var á þeim tíma óumdeilanlega stærsta ver- stöð landsins, og þar var mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu. Kom fólk þangað víða að f atvinnu- leit. Bogi var mikill gæfumaður bæði í lífi og starfi. Honum farnaðist vel á sjónum, var aflamaður góð- ur, og á allri hans skipstjóratíð, sem var yfir 30 ár, henti aldrei neitt óhapp á sjónum, hvorki á skipi né skipshöfn og má það telj- ast mikil guðsgjöf. Bogi var einnig ’mjög mannasæll og voru dæmi þess að sömu menn reru með hon- um ár eftir ár. Ekki var hann síður lánsamur í einkalífinu, en sitt stærsta gæfuspor steig hann 29. desember 1956, er hann kvæntist sinni ágætu eiginkonu, Dagnýju Þorsteinsdóttur. Bogi hafði dvalist >\ Eyjum af og til um tíma, en með hjónabandinu innsiglaði hann veru Hauksdóttur, f. 1983, og Erlendur, f. 1963, sambýlis- kona hans er Anna Breiðfjörð Sigurð- ardóttir. Árið 1946 eignaðist Bogi tví- burana Anton og Jennýju Maríu, sem búa á Eskifirði. Bogi byrjaði 13 ára á bát föður síns, Svaninum, og varð skipstjóri á honum 18 ára gamall. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1949. Bogi starfaði sem skipstjóri i Vest- mannaeyjum til 1974. Þá sótti hann námskeið sjávarútvegs- ráðuneytisins í gæðamati fisks og gegndi starfi fiskmats- manns þar til fiskmat var lagt niður. Útför Boga fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. sína hér. Dagný var næstyngst af tólf systkinum, dóttir þeirra sæmd- arhjóna Elínborgar Gísladóttur og Þorsteins Jónssonar útvegsbónda og formanns frá Laufási. Dagný bjó manni sínum friðsælt og fallegt heimili, og þangað var gott að koma, enda gestkvæmt alla tíð. Fyrstu sautján búskaparárin, eða fram að gosi, bjuggu þau á ættar- óðali Dagnýjar í Laufási og festist þá Laufásnafnið við Boga og ætíð síðan var hann kallaður Bogi í Laufási af vinum og vandamönn- um. Hjónaband þeirra var alla tíð mjög hamingjuríkt og farsælt, og féll þar aldrei skuggi á. Þeim varð tveggja barna auðið og eru þau Guðný hjúkrunarfræðingur, en hún á eina dóttur, sem að sjálfsögðu heitir Dagný, og Erlend, en kona hans er Anna Breiðfjörð Sigurðar- dóttir og búa þau á Akureyri. Eldgosið 1973 breytti högum þeirra hjóna eins og annarra Vest- mannaeyinga. Þau urðu að yfirgefa Heimaey og dvöldu í Reykjavík og á Selfossi í sautján mánuði, en fluttu aftur heim í júní 1974. Lauf- ás var eitt þeirra húsa sem hraun- elfan gleypti, en Bogi og Dagný keyptu einbýlishúsið á Höfðavegi 17 og bjuggu þar síðan. Bogi hafði er hér var komið ákveðið að hætta sjómennsku, fór á matsmannanám- skeið og réðst síðan í vinnu við ferskfiskmatið hér og starfaði við það þar til það var lagt niður, og gekk síðan í ýmis störf fram að sjötugsaldrinum. Ekki get ég lokið minningum um Boga í Laufási án þess að nefna eitt af áhugamálum hans, en það var veiðimennskan. Hann hafði gaman af að renna fyrir silung eða lax í vatni eða læk, en þó var byss- an hans uppáhalds veiðitæki. Hon- um fannst árið mislukkað, kæmist hann ekki á haustdögum á gæsa- skytterí, enda fór hann nær alltaf í eina eða fleiri ferðir með veiðifé- lögunum. Síðustu árin fóru þeir feðgar saman og komu á stundum með góðan feng. Þá var oft æði glatt á hjalla þegar veiðifélagarnir og jafnvel fleiri hittust í kjallaran- um á Höfðavegi 17 til þess að undirbúa jólasteikina. Þar var haustveiðin reytt, verkuð og sviðin og fylgdi því oftast meiriháttar gleðskapur. Þá mun einnig hafa verið kátt í koti þegar Dagný hélt sína árlegu gæsaveislu fyrir Lauf- ású’ölskylduna. Dagný mín, ég votta