Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
LAU GARDAGUR 22. JÚLÍ1995 21
Rannsókn Whitewater-málsins á Bandaríkjaþingi
Almenningfur efast um
heilindi repúblikana
Washington. Reuter.
Upplognar
sakir
ÍTALSKUR mafíumeðlimur,
sem njósnaði fyrir lögregluna,
veitti falskar upplýsingar sem
leiddu til handtöku og fangels-
unar fyrrum Evrópuþing-
manns, Enzo Tortora. Haft er
eftir mafíumeðlimnum að
hann hafi gert sér grein fyrir
að það sem hann sagði hefði
komið sér vel fyrir dómarana
sem rannsökuðu málið. Tort-
ora var kunnur sjónvarpsmað-
ur. Hann var handtekinn 19B3
í tengslum við herför gegn
mafíunni í Napólí. Áður en
réttað var í máli hans var hann
kosinn á Evrópuþingið, og
1985 var hann fundinn sekur
um aðild að fíkniefnasmygli.
Hann lést úr krabbameini
1988.
Bentsen ver
lögreglu
LLOYD Bentsen, fyrrum fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna,
varði í gær aðgerðir manna
Áfengis-, tóbaks- og skot-
vopnaeftirlitsins, sem réðust
til atlögu við búgarð fylgis-
manna Davids Koresh í Waco
í Texas 1993. Bentsen viður-
kenndi að mistök hefðu verið
gerð. Hann kom í gær fyrir
þingmannanefnd sem rann-
sakar meintan þátt ríkisstjórn-
ar Bills Clintons í aðgerðum
lögreglu í Waco.
Sjúkraskýrsl-
ur Doles
BOB Dole, Öldungardeildar-
þingmaður í Bandaríkjunum,
gerði í gær sjúkraskýrslur sín-
ar opinberar til þess að taka
af allan vafa um að hann sé
nægilega heilsuhraustur til
þess að gegna embætti forseta
Bandaríkjanna. Dole þykir lík-
legastur til þess að verða for-
setaframbjóðandi Repúblikana
á næsta ári. Hann verður 72
ára í dag. Hann fékk krabba-
mein 1991 en hefur náð bata.
Fari svo að Dole verði kjörinn
forseti verður hann elsti maður
sem tekið hefur við embætt-
inu. Ronald Regan var tæplega
sjötugur þegar hann hóf sitt
fyrsta kjörtímabil 1981,
Fjöldamorð-
ingi gefur út
FJÖLDAMORÐINGINN
Charles Manson hefur gefið
út hljómdisk í tilefni af 60.
afmælisdegi sínum. Um 5000
eintök af hljómdiski Mansons
hafa verið framleidd af fyrir-
tæki í Seattle og verður dreift
í Bandaríkjunum í næstu viku.
Lögin voru tekin upp á laun
þegar Manson var vistaður á
sjúkrastofnun fangelsisins í
Vacaville í Kaliforníu.
„Pillaðu þig“
VOPNAÐUR maður sem rétti
verslunareiganda í hollenska
bænum Groningen miða með
kröfu um að peningar yrðu
látnir af hendi lagði á flótta
þegar verslunareigandinn
skrifaði til baka: „Pillaðu þig.“
Skömmu síðar var handtekinn
maður vopnaður byssu og mið-
um með kröfum um að pening-
ar yrðu afhentir „i hvelli."
NEFND öldungadeildar Banda-
ríkjaþings hélt áfram yfirheyrslum
vegna Whitewater-málsins í gær.
Sjálfsvíg Vincents Foster, sem var
aðstoðarráðgjafi Bills Clintons for-
seta í lögfræðilegum efnum, fyrir
tveim árum er mikilvægur þáttur
í yfirheyrslunum en Foster er nú
talinn hafa átt við andlega erfið-
leika að stríða. Könnun í Bandaríkj-
unum, sem birt var í gær, gefur
til kynna að 67% landsmanna telji
repúblikana fyrst og fremst vera
að reyna að koma höggi á Clinton
með yfirheyrslunum. Aðeins 28%
álíta að öldungadeildin sé að sinna
réttmætu eftirlitshlutverki sfnu.
Að sögn International Herald
Tribune var stækkuðum myndum
af handskrifuðum athugasemdum
Fosters, sem fundist hafa, varpað
upp níu sjónvarpsskjái í salnum þar
sem rannsóknarnefnd öldunga-
Mito. The Daily Telegraph.
HORFUR eru á að japanski Sósíali-
staflokkurinn bíði afhroð í kosning-
um til efri deildar þingsins á morg-
un. Kosið verður um helminginn af
252 sætum í deildinni, og samkvæmt
skoðanakönnunum munu rúmlega
30 af 43 þingmönnum Sósíalista
missa sæti sín.
Fari svo getur reynst erfitt fyrir
Tomiichi Murayama, forsætisráð-
herra Sósíalistaflokksins, að standa
uppi í hárinu á samstarfsflokknum,
Lýðræðislega demókrataflokknum.
Sósíalistar áttu orðið erfitt uppdrátt-
ar vegna marxísks orðspors, en í
fyrra snéru þeir baki við gömlurn
stefnumálum og gengu til stjórnar-
samstarfs við demókratana.
deildarinnar hefur aðsetur. Óljóst
er hvernig á að túlka sum ummæli
Fosters en honum virðist htjósa
hugur við því að þurfa að hafa frek-
ari afskipti af fjármálum forsetans.
Clinton og Foster voru góðvinir frá
unglingsárunum.