þér, börn- um ykkar og öðrum nánum mína dýpstu samúð. Ég bið ykkur guðs blessunar og veit að þið geymið minningu um góðan eiginmann, föður og umfram allt góðan dreng. Að síðustu kveð ég þig, kæri vin- ur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hilmar Rósmundsson. Ljúfa Anna, láttu mig vissu fá. Þú ein getur læknað mín hjartasár. í kvöld er ég sigli á sænum í svala ljúfa blænum, æ, komdu þá svo blíð á brá út’í bátinn mér einum hjá. (ÓK. höf.) Kenndir þú frænku litlu að söngla og þegar hún hafði lært sönginn héldum við æ síðan litla söngtón- leika er við hittumst. Við hittumst reglulega ár hvert, ýmist úti í Eyjum, þegar ég ásamt foreldrum mínum og Irisi systur komum og heimsóttum ykkur Dagnýju, eða þegar þið komuð og heimsóttuð okkur á Selfoss. Þess á milli sungum við ljúfu Önnu í sím- ann saman. Samverustundir okkar eru ein sterkasta bemskuminning huga míns. Þú dekraðir frænkur þínar litlu, fórst með þær í bíltúra, sýnd- ir þeim Eyjarnar, keyptir handa þeim eins marga ísa og þær torg- uðu. Og kannski komust þær upp með smá óþægð þegar þú varst nærri. Við vildum líka láta lífið snúast um þig og Dagnýju þegar þið kom- uð til okkar upp á land. Fyrst og fremst þurfti að huga að því að nægur ijómi væri til í ísskápnum þegar Bogi frændi kom í heimsókn. Rjómi var eitthvað (það mesta hnossgæti sem þú gast hugsað þér. Svo voru það kartöflumar. Jafn- vel þó á stundum væri dálítið erfitt að fylgja sannfæringu sinni varð- andi kartöflumar þá tókst það nú alltaf. Ég veit að kartöflurækt þín úti í Eyjum var þér mikils virði, þú heyrðir jafnvel grösin þín vaxa alla leið upp á landi. Og þar þurftir þú á eyrum okkar allra að halda - grösin þín uxu tífalt á við grösin hans pabba og krafturinn var þvílík- ur að vaxtarbrestimir bárust eyrum okkar yfír hafíð alla leið á Selfoss. Mér er óhætt að segja að vinátta ykkar Dagnýjar við mömmu og pabba hafí ætíð verið mjög sterk og afar sérstök. Mamma var vissu- lega uppáhaldsfrænka númer eitt eins og þú sagðir svo oft. Við títl- umar fylgdum fast á eftir. Þið pabbi voruð sífellt tárfellandi af hlátri þegar þið hittust eða rædduð málin í síma. Uppátækin voru ýmis og ferðalögin mörg sem farin voru saman. Elsku Bogi minn, eftir að þú veiktist hittumst við æ sjaldnar og við vomm alveg hætt að syngja. Ég á mér samt enn uppáhaldslag sem ég raula oft og hugsa þá alltaf til uppáhaldsfrænda. Dagný mín, Erlendur, Anna, Guðný og Dagný, missir ykkar er mikill þegar þið kveðjið eiginmann, föður, tengdaföður og afa. Guð styrki ykkur í sorginni. Við kveðjum þig nú og biðjum algóðan Guð að geyma þig, elsku- legi frændi. „Dauðinn er síðasti óvinurinn, sem verður að engu gjörður.“ (1. Kor. 15:26.) Þín Aníta. Örfá orð að leiðarlokum, kæri frændi. Samverustundirnar allt of fáar, ná yfír vel hálfa öld. Fyrstu minn- ingarnar frá Eskifirði eru tengdar þér. Raddir ykkar sjómanna utan af firðinum, skellir og vélahljóð berast að landi í mjúkri þokunni. Lítil „gæska" í fangi frænda að skoða kóp sem flækst hafði í neti. Saltlykt, svört peysa, grá húfa, stór hlý hönd, og að veltast um af hlátri, er það sem minnir á Boga frænda. Seinna andstyggilegar ráðstaf- anir okkar systra til að nota títu- pijóna sem „hrotubana" og hve fljótt okkur var fyrirgefið. Alfreð frændi og Bogi að leika við okkur slábolta með ógleyman- legum tilburðum hraustra sjó- manna. Fjórir samrýndir bræður, uppfull- ir af gáska og góðlátlegri stríðni, sama hvar var, eða hversu gamlir þeir voru, alltaf sömu prakkararnir. Sögur af