Margt þótti á sínum tíma undar-
legt við sjálfsvígið og aðstæður á
staðnum þar sem líkið fannst og
grunsemdir vöknuðu um að Foster
hefði verið myrtur.
Webster Hubbell, fyrrverandi
aðstoðardómsmálaráðherra Clint-
ons, sagði í gær að hann hefði
ekki gert sér fulla grein fyrir því
hve Foster væri illa haldinn andlega
fyrr en eftir sjálfsvígið. „Hann var
mjög tortrygginn, var hræddur við
að nota símann til að ræða við
mig,“ sagði Hubbell. Hann á yfir
höfði sér fangelsisdóm vegna skatt-
svika.
Nú eiga kjósendur erfitt með að
átta sig á því hver stefnumál Sósíal-
istaflokksins eru. Þótt Murayama
hafi haldið ræður víða nú í vikunni
til stuðnings sósíalistum virðist
flokkurinn ekki eiga sér viðreisnar
von án skýrrar stefnu.
Kjósendur kröfuharðir
Efnahagur í Japan er nú bágari
en nokkru sinni síðan á fjórða ára-
tugnum. Neysluvörur eru helmingi
dýrari en i Bandaríkjunum og banka-
kerfið er að hruni komið. Af þessu
leiðir að kjósendur gera nú auknar
kröfur til yfirvalda. Þeir vilja að
stjómmálaflokkar boði skýra stefnu.
Sósíalistar hafa bæði lofað að veija
Sjálfsvíg Fosters tengist Whitew-
ater vegna þess að þáverandi aðalr-
áðgjafi Clintons í lögfræðilegum
efnum, Bernard Nussbaum, kannaði
ásamt skrifstofustjóra Hillai-y Clin-
ton forsetafrúar skjöl -á skrifstofu
Fosters eftir að líkið fannst og áður
en lögregla fékk tækifæri til að
kanna aðstæður. Talið er að skjöl
varðandi Whitewater kunni að hafa
verið á skrifstofunni.
Hubbell ver aðgerðir Nussbaums
og segir að á skrifstofunni gætu
hafa verið viðkvæm plögg, m.a. í
tengslum við mat á væntanlegum
hæstaréttardómurum en þá skipar
Bandaríkjaforseti. Hins vegar sagði
Hubbell nefndinni á fimmtudag að
Nussbaum hefði ekki staðið við
samning sem hann hefði gert við
embættismenn dómsmálaráðuneyt-
isins um að þeir fengju að fara yfir
gögn Fosters síðar.
hagsmuni neytenda og að koma í veg
fyrir að ódýrar, erlendar matvörur
berist til landsins. Hver skoðanakönn-
unin á fætur annarri hefur sýnt að
kjósendur ei-u fylgjandi ríkisafskipt-
um til þess að örva efnahagslífið.
Helsti stjómarandstöðuflokkurinn,
Framvarðaflokkurinn, býður skýra,
neytendasinnaða stefnu, sem margir
kjósendur eru hrifnir af.
Kosningastjóri sósíalista sagðist
viðurkenna að fólk hefði orðið fyrir
vonbrigðum. Það hefði ákveðnar
skoðanir á því hvað skipti máli, en
treysti ekki stjórnmálaflokkunum.
Búist væri við að kosningaþátttaka á
morgun yrði sú minnsta sem sögur
færu af.
Viðbrögð gagnrýnd
Undarleg viðbrögð háttsettra
embættismanna Clintons er lík
Fosters fannst eru harðlega gagn-
rýnd en talsmenn Hvíta hússins
bera því við að fólk hafi gert mis-
tök vegna þess hve áfallið hafi
verið mikið og óvænt.
Öryggisvörður í Hvíta húsinu
segist hafa séð skrifstofustjóra
Hillary Clinton, Margaret Williams,
yfirgefa skrifstofu Fosters nótjtina
er líkið fannst og hafi hún háldið
á skjalakassa. Williams vísar því á
bug, segir að um misminni hljóti
að vera að ræða. Lögreglumenn
sem borið hafa vitni fyrir þing-
nefndinni telja að embættismenn
Hvíta hússins hafi skipt sér með
ótilhlýðilegum hætti af störfum
þeirra við rannsókn sjálfsvígsins.
Hvítur
hnúfubakur
Sydney. Reuter.
ÁFAR fágætur hvítur hválur hefur
sést í grennd við Byron-höfða sem
er um 550 km norðan við Sydney
í Ástralíu og er talið að hann hafi
verið á leið frá Suðurskautslandinu
til æxlunarstöðva við Ástralíu-
strendur. Hefur hvalurinn, sem
mun vera hnúfubakur, þegar verið
nefndur Moby Dick eftir sam-
nefndum hval í frægri skáldsögu
Bandaríkjamannsins Hermans
Melville.
Það voru fiskimenn sem sáu
hvalinn að þessu sinni en þeir voru
að veiðum á sunnudaginn við
austurströndina. Ástralskur emb-
ættismaður sagði að þetta væri í
fjórða sinn frá 1991 að hvítur
hvalur sæist og væri talið að um
sama dýrið væri að ræða.
Reuter
Breytingar í Hanoi
VÍETNAMSKAR konur hvíla lúin bein fyrir framan röð af ný- um borgina, og bera þess glöggt vitni að höfuðborg Víetnam
byggðum húsum í úthverfi Hanoi. Sum húsanna verða nýtt und- tekur nú örum breytingum, líkt og margar aðrar borgir í Asíu
ir hótelrekstur. Byggingakranar gnæfa yfir götur og torg víða hafa gert.
Líkur á að flokkur
Murayamas bíði afhroð