furðulegum uppátækjum þeirra munu lifa með okkar fólki, öllum til gleði og aðdáunar. Enn síðar höfðinglegar móttökur þeirra Boga og Dagnýjar í Laufási þegar við Páll komum til Eyja. Artarskapur þeirra við son okk- ar, sem síðar fór með Boga til Eyja til að bjarga búslóð þeirra áður en hraunið hremmdi þetta glæsilega heimili. Það voru þreyttir frændur sem komu til lands að lokinni þeirri ferð. Hún verður aldrei máð úr huga okkar lýsing Boga á nóttinni þegar hann varð vitni að því er gosið hófst, bíðandi eftir veðurspánni að skip- stjóra sið. Sannur sjómaður verður að lúta örlögum sínum, eins og við öll að lokum. Síðasta orð Magnúsar bróður þíns á banasænginni var „ljós“ og ég veit að ljós er fyrir stafni hjá þér líka, frændi minn góður. Megi minningin um þig verða þínu fólki ljós í lífi þess. Þökk og kveðja frá Magnúsar- börnunum. Edda Magnúsdóttir. Flestar minningar okkar systra um Boga tengjast æskuárunum fyr- ir gosið í Vestmannaeyjum árið 1973. Þá bjó fjölskylda okkar við Austurveg 4, á móti Laufási, ættar- setrinu sem amma Elínborg og afi Þorsteinn byggðu. Bogi og Dagný frænka bjuggu á efri hæðinni ásamt börnum sínum en amma og afi bjuggu niðri. Dyr Laufáss stóðu ætíð opnar og gengum við út og inn sem þar væri okkar annað heimili. Gestrisni þeirra Dagnýjar og Boga náði jafnt til ungra sem aldinna. Þau eru ófá bömin í Vestmannaeyj- um sem litið hafa á þau hjón sem afa og ömmu þó alls óskyld séu. Finnst okkur það lýsa vel ástúð og mannkostum þeirra hjóna. Bogi, þessi hávaxni maður með miklar augabrýr og milt og glettnis- Iegt bros, náði trausti og vináttu barna með lítilli fyrirhöfn. Við syst- umar vorum engin undantekning þar á og sóttumst eftir félagsskap hans. Okkur þótti mikið til koma að fá að vera með í „klíkunni" eins og veislan var kölluð sem Bogi hélt stundum börnum sínum á sunnu- dagsmorgnum í litla eldhúsinu uppi á lofti í Laufási. Þar sátum við uppi á borði með dinglandi lappir og fengum að smakka á góðgæti sem sjaldan var á boðstólum meðan við hlustuðum á spennandi ævin- týri. Betri gráfíkjur og súkkulaði- putta höfum við ekki smakkað síðan hjá Boga fyrir um það bil 30 árum. Ekki síðri voru sögurnar sem Bogi sagði okkur frá æskudögum sínum á Eskifírði. Hann var laginn að skreyta sögurnar og setja þær í búning sem hélt okkur börnunum föngnum. Með gosinu skildu leiðir og hin síðari ár hittum við Boga sjaldnar en áður. En þegar við hittumst var stutt í hlýlega stríðnina, glottið og hláturinn sem vakti tilfínningar bamæskunnar, fullar væntum- þykju. Með þessum orðum kveðjum við vin og frænda sem siglir nú á ný mið. Dagnýju og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Elínborg og Ásta Bárðardætur. Elsku Bogi minn. Það var leitt að ég náði ekki að kveðja þig eða þakka þér fyrir hversu vel þú tókst á móti Agli syni mínum í vor. Hann, ellefu ára gamall, var svo ákveðinn í því að hann ætlaði að heimsækja frænd- fólkið sitt í Eyjum, afabróður sinn, þó svo hann hefði aðeins stuttan tíma á fótboltaferðalagi og rataði ekki um Eyjarnar. En honum tókst að finna húsið og stóð á tröppunum og spurði hvort þú þekktir sig ekki. Og þú eins og þín var von og vísa gafst honum snúð og kók. Hann mun sjálfsagt muna það lengi, eins og ég man þegar þú komst á skipi til Þorlákshafnar, skipstjórinn sjálf- ur. Ég fór með pabba og mömmu til að hitta þig, og ég smástelpan BOGIÞ. FINNBOGASON sat á stýrinu og söng öll lög sem litlar stelpur kunnu. Það var alltaf ákveðin tilhlökkun þegar von var á ykkur frá Eyjum á sumrin. Þú svona stór, örlítið skakkur, með aðra höndina í vasa og hina sveiflandi hratt með, að ógleymdu stóra virðulega nefinu, góðlega brosinu og silfraða hárinu. Og Dagný alltaf svo blíð og kall- andi: „Bogi minn, Bogi minn.“ Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar kemur að kveðjustund, eins og sumarið 1974, sumarið eftir gos. Þegar ég fór með ykkur út í Eyjar til að vinna í físki og við Guðný vorum plastsystur, eins og við kusum að kalla okkur. Þetta var yndislegt sumar, mikil vinna og gott að vera hjá ykkur, þó árin yrðu mörg þar til ég kom næst. Ég held að þið hafíð haft lúmskt gaman af prakkarastrikum okkar Guðnýjar, eins og þegar við fórum á ball og gleymdum lyklinum heima og til að vekja ekki neinn ákváðum að skríða inn um glugga, en auðvitað vöktum við alla þar sem við vorum fastar í glugganum og komumst hvorki út né inn vegna hláturs. Og þó þú reyndir að skamma okkur var alltaf stutt í hláturinn. Það var ekki í þínu eðli að skammast, svo blíður varstu. Það er líka ógleymanlegt þegar við fór- um saman út í kartöflugarð til að heyra kartöflurnar vaxa. Þú einn hafðir þennan einstaka hæfileika. Veiðar voru þitt aðaláhugamál og eru margar ótrúlegar sögurnar til um allar ferðirnar sem þið bræðurn- ir fóruð. Við systkinin gleymum sjálfsagt aldrei hrotunum sem lyftu þakinu af húsinu í Miðtúninu, þegar þið sváfuð eftir slíkar ferðir. Elsku Dagný, Guðný, Erlendur, Anna, Dagný litla og aðrir ástvinir. Ég, Sigurður, Egill og Kári sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Takk fyrir samfylgdina, kæri frændi. Minning um góðan dreng lifir. Sigurborg Svala Guðmundsdóttir. Þrettán ára gamall byijaði Bogi til sjós og átján ára var hann orðinn skipstjóri á skipi föður síns Svanin- um. Svanurinn hafði þá verið endur- byggður eitthvað og stækkaður úr átta tonnum í á milli níu og tíu tonn. Fyrsta veiðiferðin var með reknet norður að Hrísey, en þangað hafði Bogi aldrei komið áður, svo hann þekkti ekkert miðin á þessum slóðum. Samt heppnaðist þessi ferð hans vel. Annars var oftast um sumartímann fiskað úti fyrir Aust- urlandi. En einhveijar vetrarvertíðir stjórnaði hann bátum frá Sandgerði og víðar á þeim slóðum. Tveimur atburðum sagði hann mér frá sem við gátum hvorugur útskýrt. Hann var vakinn upp af svefni rétt áður en báturinn hans strandaði. Og ég sé hann fyrir mér þegar hann reif stýrið af manninum og setti um leið á fulla ferð aftur á bak. Svo sagði hann mér líka frá einni sjóferð en þá var hann með Eini, 17 tonna bát sem hann átti með öðrum. Þeir voru að koma úr róðri og ætluðu til Sandgerðis, þeg- ar skall á þá mikið suðvestanrok. Þá fengu þeir þijú ólög á bátihn. Bogi rétt hafði að snúa áður en síðasta brotið kom sem var lang- stærst. Allir gluggar sópuðust úr brúnni, hurðin brotnaði og sjórinn tók Boga með út úr stýrishúsinu. En hann var ekki feigur því einhver hélt fast í annan fótinn og það bjargaði honum þangað til báturinn kom aftur upp á yfirborðið. Þá hékk hann utan á stýrishúsinu en fótur- inn var laus. Kol sem voru lokuð ofan í bekk niðri fóru upp úr og yfír á síðuna hinum megin, og sést af því að kjölurinn hefur ekki alltaf vitað niður. Þessi hrakningasaga verður ekki rakin lengra, en Bogi taldi hana segja að okkur væri hjájpað. Árið 1944 flutti Bogi til Vest- mannaeyja og fór að stunda sjó þaðan. Það væri of mikið efni í svona grein að rekja starf hans sem skipstjóra, aðeins hægt að nefna að hann var mjög gætinn og athug-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.